Morgunblaðið - 06.12.2010, Page 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2010
BRUCE WILLIS,
MORGAN FREEMAN,
JOHN MALKO-VICH OG
HELEN MIRREN ERU
STÓRKOSTLEG Í ÞESSARI
ÓTRÚLEGA SKEMMTILEGU
GRÍN HASARMYND
HHHH
- HOLLYWOOD REPORTER
HHHH
- MOVIELINE
HHHH
- NEW YORK POST
SÝND Í ÁLFABAKKA
ROBERT DOWNEY JR.
OG ZACH GALIFIANAKIS
EIGA EFTIR AÐ FÁ ÞIG TIL
AÐ GRENJA ÚR HLÁTRI
FRÁ TODD PHILIPS, LEIKSTJÓRA THE HANGOVER
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI
HHHHH
- ANDRI CAPONE -- RÁS 2
SÝND Í KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA 7
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
MIÐASALA Á SAMBIO.IS
Í BEINNI ÚTSENDINGU FRÁ
NATIONAL THEATER 9. DES KL. 19.00
Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI
MIÐASALA Á
WWW.SAMBIO.IS
TRYGGIÐ YKKUR MIÐA Í TÍMATHE JONESES kl. 5:50 - 8 - 10:10 10
HARRY POTTER and the Deathly Hallows kl. 5:30 - 8:30 10
DUE DATE kl. 8 - 10:20 10
THE SWITCH kl. 5:50 10
/ KRINGLUNNI
LIFE AS WE KNOW IT kl. 6 - 8 - 10:10 L
HARRY POTTER kl. 6 - 9 10
/ AKUREYRI
Trompetleikarinn WoodyShaw er mörgumgleymdur, en hann lést1986, ekki fimmtugur.
Margir þekkja hann helst vegna
þess að kvintett hans lék með
Dexter Gordons á þeirri frægu
skífu „Homecoming“ Hann var
innan við tvítugt þegar hann lék
með Eric Dolphy, sem hafði mikil
áhrif á leik hans, ekki síður en
Lee Morgan og Freddy Hubbard.
Það var ansi gaman að heyra
sextettinn Woody 6, með tromp-
etleikarana, Snorra Sigurðarsonar
og Ara Braga Kárasonar í far-
arbroddi, leika sex af verkum
Woody auk eins eftir Stafford
James, sem lék oft á bassa með
Woody. „Sashianova“ hét það og
Valdi Kolli hóf leikinn eins og
Stafford, á bassafígúru í anda
„Night in Tunisia“. Ari Bragi
sýndi vel þekkta takta og endaði á
trillu sem Jóel greip á lofti og
spann síðan einn af þessum pott-
þéttu sólóum sem einkenna harð-
boppleik hans. Hrynsveitin var
ekki síðri í harðboppinu og þeir
þremenningar eins og einn maður
og í síðasta lagi fyrir hlé „Stepp-
ing stone“ fóru blásararnir þrír á
kostum og skiptust á sextán og
átta takta köflum og síðan
blómstraði Eyþór í einum albesta
sóló kvöldsins þar sem hann leyfði
sér frjáls frávik frá harðbopplínu
tónleikanna.
Snorri Sigurðarson er, að mínu
viti, sá íslenski trompetleikari er
blæs best byggðu sólóana um
þessar mundir. Hann er breiðari
og fyllri í leik sínum en hinn létt-
leikandi Ari Bragi og hefur náð
meiri þroska í túlkun og blæbrigð-
um.
Ari Bragi er rétt að hefja fer-
ilinn og á margt ólært, en að leika
flygilhornsóló af þeim gæðum er
heyra mátti í „In case you haven’t
heard“ er ekki á færi nema þeirra
hæfileikaríkustu. Sextettinn lauk
leiknum með stuttu stefi: „To kill
a bird“ sem hófst með miklum
göngubassa og sveiflan tók völdin
er stefinu sleppti og Jóel með
ryþmablúsfrasa í upphafi sólós
sín.
Þetta voru skemmtilegir tón-
leikar þar sem tónlistarmennirnir
skemmtu sér ekki síður en áheyr-
endur, en engin listræn afrek voru
unnin, enda Woody Shaw miklu
betri trompetleikari en tónskáld.
Tryllt á trompeta
Múlinn í Risinu
Woody 6bbbmn
Snorri Sigurðarson og Ari Bragi Kára-
son trompeta og flygilhorn, Jóel Páls-
son tenórsaxófón, Eyþór Gunnarsson
píanó, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson
bassa og Einar Scheving trommur.
Miðvikudagskvöldið 1. desember 2010.
VERNHARÐUR
LINNET
TÓNLIST
Snilld Trompetleikaranum Woody Herman var vottuð virðing á Múlanum.
Bandaríski leikarinn Michael Douglas var í
hjólastól er hann fór í skemmtigarð nýverið
með fjölskyldu sinni. Þykir þetta sýna
hversu erfið barátta hans er við krabba-
meinið. Hins vegar segja sjónarvottar að
leikarinn hafi litið mun betur út en áður.
Hann var í Disney World í Flórída með eig-
inkonu sinni, Catherine Zeta-Jones, og son-
um þeirra, Dylan tíu ára og Carys sjö ára.
Douglas í
hjólastól
Reuters
Slökkvilið
höfuborgasvæðisins
Munið að slökkva
á kertunum
Forðist að hafa
kerti í dragsúgi