Morgunblaðið - 30.11.2010, Síða 22

Morgunblaðið - 30.11.2010, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2010 ✝ Guðmundur Ósk-ar Tómasson var fæddur á Uppsölum í Hvolhreppi 12. sept- ember 1920. Hann andaðist eftir stutta sjúkdómslegu á Land- spítalanum 18. nóv- ember sl. Hann var einn þriggja sona hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur frá Uppsölum og Tómasar Tómassonar frá Arnarhóli í Land- eyjum. Bræður Guð- mundar voru Jón Ólafur, f. 24. maí, 1918, dáinn 23. mars 2008 og Elías Tómasson, f. 14. mars 1922, dáinn 16. október 2002. Þeir bræður voru allir miklir hagleiksmenn. Guð- mundur bjó nær allt sitt líf á Upp- sölum og þeir bræður tóku við búi á Uppsölum þegar faðir þeirra and- aðist árið 1971, en móðir þeirra and- aðist árið 1947. En einnig bjuggu á Uppsölum systkini Guðrúnar þau Steinunn og Magnús. Guðmundur var bóndi af guðs náð, hafði gaman af skepn- um og nostri í kring- um skepnurnar. Hann var og góður rækt- unarmaður. Sem ung- ur maður fór hann á vertíðir til Vest- mannaeyja, hann var einnig vetrarmaður á Núpi í Fljótshlíð. Um árabil fór Guðmundur í fjallferðir og smala- mennsku á Emstrur en fjallferðir eru og voru miklar mann- dómsvígslur í sveitinni. Annars var Guðmundur ekki víðförull. Þáttaskil urðu í lífi þeirra bræðra í desember árið 1999 þegar þeir fluttu frá Upp- sölum á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli. Þar undi Guðmundur hag sínum vel og var hvers manns hugljúfi. Útför Guðmundar Óskars fer fram frá Breiðabólstað í Fljótshlíð í dag, 30. nóvember 2010, og hefst at- höfnin kl. 11. Þær voru hnýttar og vinnulúnar hendur vinar míns Guðmundar Tómassonar sem ég kveð með miklum söknuði í dag. Handtakið var samt einstakt og við héldumst oft lengi í hendur þegar við rædd- um saman um lífið og tilveruna. Í söknuði getur einnig falist svolítil eigingirni því gamlir og lúnir menn eins og Guðmundur hafa þörf fyrir hvíld eftir langan dag. Guðmundur unni náttúrunni, sveitinni, skepnunum sínum, jörð- inni sem gaf grasið og heyið, kart- öflurnar sem voru annálaðar frá Uppsölum, hangikjötið góða úr reykkofanum sem hann nostraði við fyrir jólin. Sjálfbærni, sem er nýtískuorð var greypt í huga hans og bræðra hans og allar athafnir þeirra. Sjálfbærnin var þeim í blóð borin. Lífsgæðakapphlaupið, nú- tímaþægindi og eftirsókn eftir tísku létu hann og bræður hans sem vind um eyru þjóta. Uppsalir í gamla Hvolhreppi þar sem Guðmundur fæddist og bjó nær allt sitt líf eru lítil jörð. Gam- aldags á þann hátt að þar eru lítil tún á nútímavísu og óhentug til nútímabúskapar, en í staðinn er jörðin falleg og þar ríkir kyrrð og friður. Þar sló hjarta Guðmundar alla tíð og merkilegt hve áhuga- samur hann var um það sem við höfum veri að bjástra þar, m.a. í skógrækt. Guðmundur fylgdist nánast með hverju fótmáli okkar og aldrei gerðum við nokkurn hlut án þess að bera það undir hann og bræður hans meðan þeir lifðu. Oft fengum við góða og trausta leiðsögn. Tryggð og trúfesta var Guðmundi í blóð borin. Hann var glettinn, lít- ið eitt stríðinn og þótti á stundum undirritaður fara hratt um völl. Ég naut góðs af mikilli og traustri vin- áttu foreldra minna við bræðurna frá Uppsölum. Þeir voru ekki allra en þess tryggari og traustari þeim sem voru vinir þeirra. Þeir voru djúpt hugsandi og aldrei kom mað- ur af tómum kofunum hjá þeim enda víðlesnir, fróðir. Nútímaþæg- indum var ekki fyrir að fara á Uppsölum þó að þeir byggju þar til ársins 1999. Mikil breyting varð á lífi þeirra bræðra þegar þeir fluttu frá Upp- sölum á Kirkjuhvol á Hvolsvelli. Þá opnaðist þeim nýr heimur. Þar var vinkona þeirra Ragnheiður Guðmundsdóttir sem reyndist þeim eintaklega vel enda var mik- ill kærleikur og tryggð milli Núps- systkinanna og þeirra