Morgunblaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2010 ✝ Óskar Magnússonfrá Bíldudal fæddist 6. apríl 1933 í Hergilsey á Breiða- firði. Hann lést á Heilbrigðisstofn- uninni Patreksfirði 25. nóvember 2010. Foreldrar hans voru Bentína Kristín Jóns- dóttir og Magnús Einarsson. Systkini Óskars eru: Sam- mæðra Elísabet Matt- hildur Árnadóttir, f. 1924, alsystkini Sig- ríður, f. 1927, tvíburarnir Hafliði og Guðlaug Ásta, f. 1935, d. 2007, rúnu Pétursdóttur, þeirra barn er Hafrún Lilja, 3) Kristín Vala, í sambúð með Jósef Sigurðssyni og 4) Viktor Daði. Núverandi sam- býlismaður Þorbjargar Lilju er Haukur Sveinbjörnsson. Eiginkona Magnúsar er Björk Hafliðadóttir, börn þeirra eru 1) Soffía Karen og 2) Óskar. Sambýlismaður Rakelar er Aðalsteinn Már Klemenzson þeirra börn eru 1) Aron Ingi og 2) Bjarki Valur. Óskar fékkst við ýmis störf um ævina, var sjómaður, fláning- armaður, vann við beitingar, var refaskytta, minkabani og lög- gæslumaður en lengst af var hann vélstjóri hjá Fiskvinnslunni á Bíldudal. Útför Óskars fer fram frá Bíldu- dalskirkju í dag, 4. desember 2010, og hefst athöfnin kl. 14. og Ásdís Guðrún, f. 1940, d. 1996. Eftirlifandi eig- inkona Óskars er Bára Jónsdóttir. Ósk- ar og Bára eignuðust þrjú börn, Þorbjörgu Lilju, Magnús Bene- dikt og Rakel. Eig- inmaður Þorbjargar Lilju var Einar Þor- gilsson, þau slitu samvistum en börn þeirra eru 1) Bára Ósk, í sambúð með Snorra Jónssyni, þeirra börn eru Leon og Lúkas, 2) Þorgils Ólafur, í sambúð með Sól- Ég var mikið hjá afa og ömmu á Bíldó á mínum yngri árum og eru þær minningar mjög skemmtileg- ar. Það var alltaf öðruvísi að koma í heimsókn á Bíldó, álíka eins og að koma í ævintýraheim, og var það vegna þess að áhugamál afa voru mjög fjölbreytt. Hann átti tóm- stundaherbergi þar sem meðal annars mátti sjá málningarpensla og liti, riffla, veiðistangir og tófu- skinn. Afi var mjög listrænn og sýndi hann það í gegnum fallegu mál- verkin sín. Afi og amma gáfu mér málverk sem afi málaði af Arn- arfirði og hangir það á besta staðn- um í stofunni minni. Ég held mikið upp á það málverk. Í tómstundaherberginu hans þar sem hann málaði málverkin sín var alltaf sérstök lykt, en það var lykt af terpentínu sem hann þurfti að nota við listmálunina. Einnig bjó hann til falleg listaverk sem prýddu garðinn hans og gera enn. Ég man eftir honum bak við hús að búa til eitt þeirra og var hann allt- af mjög einbeittur við verkin og vandaði sig mikið. Þar sem afi var veiðimaður mik- ill þá var ýmislegt öðruvísi á boð- stólum hjá afa og ömmu í matinn. Eitt skipti þegar mamma hringdi í mig til að athuga hvernig væri hjá afa og ömmu svaraði ég „gaman, nema það er alltaf svo skrítinn matur hérna, svona mörgæsir og fleira“. Þetta fannst fjölskyldunni mjög fyndið enda var oft boðið upp á mat sem afi hafði veitt og var öðruvísi en boðið var upp á heima í Hafnarfirði, en aldrei fór hann svo langt að veiða mörgæs í matinn. Í einni ferð minni á Bíldó er ein minning sem stendur upp úr. Afi átti hundinn Sám og var hann mik- ill félagi minn. Eitt sinn var ég með frekar stóran lakkríspoka sem ég lagði upp á frystikistuna í þvottahúsinu á meðan ég skaust inn í hús. Sámur tók sig til og rændi pokanum og fór með hann út og gæddi sér á gómsætum lakkr- ísnum. Ekki varð afi glaður þegar hann þurfti að sitja og plokka lakkrísinn úr tönnum Sáms eftir þessa veislu. Afi var alltaf góður við mig og ég fann alltaf hlýju frá honum. Það er mér minnisstætt þegar hann vakti mig einn morguninn með lítinn fuglsunga í lófanum. Þennan morg- un fann afi hreiður úti í skúr með litla unganum og ákvað að vekja mig til að sýna mér hann. Þetta var alveg týpískur afi Óskar að koma með dýr og sýna mér enda vissi hann ýmislegt um hin ótrúleg- ustu dýr. Gleymi til dæmis aldrei þegar hann fór með mig í fjöruna og lét mig halda á sprettfiskum, en það var mjög skemmtilegt þar sem ekki er auðvelt að halda á þeim enda eru þeir mjög sleipir og kitla. Afi bjó til besta harðfisk sem ég hef smakkað og mun alltaf sakna þess að fá ekki glænýjan harðfisk sem hann verkaði sjálfur og hengdi upp í skúrnum bak við hús. Þar sem ég var skírð í höfuðið á Óskari afa kallaði hann mig alltaf „nöfnu sína“. Mér fannst það alltaf mjög hlýlegt. Ég trúi að afi sé friðsæll og sáttur á þeim stað sem hann er núna. Þar á hann örugglega eftir að lenda í miklum ævintýrum. