Morgunblaðið - 06.12.2010, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ítvo mánuðihefur nor-ræna velferð-
arstjórnin tilkynnt
að „öðruhvor-
umegin við
helgina“ kæmu til-
lögur sem fela
myndu í sér loka-
úrlausn hennar vegna skulda-
vanda heimilanna. Og reyndin
varð svo sú að tillögurnar birt-
ust báðum megin helgarinnar.
Það er í fyrsta sinn sem þessi
ríkisstjórn gerir meira en hún
lofaði. Pakkinn var afhentur al-
menningi með mikilli leiksýn-
ingu fyrir helgina og eftir
helgina var komið í ljós að hann
var ekki neitt nema umbúð-
irnar.
Lífeyrissjóðirnir hafa sagt
frá því vikum saman að þeir
muni ekkert gera nýtt og það
stóð eins og stafur á bók. Þeir
hafa sagt mánuðum saman að
ljóst sé að lán sem þeir hafa
veitt og muni ekki verða greidd,
þótt búið sé að ganga að öllum
eignum fólksins sem lánin tók
þýði heildartap lífeyrissjóð-
anna upp á 10-15 milljarða
króna. „Megum við kalla það
aðgerð af ykkar hálfu?“ spyr
ríkisstjórnin og furðu lostnir
forsvarsmenn lífeyrissjóðanna
skrifa upp á það. Því ekki, það
er með öllu útgjaldalaust fyrir
þá. Langi ríkisstjórnina til að
kalla fyrirliggjandi reiknings-
dæmi hjálparaðgerð lífeyr-
issjóðanna til þess eins að
blekkja þann hluta landsmanna
sem veikast stendur og vekja
með honum vonir, þá það. Sá
blekkingarleikur er á ábyrgð
ríkisstjórnarinnar en ekki okk-
ar, er augljóslega skoðun sjóð-
anna.
Bankarnir hafa um margra
mánaða skeið boðið niðurfærslu
húsnæðislána í 110% af verð-
mæti (Arion og L.Í.) eða ígildi
þess (ÍB). „Megum við ekki
kalla það nýjar aðgerðir?“ spyr
ríkisstjórnin og bankarnir
skrifa upp á það, enda útláta-
laust fyrir þá, þótt þeir hljóti að
hafa óbragð í munni eins og for-
svarsmenn lífeyr-
issjóðanna.
Í fjárlaga-
frumvarpinu
kynnti rík-
isstjórnin skerð-
ingu á vaxtabótum
og kallar það sér-
staka aðgerð til
hjálpar skuldugum heimilum að
falla frá þeirri hugmynd áður
en hún kemur til framkvæmda!
Baugsmiðlarnir og rík-
isrekna fréttastofan keyptu
þetta allt saman gagnrýn-
islaust. Hvernig í ósköpunum
stendur á því? Eru þeir að taka
þátt í að blekkja fólkið í landinu
sem verður að treysta því að
þessir fjölmiðlar séu til að upp-
lýsa mál af heiðarleika og ein-
urð? Ætlast þessir miðlar til að
ástæðan sé öll skrifuð á van-
hæfni og þekkingarleysi og
getuleysi til að skoða mál frá
hinu opinbera af eigin ramm-
leik? Ef svo er ekki, hver er þá
raunverulega skýringin?
Það hefur verið vitað frá
fyrsta degi að þessi ríkisstjórn
getur ekki sagt neitt umbúða-
laust. Hún getur ekki gert neitt
umbúðalaust. En það er jafnvel
nýtt skref á hennar ferli að orð
og gerðir séu ekkert nema um-
búðirnar. Og það dapurlega er
að það snýr að máli sem er úr-
slitamál fyrir svo margar fjöl-
skyldur í landinu. Það er ekki
bara velferð þeirra sem er í
húfi. Það er sjálfur grundvöllur
tilveru þess í landinu.
Ríkisstjórnin hafði áður sagt
í tilkynningu sinni til Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins að hún
myndi ekki koma frekar til
móts við fólk sem glímdi við
mikinn vanda. Þegar útifundur
á Austurvelli sagði ríkisstjórn-
inni skoðun sína á þeirri til-
kynningu til AGS með afger-
andi hætti varð hún skelkuð.
Hún lofaði að breyta um stefnu
og bregðast við. Nú er komið á
daginn að hún hefur varið rúm-
um tveimur mánuðum í leit að
aðferðum til að ljúga sig frá
málinu. Þessi framganga er öm-
urleg.
„Aðgerðir“ rík-
isstjórnarinnar voru
ekki í miklum um-
búðum, þær fólust
eingöngu í umbúð-
um um ekki neitt}
Eru engin mörk?
Formannaráð-stefna Far-
manna- og fiski-
mannasambands
Íslands, sem haldin
var á dögunum,
samþykkti harðorðar ályktanir
gegn stefnu ríkisstjórnarinnar í
sjávarútvegsmálum. „Það vakti
athygli mína – og ég hef ekki
orðið var við það á formanna-
ráðstefnu FFSÍ áður – hve mik-
il samstaða er með okkur og út-
gerðarmönnum,“
sagði Árni Bjarna-
son, formaður
FFSÍ, í samtali við
Fiskifréttir eftir
ráðstefnuna.
