Morgunblaðið - 30.11.2010, Síða 27
DAGBÓK 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2010
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
BLESS,
BLESS!
HVAÐ SEGIRÐU UM AÐ VIÐ EYÐUM
KVÖLDINU HEIMA, OG FÁUM OKKUR
RÓMANTÍSKAN KVÖLDVERÐ...
...FYRIR
TVO
ÉG HELD AÐ ÉG HAFI
MÓÐGAÐ HANN. EN ÉG HEF
NÚ VÍST BARA HUNDSVIT
Á KORDÝRAEITRI
MUNDU
AÐ...
„MÓÐIRIN
ER LÍMIÐ SEM
HELDUR FJÖL-
SKYLDUNNI
SAMAN”
EF
ÞAÐ ER
TIL-
FELLIÐ...
HVAÐ GERIST EF HÚN FER Á LÍMINGUNUM?
GUÐRÚN,
UM...
ÞÚ GETUR EKKI BARA SKILIÐ
MIG EFTIR ÞEGAR ÞÚ FERÐ ÚT,
ÞÚ ÞARFT Á MÉR AÐ HALDA
ÞÚ SVARAR MÉR EKKI ÞEGAR
ÉG HRINGI OG NÚNA ERTU
BÚINN AÐ SKIPTA UM
SÍMANÚMER!
ÞÚ ERT FARIN AÐ
HLJÓMA EINS OG
KLIKKAÐA GELLAN Í
„HÆTTULEG KYNNI”
ÞÚ GETUR EKKI HUNSAÐ
MIG! ÉG LEYFI ÞÉR ÞAÐ
EKKI!!!
ÉG HELD AÐ
ÉG SKREPPI AÐEINS
KENNARINN HANS NONNA
VAR AÐ HRINGJA
HÚN
HEFUR
ÁHYGGJUR AF
ÞVÍ AÐ HANN
FYLGIST EKKI
NÓGU VEL MEÐ Í
TÍMUM
ÉG
HELD AÐ
ÞAÐ SÉ
EKKERT TIL
AÐ HAFA
ÁHYGGJUR
AF
JÁ,
ER ÞAÐ!
ANNARS
GETUR MAÐUR
ALDREI FARIÐ
OF VARLEGA
VARSTU
EKKI BÚINN AÐ
HEYRA AF ÞVÍ SEM
GERÐIST Í GÆR?
HVAÐ? TVEIR ÞRJÓTARREYNDU AÐ STELA
SJÓNVARPINU MÍNU
EN KÓNGU-
LÓARMAÐURINN
GÓMAÐI ÞÁ
HÚN HEFÐI
MÁTT SEGJA „HETJAN
HANN KÓNGULÓAR-
MAÐURINN”
Leðurhanski
fannst
Fundist hefur brúnn
leðurhanski, vinstri
handar, líkast til
kvenhanski, á
Dyngjuveginum í
Reykjavík. Ef einhver
saknar þessa hanska
er viðkomandi vel-
komið að hafa sam-
band við Þorgils Hlyn
í síma 588-1845 eða
892-1845.
Í fæði hjá
Húsamiðjunni
Vinur minn, sem er
ellilífeyrisþegi og býr einn, sagði
mér að nú væri hann kominn í fast
fæði hjá Húsasmiðjunni fram að jól-
um. Ég spurði hvernig svo mætti
vera. Svarið var að nú byði Húsa-
smiðjan upp á jólahlaðborð fram að
jólum. Á borðinu væru þrír síld-
arréttir, purusteik og brúnaðar
kartöflur, kjúklingaleggir, reykt
svínakjöt með waldorfssalati eða
kartöflusalati. Verðið væri lægsta
lága verðið. Aðeins 990
kr. á sama tíma og
máltíðin kostaði 1.700
kr., þar sem hann væri
vanur að borða. Það er
ánægjulegt að fyr-
irtæki geri vel við þá,
sem minna mega sín. Í
þessu tilfelli er önnur
hlið á málinu. Þetta er
í boði Húsasmiðj-
unnar, sem Lands-
bankinn rak gjald-
þrota í samkeppni við
aðra, þar til hann kom
henni í mjög ógagn-
sæu ferli yfir á Lífeyr-
issjóðina. Það eru því
lífeyrissjóðirnir, sem
eru að bjóða niður mat í samkeppni
við þá sem borga til þeirra lífeyr-
issjóðsgjöldin. Væri ekki nær fyrir
lífeyrissjóðina að styrkja Fjöl-
skylduhjálpina, ef þeir eru í vand-
ræðum með gróðann.
SOS.
Ást er…
… vöndur af uppáhalds-
blómunum þínum.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9,
gönguh. I kl. 10.30, vatnsleikf. kl. 10.45,
postulín kl. 13, félagsvist kl. 13.30, les-
hóp. kl. 14, jóga kl. 18.
Árskógar 4 | Smíð./úsk. kl. 9, botsía kl.
9.45, handav. kl. 12.30, jóga kl. 13.30.
Bústaðakirkja | Mið. 1. des. kl. 13. Spil/
föndur, félagar úr kór Bústaðakirkju, ritn-
ingarlestur og bæn.
Dalbraut 18-20 | Handav. kl. 9, fé-
lagsvist kl. 14.
Dalbraut 27 | Handavinna kl. 8, söngur/
upplestur kl. 14.
