Morgunblaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 10
PRUFUTÍMINN
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Það er nokkurn veginn vís-indalega sannað að fólkmeð tíu þumalputta geturekki föndrað. Ég er þar á
meðal og mínar helstu minningar
úr föndurstundum í grunnskóla
eru tengdar við klístraða límputta
og eitthvað sem átti að vera jóla-
sveinn eða snjókorn en breyttist í
torkennilegt krumpuverk. Það var
því nokkur áskorun fyrir mig að
skella mér á handverkskaffi í
Gerðubergi þar sem búa átti til
jóladjásn. Svo mikil áskorun að ég
ákvað að taka með mér sálfræði-
menntaða vinkonu mína til að vera
mér til halds og trausts. Enda
kom í ljós að það átti eftir að
reynast vel og hún hvatti mig með
ráðum og dáðum þegar ég var við
að falla í botnlausa örvæntingu og
uppgjöf.
Í spor rithöfunda
Á kaffihúsinu í Gerðubergi
voru samankomnar um 30 konur á
öllum aldri. Kennarinn, mynd-
listamaðurinn Kristín Arngríms-
dóttir, hóf kvöldið á því að segja
hópnum dálítið frá klippimynda-
listinni. Sagði hún okkur meðal
annars að rithöfundurinn góði HC
Andersen hefði búið til klippi-
myndir. Næst sýndi Kristín hópn-
um þær klippimyndir sem hún
hefur búið til. Þá byrjaði ég aðeins
að svitna yfir fagurlega gerðum
ballettmeyjum, stjörnum og jóla-
skrauti sem Kristín sagði ekkert
svo flókið að búa til. Enda þyrfti
þetta ekkert að vera fullkomið.
Mér sýndist nú samt að ég myndi
eiga fullt í fangi með þetta og við
vinkonurnar horfðum á hvor aðra
með dálitlum áhyggjusvip. Loks
sýndi Kristín hópnum fallega
myndskreyttar barnabækur með
klippimyndum og þá var mér allri
lokið. Ég myndi bjóða mig fram
til að skrifa í næstu bók en ekki
koma nálægt skærunum.
Klaufast og brasast
Svo bara hófst ballið og var
mælt með því við þá sem ekki
voru lengra komnir að byrja á að
búa til jólastjörnu. Eftir að hafa
bisast með skærin þannig að ljós-
myndarinn fór að hlæja að mér
var kallað eftir aðstoð Kristínar.
Hún sýndi okkur sem á borðinu
sátum hvernig við ættum að búa
til úr hvítum pappír sex litla
pappírsvafninga sem síðan yrðu
heftaðir saman. Kristín er fim
með skærin og var fljót að klippa
og sýna á meðan ég sniglaðist
áfram. Það var mjög gott hvað
hún var yfirveguð yfir þessu öllu
saman. Það gerði ekkert til þó
eitthvað mistækist, það færi bara
í ruslið og svo væri byrjað aftur.
„Maður gerir það sem manni
sýnist þegar maður ræður sjálf-
ur!“ sagði Kristín þar sem hún
leit á fyrsta pappírsvafninginn
minn sem eitthvað hafði mistekist.
Svo hvatti hún mig til að halda
bara áfram svona. Þetta myndi
örugglega getið komið vel út
svona líka. Þannig að ég hélt
áfram að brjóta blöð í þríhyrning,
klippa og líma eins og Kristín
hafði lagt fyrir.
Glimmer út um allt
Þetta fór smám saman að
ganga aðeins betur hjá mér. Í
fyrsta lagi sat ég hér á hand-
Klippt, límt
og klístrað
Á skemmtilegu handverkskaffi reyndi blaða-
maður fyrir sér í klippimyndalist. Lesendur
geta hér dæmt um árangurinn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Listaverk Bara ef maður gæti nú búið til svona einn daginn eins og kennarinn!
Kennsla Blaðamaður fylgist ábúðarfullur með leiðbeiningum frá kennaranum.
