Morgunblaðið - 06.12.2010, Side 20

Morgunblaðið - 06.12.2010, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2010 ✝ Ingi Þór Jóhanns-son fæddist á Snæ- foksstöðum í Gríms- neshreppi hinn 4. janúar 1916. Hann lést 30. nóvember 2010. Foreldrar hans voru Kristín Guðmunds- dóttir kaupakona, f. 4.5. 1889, d. 28.7. 1978, og Jóhann Ingvason, d. 21.1. 1932, bóndi á Snæ- foksstöðum og seinna oddviti í Keflavík. Kristín og Jóhann fluttu til Keflavíkur með fjölskyld- una þegar Ingi Þór var fjögurra ára. Eiginkona Inga Þórs var Sigríður Jóhannesdóttir, f. 20.11. 1914, úr Hafnarfirði. Sigríður lést hinn 5. maí 2003. Börn þeirra eru: Ásrún, geisla- fræðingur, f. 28.10 1940, gift Herði móðuramman Margrét Jónsdóttir, f. 30.11. 1850, d. 4.7. 1932, og föðurafi, Ingvi Þorsteinsson, f. 28.7. 1854, d. 7.5. 1943. Bræður Inga Þórs voru Guðmundur, f. 30.8. 1914, d. 13.12. 2006. Finnbogi, f. 19.5. 1917, d. 1.9. 1939, og Halldór, f. 7.11. 1918, d. 5.12. 1990. Ingi Þór stundaði nám við Sjómannaskóla Íslands frá ár- unum 1941-42 og útskrifaðist með skipstjórnar- og stýrimannsréttindi, en hann hafði stundað sjó frá unga aldri bæði á togurum og vélbátum, en mestan part ævinnar á eigin bát, Erlingi KE 20. Jóhann og Kristin bjuggu við Ís- hússstíg sem seinna varð Túngata 23. Jóhann fórst með vb. Huldu þann 21.1.1932, en Kristín hélt saman heimilinu og stofnaði litla verslun til að sjá fyrir sér og sínum. Afkom- endur Inga Þórs eru orðnir nokkrir, þ.e.a.s. 14 afabörn, 19 langafabörn og fjögur langalangafabörn. Útför Inga Þórs fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 6. desember, og hefst athöfnin kl. 13. Tryggvasyni, sem lést 1999. Þau eignuðust þrjú börn. Ásrún býr í Innri-Njarðvík. Ingvi, f. 29.1. 1944, véltækni- fræðingur, var kvænt- ur Sigríði Egilsdóttur, og þau eiga þrjú börn. Býr í Reykjavík. Ágúst, f. 29.1. 1944, tæknifræðingur, kvæntur Borgnýju Seland. Þau eiga þrjú börn. Býr í Noregi. Jó- hann, f. 8.3. 1945, kvæntur Sigríði Ósk- arsdóttur. Jóhann á dóttur frá fyrra hjónabandi. Býr í Keflavík. Þórir Gunnar, f. 16.10. 1946, tækjastjóri, kvæntur Jónínu S Jóhannsdóttur, býr í Innri-Njarðvík. Þau eiga fjögur börn. Ingi Þór bjó með foreldrum og- bræðrum, og heimilinu voru einnig Þessar fáu línur, elsku pabbi minn, eru til að tjá mínar hugsanir til þín og rifja upp brot úr langri ævi þinni. Það hljóta að teljast for- réttindi hvers manns að ná þeim aldri sem þú náðir og skilaðir til samfélagsins samfelldri vinnu í 65 ár án þess að hafi farið á spítala eða þurft að vera upp á ríkið kominn á neinn hátt, aðeins í lokin naustu að- hlynningar. Þú hafðir fyrir konu og fimm börnum að sjá og gerðir það með mikilli vinnu og eljusemi. Það var aldrei skortur á mat né klæðum hjá okkur og við bjuggum í stóru húsi, sem þú byggðir sjálfur, þar sem all- ir höfðu sitt herbergi þegar hóp- urinn stækkaði. Keflavík, sem þú ólst upp í, var þá lítið þorp og við Ingiþórarir (synir pabba) höfðum mikið frelsi til athafna um allar trissur og leikskólar ekki margir. Það var unun að hlusta á þig segja okkur strákunum (fjórir synir og systir) þær hremmingar sem þú lentir í á tímum seinni heimsstyrj- aldarinnar. Oft komust þið í hann krappan og oft skall hurð nærri hælum. Þú varst líka ljónheppinn eða var það ef til vill einhver vernd- arkraftur þegar frændi þinn kom að máli við þig og hvatti þig eindregið til að fara í stýrimannaskólann og sleppa næsta túr á togaranum sem þú varst á, en hann var skotinn