Morgunblaðið - 30.11.2010, Síða 19

Morgunblaðið - 30.11.2010, Síða 19
UMRÆÐAN 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2010 Tilraun var gerð á Taían með því að hverju mannsbarni var send úttekt- arheimild í taívönsku efnahagskerfi upp á 150 evrur eða jafn- gildi um tuttugu og þrjú þúsund króna. Fjögurra manna fjöl- skylda fékk þá um 90 þúsund króna úttekt- arheimild í hendur. Á Íslandi er eiginlega ekkert hagkerfi sem stendur þar sem lögmál kapítal- ismans hafa verið tekin úr sam- bandi og Seðlabankinn er sagður hafa verið einn besti ávöxtunar- aðili viðskiptabankanna. Annað hvert fyrirtæki er í eigu ríkisins og mestallt bankakerfið lýtur þess forsjá. Það er líka sagt að sáralítil eftirspurn sé eftir lánsfé á frjálsum markaði. Traust og trú á þingi og þjóð er í lágmarki samkvæmt því er sögur herma. Sparnaður almenn- ings lætur undan síga í umhverfi neikvæðra vaxta og mikils al- menns falls á tekjum. Í raun er ekki bjart um að litast í íslenska samfélaginu um þessar mundir. Ríkissjóður þeirra á Taían átti peninga fyrir þessari aðgerð. Þeirra kenning var sú að þetta skilaði sér vel til baka. Og mér hefur verið sagt að Taívanar telji þetta hafa heppnast. Okkar rík- issjóður á ekki eigið fé til slíkrar tilraunar. Ætti hann peninga og framkvæmdi þetta myndi virð- isaukaskattur skjótt koma inn aftur sem 30 evrur, tekjuskattar af veltunni sem gætu numið 20 evrum, síðan kæmu inn önnur áhrif sem lífeyris- og trygg- ingagjöld, minnkandi þörf fyrir bætur og styrki og þannig áfram. Nettó útstreymi ríkissjóðs yrði því hugsanlega aðeins rúmur helmingur upphæðarinnar sem út var send. Hvaða áhrif hefði svona innspýting á efnahagslífið til dæmis núna fyrir jólin? Er ég að leggja það til að við prófum þetta? Sláum lán og gerum þetta? Já, og líka kannski hikandi nei. Þetta væri svo óvenjulegt Þörfin er hins vegar fyrir hendi hjá fólkinu sem aldrei fyrr. En að slá lán fyrir þessu og framkvæmda það, það fæst ekki í gegn held ég. Yrði talið óábyrgt og þar fram eftir götunum. Hvernig væri þá í staðinn að senda hverjum landsmanni aflaheimild upp á einhver aukin þorsk- ígildiskíló sem kæmu sem viðbótarkvóti? Það væru raunveru- leg verðmæti sem fólkið gæti nýtt sér en kostuðu ríkissjóð ekki neitt. Færu á markað eftir smekk hvers og eins. Flestir landsmenn telja að þjóðin eigi fiskinn í sjón- um. Þingmenn segja þetta þegar þeir vilja láta endurkjósa sig. Út- vegsmenn töpuðu engu beinlínis en yrðu auðvitað vonsviknir þar sem þeir telja sig eiga alla veiði í sjónum. En gætu þeir ekki hugg- að sig við að þetta er neyð- araðstoð til þjóðar í þröngri stöðu? Ekkert hefur breyst í neinu kerfi þeirra þannig að þeir þyrftu ekki að örvænta. En hver yrðu áhrifin fyrir hinar að- þrengdu fjölskyldur? Jókst fólk- inu bjartsýnin við gengis- lánadóminn á Selfossi? Þýðir hann ekki endalok fjölda heimila og aukinn landflótta eftir stað- festingu Hæstaréttar? Líka er önnur tilraun sem hægt er að hugsa sér. Seðlabank- inn getur skráð gengið að vild þar sem alger gjaldeyrishöft ríkja. Hann getur hækkað krón- una og lækkað verðlag. Hvernig væri nú að reyna að liðka fyrir kjarasamningum með einhverri gengishækkun sem kæmi öllum almenningi til góða? Hvað hefði nú hann Einar Oddur lagt til? Má ekki gera einhverjar til- raunir til að hressa okkur við? Hressum okkur upp Eftir Halldór Jónsson » Seðlabankinn getur skráð gengið að vild þar sem alger gjaldeyr- ishöft ríkja. Hann getur hækkað krónuna og lækkað verðlag. Halldór Jónsson Höfundur er sjálfstætt starfandi verkfræðingur. Nóbelsskáldið okk- ar sagði eitt sinn efn- islega, að hvenær sem komið væri að kjarna máls þá hlypu Íslendingar út og suður. Þetta kom okkur í hug þegar fjölmiðlar voru að segja frá þingreið þeirra Sunnlendinga. Frá henni var sagt innvirðulega í öllum fjölmiðlum sem sjálfsagt var og rætt við fólkið. Fáir virtust þó hafa kjark til að nefna hvar ætti að skera niður í fjárlagafrumvarp- inu 2011 í stað þess að leggja nið- ur spítalana á landsbyggðinni. Ut- an tveir í Morgunblaðinu í greininni Neyðarkall utan af landi og má þó hafa verið víðar. Þórný