Morgunblaðið - 06.12.2010, Side 1
M Á N U D A G U R 6. D E S E M B E R 2 0 1 0
Stofnað 1913 284. tölublað 98. árgangur
SÝNING
VALDÍSAR
THOR
STEFNAN
SETT Á
MILLIRIÐIL
SÁDI-ARABÍA
MESTA HINDRUN
EM Í HANDBOLTA 2 Þ́YKIR LÍTILL KVENNALJÓMI 15FLUGAN 30
Fréttaskýring eftir
Baldur Arnarson
Spennandi leikur
á www.jolamjolk.is
dagar til jóla
18
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir
ben@mbl.is
Mikill fjöldi fólks á leið úr verslunar-
ferðum til Bandaríkjanna hefur farið í
gegnum tollhliðin á Keflavíkurflug-
velli að undanförnu en 40-50 prósenta
aukning hefur orðið á ferðum Íslend-
inga til Boston í haust. Mæðgur sem
lentu í óvæntu eftirliti þurftu að borga
yfir 100 þúsund krónur í skatta og
sektir við heimkomuna.
Guðjón Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi Icelandair, segir mikla aukn-
ingu í Ameríkufluginu, sérstaklega til
Boston. „Þetta er langtum meira en í
fyrra og síðustu mánuði hafa um 40-
50 prósent fleiri Íslendingar farið til
Boston en á sama tíma fyrir ári.“ Aug-
ljóst er að hagstætt verðlag í Banda-
ríkjunum hefur þar sín áhrif en greiða
þarf virðisaukaskatt og tolla af inn-
kaupum umfram 65 þúsund krónur.
Leituðu að kvittunum
Kári Gunnlaugsson yfirtollvörður
segir ekki aukið eftirlit í tollhliðunum
vegna vinsælda Ameríkuflugsins.
„Það eru bara teknar stikkprufur eins
og alltaf en það hefur aukist mikið að
fólk framvísi varningi við heimkomu
til að borga þau gjöld sem vera ber.
Flestir standa skil á sínu og það hefur
verið mikil traffík í rauða hliðinu.“
Hann segir að miðað sé við inn-
kaupsverðið ytra og þar sem það sé
töluvert lægra en hér heima sé hagn-
aður fólks eftir sem áður töluverður,
jafnvel þótt það borgi virðisaukaskatt
og tolla af varningnum. „Ef menn eru
gripnir geta þeir lent í því að borga
sekt til viðbótar við skattinn og það
borgar sig ekki á endanum.“
„Við vorum ekki þær einu sem lent-
um í þessu, en aðallega voru teknar
konur sem höfðu tvær töskur með-
ferðis. Þær sem voru með eina tösku
fengu að labba í gegn,“ segir Sigríður
Jóhannesdóttir sem er ósátt við þá
tollameðferð sem dóttir hennar fékk
þegar þær komu heim frá Boston á
dögunum.
Tollvörður hafi leitað í handveski
hennar að nótum fyrir innkaupunum
og þegar þær fundust hafi hún verið
rukkuð um 95 þúsund krónur. Sjálf
hafi Sigríður sloppið með bakreikning
upp á rúmar 18.400 krónur.
„Munurinn liggur greinilega í því
hvort þú ert með nótur eða ekki því
þeir geta ekki áætlað kostnaðinn á til
dæmis barnafötum sem eru á mis-
jöfnu verði.“
Miklar annir í rauða hliðinu
Ekki aukið tollaeftirlit en fleiri sjá sér hag í að framvísa varningi við heimkomu
40-50 prósenta aukning í flugi til Boston í haust miðað við sama tíma í fyrra
Morgunblaðið/Ómar
Lent Margir hafa verslað ytra.
Kirkjustrætið hefur fengið nýjan svip eftir að
Skúlahús tók sér þar bólfestu við hlið hússins
Skjaldbreiðar í gær. Þar með er lokið flutningi á
þyngsta húsi sem farið hefur á flakk hérlendis.