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2010
Vefverslunin Alltislenskt.is var opnuð
nýverið. Þær Guðrún Sigríður Sæ-
mundsen og Guðný Ósk Sigurgeirs-
dóttir standa að baki síðunni en
markmiðið með henni er að markaðs-
setja og selja íslenska hönnun og
framleiðslu hérlendis og erlendis.
Vefsíðan er í eigu GG íslenskt sf. og
er afrakstur 2ja ára hugmyndavinnu.
„Íslensk hönnun og framleiðsla er
afar áhugaverð og hefur verið mikil
gróska á því sviði síðustu ár. Oftar en
ekki sækja hönnuðir innblástur í ís-
lenska náttúru og veðurfar og gjarn-
an eru íslensk gæðahráefni notuð í
framleiðslunni.
Markmiðið með síðunni er að neyt-
andinn geti fundið íslenska hönnun
og framleiðslu á einum stað og á
sama tíma fengið upplýsingar um þá
sem framleiða og hanna vörurnar.
Neytandinn á að geta keypt íslenska
hönnun og framleiðslu hvar sem
hann er staddur í heiminum.
Markmiðið er einnig að efla áhuga
erlendra ferðamanna á íslenskri
hönnun og framleiðslu og gera það
eitt af kostum þess að heimsækja Ís-
land,“ segir á síðunni.
Vefverslunin er einföld í notkun og
aðgengileg. Sjón er sögu ríkari.
Vefsíðan www.alltislenskt.is
Morgunblaðið/Kristinn
Lopapeysur Allskonar íslensk
hönnun er í boði á vefsíðunni.
Ný íslensk
vefverslun
Svanhildur Eiríksdóttir
svei@simnet.is
Börnum á Suðurnesjum verður í dag,
laugardag, boðið í Adrews Theater á
Ásbrú til að aðstoða við að finna
Andrés sem stendur utangátta í
kvæðinu um jólasveinana. Dagskráin
hefst kl. 15.00 og eru allir velkomnir í
boði ýmissa fyrirtækja á svæðinu.
Dagskránni lýkur á því að tendra
stóra, norska jólatréð utan við húsið.
„Það hafa verið ævintýraleg við-
brögð við þessar hugmynd okkar,“
sagði Hjálmar Árnason, fram-
kvæmdastjóri hjá Keili, eins af að-
standendum barnaskemmtunarinnar.
„Við fórum af stað með það að leið-
arljósi að safna fé í Velferðarsjóð
Suðurnesja. Allir voru tilbúnir að vera
með og ég man ekki eftir jafn mikilli
samkennd um samhjálp.“
Hugmynd aðstandenda er
skemmtilegur orðaleikur með heiti
bíóhúss fyrrum Varnarliðsmanna,
Andrews, og margir þeirra hafa
sennilega verið jafn utangátta í ís-
lensku samfélagi og Andrés í Jóla-
sveinar einn og átta. „Börnunum til
aðstoðar við leitina að Andrési verð-
ur alls konar lið, bæði þekkt og
óþekkt og sumum má ekki segja frá. Í
leitarhópnum verða jólasveinar,
Pollapönkarar, Konni og Rebbi og
ýmsir óvæntir gestir. Um leið og
börnin koma í hús munu skrítnar ver-
ur taka á móti þeim en svo byrjar leit-
in að Andrési. Það er hugsanlegt að
tröllin hafi stolið Andrési utangátta.“
Fyrirtækin sem bjóða börnunum
eru: Keilir, Kadeco, Víkurfréttir,
Keflavíkurkirkja, Geysir bílaleiga,
Nesfiskur, Samkaup, Sparisjóðurinn,
Landbankinn, ÍAV þjónusta, Bónus,
10-11, Vífilfell og svo nokkur sem ekki
vilja láta nafns síns getið.
Barnaskemmtun í Andrews Theater á Ásbrú
Morgunblaðið/Golli
Jólasveinar Leitað verður að Andrési sem stendur utangáttar.
Leitin að Andrési utangátta
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/U
T
I
52
23
6
11
/1
0
Gönguskór á jólatilboði
20% afsláttur
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS