Morgunblaðið - 30.11.2010, Side 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2010
✝ Carl J. Brandfæddist í Regina,
Saskatchewan í Kan-
ada 25. ágúst 1918.
Hann lést á Hrafnistu
í Hafnarfirði 20. nóv-
ember 2010. For-
eldrar Carls voru
Thor Jensen Brand, f.
27.5. 1888, d. 11.4.
1986, og Elísabet J.
Brand, f. 16.5. 1894,
d. 18.9. 1981. Systir
Carls er Svava J.
Brand, f. 7.3. 1920.
Carl giftist hinn
3.12. 1944 Hlín Eiríksdóttur, f. 20.1.
1916 í Winnipeg, Kanada, d. 29.6.
2003. Dætur Carls og Hlínar eru:
Elísabet Margrét
Brand, f. 30.12. 1945,
kennari og leið-
sögumaður,Val-
gerður Kristín Brand,
f. 18.6. 1947, d. 5.10.
2008, einkaritari,
Bergljót Björk Brand,
f. 28.4. 1953, við-
skiptafræðingur og
sagnfræðingur.
Barnabörn Carls og
Hlínar eru níu og
barnabarnabörnin
eru 14 talsins.
Útför Carls fer
fram frá Fossvogskapellu í dag, 30.
nóvember 2010, og hefst athöfnin
kl. 15.
Carl Brand er látinn. „The old
general“ er allur. Hann var sérstak-
ur maður með ákveðnar skoðanir.
Hann var ekki allra.
Óhætt er að segja að pabbi hafi
verið Kanadamaður í húð og hár.
Hann leit aldrei á sig sem Íslending
og sá alltaf eftir að hafa ílengst hér.
Það var greinilegt alla tíð að hann
saknaði heimahaganna vestra.
Menntun sína hafði hann fengið í
Kanada þar sem hann lagði stund á
efnafræði. Hann var mikill tungu-
málamaður og auk móðurmálsins,
ensku, lærði hann latínu, frönsku og
þýsku.
Pabbi hafði komið hingað til lands
sem ungur maður á stríðsárunum.
Hann vann fyrir ameríska herinn
þar sem hann lærði að meðhöndla
byssur og reyndist afburðamaður á
því sviði. Síðan vann hann fyrir her-
inn á Keflavíkurvelli þar sem hann
var verslunarstjóri hjá PX-inu. Eftir
það var hann starfmannastjóri Ísal
til ársins 1973 en síðasta starf hans
var fulltrúi hjá endurhæfingarráði.
Carl var laghentur maður og á
sinni ævi byggði hann tvö einbýlis-
hús fyrir fjölskylduna. Annars vegar
Björk við Engjaveg sem var stað-
sett þar sem grasagarður Reykja-
víkurborgar er í dag. Við systurnar
fæddumst allar í Björk. Síðan árið
1956 byggðu þau hús sem þau
nefndu Hraunborg og var við Álfta-
nesveg. Þar útbjuggu pabbi og
mamma af mikilli natni matjurta-
garð, gróðurhús og yndislegan
blómagarð með rennandi vatni
gegnum klettana í hrauninu. Þetta
var dásamlegur unaðsreitur sem
þau fengu verðlaun fyrir á sínum
tíma.
Þegar hann fór á eftirlaun tók við
annar kafli. Hann eyddi miklum
tíma í lestur og las alla mannkyns-
söguna frá fornöld til dagsins í dag,
þetta voru fræðibækur og ekki fljót-
lesnar fyrir venjulegt fólk en hann
fór létt með lesturinn og vildi rök-
ræða innihaldið í kjölfarið.
Eftir lát móður okkar árið 2003
var pabbi einmana og týndur maður.
Flutningurinn frá Hraunborg árið
2006 reyndist honum erfiður. Þar
voru minningarnar flestar og kær-
astar. Það sem braut í honum hjart-
að í seinni tíð var lát systur okkar
Völu, haustið 2008.
Það sem stendur upp úr þegar
pabba er minnst er afburðagreindur
og sterkur maður með mikinn lífs-
vilja, dugnað og þrek. Hann var al-
ger töffari. Það var svo sárt að sjá
gamla hershöfðingjann missa heils-
una og tapa sjálfstæðinu. Hann
hafði ekið bílnum sínum vandræða-
laust þar til hann fór á spítala síðast-
liðið vor og þess má geta að hann
lenti aldrei í tjóni, enda frábær öku-
maður. Fyrir okkur sem næst hon-
um standa var tregafullt að sjá
mann með hans stolt og dugnað
enda á stofnun þar sem hann dvaldi
í heila 7 mánuði. Á þessum tíma
missti hann lífsviljann, gleðina, von-
ina og stoltið. Að lokum óskaði hann
þess bara að fá að fara.
Allir sem önnuðust hann bæði á
Landakoti og Hrafnistu í Hafnar-
firði vissu að þarna fór óvenjulegur
maður með óvenjulega og að mörgu
leyti erfiða fortíð. Allt var þetta frá-
bært starfsólk sem ég vil sérstak-
lega þakka umönnunina fyrir hönd
okkar allra.
Elsku pabbi minn, hvíl þú í friði.
Þín dóttir,
Bergljót Björk Brand.
Meira: mbl.is/minningar
Kveðjustundir geta verið erfiðar,
jafnvel óbærilegar. Í þessu sam-
hengi ber þó að líta til þess hvað
kveðjustundir geta gefið af sér. Nú
er til að mynda tækifæri til að njóta
allra þeirra góðu minninga sem ég á
um afa minn, Carl Brand. Hvað hef
ég lært af honum? Þetta er það sem
maður ætti að líta til þó svo sorgin
geri manni stundum erfitt um vik.
Afi var fæddur fyrir rúmum 92
árum. Hann fæddist í Kanada 1918.
Það er ótrúlega merkilegt að hafa
umgengist mann sem var fæddur
fyrir svo óralöngu. Magnað að geta
rætt við gangandi sögubók, ef svo
má segja.
Afi var ekki alltaf auðveldur í um-
gengni, síður en svo. Hinn sári sann-
leikur fékk sannarlega að líta dags-
ins ljós þegar afi var annars vegar.
Ef mann svíður stundum undan
sannleikanum þá var afi sannarlega
maður sannleikans. En þá má mað-
ur heldur ekki gleyma að vinur er sá
er til vamms segir. Því leit ég ávallt
á afa sem vin minn. Við gátum rætt
erfiða hluti sem og skemmtilega
hluti. Hann var maður sem ég gat
treyst fullkomlega. Hann var
ómyrkur í máli en málaði þó aldrei
skrattann á vegginn að óþörfu.
Við afi áttum í sameiningu all-
mörg áhugamál. Þar má m.a. nefna
bíla, flugvélar og sögu. Reyndar var
svo margt sem við áttum sameig-
inlegt að ekki er hægt að gera því
öllu góð skil hér. En fátt kunni afi
jafnvel að meta og vel bónaðan bíl,
gott aksturslag eða góða lendingu á
lítilli rellu. Þessir litlu hlutir glöddu
hjörtu okkar. Án orða. Orð voru
óþörf.
Í sameiningu syrgðum við látna
ástvini. Í sameiningu glöddumst við.
Afi sá sjálfan sig í syni mínum,
Óðni. Hann áttaði sig vel á þessum
litla kút. Sagði mér að sýna honum
þolinmæði og útskýrði fyrir mér
hvað þetta litla ómálga barn væri að
hugsa og á hverju það hefði áhuga.
Þetta þótti mér afskaplega merki-
legt. Hvernig vissi hann hvað ávöxt-
ur minn væri að hugsa? Hann sagði
að hann sæi sjálfan sig í þessu barni.
Þessi litli kútur væri lifandi eftir-
mynd hans sjálfs. Enda væru á milli
þeirra 90 ár og 10 dagar.
Afi minn, hvíl í friði. Njót ávaxta
erfiðis þíns og við höfum það hug-
fast að á hverjum teningi eru alla
vega nokkrar hliðar.
Þín
Malín Brand.
Carl J. Brand
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Bækur
Bækur
Ævisaga Árna Þórarinssonar 1-6
ib. mk., Skotveiðar í íslenskri
náttúru, Grágás 1883, Íslensk
bygging Guðjón Samúelsson,
Austantórur 1-3, Deildartungu-
ætt 1-2, Kvosin, Litli Skýrnig
kápueintök 16., 18., 19., 22., 23.
og 24. árg.
