Morgunblaðið - 30.11.2010, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 3 0. N Ó V E M B E R 2 0 1 0
Stofnað 1913 280. tölublað 98. árgangur
BLANDA AF
HJÓLA- OG
SÆLKERAFERÐ
MYNDIR
RAGNARS
TIL TÍBETS
BÖRNIN BORÐUÐU
ÍSINN OG STÁLU
SENUNNI
BRÁÐNUN JÖKLA 28 ÍSHOKKÍMÓT ÍÞRÓTTIRHJÓLAÐ Á ÍTALÍU 10
Morgunblaðið/Golli
Þingmenn Birgir Ármannsson og Kristján
Þór Júlíusson alþingismenn.
Meirihluti fjárlaganefndar sam-
þykkti í gærkvöldi tillögur um að
hækka útgjöld vegna fjáraukalaga
þessa árs um 58 milljarða. 33 millj-
arðar eru tilkomnir vegna Íbúða-
lánasjóðs og 25 milljarðar eru
vegna ríkisábyrgða sem eru til-
komnar vegna bankanna.
Kristján Þór Júlíusson, fulltrúi
Sjálfstæðisflokksins í fjár-
laganefnd, segir að þessar tillögur
hafi verið kynntar á klukku-
tímalöngum fundi í fjárlaganefnd
og síðan teknar út úr nefndinni.
Fyrirhugað er að afgreiða fjár-
aukalög á þingfundi í dag. Kristján
segir að á fundinum hafi ekkert
verið reynt að leiða fram áhrif þess-
ara breytinga á afkomu eða fjárhag
ríkissjóðs. „Þetta eru forkastanleg
vinnubrögð. Það er ekki eins og við
séum að tala um eina eða tvær
milljónir.“ egol@mbl.is
Fjáraukalög hækka
um 58 milljarða
vegna lánastofnana
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Meirihlutinn í Reykjavíkurborg mun
leggja fram fjárhagsáætlun á fundi
borgarstjórnar í dag, að sögn S.
Björns Blöndal, aðstoðarmanns
borgarstjóra. Hvorki Björn né Dag-
ur B. Eggertsson, formaður borgar-
ráðs, vildu skýra frá neinum niður-
stöðutölum. Aðrir heimildarmenn
Morgunblaðsins segja að ætlunin sé
að hækka útsvar úr 13,03% í 13,20%,
lögbundið hámark er 13,28%. Einnig
verða fasteignagjöld og lóðaleiga
hækkuð.
Alls er talið að þessar þrjár hækk-
anir auki tekjur borgarinnar um
1.000 milljónir króna. Þar að auki
verða margvísleg önnur gjöld og
álögur hækkuð og nemur sá tekju-
auki hundruðum milljóna króna.
Þess má geta að borgin á nú 17,1
milljarð í sjóði, peninga og verðbréf,
þar af eru að vísu 10 milljarðar í
varasjóði vegna skulda Orkuveitunn-
ar. Staða hennar hefur batnað að
undanförnu og óvíst hvort nokkur
þörf verður á þessum varasjóði.
Ljóst er að fasteignamat mun
lækka vegna þróunar á fasteigna-
markaði og myndu því tekjurnar af
því dragast nokkuð saman að
óbreyttri prósentu. Meirihlutinn set-
ur undir þann leka með því að hækka
umrædd gjöld.
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi rík-
isstjórnarinnar verður trygginga-
gjald hækkað og einnig mun ríkið
taka á sig minna af kostnaðinum við
húsaleigubætur. Útgjaldaaukning
Reykjavíkurborgar vegna þessara
liða verður alls tæpar 900 milljónir.
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn
munu hafa gagnrýnt að meirihlutinn
skyldi ekki reyna af meiri krafti að fá
ríkið til að slaka til í þessum efnum
við borgina.
Útsvar í Reykjavík 13,20%
Borgarstjórnarmeirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar hyggst einnig
hækka fasteignaskatta og lóðaleigu og ýmsar aðrar álögur verða líka hækkaðar
Mikið lausafé
» Reykjavík á 17,1 milljarð
króna. Íbúar eru 118.326 og
koma því 144.500 kr. á hvern.
» Samkvæmt heimildum
blaðsins á Akureyri 1,6 millj-
arða, Kópavogur 1,5 milljarða
og Garðabær 800 milljónir.