bræðra. Mikil tryggð var einnig á milli bræðranna og nágranna þeirra í Vesturbænum á Núpi og Brekkna- fólksins. Að leiðarlokum er söknuður og þakklæti mér efst í huga. Þakklæti fyrir margar góðar samverustund- ir. Einnig þakklæti samfélagsins til þeirra bræðra en veraldlegar eigur þeirra skiptast á milli Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð og Kirkjuhvols. Starfsfólki þar er sérstaklega þökkuð umhyggja og vinsemd við þessa heiðursmenn. Oft spurði ég Guðmund hvort ég gæti eitthvað gert fyrir hann. Oft- ast svaraði hann: „Ætli það sé nokkuð núna, Gylfi minn.“ Við Guðmundur töluðum oft af glettni um heiðursmannasamkomulag okkar sem ég kappkosta að halda. Far í friði, vinur sæll, minningin lifir um einstakan samferðamann. Ég kveð Guðmund með eftirfar- andi ljóðbroti eftir Davíð Stefáns- son. Grasið hvíslar sitt ljúfasta ljóð á leiðinu þínu. Moldin er hljóð og hvíldin góð. Ísólfur Gylfi Pálmason. „Það er aldeilis reyfið,“ segir hann þegar hárinu er sópað upp í fægiskófluna. Heiðursklipparinn hans skilur að í orðunum felst dá- lítil sneið. Klipparinn hafði ekki komist fyrr til að sinna skyldu sinni og þóttist Guðmundur vera orðinn síðhærðari en góðu hófi gegndi. Hann vildi vera snyrtileg- ur og það var mikill heiður fyrir mig að fá að taka við klipparahlut- verkinu af eldri bróður hans, Jóni. Heimafenginn var stíll þeirra Upp- salabræðra og þegar eiginmaður minn hafði sannfært þá bræður um að ég gæti aðstoðað þá við þetta verk var það mér ljúf skylda og enginn annar fékk að sinna hár- skurðinum. Jafnvel ekki þegar „konurnar niðri“ bentu honum á að nú væri hárgreiðslukona að störfum á Kirkjuhvoli. Nei, maður gerir sjálfur það sem hægt er að gera, bjargar sér með hlutina, að- keypt þjónusta er ekki til í orða- bókinni. Greiði fyrir greiða og handtakið og þakkirnar alltaf jafn hlýjar og einlægar. Það eru mikil forréttindi að hafa fengið að kynn- ast slíkum mönnum sem Uppsala- bræður voru og af þeim var margt hægt að læra. Aldrei gerðar kröf- ur til neins nema sjálfs sín, alltaf svo kurteisir og hógværir, vitrir og vel lesnir. Gummi var einkanlega ljúfur maður, stutt í gamansemina og ör- litla hógværa stríðni. Í raun var hann alltaf dálítið strákslegur þó árin væru orðin ærið mörg, var kannski alltaf í huga sér „strák- urinn frá Uppsölum“. Þegar við hjónin heimsóttum hann á Land- spítalanum gat hann gert smá grín að því það hefði nú verið gott að hann var nýklipptur. Það var kom- ið að kveðjustundinni, það vissi hann jafn vel og við. Ég þakka Gumma fyrir allar góðar stundir, hlý handtök og ein- lægni. Svo miklu meira vorum við tilbúin að gefa honum en hann vildi þiggja. Nægjusemi og hóg- værð hafði hann í heiðri alla ævi. Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir. Það er ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða þegar horft er til baka. Mér finnst eins og það hafi gerst í gær þegar mamma bað eitthvert okkar krakkanna að fara í sendiferð út að Uppsölum. Okkur fannst alltaf að það okkar sem var beðið að fara væri mjög heppið. Stundum fengum við líka að fara tvö eða jafnvel þrjú. Okkur þótti mjög gaman að fara í þessar ferð- ir. Hitta fólkið og upplifa þennan hlýja og eftirminnilega anda sem ríkti á þessu heimili. Það var alltaf tekið mjög vel á móti okkur og við spurð frétta eins og við værum fullorðið fólk Svo fengum við alltaf eitthvað gott í lófann til að borða á leiðinni heim. Alltaf komum við glöð og ánægð úr þessum ferðum og reynslunni ríkari. En nú er komið að kveðju- stund. Sá síðasti úr fjölskyldunni, Guðmundur eða Gummi eins og hann var ávallt kallaður, hefur nú kvatt þennan heim. Bræðurnir þrír, sem tóku við búinu af for- eldrum sínum og bjuggu mynd- arbúi á Uppsölum, hafa nú allir kvatt. Á Uppsalaheimilinu