Upplýsingar í síma 898 9475.
Spádómar
ÞÓRA FRÁ BREKKUKOTI
– Spámiðill
Spái í spil og kristalskúlu
Heilunartímar
Fyrirbænir
Algjör trúnaður
Sími 618 3525
www.engill.is
Dýrahald
Hundagallerí auglýsir
Bjóðum taxfría smáhunda fram að
jólum. Lögleg hundaræktun. Visa og
Euro. Sími 5668417.
Gisting
Þú átt það skilið að slappa af fyrir
jólin! Allar helgar langar í vetur í
Minniborgum. Þú færð 3 nætur á
verði tveggja. Fyrirtækjahópar,
óvissu-hópar, ættarmót. Heitir pottar
og grill. Opið allt árið.
www.minniborgir.is
Gisting á góðum stað.
Sumarhús
Sumarhús - orlofshús
Erum að framleiða stórglæsileg og
vönduð sumarhús í ýmsum stærðum.
Áratugareynsla.
Höfum til sýnis fullbúin hús og einnig
á hinum ýmsu byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum gull til að smíða úr.
Spörum gjaldeyri. Heiðarleg
viðskipti. Aðeins í verslun okkar
Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
Bókhald
C.P. þjónusta. Veiti bókhalds-,
eftirlits- og rannsóknarvinnu alls-
konar. Hafið samband í síma
893 7733.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Bílar
Mercedes Benz E 220 CDI dísel
Avandgarde
Sk. 09.2005. Sjálfskiptur, topplúga
rafmagn í rúðum og sætum. Einn með
öllu. Ekinn aðeins 42 þús km.
Uppl. Í síma 544 4333 og 820 1070.
Bílaþjónusta
Hjólbarðar
Útsala á 13“ og 14“ dekkjum.
Kaldasel ehf.,
Hjólbarðaverkstæði, Dalvegi 16 b,
Kópavogur, s. 5444333.
40 feta notaðir gámar til sölu
Einnig einn 20 feta geymslugámur
með hurðum á hliðinni.
Kaldasel ehf. Dalvegur 16 b,
201 Kópavogur, s. 544 4333 og
820 1070.
Byssur
Haglaskot. Ný sending.
Rjúpna-, sjófugla- og gæsaskot. Gott
verð, frábær gæði. Sportvörugerðin,
s. 660-8383. www.sportveidi.is.
Húsviðhald
Þak og
utanhússklæðningar
og allt húsaviðhald
Ragnar V Sigurðsson ehf
Sími 892 8647.
Elsku, elsku yndis-
lega Soffía amma mín.
Svo margar minningar
hafa vaknað undanfarna daga. Allar
svo góðar og mér verður svo hlýtt í
hjartanu að hugsa til þeirra. Þú varst
alltaf svo ótrúlega góð við okkur
barnabörnin þín og svo dugleg að
gera skemmtilega hluti með okkur.
Það var endalaust spennandi að fá að
Soffía Sigurðardóttir
✝ Soffía Sigurð-ardóttir frá Kúf-
hól í Austur-
Landeyjum fæddist 8.
júní 1932. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Hrafnistu í Kópavogi
15. nóvember sl.
Soffía var jarð-
sungin frá Háteigs-
kirkju 24. nóvember
2010.
gista hjá þér, þá átti
maður alltaf von á
góðum og skemmti-
legum stundum. Þú
varst alltaf til í að
spila, fara í „fela hlut“,
eða jafnvel í feluleik.
Það var bara alltaf
hægt að finna upp á
einhverju skemmti-
legu með þér og þú
varst alltaf til í að vera
með. Sundferðirnar
okkar allar í Laugar-
dalslaugina eru mér
mjög minnisstæðar,
þar fengum við okkur alltaf kleinu-
hring í kaffiteríunni sem var þar eft-
ir sundið. Það var ómissandi hluti af
sundferðunum. Allar Kolaportsferð-
irnar okkar, mér þykir vænt um
þær, og fjöruferðirnar í Nauthóls-
víkina með Soffíu Karen eru mér líka
minnisstæðar. Ég gæti haldið enda-
laust áfram.
