Morgunblaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 29
29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2010
Gleði Lífið á auðvitað helst að vera ein ánægjustund og við sundin blá jafnast fátt á við það að hlusta á tónlist og
dansa eftir takti hljómanna úr tækinu við dansfélagann sem getur þess vegna verið te- eða kaffibrúsi.
Árni Sæberg
Í þeim þrengingum
sem þjóðarheimilið
gengur gegnum um
þessar mundir hafa
flestar ef ekki allar
stofnanir þjóðfélagsins
orðið að taka á sig
talsverðar skerðingar.
Þjóðkirkjan er þar
ekki undan skilin, öðru
nær. Opinber framlög
til þjóðkirkjunnar, sem
og sóknargjöldin, sem standa undir
þjónustu þjóðkirkjusafnaða, hafa
verið skert umtalsvert síðastliðin
þrjú ár. Þjóðkirkjan hefur tekist á
við þessar aðstæður af ábyrgð og
einurð með hagræðingu í rekstri
stofnana sinna og öðrum tiltækum
ráðum. Þetta hafa líka heimilin í
landinu gert af þolgæði og æðru-
leysi.
Nú finnum við sárt til þess að
samdrátturinn er farinn að bitna al-
varlega á þjónustunni við fólkið í
söfnuðunum um land allt. Söfn-
uðirnir sem og þjóðkirkjan hafa
þurft að draga umtalsvert saman í
mannahaldi og starfsemi. Stöðugild-
um á Biskupsstofu hefur fækkað um
fimm. Á næsta vori mun prestsemb-
ættum í landinu hafa fækkað um 8.
Þrjú embætti presta erlendis lögð-
ust af í kjölfar hrunsins, tvö emb-
ætti sóknarpresta leggjast af, pró-
fastsembætti verða lögð niður og
prófastsdæmum fækkað um fimm.
Embætti vímuvarnaprests verður
lagt niður og eins embætti héraðs-
prests í Reykjavík, sem sérstaklega
hefur sinnt starfi aldraðra. Þetta eru
neyðaraðgerðir sem við erum þving-
uð til að grípa til vegna verulegs
niðurskurðar og þær
bitna á þjónustu sem
ótalmargir hafa notið
góðs og blessunar af, að
ekki sé nú talað um það
góða, menntaða og hæfi-
leikaríka fólk sem horfir
fram á atvinnumissi.
Þjóðkirkjan er skuld-
bundin þjónustu við
Guðs orð. Fækkun þjóna
og starfsmanna kirkj-
unnar leggur auknar
byrðar á þau sem eftir
standa, því þjónustuþörfin minnkar
síst á tímum áfalla og erfiðleika. En
það er líka ljóst að margar góðar
hendur og hlý hjörtu koma okkur til
liðs til að boðskapurinn góði berist
áfram og bænin í Jesú nafni þagni
ekki í helgidómum og hjörtum
landsmanna.
Ég þakka allan góðan hug og
kærleika til kirkjunnar og þjóna
hennar sem viðbrögð sóknarbarna
og þiggjenda þjónustunnar sýna. Ég
bið þess að þjóð og kirkja komist
heilu höldnu út úr þrengingum sín-
um, með birtu trúar, vonar og kær-
leika í hjarta.
Guð gefi okkur öllum blessaða og
vonarríka aðventu.
Eftir Karl
Sigurbjörnsson
» Fækkun þjóna og
starfsmanna kirkj-
unnar leggur auknar
byrðar á þau sem eftir
standa því þjónustuþörf-
in minnkar síst á tímum
áfalla og erfiðleika.
Karl Sigurbjörnsson
Höfundur er biskup.
Til íbúa Seljahlíðar og
annarra sóknarbarna
þjóðkirkjunnar
Nýr meirihluti
Besta flokksins og
Samfylkingarinnar í
Reykjavík hefur nú
lagt fram sína fyrstu
fjárhagsáætlun. Þvert
á það sem meirihlutinn
hefur ítrekað sagt vera
sinn megintilgang, er
áætlunin sannarlega
hvorki til þess fallin að
gera líf borgarbúa
ánægjulegra eða auð-
veldara, enda er þar fyrst og fremst
boðuð umfangsmikil og ósanngjörn
lífskjaraskerðing fyrir fjölskyldur í
Reykjavík.
Allir skattar og öll gjöld hækka
Helstu tíðindin í áætluninni eru
einföld. Allir skattar sem hægt er að
hækka eru hækkaðir og öll gjöld
sem hægt er að hækka eru hækkuð.
Á sama tíma eru tækifæri til frekari
hagræðingar og samdráttar í kerf-
inu ónýtt og engin tilraun gerð til að
fara nýjar leiðir, t.d. með samráði
við starfsfólk eða íbúa. Flestar
lausnirnar bera þess merki að gam-
aldags aðferðir kerfisins á kostnað
fólksins hafa vinninginn og borg-
aryfirvöld virðast því miður mun
uppteknari af því sem þau sjálf vilja
og geta en því sem borgarbúar vilja
og geta.