Digraneskirkja | Leikfimi kl. 11, helgi-
stund. Dagskrá í höndum heimamanna.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák
kl. 13. Framsögn/námsk. kl. 17.15, fé-
lagsvist kl. 20.
Félag kennara á eftirlaunum | Tölvu-
starf Ármúlask. kl. 15. EKKÓ-kórinn æf. í
húsi KHÍ v/Stakkahlíð kl. 16.30.
Félagsheimilið Boðinn | Handav. kl. 13.
Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl.
9.15, gler- og postulín kl. 9.30, jóga kl.
10.50, alkort kl. 13.30.
Félagsmiðstöðin Bólstaðarhlíð | Jóla-
fagnaður 2. des. kl. 18. Jólahlaðborð,
hugvekja, Gissur Páll Gissurars. syngur.
Thelma Lind og Arnþór Birkir lesa jóla-
sögu. Skrán. eigi síðar en 1. des.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Trésmíði kl. 9/13, vatnsleikf. kl. 12.10,
karlaleikf./bútas. kl. 13, bíó í kirkju kl.
13.30, The Blind Side. Botsía kl. 14, Bón-
usrúta kl. 14.45, línud. kl. 16.15.
Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur
kl. 9, stafganga kl. 10.30. Á morgun bíó-
ferð á Með hangandi hendi, kaffiv., brottf.
kl. 13.30, sýning kl. 14, skrán. á staðn. og
s. 5757720. Fös. 3. des. prjónak. kl.
10.30, Eysteinn Björns. les úr bók sinni.
Félagsstarf eldri borgara Mosfellsbæ
| Skemmtun í Hlégarði 2. des. kl. 19,
söngur Vorboða, jólahlaðborð, ferðakynn-
ing Jónasar Þór. Sönghóp. Hafmeyjar
nokkur leiðir fjöldasöng, dans.
Grafarvogskirkja | Opið hús kl.13.30.
Helgistund, handavinna, spil, spjall.
Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, qi-gong og
myndmennt kl. 10, leikfimi kl. 11.30, brids
kl. 12.30, gler/myndm. kl. 13, tilboð á
sýn. Orð skulu standa, uppl. í s. 861-
9047.
Hvassaleiti 56-58 | Lífsorkuleikfimi kl.
8.30, 9.30 og 10.30. Bútasaumur kl .9.
Myndlist kl. 13. Helgistund kl. 14, stóla-
leikfimi kl. 15.
Íþróttafélagið Glóð | Línudans í Kópa-
vogsskóla hóp. I kl. 14.40, hóp. II kl. 16.10,
hóp. III kl. 17.40. Versalir: Ganga kl. 16.30.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Postulín
kl. 9, vísnaklúbbur, leikfimi kl. 11, hand-
verksstofa/postulín/opið hús/ brids/vist
kl. 13.
Norðurbrún 1 | Námskeið – postulíns-
málun, myndlist, vefnaður. kl. 9. Út-
skurður kl. 9. Frístundarstarf f. íbúa
Norðurbrúnar kl. 13. Greniskreyt. kl. 13,
mætið með skálar eða ílát.
Safnaðarheimilið Kirkjuhvoll, Garða-
bæ | Opið hús. Kyrrðarstund og súpa Bíó-
sýning kl. 13.30. Spil, saumur, spjall.
Seljakirkja | Menningarvaka í kvöld kl.
18. Sigurður Sigurðarson dýralæknir, tón-
listardagskrá. Matur á eftir. Tilk. þátttöku
í s. 5670110.
Vesturgata 7 | Aðstoð v/böðun/
handavinna kl. 9.15, spurt/spjallað kl. 13,
leshóp. kl. 13, spilað kl. 14.30.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Jóla og að-
ventufagnaður 10. des. kl. 18. Jólahlað-
borð, mikið til skemmtunar. Uppl. og
skráning s. 411-9450. Smiðja, bútas./
glerbræðsla kl. 9, morgunst. kl. 9.30,
framhaldss. kl. 12.30, handavinna eftir
hádegi, félagsvist kl. 14.
Jón Gissurarson tók þátt í kosn-ingum til stjórnlagaþings. Þegar
hann hafði lokið við að raða fram-
bjóðendum á kjörseðilinn varð hon-
um að orði:
Af mínum seðli margur gleðst,
mjög hann góðu lofar.
Fræðingarnir fóru neðst,
en fávitarnir ofar.
Pétur Stefánsson vaknaði að
morgni gærdagsins og fékk andann
yfir sig:
Þó ekki skáni ástandið
og alltaf gráni hagur,
lyftir bránum létt um svið
ljúfur mánudagur.
Ljóðahagur enn ég er,
yrki brag með von í hjarta.
Þriðjudagur heilsar hér,
hann mun fagur; gleði skarta.
Orðahagur og alls óragur
yrki ég brag í skærri gleði.
Miðvikudagur, mildur og fagur
mun hér draga víl úr geði.
Þó illa skrimti þessi þjóð,
og þankinn ymti ragur,
yrkir grimmt sín ljúfu ljóð
lífsins fimmtudagur.
Föstudagur fjörgar sál.
– Fjarri baga og vinnustreði
sem ég brag og segi skál
og söngla lag af hjartans gleði.
Upp af beði rís ei ragur,
reyni að kveða bragamál.
Léttir geði laugardagur,
lifnar gleði í minni sál.
Þó eflist vart minn efnahagur
og allt sé svart sem birtist mér,
sólarbjartur sunnudagur
sinni skartar fegurð hér.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af kosningum og vikudögum