var mikil reglusemi. Allt var í föstum skorð- um og skýr verkaskipting milli þeirra bræðra. Gummi sá alfarið um féð og þegar jólafastan gengur í garð verður manni hugsað til hans en þá voru kindurnar bað- aðar en það var ávallt gert í hell- inum á Núpi og þá var Gummi al- veg ómissandi og kunni á öllu góð skil. Hann sá um að allt færi fram eftir settum reglum með sinni gamalkunnu glettni í röddinni. Þetta voru ógleymanlegir dagar þegar komið var með féð af næstu bæjum og allir hjálpuðust að. Þessu fylgdi glaumur og gleði og mikil tilhlökkun. Tímamót urðu í lífi þeirra bræðra þega aldurinn færðist yfir og þeir fluttu á Kirkjuhvol. Sjálfsagt hefur sú breyting ekki verið þeim léttbær en þeir tóku henni sem sjálfsögðum hlut og það var ekki annað að sjá en að þeir yndu hag sínum ótrúlega vel og vinir og kunningjar reyndu að létta þeim lífið á ýmsan hátt. Nú eru minningarnar einar eftir um okkar góða vinafólk á Upp- sölum. Gömlu góðu nágrannana sem voru svo stór hluti af uppvaxt- arárum okkar. Fyrir þetta allt vilj- um við systkinin úr austurbænum á Núpi þakka þér, Gummi minn, og biðjum þér Guðs blessunar. Sigríður Guðmundsdóttir. Guðmundur Óskar Tómasson sem nú kveðjur er síðastur Upp- salabræðranna þriggja. Hinir tveir voru Elías og Jón Ólafur. Þeir bræður unnu allir hörðum höndum fyrir sínu, hver og einn hafði sitt hlutverk og þeir fóru vel með. Uppsalir eru í Breiðabólstaðar- sókn og kirkjan þeirra var Breiða- bólstaðarkirkja í Fljótshlíð. Þeir bræður sýndu kirkjunni sinni alla tíð mikla ræktarsemi og væntum- þykju og við fráfall þeirra hefur komið í ljós ótrúlegt örlæti sem vandfundin eru dæmi um á síðari tímum. En hugulsemi og rausnarskap þeirra í garð kirkjunnar fylgdi ein- læg hógværð sem veldur því að hikandi er á þetta minnst hér. Fyrir hug þeirra bræðra hefur Breiðabólstaðarsókn getað hlúð vel að sínu og staðið fyrir öflugu kristilegu starfi langt umfram það sem fámenn sveitakirkja ella gæti. Hefur þetta allt varðveist vel og myndað tryggan sjóð svo duga mun um mörg ókomin ár til góðra verka í anda þeirra bræðra. Von- andi fyrirgefa þeir þótt um þetta sé getið hér að leiðarlokum en virðingu okkar og þakklæti eiga þeir öðrum fremur skilið. Guð blessi minningu Guðmundar Óskars, Jóns Ólafs og Elíasar, Uppsalabræðranna. Óskar Magnússon, formaður sóknarnefndar Breiðabólstaðarsóknar í Fljótshlíð. Guðmundur Óskar Tómasson Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu frið- inn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (Vald. Briem.) Er ég rita þessi kveðjuorð er mér efst í huga þakklæti og sorg. Þakklæti fyrir að hafa orðið þeirr- ar gæfu aðnjótandi að eignast þessa góðu konu að vini en sorg vegna hennar ótímabæru veikinda og andláts. Kynni okkar hófust er við störf- uðum saman á Reykjalundi. Sem hjúkrunarfræðingur var hún ein- stök. Bar hag skjólstæðinga sinna einlæglega fyrir brjósti. Var hlý, umhyggjusöm og nærgætin. Og sem vinnufélagi var hún frábær. Skemmtileg, trygg og traust. Gerði aldrei mannamun. Sýndi virðingu og gekk til starfa við hlið okkar með reisn. Margt líður í gegnum hugann er litið er til baka. Samstarf sem aldr- ei bar skugga á, öll símtölin og það síðasta aðeins þrem dögum áður en hún lést. Eftir að Soffía missti eiginmann sinn efldum við vináttuna. Þessi missir varð henni þung raun og sorgin djúp. En af sinni eðlislægu skynsemi og dugnaði sinnti hún sínum störfum og stundaði sín áhugamál af sömu elju og fyrr. Og eftir að hún veiktist styrktum við vináttuna enn frekar. Tvennt á ég sem hún vildi að ég fengi áður en yfir lyki. Annað er bréf sem hún skrifaði mér þegar hún dvaldi á „Lundinum“. Minntist hún á með trega en án þess að kvarta að nú væri hún komin hin- um megin við borðið. Minntist hún líka á að uppi