Morgunblaðið - 06.12.2010, Side 18

Morgunblaðið - 06.12.2010, Side 18
Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2010 – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16:00 þriðjudaginn 21. desember 2010. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is Í þessu blaði verða kynntir fullt af þeimmöguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífstíl í byrjun ársins 2011. Meðal efnis verður: • Hreyfing og líkamsrækt • Vinsælar æfingar • Bætt mataræði • Heilsusamlegar uppskriftir • Andleg vellíðan • Bætt heilsa • Ráð næringarráðgjafa • Hugmyndir að hreyfingu • Jurtir og heilsa • Hollir safar • Ný og spennandi námskeið • Bækur um heilsurækt • Skaðsemi reykinga • Ásamt fullt af fróðleiksmolum og spennandi viðtölum Heilsa og hreyfing Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um heilsu og hreyfingu mánudaginn 4. janúar 2011. Mikil Þórðargleði hefur gripið um sig í herbúðum Nei-sinna á Íslandi vegna efna- hagsörðugleikanna á Írlandi að undanförnu. Telja þeir að dagar evrunnar séu taldir og þar með sé botninn hruninn úr aðild- arumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Þetta er mikill mis- skilningur enda sýnir atburðarásin bæði á Írlandi og Grikklandi að Evr- ópusambandið kemur aðildarlöndum sínum til bjargar. ESB skilur þau ekki eftir hjálparlaus í því mikla um- róti efnahagsörðugleika sem skekur lönd heimsins í dag. Það er hins veg- ar mikill útúrsnúningur að kenna evrunni um allt það sem aflaga hefur farið á Írlandi og Grikklandi. Á sama hátt mætti halda því fram að miklir efnahagsörðugleikar Kaliforníuríkis væru bandaríkjadollar að kenna. Á margan hátt má líkja efnahags- örðugleikunum við ólgusjó. Það gef- ur hressilega á bátinn og það þarf öfluga innviði til að standast stærstu öldurnar. Þá þurfa menn að spyrja sig; er betra að hrekjast um á opnu hafi á lítilli skektu í formi íslensku krón- unnar eða á stóru og öflugu úthafsveiðiskipi í formi evrunnar? Í mínum huga er stærra skipið betri kostur. Bæði finnur maður síð- ur fyrir öldunum og þar að auki eru fleiri um borð sem geta lagt hönd á plóg. Enginn Evrópusinni hefur hins vegar haldið því fram að evran sé einhver töfralausn á öllum okkar vandamálum. Upptaka evru tekur ekki frá okkur þá ábyrgð að eyða ekki um efni fram eins og því miður mörg lönd, þar á meðal Ír- land, Grikkland og Ísland, hafa gert. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem menn hafa spáð illa fyrir evr- unni. Bandarískir hagfræðingar eins og Krugman og Stieglitz hafa spá illa fyrir evrunni í meira en áratug. Forseti Íslands hefur nýtt flest tækifæri sem gefast til að gera lítið úr evrunni svo ekki sé minnst á kostulegar yfirlýsingar núverandi ritstjóra Morgunblaðsins um evruna undanfarin tólf ár. Þetta minnir óneitanlega á hin frægu orð Marks Twains að „sögur af andláti mínu eru stórlega ýktar“. Staðreyndin er hins vegar sú að aðildarumsókn Íslands að Evrópu- sambandinu snýst um miklu meira en bara evruna. Það snýst um hvar við Íslendingar viljum staðsetja okk- ur geopólitískt í framtíðinni, hvar við teljum hagsmunum okkar best borg- ið og hvort við viljum hafa áhrif á þá löggjöf sem við tökum upp í gegnum EES-samninginn meðal annars á sviði umhverfismála, neytendamála og verslunar og viðskipta. Það er stóra málið en ekki bara tímabundn- ir efnahagsörðugleikar í alþjóða- samfélaginu. Írsk Þórðargleði Eftir Andrés Pétursson »Er betra að hrekjast um á opnu hafi á lít- illi skektu í formi ís- lensku krónunnar eða á stóru og öflugu úthafs- veiðiskipi í formi evr- unnar? Andrés Pétursson Höfundur er fjármálastjóri. Nýlega var hin ár- lega alþjóðlega vatns- orkuráðstefna HYDRO haldin í Lissabon í Portúgal. Þar voru sam- ankomnir um 1400 fulltrúar raforkufyr- irtækja, framleiðenda búnaðar og verktaka, ráðgjafa, vísinda- manna, fjármálastofn- ana og stjórnvalda frá um 90 löndum. Frá Íslandi voru fulltrúar frá nokkrum verk- fræðistofum sem starfa á þessu sviði, og frá Landsvirkjun. Ís- lensku þátttakendurnir voru þarna með kynningar og erindi, en fjöl- mörg erindi og kynningar frá fag- aðilum voru í boði þá 3 daga sem ráðstefnan stóð yfir. Ástæða þykir að greina stutt- lega frá ýmsu sem þarna kom fram til fróðleiks fyrir áhugasama. Fyrst skal þá nefna hvert umfang vatnsorkuframkvæmda er um þessar mundir á heimsvísu. Sam- kvæmt samantekt ráðstefnuhald- ara „Hydropower & Dams“ er verið að byggja nýjar vatnsafls- virkjanir eða auka afl eldri virkj- ana um 160 þús. megawött (MW). Til samanburðar má geta þess að samanlagt afl allra