Og það er einmitt það versta við
þessa fjárhagsáætlun. Hún boðar
afturhvarf frá þeim mikla árangri
sem náðist með nýjum aðferðum á
undanförnum árum, þar sem allt
var gert til að standa með íbúum og
sækja ekki stöðugt aukið fjármagn í
þeirra vasa. Hún boðar afturhvarf
frá þeirri samstöðu sem náðist á erf-
iðum tímum um grundvallarþætti
og áherslur sem öll borgarstjórn
var sammála um og hún boðar líka
afturhvarf í því frumkvæði sem
Reykjavíkurborg sýndi þegar leitað
var ráðgjafar um hvernig best væri
að halda á málum við erfiðar að-
stæður. Leitað var til margra ná-
grannaborga og lærdómurinn og
skilaboðin voru afdráttarlaus og
skýr um að stórhækka ekki skatta
og gjöld. Þessi góðu ráð og reynslu
nýtti fyrri borgarstjórn með góðum
árangri fyrir borgarbúa og jákvæðri
niðurstöðu borgarsjóðs, en nú er
kominn meirihluti sem veit betur og
velur að stytta sér leið og taka frek-
ar slaginn fyrir kerfið en fólkið og
kalla það „blandaða
leið“ sem ekki sé
hægt að komast
framhjá.
Barnafjölskyldur
bera þyngstu
byrðarnar
Nokkur dæmi um
það hvernig fjárhags-
áætlunin mun bitna á
borgarbúum vekja
upp áleitnar spurn-
ingar um hvernig
henni er ætlað að
auka gleðina og sáttina í borginni.
Halda borgaryfirvöld að það gleðji
foreldra með tvö börn að þurfa nú
að greiða allt frá 100-150 þúsund
krónum meira í skatta og gjöld til
borgarinnar á komandi ári heldur
en nú? Eða að það létti lund íbúa,
sem töldu að með lækkun fast-
eignaverðs myndu fasteignagjöldin
líka lækka, að fá senda tilkynningu
um að svo verði ekki, heldur verði
álagsprósentan einfaldlega hækkuð
til að ná sömu krónutölu? Eða
skyldi það vera skoðun borgaryf-
irvalda að það auðveldi eldri Reyk-
víkingum lífið að bjóða þeim 88%
hækkun á þrifum í heimaþjónustu
og 45% hækkun fyrir félagsstarfið á
þjónustumiðstöðvunum?
Ég efast stórlega um að fólki, sem
þarf að taka þessum harkalegu að-
gerðum, þyki sanngjarnt að á sama
tíma skuli ekki meira hagrætt í
stjórnkerfinu sjálfu, umfangi þess
og kostnaði en í yfirstjórn þess kerf-
is á einungis að hagræða um 4,5%.
Ég efast líka um að þær fjölskyldur
sem þurfa að taka á sig miklar
hækkanir telji skynsamlegt að
borgaryfirvöld skuli á sama tíma
ætla að stofna til margra nýrra mis-
brýnna verkefna. Og Reykvíkingar
geta varla verið sáttir við að á sama
tíma og borgin sér ástæðu til að
grípa til þessara aðgerða, skuli því
ekki mótmælt af meiri hörku að með
fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar
leggist auknar álögur á borgarsjóð
sem nema svipaðri upphæð og eiga
að fást með fyrirhuguðum skatta-
hækkunum? Er borgarstjórn
kannski byrjuð að innheimta skatta
fyrir hönd ríkisstjórnarinnar sem
veit að hún getur varla boðið al-
menningi meiri álögur, nema þá í
nafni einhvers annars?
Það þarf ekki að hækka skatta
Það vekur sérstaka furðu að leið
skatta- og gjaldskrárhækkana sé
valin á sama tíma og borgarsjóður
stendur betur en flestir aðrir sveit-
arsjóðir með lausafjárstöðu upp á
rúma 17 milljarða, auk þess sem
rekstur undanfarinna ára hefur skil-
að árangri sem borgarbúar eiga að
njóta. Þegar því er bætt við að
Reykjavík er margfalt stærri
rekstrareining en önnur sveit-
arfélög, blasir það við að í fjárhags-
áætlun hefði átt að standa vörð um
fólkið í borginni og boða áframhald-
andi sókn.
Það hefði best verið gert með því
að: styðjast við aðgerðaáætlunina
sem í gildi var um skýra forgangs-
röðun; hafna því alfarið að hækka
skatta; standa vörð um grunnþjón-
ustu með hóflegum hækkunum á
gjaldskrám með tilliti til verð-
lagsþróunar; gera ríkari hagræð-
ingarkröfu til stjórnsýslunnar og
kerfisins sjálfs; stilla öllum nýjum
verkefnum í hóf; halda áfram að
leita allra leiða til að örva atvinnu-
sköpun og bæta starfsaðstæður fyr-
irtækja, stækka kökuna, nýta sókn-
arfærin og fara nýjar leiðir, t.d. með
því að leita aftur til starfsmanna og
íbúa um lausnir til hagræðingar. Sú
aðferð skilaði á síðasta ári sparnaði
upp á 1,3 milljarða sem er umtals-
vert meira en skattahækkunum nú-
verandi meirihluta er ætlað að skila.