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Þín afastelpa, Bára Ósk (nafna). Mig langar að minnast afa míns með nokkrum orðum. Mér þótti alltaf svo gaman að vera hjá afa og ömmu á Bíldudal. Afi átti svo mikið af spennandi áhugamálum og alltaf var jafn gaman að fá að taka þátt í þeim með honum. Afi átti tóm- stundaherbergi en það var eins og að ganga inn í ævintýri að koma þar inn. Sterk málningarlyktin tók á móti manni sem og öll málverkin og málningardótið, byssur á veggn- um, veiðistangir og tilheyrandi veiðidót. Einn morguninn kom ég inn í tómstundaherbergið til afa og sagði að nú væri svo sannarlega kominn tími til að taka til í þessu herbergi þar sem mér fannst alltof mikil drasl. Afi hélt nú ekki og sagði að skipulag væri í óreiðunni og ég mætti ekki færa neitt til. Aldrei skildi ég hvernig hægt væri að hafa skipulag í óreiðu en ég tók svo eftir því að hann gekk alltaf að öllu vísu þannig að ég ákvað að láta herbergið eiga sig eins og það var. Afa skorti aldrei hugmyndaflugið og var alltaf að mála eða búa til hin ýmsu listaverk sem hann prýddi garðinn sinn með og var þar gos- brunnurinn í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér fannst garðurinn hans afa alltaf langflottastur og var allt- af svo stolt þegar fólk stoppaði úti á götu til að virða fyrir sér garðinn því það var afi minn sem gerði öll þessi listaverk. Afi var veiðimaður mikill og alltaf var jafn gaman að slást í för með honum í ófáar veiði- ferðirnar en mínar uppáhaldsveiði- ferðir voru samt alltaf þegar ég fékk að fara með honum afa út á sjó á Plasta litla bátnum hans. Afi var sá eini sem kallaði mig alltaf Stínu en hann sagði ávallt Stína mín. Afi sýndi mér alltaf mikla hlýju og mér þótti mjög vænt um hann. Ég átti aldrei til orð yfir því hvað hann kunni mikið af sögum og ljóð- um og ég hlustaði alltaf með að- dáun á hann. Þegar ég var ellefu ára átti ég hljómborð með inn- byggðum lögum. Afi tilkynnti mér að eitt af þessum lögum væri fal- legsta lag sem hann hefði heyrt og vildi að það yrði spilað í jarðarför- inni sinni. Mér fannst þetta svo fjarstæðukennt að afi minn væri að tala um jarðarförina sína og vildi ekki hlusta á þessa vitleysu. En nú er sá dagur runninn upp og vil ég verða að ósk þinni, elsku afi, og mun því þetta fallega lag verða spilað í jarðarförinni þinni. Ég trú því að nú sé afi kominn á betri stað og sé á fullu að sinna sínum áhugamálum sem hann gat ekki síðustu ár vegna veikinda sinna. Ég kveð þig með söknuði, elsku afi minn. Þín, Kristín Vala (Stína.) Nú er Óskar Magnússon farinn í sína hinstu för. Ég hef átt von á þessum fréttum nokkuð lengi þar sem ég vissi að hann var farinn að gefa verulega eftir vegna veikinda. Við Óskar kynntumst árið 1984 og fljótlega varð ljóst að við áttum sameiginlegt áhugamál. Veiðar, bæði á byssu og stöng, áttu hug minn allan og náðum við mjög vel saman í því. Ég tiltölulega reynslu- laus en Óskar margreyndur og miðlaði hann mér óspart af sinni reynslu, sem ég bý að enn þann dag í dag. Ófáar voru ferðir okkar á litla rauða bátnum hans um fjörðinn að skjóta sjófugl og sel. Við ókum líka um og reyndum með stöng í fjöru hér og þar. Margar ferðirnar fór- um við í rjúpu til fjalla og dala. Stangveiði var sífellt ofarlega í okkar huga og fórum við margar ferðirnar saman um nágrennið. Sauðlauksdal, Breiðuvík, Dynjand- isheiði og víðar. Einnig voru