Samstaðan gegn stefnu
stjórnvalda í sjávarútvegs-
málum hefur vissulega vakið
athygli margra. Innan stjórn-
arráðsins hafa menn hins vegar
ekki áttað sig á þessu, eða kæra
sig kollótta.
Samstaða er í sjáv-
arútvegi gegn
stefnu stjórnvalda}
Sjávarútvegsstefnu mótmælt
S
kiptar skoðanir eru um stjórnlaga-
þingið.
Það má vel gagnrýna tímasetn-
inguna. Þorri almennings hefur um
annað að hugsa og æskilegt hefði
verið að draga fyrst úr óvissunni sem lamar
samfélagið.
Og auðvitað stenst það ekki skoðun að hengja
hrunið á stjórnarskrána. Hvað þá um alla upp-
bygginguna í kjörum og lífsskilyrðum Íslend-
inga frá seinna stríði – ber ekki allt eins að
þakka hana stjórnarskránni?
Ráða má af dræmri kjörsókn að stjórnlaga-
þing var ekki ofarlega í huga þjóðarinnar og að
ekki hafi skapast breið sátt um að breyta
stjórnarskránni. Það bíður engu að síður stjórn-
lagaþings að afla mögulegum tillögum sínum
fylgis og virðist mér líklegra að það takist ef þær
eru hófstilltar.
Því er reyndar haldið fram að nýta eigi upplausnina og
óvissuna í þjóðfélaginu til að gera grundvallarbreytingar á
umgjörð samfélagsins og er það rökstutt með því að fólk sé
tregara til slíkra breytinga þegar allt sé í föstum skorðum.
En það liggur í augum uppi að vara má við slíku upphlaupi
með sömu rökum.
En þó að deila megi um framkvæmd og tímasetningu
stjórnlagaþingsins, þá þýðir það ekki að stjórnarskráin sé
yfir gagnrýni hafin. Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Ice-
save blasir til dæmis við að móta þarf skýran farveg fyrir
beint lýðræði.
Ég átti fróðlegt samtal við rithöfundinn Andra Snæ
Magnason fyrir Sunnudagsmoggann í liðinni
viku. Þá sagði hann að stjórnlagaþing væri í
grunninn góð hugmynd:
„Ég held að hver kynslóð hafi gott af því,
hvort sem hún breytir stjórnarskrá eða ekki, að
rífa upp grundvöllinn og velta upp álitaefnum
þó að ekki væri nema vegna þess að þá hefur
hún búið hana til. Ég hef oft öfundað eldri kyn-
slóðir. Hvernig var að búa til 17. júní sem núna
er orðinn svo útþynntur. Gay Pride-dagurinn er
miklu merkilegri því þar tekur fólk þátt sem bjó
hann til og braut af sér kúgun tíðarandans. En
hvernig var að vera kynslóðin sem bjó til þjóð-
sönginn, ákvað stjórnarskrána, bjó til Alþingi?
Það hlýtur að hafa verið merkileg tilfinning en
hún þynnist út þegar þriðja kynslóðin erfir
þetta án þess að vita hvers vegna.“
Víst er það rétt hjá Andra Snæ að hver kyn-
slóð leitast við að setja mark sitt á heiminn. Í stað þess að
lesa sömu bækur og eldri kynslóðir hampar hún sínum höf-
undum. Þeir eru hennar rödd. Um leið má segja að ef verk
eldri höfunda varpa ekki ljósi á samtímann, kalla ekki á nýj-
an skilning, þá eru þau dauður bókstafur. Samfélagið er lif-
andi vettvangur. Það þýðir að hver kynslóð brýtur upp
heimsmyndina til þess eins að púsla henni saman aftur – og
færir með því stoðir undir tilveru sína.
Gerir heiminn að sínum.
Þess vegna er sjálfsagt og nauðsynlegt að stjórnarskráin
sé til skoðunar á hverjum tíma. En það er ekkert áhlaups-
verk að breyta stjórnarskrá, heldur þarf að hugsa í löngum
boga, svo gripið sé til líkingar skáldsins. pebl@mbl.is
Pétur
Blöndal
Pistill
Stjórnlagaþingið
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Ú
tgefið aflamark á
skötusel á fiskveiði-
árinu er þrjú þúsund
tonn. Að auki hefur
ráðherra heimild til
að bjóða til kaups allt að tvö þúsund
tonn af skötusel í ár. Ráðherra gaf í
haust út 400 tonn samkvæmt þessari
heimild og í síðustu viku bætti hann
200 tonnum við. Hvert kíló er selt á
120 krónur, en á mörkuðum var kíló
af skötusel selt á 580 krónur í liðinni
viku. Hafrannsóknastofnun ráðlagði
í vor að afli á skötusel á fiskveiði-
árinu færi ekki yfir 2500 tonn.