Heiðarsdóttir sagði að það mætti vel skera niður í utanríkisráðu- neytinu og aðgerðir í kynjamálum mættu bíða. Einar Óli Fossdal tók svo til orða að við yrðum að vera fólk til að taka þessi sendiráð og annað og loka þeim. Meira var það nú ekki. Um daginn beittum við undirrit- aðir okkur fyrir því að langflestir kosningabærir menn í Dýrafirði, um 100 manns, sendu að gömlum hætti bænarskrá til okkar elsku- legu alþingismanna þar sem fram komu harðar og ákveðnar tillögur hvar ætti að skera niður í stað þess að loka sjúkrahúsum. Þetta plagg var sent fjárlaganefnd Al- þingis og fjölda fjölmiðla. Í bæn- arskránni var eftirfarandi kjarni máls: SJÁ TÖFLU Samið verði við ríkisstarfsmenn um að þeir lækki símakostnað svo sem kostur er. Engar utanlandsferðir verði leyfðar á kostnað ríkisins á næsta ári nema þær séu algjörlega óhjá- kvæmilegar að mati ríkisend- urskoðanda. Þeir ríkisstarfsmenn sem sitja í nefndum á vegum þess opinbera fái ekki laun fyrir þau störf. Auk þess leggjum við til að dag- peningar og ferðakostnaður ríkis- starfsmanna verði lækkaður um 50%. Við töldum að málefnið væri það brýnt og um lífið að tefla, þó sárt væri að nefna suma liði, að ekki þyrfti að nota neinn lobbýisma eða undirróður til að koma því á fram- færi. Það var án árangurs að mestu leyti. Kannski þetta séu allt meira og minna heilagar kýr sem hér eru nefndar. En knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða, stendur þar. Er forsetaembættið heilög kýr? Eftir Hallgrím Sveinsson og Bjarna Georg Einarsson »Hér koma fram harðar og ákveðnar tillögur um niðurskurð frekar en að loka sjúkrahúsum á lands- byggðinni. Hallgrímur Sveinsson Hallgrímur er bókaútgefandi og létta- drengur á Brekku í Dýrafirði en Bjarni fyrrverandi útgerðarstjóri og núverandi ellilífeyrisþegi á Þingeyri. Bjarni Georg Einarsson Verkefni Fjárlög 2011 Lækkun Forseti Íslands 174.000.000 50.000.000 Framlög til þingflokka 53.500.000 20.000.000 Hrafnseyri 22.900.000 10.000.000 Nám í listdansi 107.000.000 30.000.000 Þjóðmenningarhúsið 94.400.000 50.000.000 Sendiráð Íslands 2.675.000.000 1.300.000.000 Framlög til stjórnmálasamtaka 304.200.000 100.000.000 Flutningssjóður olíuvara 430.000.000 200.000.000 Sinfóníuhljómsveit Íslands 717.000.000 200.000.000 Starfsemi atvinnuleikhópa 54.000.000 20.000.000 Íslenska óperan 133.000.000 50.000.000 Varnarmálastofnun 889.000.000 400.000.000 Íslandsstofa 397.000.000 100.000.000 Samtals lækkun 2.530.000.000 Sú stefna sem nú er framkvæmd í sam- bandi við tengingu við ESB er einhver fáránlegasta tjara sem nokkurn tíma hefur komið fram í þessu landi og höfum við þó séð margt skuggalegt. Það að sækja um aðild að er- lendu stórveldi, sem gert er andstætt vilja þjóðarinnar, á varla hliðstæðu í lýðræðisríki á þessum hnetti. Og það sem verra er, að standa í þessu rugli að sóa 1.500 milljónum eða meira í þessa vitleysu þegar þjóðina vantar allt annað en svona sóun, þegar engir peningar eru til í þetta sukk. Það hefur margoft komið fram að þær bráðabirgða- undanþágur sem hugsanlega gætu náðst mundu ekki verða í gildi nema meðan þetta skelfilega bandalag er að gleypa þjóðina. ESB hefur auðvitað tekið því fagnandi að fá þessa heimskulegu umsókn en hvers vegna? Það er vegna þess að Ísland hefur gíf- urlegar auðlindir sem hægt væri að gleypa með húð og hári. Þeir sem halda því fram að evr- an geti lagað efnahagsástandið, ein sér, hljóta að hafa lesið hag- fræði á hvolfi. Hvernig væri að evru-dýrkendur tækju að sér að útskýra það hvers vegna Portú- gal, Spánn, Ítalía og Grikkland eru efnahagslega í djúpum skít þrátt fyrir hina almáttugu evru. Það sem evru-dýrkendur og svo ýmsir aðrir virðast alls ekki geta skilið er, að sú mynt sem tengist efnahagsráðstöfunum hvers lands kemur alltaf til með að koma fram eins og spegill efnahagsástandsins í viðkomandi landi. Léleg efna- hagsstefna hefur aldrei orðið til þess að styrkja gjaldmiðil þess lands sem stjórnað er og getur ekkert annað en brotið niður við- komandi gjaldmiðil. Síðustu ár nánast frá stofnun lýðveldis í þessu landi hefur hver stjórnin annarri verri rústað efnahag landsins