Frá 2007-2008 fengum við Einar
Anton svo að búa hjá þér í Gullsmár-
anum. Mikið þakka ég fyrir það.
Þessi tími var mér lærdómsríkur og
þú gafst mér ýmis góð ráð sem ég er
alltaf að nýta mér, bæði hvað varðar
heimilið og uppeldið. Elsku amma
mín, þú varst algjör fjölskyldukona,
vildir alltaf allt fyrir okkur börnin
gera og þolinmæðin þín var algjör
gagnvart okkur. Ég veit það að sá
kostur var þér í blóð borinn vegna
þess að þegar við mæðginin bjugg-
um hjá þér þá talaðir þú oftar en ekki
um það hvað þolinmæðin væri mik-
ilvæg. Uppeldisráðin þín voru svo
góð og rétt.
Með mikið þakklæti í hjartanu fyr-
ir allan tímann sem ég átti með þér
og allar góðu og yndislegu stundirn-
ar sem þú gafst mér, kveð ég þig að
sinni, elsku hjartans amma mín. Þú
varst og ert stór partur af mínu lífi.
Þín
Sigdís.
Bridsdeild Félags eldri
borgara í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Stangarhyl 4, fimmtudaginn
25. nóvember. Spilað var á 13 borð-
um. Meðalskor: 312 stig.
Árangur N/S:
Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 379
Elías Einarss. – Höskuldur Jónsson 372
Magnús Oddss. – Oliver Kristófersson 356
Björn Árnas. – Magnús Halldórsson 341
Árangur A/V:
Stefán Finnbogas. – Hólmfríður Árnad. 380
Magnús Jónss. – Gunnar Jónsson 359
Helgi Samúelss. – Sigurjón Helgason 331
Bergur Ingimundars. – Axel Láruss. 325
Tvímenningskeppni spiluð mánu-
daginn 22. nóvember. Spilað var á 10
borðum. Meðalskor: 216 stig.
Árangur N/S:
Friðrik Jónss. – Tómas Sigurjónss. 268
Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 262
Haukur Harðars. – Ágúst Helgason 247
Ólafur Gíslas. – Guðm. Sigurjónss. 243
Árangur A/V:
Hrólfur Guðmss. – Björn E. Péturss. 240
Helgi Hallgrímss. – Ægir Ferdinandss. 234
Einar Einarsson – Eggert Þórhallsson 230
Hulda Mogensen – Guðbjörn Axelss. 226
Reykjavíkurmót í tvímenningi
Reykjavíkurmót í tvímenningi fór
fram sl. laugardag og tóku 12 pör
þátt í mótinu. Reykjavíkurmeistarar
í tvímenningi 2010 eru Ísak Örn Sig-
urðsson og Helgi Sigurðsson.
Lokastaðan
Ísak Örn Sigurðsson – Helgi Sigurðss. 248
Gísli Þórarinsson – Þórður Sigurðsson 241
Hrólfur Hjaltason – Oddur Hjaltason 240
Góð þátttaka í minning-
armótinu í Gullsmára
Minningarmót um Guðmund Páls-
son, fv. formann félagsins, hófst
fimmtudaginn 25. nóvember. Spilað
var á 15 borðum. Úrslit í N/S:
Haukur Guðbjartss. – Jón Jóhannss. 350
Sigtryggur Ellertss. – Tómas Sigurðss. 312
Guðrún Gestsd. – Lilja Kristjánsd. 307
A/V:
Ármann J. Láruss. – Sævar Magnúss. 361
Ásgrímur Aðalsteinss. – Birgir Ísleifss. 337
Sigurður Njálsson – Pétur Jónsson 315
Díana Kristj. – Ari Þórðarson 308
Mótinu verður fram haldið á
mánudag.
Flúðabrids
Lokið er hjá spilavinum uppsveita
keppni í hausttvímenningi.
Lokastaðan:
Ari Einarsson 179
Knútur Jóhannsson 173
Karl Gunnlaugsson 169
Hreinn Ragnarsson 167
Guðmundur Böðvarsson 163
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is