nið- ur. Það var líka mikil gleði hjá mannskapnum þegar þið björguðuð allri áhöfninni í bandarískri flugvél úti á ballarhafi með þýska kafbáta á sveimi á þessum slóðum. Allt rifjast þetta upp núna þegar þú ert allur. Þegar togarakafla þínum lauk upp úr 1952 var ráðist í útgerð við annan mann. Keyptur var 15 tonna eikarbátur frá Ólafsvík með tveggja strokka glóðarhausvél, byggður 1933. Fékk hann einkennisstafina KE20 en hélt nafninu Erlingur. Þetta varð þitt lífsstarf og þaðan kom lifibrauðið, sem við börnin höfðum ef til vill ekki mikinn skiln- ing á. Þú lést aldrei deigan síga og sótt- ir sjóinn næsu 35 árin á Erlingi og í lokin á Þorsteini. Ágúst tvíburabróðir gerðist með- eigandi, um tíma, í útgerðinni, en 1977 flytur Gústi til Noregs með sinni norsku konu. Þið mamma voruð á margan hátt samrýnd þótt ólík þið væruð. Þú meira ákveðinn og vissir oftast hvað þú vildir en mamma fór oftast mýkri leiðina, sértaklega þegar kom að uppeldinu. Það leyndi sér ekki að þegar mamma dó 2003 þá var eins og að það vantaði eitthvað í líf þitt, svo mikil stoð og stytta var hún móðir mín í þínu lífi. Það má líka segja það að fyrir til- stuðlan hennar náðuð þið að ferðast um allan heiminn á langri ævi. Mest naustu þín að tala um frændfólkið þitt í Kanada og Bandaríkjunum svo og ógleymanlega ferð til Ísrael. Þegar tími gafst áttir þú til að fást við ljóðagerð og liggja eftir þig allmörg stutt kvæði sem lýsa lífinu og þeim tilfinningum sem með þér bærðust. Jæja, elsku pabbi minn, það er komið að kveðjustund að minnsta kosti í bili. Ég vil þakka þér og mömmu fyrir það sem þið gáfuð mér sem nesti út í lífið, en það er traust, umburðarlyndi og nægju- semi. Ingvi Ingiþórs Ingason. Með nokkrum orðum langar mig til að minnast afa míns. Hann afi minn hefur alltaf verið hetja í mín- um huga. Maður sem sótti sjóinn allt sitt líf, lagði líf sitt oft í hættu til þess eins að fjölskylda hans gæti lif- að þægilegu lífi. Þegar ég hlustaði á sögurnar hans um sjómennskuna á stríðsárunum, um hvernig þýskir kafbátar sveimuðu allt um kring og hvernig báturinn hans afa var að bjarga fólki í sjávarháska, þá gat ég ekki annað en spáð í samanburðinn við okkur. Hann í lífsins ólgusjó að takast á við lífið í allri sinni mynd, en ég að spá hvenær næsti fótbolta- leikur væri. Það eru menn eins og afi sem hafa gert minni kynslóð það kleift að hafa það gott í dag. Ég ber ómælda virðingu fyrir sjómönnum og er afi minn holdgervingur allra sjómanna. Ingi Þór afi minn var mikill grall- ari. Ósjaldan var hann til í að fíflast í börnunum, það var yfirleitt beðið með eftirvæntingu að sjá hann skjóta gómnum sínum út. Hann var orðheppinn og átti auðvelt með að slá á létta strengi, hann hafði gam- an af saklausri stríðni og átti það nú stundum til að stríða Siggu ömmu minni. Hún hafði nú reyndar gaman af því líka. Mér grunar nú að ég hafi erft þessa stríðni afa míns. Ingi Þór var hagyrtur og hafði gaman af að hnoða saman stöku og eigum við það sameiginlegt. Hann kunni að koma orðum í ljóðrænan búning. Afi minn hafði gaman af að lesa bækur og eyddi ég oft tíma í að renna yfir bókasafnið hans, þar var af nógu að taka. Það var alltaf gott að kíkja í heimsókn á Tjarnargötuna, amma og afi áttu hlýlegt og fallegt heimili. Fyrir lítinn hnokka var alltaf hægt að finna eitthvað til að skoða og rannsaka nánar. Ekki skemmdi nú að vita af kandísskálinni í eldhúsinu. Afi minn hafði unun af því að synda og stundaði sundlaugarnar eins lengi og