» Það eru 91 þúsund kr. á Ak-
ureyring, 49.500 á Kópavogs-
búa og 75.200 á Garðbæing.
Morgunblaðið/Golli
Úrslit Talning atkvæða í kosning-
unum fer fram í Laugardalshöll.
Alls eru þessir seðlar liðlega 10 þús-
und eða um 13% af öllum atkvæðum
sem greidd voru í kosningunum.
Ástæður þess að meðhöndla þarf
þessa seðla sérstaklega eru nokkr-
ar, t.d. koma tölur frambjóðenda
tvisvar fyrir, þar er að finna rangar
tölur (sem ekki eru til), auðar línur
á seðlum eða ekki er skýrt hvaða
tölur kjósandi skrifaði niður.
Ef tala er röng á atkvæðaseðl-
inum eða tvítekin eða ef ein lína á
seðlinum er auð skoðast öll atkvæði
þar fyrir neðan ógild. Þeir sem tóku
Eitt af því sem hefur tafið talningu
atkvæða í kosningu til stjórnlaga-
þings er að borð sem notuð voru í
kjörklefum í Laugardalshöll eru
hrufótt, en það hefur leitt til þess að
skannar, sem notaðir eru við taln-
ingu atkvæða, skynja ekki þær tölur
sem eru á sumum atkvæðaseðlum
þó að ekkert fari á milli mála hvað
stendur á seðlunum.
Þetta er þó ekki meginástæðan
fyrir því að talningin hefur reynst
tímafrek heldur hitt að mjög margir
atkvæðaseðlar eru ógildir að hluta.
þátt í að undirbúa lögin lögðu til að
atkvæðaseðlar af þessu tagi yrðu
meðhöndlaðir þannig að hlaupið
yrði yfir rangar tölur eða auðar lín-
ur og frambjóðendur þar fyrir neð-
an yrðu taldir með. Á það féllst Al-
þingi ekki.
Í dag verður hafist handa við að
úthluta sætum á grundvelli talning-
ar í kosningunum. Hugsanlega þarf
að varpa hlutkesti ef atkvæði á bak
við frambjóðendur eru jöfn. Vonast
er eftir að hægt verði að birta úrslit
kosninganna í dag. »4
Skilja ekki „hrufóttu“ atkvæðin
Liðlega 10 þúsund atkvæði í stjórnlagaþingskosningunum eru ógild að hluta
Veggjakrotarar láta ekki síst að sér kveða í und-
irgöngum enda þola verk þeirra illa dagsljósið.
Steinar Bergmann hjá framkvæmdasviði
Reykjavíkur vann við þrif í undirgöngunum und-
ir Miklubraut við Lönguhlíð í gær en ef að líkum
lætur þarf hann fljótlega að snúa aftur.
Eilífðarverkefni í undirgöngum
Morgunblaðið/Kristinn
Eftir fund fimm ráðherra rík-
isstjórnar Íslands með fulltrúum
stjórnarandstöðunnar í gærmorgun
virðast stjórnvöld engu nær að
leysa vanda skuldsettra heimila.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins kynnti Jóhanna Sigurð-
ardóttir forsætisráðherra enn á ný
áform ríkisstjórnarinnar, sem
bankar og lífeyrissjóðir hafa ekki
samþykkt.
Mun forsætisráðherra hafa beðið
fundarmenn að halda trúnað um
það sem viðmælendur Morg-
unblaðsins hafa nefnt „það sem
ekkert er“.
Fullkomin óvissa ríkir um lyktir
mála. agnes@mbl.is »2
Trúnaður um það
sem ekkert er?
Talsvert meira en endranær var um
kvartanir farþega vegna seinkana í
flugi á þessu ári, aðallega vegna
gossins í Eyjafjallajökli í vor, að
sögn Flugmálastjórnar, Neyt-
endastofu og Neytendasamtakanna.
Íslensku flugfélögin þurfa því að
greiða tugi milljóna króna í bætur en
dráttur hefur orðið á því að greiða úr
ágreiningsmálum. Icelandair hefur
þurft að sinna um 1.000 kvörtunum
frá ýmsum þjóðlöndum vegna tafa
og afbókana í kjölfar gossins. Búið
er að afgreiða um 95% málanna og
hin verða kláruð fyrir áramót. »16
Bætur vegna
tafa af gosi