Skúlahús stóð áður við Vonarstræti, gegnt Ráð-
húsinu og flutti því aðeins um 50-60 metra auk þess
að því var snúið um 180 gráður.
Sigurður Einarsson, arkitekt hjá Batteríinu, sem
skipulagði flutningana viðurkennir að það sé nokk-
ur „léttir“ að húsið sé lent, en eins og kunnugt er
kom í ljós við flutningana að húsið var um 40 tonn-
um þyngra en áætlað var í upphafi. „Við vorum bú-
in að reikna þyngdina ofan í skrúfu þannig að eina
skýringin á því hversu vitlausir útreikningarnir
voru hlýtur að vera að grind hússins sé full af
grjóti. Það var ekki óalgengt á þessum tíma.“
Morgunblaðið/Júlíus
Gerbreytt götumynd við
Kirkjustræti í miðborginni
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Ég held að margir sem
hafi yfirskuldsettar
eignir meti stöðuna
þannig að það sé best að
fara í gjaldþrot,“ segir
Lilja Mósesdóttir, þing-
maður Vinstri grænna,
aðspurð hvort hún telji
að fyrirhugaðar aðgerðir
stjórnvalda í málefnum
skuldara muni að
óbreyttu leiða til þess að
margir muni gefast upp á skuldunum, í stað
þess að reyna að standa undir afborgunum.
Lilja segir aðspurð að erfitt sé að áætla
hversu margir kunni að velja að fara í gjald-
þrot með 2 ára fyrningartíma krafna, eins
og nú stendur til að bjóða upp á. Hitt sé
óhætt að benda á að í skýrslu sérfræð-
ingahóps ríkisstjórnarinnar sé áætlað að
15.200 heimili séu yfirskuldsett, þ.e. skuldi
meira en 110% af verðmæti eignar.
Ríflegar vaxtabætur skilyrði
Lilja telur að „stór hluti„ þess hópi muni
„velta því alvarlega fyrir sér“ að skila hús-
lyklunum fremur en að semja um ný skil-
yrði afborgana nema til komi ríflegar
vaxtabætur frá ríkisstjórninni.
„Það er reiði gagnvart þessari 110% leið
vegna þess að Arion banki og Íslandsbanki
buðu áður mjög tekjuháum einstaklingum
betri leið. Fólk er reitt yfir því að það sé
ekki einu sinni verið að bjóða upp á fulla
niðurfellingu á töpuðum skuldum bank-
anna,“ segir Lilja.
Kjósa
að fara
í þrot
Fjöldi fólks kann að
gefast upp á lánabyrði
Lilja
Mósesdóttir
Tilraun hefur verið gerð með að
selja ferska lifur úr skötusel á sæl-
keramarkað í Bandaríkjunum.
Verkefnið hefur farið vel af stað að
sögn Páls Ingólfssonar, fram-
kvæmdastjóra Fiskmarkaðar Ís-
lands í Ólafsvík, og gott verð hefur
fengist fyrir lifrina, sem áður var
hent í sjóinn.
„Á þriðjudag söfnuðum við síð-
degis rúmlega tonni af lifur frá tíu
bátum á Rifi, Ólafsvík, Arnarstapa
og Grundarfirði. Við snyrtum lifr-
ina, pökkuðum í litlar frauðöskjur
og sendum þetta suður um nóttina.
Varan fór síðan með flugi til
Bandaríkjanna og var komin á dýr-
ustu sushi-staði rúmum sólarhring
eftir að fiskurinn veiddist. Menja í
Reykjavík stendur fyrir þessari til-
raun, þeir fá sitt, fiskmarkaðurinn
sitt og karlarnir fengu 517 krónur
fyrir kílóið,“ segir Páll.
„Ég viðurkenni að mér finnst
þetta ekki kræsilegur matur, en
þeir dásama lifrina þarna úti. Hún
þykir herramannsmatur og ekki
skemmir að hún er sögð kynörv-
andi,“ bætir Páll við. »16
Lifur skötusels
á sælkeramark-
að vestan hafs
Góður afli Pétur Pétursson, skipstjóri á
Bárði SH, kemur að landi með skötusel.