Ákvörðunin um að auka afla-
heimildir um 200 lestir nú byggist á
því mati innan sjávarútvegsráðu-
neytisins að hún sé vel innan þeirra
marka sem ásættanlegt sé og óhætt
að afla af skötusel. Beiðnir hafi kom-
ið fram um auknar veiðar, leigu-
markaðir á aflaheimildum séu ekki
virkir og aðstæður á mörkuðum fyr-
ir fiskinn góðar.
Á fiskveiðiárinu 2009/2010 voru
samtals seldar heimildir í skötusel
fyrir tæplega 96 milljónir, alls tæp-
lega 800 tonn. Í lok síðustu viku
höfðu á þessu fiskveiðiári verið seld
381,4 tonn fyrir 45,8 milljónir.
Vilja forðast sveiflur
Ákvörðun um að selja heimildir
í skötusel framhjá aflamarki var
mjög gagnrýnd síðastliðinn vetur og
meðal annars sagt að aðgerðin væri
upphaf fyrningarleiðarinnar svoköll-
uðu. Þá var bent á ráðgjöf Hafrann-
sóknastofnunar og sjálfbærni stofn-
ins.
Í ástandsskýrslu Hafrann-
sóknastofnunar segir: „Niðurstöður
úr stofnmælingum og afli á sóknar-
einingu benda til að veiðistofninn sé
enn í tiltölulega góðu ástandi en ár-
gangar 2008 og 2009 eru taldir slakir
og því fyrirsjáanlegt að veiðistofninn
muni minnka hratt á næstu árum
verði sókn í stofninn svipuð og verið
hefur undanfarin ár.“
Einar Jónsson, fiskifræðingur,
segir að síðustu ár hafi ekki komið
stórir árgangar og merki séu um að
nýliðun sé tiltölulega minni en var
fyrir þremur árum. Stofnunin hafi
viljað miða við 2500 tonna hámarks-
afla til að forðast sveiflur í veiðinni.
Ársafli upp á 3500-4000 tonn geti
leitt til þess að afli minnki hratt eftir
nokkur ár.
Útbreiðsla skötusels við landið
hefur breyst með hlýnun sjávar síð-
ustu ár. Áður veiddist skötuselur
einkum við Suðurland, en nú eru
veiðisvæðin víðar og mikið veitt við
Reykjanes og Snæfellsnes. Metafli
af skötusel hefur borist á land tvö
síðustu ár. Fiskveiðiárið 2008-9 voru
veidd 3709 tonn af skötusel og 3598
tonn fiskveiðiárið 2009-10. Það sem
af er þessu fiskveiðári er aflinn orð-
inn um 1430 tonn.
Hækkunin seinna á ferðinni
Páll Ingólfsson, framkvæmda-
stjóri Fiskmarkaðar Íslands, segir
að undanfarna daga hafi fengist um
580 krónur fyrir kílóið af skötusel á
fiskmörkuðum „Við teljum okkur
eiga talsvert inni miðað við síðasta
ár því á sama tíma í fyrra fengust
um 750 krónur fyrir kílóið.
Hækkunin virðist vera seinna á
ferðinni en í fyrra, en
gengið á líka sinn
þátt í þessu. Núna
spila erfiðar sam-
göngur í Evrópu
einnig inn í því það
kaupir enginn skötu-
sel ef hann er ekki viss
um að koma honum til neytenda,
sem eru einkum í Englandi, Frakk-
landi og á Spáni,“ segir Páll.
Umdeild kvótasala
skilar 142 milljónum
Morgunblaðið/Alfons
Vertíð Vel hefur veiðst af skötusel og eru margir langt komnir með kvót-
ann. Pétur Pétursson á Bárði SH hefur einbeitt sér að skötusel undanfarið.
Pétur Pétursson, skipstjóri og
útgerðarmaður á Bárði SH frá
Ólafsvík, segir að aflabrögð á
skötusel hafi verið jöfn og góð
að undanförnu. „Við erum með
heldur meiri afla nú en á síðasta
ári og var þó ekki yfir neinu að
kvarta þá,“ segir Pétur. „Út-
breiðslan virðist vera mikil og
vaxandi og ég held að menn viti
ekki alveg hvað hann er kominn
víða. Hann gæti þess vegna verið
við Vestfirði og við Langanes. Við
erum bara með nokkur tonn í út-
hlutuðum kvóta, en höfum svo
skipt á heimildum og ætlum að
einbeita okkur að þessu fram til
10. desember. Við höfum keypt
skötusel þegar slíkt hefur
verið í boði og fengum
2,1 tonn af 400
tonna úthlut-
uninni í haust.
Ætli við fáum
ekki rúmt tonn
af þessu sem var
úthlutað núna,“ seg-
ir Pétur Pétursson.
Jöfn og góð
aflabrögð
MIKIÐ SKIPT Á HEIMILDUM