sem best sést á því hvern- ig gengið hefur hrun- ið og margsokkið í gegnum árin. Hér áður fyrr var haldið uppi góðu heil- brigðiskerfi sem rek- ið var með sameig- inlegum peningum landsmanna. Að vísu hefur bruðlið sem hefur tíðkast í opinberum rekstri komið þar við sögu en í dag þarf að skera þetta niður um nærri helming eða meira. Hver er or- sökin fyrir þessu? Er búið að gefa sægreifunum svona ríflega að þjóðin stendur ekki undir þessu? Hvernig væri að það yrði útskýrt fyrir þjóðinni hvaðan þeir pen- ingar komu sem héldu uppi heil- brigðiskerfinu fyrstu 50 árin eftir stofnun lýðveldis? Nú þegar gíf- urlegar hækkanir lenda á vinn- andi fólki í formi hærri orkureikn- inga er okkur sagt að verðið hér sé lægra en á meginlandi Evrópu, en eru ekki launin það líka? Mað- ur mundi halda að ef við virkj- uðum og seldum orkuna frá þess- um virkjunum hefði það talist vera eðlilegt að virkjanir borguðu sig upp á ákveðið mörgum árum. Það er eitthvað verulega rangt við allar þessar virkjanir ef það er ekki gengið frá málum þannig að þær standi undir sér og séu skuldlausar eftir ákveðinn tíma. En ef mörg hundruð manna vina- væðingargengi er sett upp til þess að éta upp allan arð orkufyr- irtækja þá er ekki við góðu að bú- ast. Ein af byggingum orkugeir- ans sem ég heimsótti fyrir nokkrum árum er sannarlega fá- ránlegasta bruðl- og sóunarbygg- ing sem ég hef nokkru sinni séð. Það vantar neðstu hæðina undir nálægt hálfri byggingunni og inni í þessari sömu byggingu eru alls konar furðuhlutir sem sýna ekket annað en fádæma bruðl og meira bruðl. Einhver sagði að eldhúsið í þessari einu byggingu hefði kost- að meira en 220 milljónir. Það væri fróðlegt að vita hver ber ábyrgð á þessu, en ef skýrslan um hrunið er lesin erum við með út um allt þjóðfélagið stjóralið með gífurleg laun vegna ábyrgðar sem í raun er alls engin. Við erum í þessu landi með gíf- urlega hitaorku og raforku sem nota mætti til að rækta grænmeti, ávexti og blóm til útflutnings að ég tali nú ekki um þetta nýjasta sem er olía úr repju sem mundi gefa gífurlegan arð ef rétt væri að þessu staðið. Það eru í dag mörg þúsund manns sem geta unnið við að byggja vegleg gróðurhús og stunda svo ræktun í þeim, en hug- myndasnauð yfirvöld virðast sér- lega stefna í það að rústa framtíð þjóðarinnar með algjöru aðgerða- leysi og hugmyndin auðvitað gagngert til þess að troða niður sjálfstæði þjóðarinnar svo hún sjái ekkert annað en láta ESB hirða land og þjóð. Svo þegar vantar sárlega fangelsi til að hýsa erlendan glæpalýð sem hópast hingað vegna ESB/Schengen- vitleysunnar þá er keyrt á fullu við að byggja tónlistarhöll en ekki fangelsi. En eins og alltaf í þessu landi hanga aðgerðalausir valda- fíklar eins og límdir við valdastól- ana og hugsa ekkert um annað en völd og meiri völd og nota þau til þess að skara eld eingöngu að sinni eigin köku. Það vekur alveg sérstaka athygli að ekki einn ein- asti þingmaður hefur nefnt það að spara stórfé með því að fækka þingmönnum og ráðherrum um 30-50%! Ennfremur mætti leggja niður það botnlausa bruðl að skaffa oflaunuðu stjóraliði bíla og líka bílstjóra, þessu liði er engin vorkunn að koma sér í vinnuna á eigin kostnað! Þar gæti komið sparnaður upp á um 500 milljónir þegar allt er talið. Ef stjórn þessa lands hefði verið framkvæmd af skynsemi væri þetta land ríkasta land á hnettinum en ekki á von- arvöl. Ísland og ESB Eftir Bergsvein Guðmundsson »Ef farið væri í það að nota orkuna sem við höfum hérna til rækt- unar myndi atvinnuleysi hverfa á mjög stuttum tíma. Bergsveinn Guðmundsson Höfundur er ellilífeyrisþegi. Morgunblaðið birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðu- greinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefn- um mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráð- stefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvu- pósti og greinar sem sendar eru á aðra miðla eru ekki birtar. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá not- andasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka að- sendra greina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.