farnar lengri ferðir og eru mér sérstaklega minnis- stæðar ferðirnar okkar með Jenna mági þínum, sem við fórum í á vor- in, til dæmis á Snæfellsnes í Hraunsfjarðarvatn og Baulárvalla- vatn. Óskar var mikill minka- og refa- veiðimaður í áratugi og miðlaði hann óspart af sinni þekkingu til mín um það og stunduðum við þær veiðar saman um tíma. Hann kenndi mér að rekja refaslóðir að vetri og hvernig ætti að bera sig að við að veiða ref við æti. Seinni árin hefur sambandið við Óskar verið minna en ég hefði vilj- að vegna veikinda hans og land- fræðilegrar fjarlægðar okkar á milli, en hef ég hugsað því meira til hans og varla hefur liðið sá veiðitúr að mér verði ekki hugsað til hans á einn eða annan hátt. Sérstaklega verður mér hugsað til hans þegar ég sit einn á köldum vetrarnóttum í glaða tunglsljósi í kofa að veiða ref. Þá hef ég rifjað upp í huga mér margar okkar ferðir og þann vísdóm sem hann miðlaði mér af reynslu sinni. Óskar vinur minn var mikill listamaður og fannst mér með ólík- indum að horfa á hann með sínar stóru hendur hnýta agnarsmáar flugur sem við notuðum svo við stangveiðina. Óskar, ég vil þakka þér fyrir samfylgdina og allar okkar stundir saman. Bára, ég sendi þér og afkom- endum ykkar Óskars hugheilar samúðarkveðjur. Tómas H. Árdal. Kær vinur minn og veiðifélagi í hálfa öld er látinn eftir erfið veik- indi. Óskar var veiðimaður fram í fingurgóma, öll veiðitæki léku í höndum hans. Hann stundaði refa- og minkaveiðar um áratuga skeið og var öðrum mönnum fremri í þeirri veiðilist. Lax- og silungsveiði stundaði hann líka af miklu kappi og þar sem og annars staðar bar hann ávallt virðingu fyrir bráðinni. Óskar unni náttúru Íslands af heilum hug, þekkti allar plöntur og var mjög fróður um plöntur, berg- tegundir og öll dýr, stór og smá. Það var því mjög fróðlegt að ganga með honum um grundir og gil og ekki annað hægt en að hlusta með athygli á hann segja frá því sem fyrir augun bar í náttúru landsins sem hann unni og kunni manna best að segja frá. Óskar var sannur listamaður á mörgum sviðum, hann málaði, teiknaði, mótaði og smíðaði lista- verk úr öllum hugsanlegum efnum t.d. tré, járni, leir og steypu og má sjá verk hans víða. Í garðinum heima hjá sér og Báru var hann búinn að útbúa lítið listasafn þar sem sjá má nokkur af verkum hans, en þau verk hafa glatt alla sem um Bíldudal hafa farið og munu gera það um ókomna fram- tíð. Vinátta okkar síðustu sex ára- tugina hefur verið mér mikils virði og aldrei hefur skuggi fallið þar á. Góður vinur hefur kvatt þennan heim og er hans sárt saknað af mér og okkur öllum hér á Bíldu- dal. Far þú í friði, kæri vinur, og hafðu þökk fyrir samfylgdina. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég og fjölskylda mín til Báru þinn- ar, barna og barnabarna. Þinn vinur og veiðifélagi, Örn Gíslason. Óskar Magnússon Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 likkistur.is Íslenskar kistur og krossar. Hagstæð verð. Sími 892 4605 ✝ Okkar ástkæri, SNORRI HJARTARSON rafvirkjameistari, Heiðarbraut 38a, Akranesi, lést miðvikudaginn 1. desember. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 14. desember kl. 14.00. Ása Guðmundsdóttir, Ásthildur Bjarney Snorradóttir, Þorsteinn Sigurjónsson, Hjörtur Snorrason, Ingibjörg M. Jóhannsdóttir, Margrét Snorradóttir, Ármann Hauksson og afabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, GUÐRÍÐUR ARADÓTTIR frá Ólafsvík, áður til heimilis að, Eskihlíð 13, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð miðviku- daginn 24. nóvember, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 7. desember kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Sunnu- hlíð í Kópavogi. Fyrir hönd ömmubarna og langömmubarna, Steinunn Kolbrún Egilsdóttir, Haukur Hergeirsson, Hrafnhildur B. Egilsdóttir Briem, Garðar Briem.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.