á vegg héngi mynd af okkur „tvíburunum“ eins og við vorum oft nefndar hér áður fyrr. Fannst henni þetta skemmtilegt og skondið. Hitt er mynd sem tekin var af okkur saman fyrir mörgum árum. Og í sumar tók þessi dugn- aðarforkur sig til og leitaði mynd- ina uppi og færði mér sem kveðju- gjöf. Þessa tvo dýrgripi mun ég geyma. Eitt er víst í þessu lífi að við sem gistum þessa jörð skulum aftur til hennar hverfa. En þó að svo sé er maður aldrei tilbúinn fyrir kveðju- stund. Við taka sorg og söknuður. Nú nálgast jólin. Mun ég sakna hennar hlýju jólakveðju. Þar ríkti einlægni. Á nokkur kort frá liðnum árum sem bera merki um hennar listilegu hæfileika. Mun ávallt minnast Soffíu minn- ar sem góðrar og vandaðrar konu sem öllum vildi vel. Mun minnast káta hlátursins hennar, glettninnar í augunum og ljúfu raddarinnar. Soffía Guðmundsdóttir ✝ Soffía Guðmunds-dóttir fæddist í Bolungarvík 15. októ- ber 1948. Hún lést á líknardeild Landspít- alans 11. nóvember 2010. Útför Soffíu fór fram frá Hallgríms- kirkju 22. nóvember 2010. Nú gengur hún Soffía mín örugglega við hlið Geira síns sem hún saknaði svo sárt. Leikur á himna- orgelið og syngur í englakórnum. Gott ef þessi framtakssama kona er ekki orðin meðstjórnandi. Sendi mínar dýpstu samúðarkveðjur til sona hennar, tengda- dætra og barnabarna. Þeirra sorg er mest. Einnig til allra sem eiga um sárt að binda og syrgja. Þig faðmi friður guðs og fái verðug laun, þitt góða hjarta, glaða lund og göfugmennska í raun. Við kveðjum þig með þungri sorg og þessi liðnu ár með ótlal stundum ljóss og lífs oss lýsa gegnum tár. Við munum þína högu hönd og hetjulegan dug, og ríkan samhug, sanna tryggð og sannan öðlingshug. Guð blessi þig, þú blóm fékkst grætt og bjart um nafn þitt er, og vertu um eilífð ætíð sæl vér aldrei gleymum þér. (Jón Trausti.) Vertu Guði falin. Sóley Benna. „Í hvaða stjörnumerki ertu?“ spurði ég. „Ég er Vog, Jói minn. Get í hvorugan fótinn stigið,“ sagði hún hlæjandi. Bætti svo við feimn- islega: „Ég á afmæli í dag.“ Þarna var henni lifandi lýst. Ekki var hún að segja frá afmæli sínu að fyrra bragði. Skopskynið var óbugað, þótt mátturinn væri á þrotum. Hún minnti á Maríuerluna, sem kennd er við Guðsmóður. Falleg, síkvik, fjörug og ljúflynd. Í lítillæti sínu og hófsemd lifðu þau Ásgeir eins og boðskapur frelsarans væri runninn þeim í merg og bein: „Lít- ið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá.“ Heimilið og drengirnir skiptu öllu máli. Undir grallaralegu fasi Soffíu leyndist sterkur sjálfsagi. Hún vissi nákvæmlega hvað skipti máli í lífinu. Hún hafði ríka samkennd með öðrum og djúpan mannskiln- ing. Alúð hennar við gamalt fólk og þá sem höllum fæti stóðu var ein- stæð. Hún var listfeng en flíkaði því lítt. Yfir miklum mannkostum ríkti síðan einstök glaðværð. Soffía var slíkur gleðigjafi, að alls staðar birti þar sem hún kom. En sorgin hlífir engum. Þrjú erfið ár eru nú að baki. Missir sonanna er mikill. Við sem áttum Soffíu sem vin og vinnufélaga þökkum henni sam- fylgdina. Við tregum hana og biðj- um Guð að blessa synina góðu, Þorvald og Guðmund, tengdadótt- urina Evu og barnabörnin. Falleg foreldraminning verður þeim ljós og styrkur í framtíðinni. Ástvinum öllum eru færðar hug- heilar samúðarkveðjur. Jóhann Tómasson. ✝ Ástkæra eiginkona, móðir, amma og langamma, MARGRÉT J. HALLSDÓTTIR, Lýsuhóli, Tjarnabóli 14, andaðist þriðjudaginn 23. nóvember. Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju fimmtu- daginn 2. desember kl. 13.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Guðmundur Kristjánsson, Ásdís Edda Ásgeirsdóttir, Andrés Helgason, Hafdís Halla Ásgeirsdóttir, Þórkell Geir Högnason, Jóhanna Bára Ásgeirsdóttir, Agnar Gestsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.