vatnsaflsvirkj- ana á Íslandi er tæplega 2 þús. MW. Nýtanlegt vatnsafl jarð- arinnar til raforkuframleiðslu er takmarkað, en gert er ráð fyrir að virkja megi í sátt við umhverf- issjónarmið um 350-600 þús. MW til viðbótar. Raforka unnin með vatnsafli mun þó um fyrirsjáan- lega framtíð aldrei verða nema um 15-20% af heildar-raforkuþörfinni. Á Íslandi er enn möguleiki á að nýta talsvert mikið vatnsafl til við- bótar á ásættanlegan hátt auk jarðgufunnar. Heildarafl allra vatnsaflsvirkjana í rekstri í heim- inum í dag er um 930 þús. MW. Þar af er Ísland með um 0,2%.Vind- og sólarorka eru enn mun dýrari kostir en vatnsorka en sækja þrátt fyrir það mjög hratt á sem endurnýjanlegir orkugjafar víða um heim. Kjarnorkan er aftur á uppsiglingu og verið að byggja og ráðgera ný kjarnorkuver víða um heim, t.d. tvö í Finnlandi. Einnig er verið að lengja líftíma eða öllu heldur rekstrarleyfi margra þeirra sem nú eru í notkun. Megnið af nýfram- kvæmdum í vatns- orkuverum á sér stað í Asíu, þar af afger- andi mest í Kína. Miklar framkvæmdir eru við nýtingu vatns- afls í Suður-, Norður- og Mið-Ameríku og í Afríku, þar sem þörf- in er brýnust. Í Afr- íku er knýjandi þörf á meiri fram- kvæmdum á þessu sviði og er það algjör forsenda betri lífskjara víða í álfunni. Yfirskrift ráðstefnunnar var Áskorun um betri heim og bætt lífskjör með tilstuðlan vatns- aflsins. Afríka er þar efst á blaði en aðeins um 5% íbúanna í sumum löndum þar hafa aðgang að raf- magni til lýsingar og brýnustu þarfa. Minnst er umfang nýfram- kvæmda á þessu sviði í Evrópu enda menn lengst komnir þar í nýtingu vatnsafls. Engu að síður er um þessar mundir verið að virkja um 6 þús. MW í Evrópu og er Portúgal umsvifamest með 6 stór virkjanaverkefni í gangi og önnur 6 í undirbúningi. Á Spáni eru mörg verkefni í gangi. Verið er að nýta og virkja meira vatns- afl í Alpafjöllum Sviss, þar sem m.a. tvær mjög stórar dæluvirkj- anir (e. Pump storage) (1000 MW) eru í byggingu til að framleiða dýrmæta toppaflsraforku og verið er að beisla meira vatnsafl í Nor- egi og Skotlandi. Fjöldi vatnsafls- virkjana er í byggingu eða í und- irbúningi á Balkanskaga. Í Þýskalandi er verið að endurnýja og auka vatnsafl eins og kostur er, bæði í rennslisvirkjunum stórfljót- anna og í nýjum dælustöðvum. Í Luxemburg er verið að stækka mikla dæluvirkjun. Á Íslandi er sem stendur nánast ekkert verið að framkvæma á vatnsorkusviðinu, en Landsvirkjun hefur ákveðið að hefja í byggingu Búðarhálsvirkjunar (80 MW) með fyrirvara um fjármögnun. Í Portú- gal eru mestu framkvæmdir hins opinbera orkufyrirtækis EDP norður við landamæri Spánar og við ána Douro, sem á upptök sín á Spáni. Bæði Spánverjar og Portú- galar hafa þegar sett upp mikið magn vindrafstöðva, en þær krefj- ast varaafls og stuðnings fyrir raf- orkukerfið frá vatnsaflsvirkjunum þegar golunnar nýtur ekki við. Portúgalar eru því að nýta betur aukið vatnsrennsli sem berst frá toppaflsstöðvum á Spáni einkum vegna þessa. Áin Douro rennur í gegnum samnefndan vínræktardal gegnum borgina Oporto í Atlants- hafið. Í ánni eru þegar fyrir hendi 12 stórar virkjanir Í Portúgal og annað eins Spánarmegin. Virkj- analónin nýtast líka til áveitu og flóðvarna eins og víða annars stað- ar. Þess má geta að hluti Douro- dalsins er á heimsminjaskrá Sam- einuðu þjóðanna sem náttúrudjásn þrátt fyrir virkjanirnar. Þetta mætti hafa í huga og til hliðsjónar í umræðunni um virkjanamál á Ís- landi. Í fjölmörgum fljótum Evrópu og víðar, eru virkjanir í þekktum ferðamanna- og ávaxtaræktarhér- uðum sbr. Dóná og Mosel. Ætla mætti því að ásættanlegt og skyn- samlegt væri að nýta eins vel og mögulegt er þá ágætu og dýr- mætu auðlind okkar sem íslensk vatnsföll eru, þótt ekki sé verið að tala um ár og svæði sem hafa óumdeilanlega mikið gildi að öðru leyti. Rammaáætlunin, sem nú hefur verið í vinnslu í meira en 10 ár, fer vonandi bráðum að líta dagsins ljós og leggja línurnar fyrir framtíðina hvað þetta varðar. Bæði fyrir vatnsafl og jarðvarma. Hvarvetna virðist vera kappkostað að nýta vatnsaflið, þar sem það er tvímælalaust hreinasta og hag- kvæmasta endurnýjanlega orku- auðlind sem völ er á til raf- orkuframleiðslu. Megnið af nýframkvæmdum í vatnsorkuverum í Asíu Eftir Guðmund Pétursson »Nýtanlegt vatnsafl jarðarinnar til raf- orkuframleiðslu er tak- markað. Gert er ráð fyr- ir að virkja megi í sátt við umhverfissjónarmið um 350-600 þús. MW Guðmundur Pétursson Höfundur er rafmagnsverkfræðingur og er verkefnastjóri hjá Lands- virkjun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.