Morgunblaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 48
48 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2010 Sudoku Frumstig 3 2 1 6 5 3 6 9 7 6 4 9 7 5 4 7 3 2 5 2 9 2 9 1 6 4 3 7 9 4 1 9 4 8 9 3 1 7 6 8 1 4 6 5 9 3 1 7 8 4 7 2 2 3 5 4 6 9 1 2 2 5 7 4 8 5 7 9 4 3 8 6 7 9 8 3 2 4 1 5 1 2 4 9 6 5 7 3 8 3 8 5 7 4 1 2 9 6 4 5 8 3 1 6 9 7 2 2 3 7 4 5 9 8 6 1 9 1 6 2 8 7 3 5 4 5 9 3 1 2 4 6 8 7 7 6 2 5 9 8 1 4 3 8 4 1 6 7 3 5 2 9 1 5 3 4 2 6 7 8 9 7 2 8 5 9 1 4 3 6 4 9 6 8 7 3 2 5 1 9 7 4 3 6 8 5 1 2 8 1 2 9 5 7 6 4 3 3 6 5 1 4 2 8 9 7 2 4 1 7 3 5 9 6 8 5 8 7 6 1 9 3 2 4 6 3 9 2 8 4 1 7 5 7 5 2 9 4 3 6 1 8 9 8 4 1 5 6 3 7 2 3 6 1 8 7 2 9 4 5 8 9 5 6 1 4 2 3 7 1 2 3 7 9 5 8 6 4 6 4 7 2 3 8 5 9 1 2 1 9 5 6 7 4 8 3 4 7 8 3 2 9 1 5 6 5 3 6 4 8 1 7 2 9 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 4. desember, 338. dagur ársins 2010 Orð dagsins: Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, langlyndi, kærleika, þolgæði. (Tím. 3, 10.) Víkverji tekur yfirleitt bensín áOrkunni. En um daginn átti hann, hálf-bensínlaus, leið fram hjá sjálfsafgreiðslustöð N1 í Mjóddinni. Á stóru skilti við stöðina var verð á lítra gefið upp og þótti Víverja óvenjulegt að sjá að það var það sama og á Orkustöðvunum. Hann ákvað því að taka bensín á N1, í þetta eina sinn. x x x En þegar hann var byrjaður aðdæla kom í ljós að verðið á dæl- unni sjálfri og stóra skiltinu var ekki það sama. Tveimur krónum munaði á lítraverðinu. Þetta þótti Víkverja frekar slappt og hringdi í þjón- ustusíma sem gefinn var upp. Sá sem svaraði í símann vissi ekki af þessu ósamræmi en sagði skýr- inguna þá að verðið hefði hækkað um morguninn og augljóslega gleymst að breyta verðinu á skiltinu. Hann sagðist ekkert geta gert í þessu fyrr en á mánudag og ætlaði þá að hringja til baka. x x x Víkverji er kannski smámuna-samur því hefði hann fengið bensíntankinn fylltan á því verði sem gefið var upp á skiltinu hefði hann sparað tæpar 80 krónur. Fannst honum að N1 hefði átt að bæta honum þetta og beið eftir sím- talinu. En það kom aldrei og Vík- verji hefur ekki farið á N1 síðan. Víkverji er ekki mikið jólabarn. Hann vill helst skreyta á Þorláks- messu, eins og hann ólst upp við, og taka skrautið niður á þrettándanum og er þá yfirleitt feginn að geta pakkað niður jólunum. Eins hefur honum fundist jólalögin byrja að hljóma of snemma og að allir hlytu að vera orðnir hundleiðir á þeim á aðfangadag. x x x Kunningi Víkverja benti honumþó á að alla hina mánuði ársins hljómuðu líka stöðugt sömu lögin, bara ekki jólalög heldur þessi „vin- sælustu“ eins og sagt er. Það er nokkuð til í því. Síbyljan er stundum algjör og yfirþyrmandi. víkverji@m- bl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 haugur, 4 inn- afbrots, 7 missa marks, 8 vagga, 9 fljót að læra, 11 mjög, 13 röska, 14 lýkur, 15 ástand, 17 gáleysi, 20 rán- fugl, 22 tölum, 23 fróð, 24 bunustokkur, 25 bik. Lóðrétt | 1 hlykkur, 2 skilja eftir, 3 straumkastið, 4 ytra snið, 5 lestaropið, 6 valda tjóni, 10 flanaðir, 12 rándýr, 13 afgirt hólf, 15 dimmir, 16 dauðyflið, 18 næða, 19 áma, 20 brauka, 21 slæmt. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 ósnjallur, 8 skatt, 9 gengi, 10 agn, 11 aftur, 13 torga, 15 katta, 18 ámæli, 21 nöf, 22 ærleg, 23 aftra, 24 rifrildið. Lóðrétt: 2 slakt, 3 Jótar, 4 lygnt, 5 Unnur, 6 assa, 7 eira, 12 urt, 14 orm, 15 klær, 16 taldi, 17 angar, 18 áfall, 19 æstri, 20 iðan. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. c4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 Rf6 4. g3 d5 5. cxd5 Rxd5 6. Bg2 Rc7 7. d3 e5 8. Rd2 Bd7 9. 0-0 Be7 10. Rc4 0-0 11. a4 b6 12. Bd2 Hb8 13. f4 exf4 14. Bxf4 Hc8 15. a5 Re6 16. Bd2 Hb8 17. axb6 axb6 18. Rd5 b5 19. Ra5 Rxa5 20. Bxa5 De8 21. Bc3 Rd4 22. e3 Rc6 23. Dh5 b4 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem haldið var í Gausdal í Noregi árið 1995. Íslenski stórmeistarinn Margeir Pétursson hafði hvítt gegn enska skákmanninum John Emms en sá varð síðar stórmeistari. 24. Bf6!! h6 25. Be4 Be6 26. Hf4 Hd8 svartur hefði orðið mát eftir 26. … Bxd5 27. Dxh6!! gxh6 28. Hg4#. 27. Bxe7 Bxd5 28. Bxd8 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Gölturinn Hamman. Norður ♠2 ♥G632 ♦KG1073 ♣Á85 Vestur Austur ♠KG4 ♠3 ♥Á7 ♥KD954 ♦ÁD8 ♦652 ♣G10743 ♣KD92 Suður ♠ÁD1098765 ♥108 ♦94 ♣6 Suður spilar 4♠ doblaða. Allir geta tekið níu slagi í þremur gröndum þegar tíu slagir standa á borð- inu – meira að segja Hérinn fær stund- um átta. En það er aðeins á færi sannra galta að vinna óvinnandi spil. Einhvern veginn þannig hljóðar heimspeki Galtarins grimma, hins ofur- snjalla, en ófyrirleitna stjörnuspilara í dýragarði Mollos. Áhorfendur Bridge- base á dögunum töldu víst að Gölturinn hefði tekið sér bólfestu í líkama Bob Hammans. Tilefnið var spilið að ofan úr sveitakeppni öldunga í Orlando. Vestur hafði sýnt varnarstyrkinn með smellidobli á 4♠. Hann kom út með ♥Á, tók svo á ♦Á og spilaði meiri tígli. Hamman drap á ♦K, trompaði tígul og spilaði spaðafimmu (!) að heiman – fjarki, tvistur og þristur. Svo kom ♠Á, lauf á ás og hjarta hent í frítígul. Tíu slagir. 4. desember 1954 Kvikmyndin Salka Valka, sem gerð var eftir sögu Halldórs Laxness, var frumsýnd í Aust- urbæjarbíói og Nýja bíói í Reykjavík. 4. desember 1971 Eldur kom upp í veitingahús- inu Glaumbæ við Fríkirkjuveg í Reykjavík. „Brunnu allir inn- viðir efri hæðarinnar en vist- arverur á neðri hæð skemmd- ust mikið af vatni og reyk,“ sagði í Þjóðviljanum. Þetta hafði verið einn vinsælasti skemmtistaðurinn í heilan áratug. Húsið var síðar gert upp og hýsir nú Listasafn Ís- lands. 4. desember 1980 Hagkaup hóf sölu á nýjum bókum með 10% afslætti, í andstöðu við bóksala. Tíu dög- um síðar náðist samkomulag við bókaútgefendur um tíma- bundna sölu, án afsláttar. 4. desember 1981 Stytta af heilagri Barböru var afhjúpuð á messudegi hennar í kapellu í Kapelluhrauni við Straumsvík. Lítið stein- líkneski af Barböru fannst í kapellunni árið 1950. 4. desember 1993 Ingólfstorg í Reykjavík var formlega opnað eftir end- urbætur á gatnamótum Aust- urstrætis og Aðalstrætis. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … „Ég verð með fjölskylduboð fyrir nánustu fjöl- skyldumeðlimi um daginn og síðan held ég konu- boð í kvöld fyrir vinkonur mínar og frænkur, um 40 konur, um það bil ein kona fyrir hvert ár. Það var afskaplega erfitt að velja þar sem ég á svo stóra fjölskyldu,“ segir Ingibjörg Reynisdóttir, leikkona og rithöfundur, sem fagnar fertugs- afmæli sínu í dag. „Ætli ég geymi ekki stærri veislu til fimmtugsafmælisins og síðan er svo stutt síðan ég gifti mig og hélt 230 manna veislu. Þetta var viku eftir hrunið 2008 og öllum þótti voða gott að komast þá í partí, fá sér í tána og gleyma öllum