hann mögulega gat. Ég á enn bikar sem afi vann fyrir sundkeppni. Á hverjum jólum minnist ég þess tíma þegar stórfjölskyldan hittist heima hjá afa og ömmu á Tjarn- argötunni, það vantaði ekki kræs- ingarnar þar. Það vantaði ekki held- ur glettnina í afa og við börnin höfðum óendanlega gaman af. Við fórum í ógleymanlega ferð til Nor- egs ásamt fleirum, þar kom skyld- leiki okkar berlega í ljós og er ég reglulega minntur á það. Elsku afi minn, ég kveð þig nú með söknuði. Ég er afanum fátæk- ari í dag, en minning um eina af sönnum hetjum þessa lands mun lifa með mér um ókomna tíð. Ég vil votta föður mínum og öðrum börn- um, barnabörnum og barnabarna- börnum og aðstandendum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Kristinn Ingvason. Ingi Þór Jóhannsson ✝ Margrét KristrúnPálsdóttir hús- freyja á Ljósalandi í Vopnafirði fæddist 21. september 1928 í Ólafsfirði, hún lést 27. nóvember 2010 á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri. Foreldrar hennar voru Vilborg Sigurð- ardóttir, fædd 15. júní 1901, dáin 15. janúar 1997, og Páll Sigurðs- son, fæddur 20. júní 1899, dáinn 20. janúar 1985. Systur Margrétar eru Rósa Pálsdóttir, fædd 31. mars 1927, Sig- ríður G. Pálsdóttir, fædd 6. mars 1932, dáin 24. ágúst 2004. Álfhildur Pálsdóttir fædd 26. ágúst 1945. Þann 15. maí 1948 giftist Mar- grét Helga Þórðarsyni á Ljósa- landi, fæddur 24. október 1915, dá- inn 9. júní 2006. Börn þeirra eru 1) Þórður, fæddur 21.10. 1948, kvæntur Kristínu Steingrímsdóttur, fædd 14. nóvember 1950. Börn þeirra eru Helgi Már, fæddur 28. júlí 1972. Þorgerður, fædd 6. júlí 1975, og Steingrímur Páll, fæddur 23. apríl 1988. 2) Vilborg, fædd 4. sepstember 1951. Dóttir hennar er Ásta Sóllilja Þorsteins- dóttir, fædd 23. júlí 1972. 3) Albína Hlíf, fædd 16. júlí 1956, hennar dóttir er Margrét Alda Karlsdóttir, fædd 14. október 1979. Margrét verður jarðsungin frá Vopnafjarðarkirkju í dag, mánu- daginn 6. desember 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Amma Margrét eða amma á Ljósa eins og ég kallaði þig alltaf, nú ertu far- in frá okkur. Það verður erfitt að taka því að þú sért endanlega farin. Amma mín ég mun sakna þín mikið en trúi því að þér líði betur núna. Það var alltaf svo gott að koma til þín og afa í sveitinni. Vel var hugsað um hvern þann sem kom og þér þótti virkilega gaman að fá gesti. Ég dvaldi ófá skiptin í sveitinni og það var alltaf svo gaman hjá okkur. Við amma gátum spjallað langt frameftir á kvöldin og amma gat spjallað um allt. Hún var sú síðasta í háttinn, og fyrst á fætur á morgnana. Ömmu féll aldrei verk úr hendi, hún var mjög flinkur kokkur og ég spurði hana oft að því þegar ég var lítill af hverju hún hefði aldrei gerst bakari þegar hún varð stór. Amma var mjög varkár í máli og tal- aði aldrei illa um fólk. Hún var vel að sér í ættum fólks og ég var oft fljótur að týna þræðinum þegar hún rakti heilu ættir hinna og þessara, þrátt fyrir að gera mitt besta. Þú varst líka hinn besti vinur og studdir mig alltaf í hverju sem ég tók mér fyrir hendur. Ég man alltaf hvað þú sagðir mér þegar ég var að flytja að heiman í fyrsta skipti. Hvað sem gengi á mætti ég aldrei láta nokk- urn mann vaða yfir mig, og að ég ætti alltaf að standa á mínu. Mér er þetta alltaf mjög minnisstætt og þótti vænt um það. Mér finnst þegar til baka er litið rosalega gott hvað við fjölskyldan komum oft í sveitina til þín og afa. Það var alltaf svo notalegt og ég reyndi allt sem hægt var til