Morgunblaðið - 11.12.2010, Page 6
FRÉTTASKÝRING
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Skilanefnd Landsbankans stendur
fast á því mati sínu að endurheimtur
af eignum bankans upp í 1.319 millj-
arða forgangskröfur verði um 1.138
milljarðar króna, eða um 86%. Þetta
er nýjasta mat skilanefndarinnar sem
birt var í uppgjöri fyrir þriðja árs-
fjórðung. Um er að ræða um 180
milljarða gat, en Icesave-samninga-
nefndin áætlar engu að síður að
kostnaður ríkisins vegna nýs samn-
ings muni aðeins nema tæplega 50
milljörðum króna.
Lárus Blöndal, sem á sæti í
samninganefndinni, segir eðlilegar
skýringar á þessu. Krafa Breta og
Hollendinga sem Tryggingasjóður
innistæðueigenda og fjárfesta (TIF)
yfirtæki ef samningsdrögin yrðu
samþykkt stæði í 659 milljörðum
króna. Lárus segir 86% af þeirri fjár-
hæð vera 584 milljarða króna. „Allir
okkar útreikningar byggja á for-
sendum frá skilanefnd Landsbank-
ans að því undanskildu að við tökum
með inn í reikninginn þá vexti af
skuldabréfi NBI sem eru ekki þegar
áfallnir. Út líftíma skuldabréfsins
nemur samanlögð fjárhæð þeirra
vaxta sem greiddust inn á kröfu TIF,
23 milljörðum króna. Þar að auki
reiknum við með að tekjur Lands-
bankans umfram kostnað af því 800
milljarða eignasafni sem eftir stend-
ur muni skila TIF um 10 milljörðum
króna til júní 2016 sem er mjög hóf-
legt mat,“ segir Lárus.
„Þetta leiðir til þess að miðað við
endurheimtuáætlun skilanefndar
Landsbankans að viðbættum áætl-
uðum 33 milljarða framtíðartekjum
af eignum bankans þá ættu að fást
618 milljarðar upp í kröfuna. Upp-
greiðsluverð á kröfu Breta og Hol-
lendinga er hins vegar 610 milljarðar
kr. þannig að TIF fær samkvæmt
þessum forsendum 8 milljarða kr.
upp í vaxtakostnað. Vaxtakostnaður
er áætlaður 76 milljarðar kr. Að frá-
dregnum 20 milljörðum kr. sem til
eru í TIF og þessum 8 milljörðum kr.
er heildarkostnaður ríkisins áætluður
48 milljarðar kr. Þessi niðurstaða
miðast við gengi krónunnar um síð-
ustu mánaðarmót. Í framsetningu
samninganefndarinnar er hins vegar
miðað við reikniforsendur Seðla-
banka Íslands um þróun á gengi
krónunnar fram á mitt ár 2016 sem
gefur 47 milljarða kr. niðurstöðu,“
segir Lárus.
Láta reyna á forgang
Morgunblaðið hefur samningana
við Breta og Hollendinga undir hönd-
um, en í þeim er hið svokallaða Ragn-
ars Hall-ákvæði óbreytt frá fyrri
samningum. Kröfur TIF og inni-
stæðutryggingasjóða Breta og Hol-
lendinga eru því jafnréttháar kröfum
TIF. Staðan nú er því sú að gera á ís-
lenska ríkið ábyrgt fyrir greiðslu á
fyrstu 20.887 evrum Icesave-innlána,
en TIF (eigandi kröfunnar í þrotabú
Landsbankans) hefur ekki forgang á
útgreiðslur upp að evrunum 20.887.
Hins vegar er að finna kunnuglegt
ákvæði um að TIF geti látið reyna á
að öðlast forgang útgreiðslna með úr-
skurði Héraðsdóms Reykjavíkur í þá
veru. Einnig er sett sem skilyrði í
samningunum að EFTA gefi álit
vegna málsins.
Lárus Blöndal segir að það liggi
fyrir að látið verði á það reyna hvort
lágmarksinnistæður, það er að segja
þær innistæður sem samningsdrögin
fjalla um, njóti verndar umfram aðrar
innistæður. Verði það niðurstaðan
leiði það til þess að kostnaður ríkisins
muni lækka allnokkuð.