leiðindunum,“ segir Ingibjörg en eiginmaður hennar er Óskar Gunn- arsson byggingatæknifræðingur. Saman eiga þau sjö ára son og hún á 17 ára dóttur, Lovísu Rós, sem skrifaði með henni bókina „Strákarnir með strípurnar“ árið 2007. Árið eftir skrifaði Ingibjörg söguna „Rót- leysi, rokk og rómantík“ en á þessum bókum er kvikmyndin Órói byggð sem nýverið var frumsýnd við góðar viðtökur. Var Ingibjörg annar handritshöfunda en núna er hún m.a. með bók í smíðum um Gísla á Uppsölum. Eftir áramót gæti svo farið að hún stigi á leiksvið að nýju eftir smáhlé frá þeirri listagyðju. bjb@mbl.is Ingibjörg Reynisdóttir leikkona 40 ára Heldur konuboð í kvöld Flóðogfjara 4. desember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 4.59 4,0 11.17 0,6 17.18 3,7 23.29 0,5 10.54 15.43 Ísafjörður 0.48 0,4 7.03 2,3 13.26 0,4 19.13 2,1 11.32 15.15 Siglufjörður 2.53 0,3 9.09 1,3 15.24 0,1 21.52 1,2 11.16 14.57 Djúpivogur 2.07 2,3 8.26 0,5 14.25 2,0 20.27 0,5 10.31 15.05 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Lífið blasir við þér og þú ert með bros á vör. Kom brandari makans við auman blett? Í stað þess að bregðast ósjálfrátt við skaltu hugsa málið. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú þarft að sýna sérstaka þolinmæði í samskiptum við vini og vandamenn. Sam- vinna ætti að skila góðum árangri. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Horfðu í spegilinn til að átta þig á hvað er það fyrsta sem fólk hugsar þegar það sér þig. Drífðu þig út, vertu með á nótunum. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það getur eitt og annað komið upp á yfirborðið þegar menn ræða málin af fullum þunga. Lítið ekki til annarra um forystu mála. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þetta er dagur athafna svo þá er bara að ríða á vaðið og fara sínar eigin leiðir. Ekki gera ráð fyrir því að þú vitir hvað einhver annar vill. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það er nauðsynlegt að þekkja allar hliðar mála áður en þú lætur til skarar skríða. Haltu því besta, hentu afganginum. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Tjáðu skoðanir þínar umbúðalaust og láttu engan velkjast í vafa um, hvað þér finnst um menn og málefni. Gott líf byggist ekki bara á vinnu. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Fólk heldur að þú sért að bjóða fyrir þess hönd en sannleikurinn er sá að þú ræður ferðinni. Skoðaðu ástamálin niður í kjölinn. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú laðar hugsanlega að þér áhrifamikla manneskju í dag. Gakktu hægt um gleðinnar dyr. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Lokaðu þig ekki af frá umheim- inum þótt þú sért ekki upp á þitt besta. Ný persóna í umhverfi þínu mun snúa heimi þín- um á hvolf. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú vinnur með fólki sem er ósam- mála vegna fordóma sinna og leyndra fyr- irætlana. Láttu það eftir þér að skemmta þér og borða góðan mat í góðra vina hópi. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þig vantar félaga til þess að fram- kvæma það sem þig dreymir um. Mundu að það er í góðu lagi að setja sjálfa/n í fyrsta sætið - alltaf. Stjörnuspá María Ólafsdóttir verður fimmtug á morgun, 5. desember. Af því til- efni býður hún vinum og vanda- mönnum í kaffi. Allir vel- komnir. 50 ára Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.