að fresta því sem átti að gera til að komast í sveitina, mömmu ekki alltaf til mikillar ánægju. Frelsið í sveitinni var ómetanlegt fyrir ungan dreng og mér fannst alltaf eins og þú treystir mér vel til allra verka, sama hvort það var stíflugerð í bæj- arlæknum eða að keyra traktorinn um túnin, þótt ég hafi lengi vel ekki náð al- mennilega niður á olíugjöfina. Það er erfitt að kveðja þig amma mín og sérstaklega erfitt að hafa verið svona langt í burtu þegar þú féllst frá. Ef ég þekki þig rétt þá hefur þér ekki þótt það mikið mál, þú sást alltaf já- kvæðu hliðarnar á málunum. Ég þakka þér fyrir góðu árin sem við átt- um saman og lýk þessu á orðunum sem ég heyrði í hvert sinn sem ég yf- irgaf Ljósaland: Ég bið að heilsa. Steingrímur Páll Þórðarson. Nú hafa þau Ljósalandshjón bæði kvatt þessa jarðvist og langar mig að minnast þeirra í nokkrum orðum. Þegar leiðir þeirra Margrétar, systur minnar, og Helga Þórðarsonar lágu saman fyrir sextíu árum var jörðin Ljósaland í Vopnafirði, þar sem hann var uppalinn, komin í eyði. Hugsjón Helga og ævistarf varð að rækta þessa jörð, umbylta þúfum og holti í rennislétt, græn og gróin tún, auka nýræktina ár frá ári sem útheimti meiri vír og fleiri girðingarstaura sem bóndinn setti niður af stakri vand- virkni svo að túngirðingar hans vöktu athygli. Í þessu óðalsríki festi systir mín ung rætur, fædd og uppalin í norð- lensku sjávarplássi, en allt fór ungu sveitakonunni vel úr hendi, bæði mat- argerð og hannyrðir því að vandvirkn- in var hennar aðalsmerki. Hálf öld er liðin frá því ég var svo lánsöm að fá að vera tvö sumur í sveit hjá þeim Helga og Margréti á Ljósa- landi. Í endurminningunni var alltaf sólskin í Vopnafirði þessi sumur, haf- golan svöl en hiti og flugnasuð sunnan undir gamla bænum, síkvikur og há- vaðasamur stelkur í túninu, herskáar og aðsópsmiklar kríur á leiðinni niður að sjó og á steinum og klöppum í Ljósalandsfjöru var allt morandi af marglitum kuðungum sem krökkum þótti gaman að tína. Á vorin báru ærnar á víð og dreif um túnið og krakkar á sprettinum daglangt að fylgjast með og reyna að gera gagn þegar mikið lá við. Svo allt í einu á að fara að rýja í gömlu réttinni frammi við Fuglu, ys og þys, fólk af næstu bæjum komið til að hjálpa til, ánum skellt niður og ullin klippt af þeim í snarhasti. Næst kaupstaðarferð með ullina, margra daga tilhlökkunarefni krakkanna. Ullin sett á trévagn aftan í dráttarvélina, börnin á úttroðna hey- poka aftan á sjálfri vélinni, opnum Ferguson og ekið af stað í sólskini og þurr moldarvegurinn þyrlaðist allt í kringum þennan leiðangur. Bráðlega er sláttur hafinn, töðu- angan og heyvagn með háu hlassi og krakkar ofan á öllu saman á leið heim að hlöðu, þar sem allir keppast við að troða í blásarann. Einhvern tíma í miðjum heyönnum er skemmtun við gömlu sundlaugina í Selárdal. Þangað fara allir sem vettlingi geta valdið að gera sér glaðan dag, sýna sig og sjá aðra. Í huganum geymi ég mynd af mági mínum þar sem hann gengur niður eftir túninu á Ljósalandi, álútur með hendur á baki, og raular fyrir munni sér. Hann er að sækja kúna sína og ætlar að fara að mjólka og það sjá allir sem vilja hafa gott af kúnni því fast á hæla honum fylgir hund- urinn, þar á eftir slangrar kálfurinn, síðan koma heimalningarnir og hlaupa við fót jarmandi og í humátt á eftir öllum lámast kötturinn. Þá er bara eftir að drekka kvöldkaffið í eld- húsinu á Ljósalandi. Margt ber á góma og gott líka að hlusta því að fáa hef