Morgunblaðið - 06.12.2010, Qupperneq 11
því frá því diskurinn kom út hefur
hann fengið gríðarlega góð við-
brögð.
„Fólk hefur hringt í mig all-
staðar af landinu og óskað eftir
diskinum, en ég ætlaði aðeins að
hafa hann í sölu á Suðurlandi því
þetta eru fréttir þaðan og ég hélt
að aðrir en Sunnlendingar hefðu
ekki áhuga á þessu efni, en það er
öðru nær. Sveitavargurinn er sér-
staklega spenntur því þetta eru
vissulega mest fréttir úr sveitalíf-
inu,“ segir Magnús Hlynur og
bætir við að ástæðan fyrir því að á
mynddiskinum eru aðallega svo-
kallaðar furðufréttir, sé sú að
hann sé mest fyrir slíkt efni sjálf-
ur.
Heillaður af kórum
„Ég hef séð í gegnum árin að
það eru slíkar fréttir sem virka í
sjónvarpinu, þessar mannlegu,
skemmtilegu sveitafréttir, eins og
nýleg frétt frá mér um að það eru
engir peningar á himnum, en þar
er aftur á móti dansað og heil-
mikið kórastarf, en þær upplýs-
ingar koma frá framliðnum í gegn-
um miðla,“ segir hann og bætir
við að fyrst svo sé þurfi enginn að
kvíða því að deyja.
Árið 2001 var gert grín að
Magnúsi Hlyni í Áramótaskaupinu
og hann hefur þau innslög með á
diskunum. „Einfaldlega vegna
þess að þetta er sú mesta upphefð
sem ég hef fengið á fréttamanns-
ferlinum.“
Á diski þessum er einnig að
finna skemmtilegt aukaefni, kór-
söng frá hinum ýmsu kórum á
Suðurlandi.
„Ég er alveg heillaður af kór-
um frá því ég byrjaði sjálfur að
syngja með Karlakór Selfoss í
fyrra en þá fékk ég loks leyfisbréf
frá konunni minni sem ég hafði
beðið eftir í tíu ár. Á diskinum er
eitt lag frá hverjum kór.“
Tvenna Tvíburafolöld frá Berjanesi
undir Eyjafjöllum sem Magnús
Hlynur segir frá.
Diskurinn er seldur í verslunum
á Suðurlandi en aðeins á einum
stað á höfuðborgarsvæðinu, hjá
Olís í Norðlingarholti. Það er líka
hægt að panta hann beint hjá
Magnúsi Hlyn í gegnum netfangið
mhh@selfoss.is
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2010
Jólamarkaður Skógrækt-arfélags Reykjavíkur á El-liðavatni í Heiðmörk verður
opinn allar helgar fram að jólum
milli klukkan 11 og 17.
Þetta er í fjórða sinn sem mark-
aðurinn er haldinn í Heiðmörk og
hefur aðsóknin farið stigvaxandi.
Skógræktarfélagið selur jólatré og
tröpputré og ýmsan annan varning
sem á uppruna sinn í skógum Heið-
merkur. Í Gamla salnum er hægt að
nálgast kakó og ilmandi vöfflur og
yfir sjötíu handverksmenn og hönn-
uðir bjóða fram vöru sína, bæði í
salnum og jólahúsum sem komið
hefur verið fyrir á hlaðinu við bæ-
inn á Elliðavatni. Rithöfundar lesa
upp úr nýjum bókum sínum, bæði
fyrir börn og fullorðna, á hverjum
Morgunblaðið/Golli
Jólamarkaður í Heiðmörk
degi. Harmonikkuleikarar þenja
nikkur sínar og kórar koma í heim-
sókn; Jósef ,,Elvis“ Ólafsson verður
með elvisslagara og Sirrý spákona
les í framtíð gesta í Spákonukjall-
aranum. Klukkan 14 er alltaf sér-
stök barnastund í Rjóðrinu skammt
frá bænum; þar logar varðeldur,
farið verður í leiki og rithöfundur
les úr bók sinni. Þá býður mark-
aðurinn upp á hestamennsku í
fyrsta sinn, því teymt verður undir
börnum á túninu neðan við bæinn.
Meðfylgjandi myndir voru teknar
á opnunarhelgi markaðarins.
Jólamarkaður
Skógrækt-
arfélagið selur
tré og greinar
úr Heiðmörk.
Forvitnilegt
Það er margt
fyrir börnin að
skoða á mark-
aðnum.
Handverk Mikið
af íslensku
handverki er í
boði við Elliða-
árvatn.
Matur Það er ýmsilegt
að sjá og smakka.
Huggulegt Það
er margt jóla-
dótið í boði.
Jól
Nánari upplýsingar um dagskrá
jólamarkaðsins má finna á
www.heidmork.is.
ódýrt og gott
Ódýrt
!
Kjötfars
398kr.kg
Þann 1. desember voru fimmtán ár
liðin frá því að fyrsta Guinness
bjórnum var dælt á Íslandi, en það
var við opnun veitingahússins
Dubliner í Hafnarstræti. Af því til-
efni var fyrsti Guinnessinn afhentur
með viðhöfn þann fyrsta þessa
mánaðar. Sömu menn og stóðu í
biðröð við dæluna á Dubliner árið
1995 fengu fyrstu kollurnar afhent-
ar í nákvæmlega sömu röð, á ná-
kvæmlega sama tíma, fimmtán ár-
um síðar. Það voru félagar í
hópnum Guinness-bræður sem voru
þeir fyrstu sem fengu að bergja á
Guinness hér á landi. Guinness-
bræður hafa haldið saman alveg frá
því að sala á Guinness hófst á Ís-
landi. Enn í dag koma þeir saman í
sérstöku herbergi á Dubliner fyrsta
föstudag hvers mánaðar til þess að
dreypa á bjórnum.
Fimmtán
árum síðar