En þessi leið fyrir fólkið í borg-
inni var ekki farin. Núverandi
meirihluti valdi að stytta sér leið,
nýta ekki reynslu liðinna ára, hefja
vinnu við fjárhagsáætlun alltof seint
og án öflugs samráðs við starfsfólk
og íbúa – og segjast svo að lokum
sjá engar aðrar lausnir en láta borg-
arbúa bera þyngstu byrðarnar.
Kjarkurinn til að fara aðrar leiðir er
enginn. Niðurstaðan er því sú að nú
skal farin leið gamaldags stjórn-
mála þar sem fólkið borgar meira og
kerfið tekur meira. Þess vegna felur
fjárhagsáætlun fyrir 2011 í sér
slæm og ósanngjörn skilaboð til
borgarbúa sem eiga svo miklu betra
skilið.
Eftir Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur
» Flestar lausnirnar
bera þess merki að
gamaldags aðferðir
kerfisins á kostnað
fólksins hafa vinning-
inn og borgaryfirvöld
virðast því miður mun
uppteknari af því sem
þau sjálf vilja og geta
en því sem borgarbúar
vilja og geta.
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
Höfundur er oddviti Sjálfstæð-
isflokksins í borgarstjórn.
Fjárhagsáætlun
á kostnað fólksins
Ábyrgð sveitarstjórn-
armanna er mikil þegar
kemur að vinnu fjár-
hagsáætlana við að-
stæður sem nú ríkja í ís-
lensku samfélagi. Tekjur
sveitarfélaga hafa
minnkað mikið sökum
erfiðs efnahagsástands.
Íslensk heimili hafa ekki
farið varhluta af erf-
iðleikunum og ekki síður
þeim gríðarlegu álögum sem rík-
isstjórnin hefur lagt á þau. Þetta
ástand kallar á að sveitarstjórn-
armenn geri allt sem í þeirra valdi er
að vernda heimilin fyrir frekari álög-
um á sama tíma og gætt er að þeim
sem höllustum fæti standa.
Sveitarstjórnarmenn, þá gjarnan á
vinstri væng stjórnmálanna, segja oft
að tekjustofnarnir séu ekki fullnýttir.
Þar eiga þeir við að sveitarstjórnir
hafi ekki nýtt sér að fullu þá skatt-
lagningarheimild sem alþingi hefur
veitt þeim. Staðreyndin er sú að tekju-
stofnar eru fullnýttir af heimilinum í
landinu sem hafa það erfiða verkefni
um hver mánaðarmót að ná endum
saman.
Í ljósi þessa verða þeir sem fara
með opinbera fjármuni að forgangs-
raða og taka ákvarðanir sem geta
komið fram í minni þjónustu en áður
þótti sjálfsagt. Sú þjónusta sem hið
opinbera veitti fyrir hrun var komin út
fyrir eðlileg mörk að margra áliti og
óskynsamleg yfirboð stjórnmála-
manna hafa reynst okkur dýrkeypt.
Því er okkur mikilvægt að endurskoða
það gildismat sem hér ríkti og skil-
greina hvað sé eðlilegt hlutverk hins
opinbera.
Það er að mínu áliti forgangsmál að
huga vel að menntun ungs fólks og
öldruðum en þó sérstaklega þeim sem
verst standa. Um leið verðum við að
finna leiðir til að veita
þessa þjónustu á hag-
kvæmari hátt en áður.
Öll viljum við veita fyr-
irmyndarþjónustu og
styðja við bakið á góðum
verkefnum, en við núver-
andi aðstæður verður að
sýna kjark til þess að
takast á við þessa erfiðu
tíma þannig að vanda-
málin verði ekki svo risa-
vaxin að þau verði óleys-
anleg innan fárra ára.
Í mínu sveitarfélagi, Seltjarnarnesi,
hefur tekist gott samstarf milli meiri-
hluta og minnihluta við gerð fjárhags-
áætlunar. Í þessari vinnu hef ég hef
lagt áherslu á að lækka gjöld í stað
hækkunar útsvars og hef lagt fram
hugmyndir þess efnis. Að mínu mati á
útsvarshækkun að vera neyðarúrræði
ef ekki er hægt með nokkru móti að ná
jafnvægi í rekstri sveitarfélags með
lækkun kostnaðar.
Sú hækkun sem lögð hefur verið til
á Seltjarnarnesi um hækkun útsvars
úr 12,1% í 12,98% er að mínu mati ekki
réttlætanleg þar sem hægt að lækka
gjöld án þess að skerða þjónustu svo
miklu nemi. Ég er því mótfallinn þess-
ari skattahækkunartillögu.
Sýnum ábyrgð og festu
Eftir Guðmund
Magnússon
Guðmundur Magnússon
» Sú hækkun sem lögð
hefur verið til á Sel-
tjarnarnesi um hækkun
útsvars úr 12,1% í 12,98%
er að mínu mati ekki rétt-
lætanleg þar sem hægt
að lækka gjöld án þess að
skerða þjónustu svo
miklu nemi.
Höfundur er forseti bæjarstjórnar
Seltjarnarness.