ég heyrt tala áreynslulaust og án allrar tilgerðar jafn vandaða og fal- lega íslensku. Það er sumar og sólin skín ennþá úti og inni. Systir mín hef- ur borið á borð nýbakaðar kökur og bóndinn kveikt í pípunni sinni og við njótum gestrisni þeirra lengi, lengi í veröld sem var og á sér nú aðeins stað í minningunni. Hafið þökk fyrir allt. Álfhildur Pálsdóttir. Margrét Pálsdóttir systir mín var fædd í Ólafsfirði. Á milli okkar var hálft annað ár og við lékum okkur mikið saman en litlu systur okkar, Sigríður og Álfhildur, voru þá ekki fæddar. Við máttum ekki hvor af ann- arri sjá. Að vera krakki í Ólafsfirði fyrir miðja síðustu öld var gott. Í skól- anum var gaman og Margrét var allt- af svo dugleg, sérstaklega í stærð- fræði. Nóg var að lesa, bókasafnið var í næsta húsi. Mikill var snjórinn á vet- urna og gaman að leika sér þar. Fjörusandurinn beið okkar á vorin með alls konar skeljum, doppum og sprekum. Þar var mikið byggt og bú- ið. Lognaldan var björt og kliðmjúk og kríugerið við ósinn, með sinn há- væra kór. Við sjáum út í hafsauga. Alltaf heiður himinn og sólskin. Við höfum fundið hreiður og fært ungum smjör í gogg, tínt blóm og ber uppi í holtum. Fórum líka í sundlaugina, tæra og kalda. Margrét systir synti svo vel, tók meira að segja afreksstig sem sjaldgæft var á þeim árum. Við fórum að heiman unglingar í skóla og eftir það var systir sest að á öðru landshorni. Hún kynntist fljót- lega sínum góða manni honum Helga Þórðarsyni frá Ljósalandi í Vopnafirði en þar ólst hann upp í stórum systk- inahópi. Helgi átti jörðina og þau ákváðu að flytja í Ljósaland og byggja upp. Þar er fallegt mjög og víðsýnt. Gæfan flutti með þeim og þar bjuggu þau hátt í sex áratugi. Það var mikill annatími. Túnið var stækkað margfalt og smám saman byggð öll útihús og loks íbúðarhús. Heimili þeirra var fallegt, mikið af bókum og hvers konar smekklegum húsbúnaði. Börnin voru þrjú, Þórður, Vilborg og Albína, öll harðdugleg og hjálpuðu til. Fjölskyldan var samhent og systir mín fyrirmyndarhúsmóðir. Allt var svo vel gert sem hún kom nálægt að eftir var tekið, t.d. prjónaskap og út- saumi en síðustu árin saumaði hún mest margs konar myndir, stórar og fallegar því að aldrei var hún iðjulaus. Alla ævi las hún mikið. Við Eiríkur maður minn og sonur okkar Eiríkur Páll komum til Ljósa- lands á hverju sumri fyrr á árum. Það voru dýrðardagar, krakkarnir léku sér í kvöldblíðunni, fullorðna fólkið spjallaði og þá var „sólskin um daga og döggvar um nætur“. Við systur skrifuðumst á lengi og töluðum oft saman í síma og hún var minn trún- aðarvinur, alltaf. Fyrir tveim árum var hún hjá mér tvo vetrarparta, það voru gleðistundir.Við gleymdum ekki okkar æskuheimili, ástríkum foreldr- um, systrum og afa né tryggum vin- um. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Margrét systir mín veiktist fyrir tveim árum og hefur barist við illvíg- an sjúkdóm síðan, fádæma æðrulaus, ljúf og hæg. Hjá Albínu dóttur sinni dvaldist hún síðustu tvö árin, vafin einlægri góðvild og umhyggju. Hafi Albína hjartans þakkir fyrir sinn hlut. Ég gleymi aldrei bjarta brosinu henn- ar systur minnar þegar einhver gladdi hana og augun ljómuðu. Nær sem röðull rís og rósir spretta, nær sem vor vaknar, nær sem barnslund mín til bænar stígur, mun ég minnast þín. (Jóhannes úr Kötlum.) Þannig kveð ég þig, elskulega syst- ir mín, með hjartans þökk fyrir allt. Rósa systir. Margrét Pálsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.