Miklar deilur voru um rétthæð
krafna í þrotabú Landsbankans í að-
draganda samþykktar síðastu laga
um ríkisábyrgð á Icesave. Ákvæði um
forgang krafna TIF fram yfir aðrar
forgangskröfur var jafnan kennt við
lögfræðinginn Ragnar Hall, sem
benti á þetta atriði fyrstur manna.
Bretar og Hollendingar fá sam-
kvæmt samningunum undanþágu frá
gjaldeyrishöftum. Í samningunum er
jafnframt að finna fyrirvara vegna
fjórðu endurskoðunar Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins (AGS), sem áætlað er
að ljúka í lok þessa árs eða byrjun
þess næsta. Fyrirvararnir sem um
ræðir fela þó lítið efnislegt í sér. Þeir
kveða á um að ef fjórða endurskoðun
AGS gefur vísbendingar um að sjálf-
bærni skuldastöðu Íslands sé ekki
fyrir hendi lengur muni fulltrúar
Breta og Hollendinga koma á
fundi við Íslendinga til að
ræða þá stöðu, og hvort
eða hvernig sam-
komulag milli
þjóðanna þurfi
að taka breyt-
ingu vegna
þess.
Sjóðstreymi af eignum skilanefndar
öðrum en skuldabréfi
Ár: 2009 2010 2011 2012 2013 Síðar
173 173 93 138 53 201
Samtals 346 439 577 630 831
Forgangskröfur 1.319 milljarðar ISK
Heildareignir 1.138 milljarðar ISK
Eignir Milljarðar króna Milljarðar evra
Eignir utan skuldabréfs á NBI 831 5
Skuldabréf á NBI 307 1,8
1.138 6,8
Skuldir
Krafa TIF (Icesave) 674 4,1
Innistæðutryggingar Bretlands og Hollands* 476 2,9
Heildsöluinnlán 171 1
Aðrir kröfuhafar 1.891 11,4
3.212 19,4
Endurheimtuhlutfall
86,3%
*það sem er umfram 20.887 evrur
Morgunblaðið/Kristinn
Icesave Lee Buchheit, formaður samninganefndar Íslands í Icesave-
deilunni. Nýr samningur var kynntur til sögunnar í fyrradag.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2010
Forsíðumynd Morgunblaðsins í gær-
dag, þar sem þeir Lee Buchheit og
Guðmundur Árnason sitja hvor sín-
um megin við málverk á kyningar-
fundi Icesave-samninganna, hefur
vakið áhuga fjölmargra lesenda og
mest er spurt að því hver hafi málað
verkið.
Því er til að svara að verkið mál-
aði Þórarinn B. Þorláksson árið
1903. Aðeins er á reiki hvar verkið
er málað en líklegt talið að það sé á
ættarslóðum hans í Vatnsdal. Eig-
endur Iðnó keyptu það á uppboði í
Gallerí Fold árið 2005.
Verkið eftir
Þórarin
Morgunblaðið/Kristinn
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Við höfum áhyggjur af því að Ís-
lendingum muni ekki takast að
greiða upp alla skuldina á samnings-
tímanum,“ segir Elly Blanksma,
þingmaður Kristilegra demókrata
(CDA) á hollenska þinginu, um
áhyggjur flokkssystkina sinna af
greiðslugetu íslenska ríkisins næstu
áratugi.
Horft til stöðu efnahagsmála
Eins og kunnugt er miðast nýi Ice-
save-samningurinn við að afborgun-
um ljúki í síðasta lagi árið 2046 og
segir Blanksma aðspurð að horft sé á
stöðuna sem nú sé uppi í íslensku
efnahagslífi þeg-
ar greiðslugeta
íslenska ríkisins í
framtíðinni er
áætluð.
Blanskma, sem
á sæti í fjárlaga-
nefnd hollenska
þingsins, kveðst
ekki hafa rætt við
fulltrúa annarra
flokka um þessa hlið málsins, en
flokkur hennar, Kristilegir demó-
kratar, hefur verið einn valdamesti
stjórnmálaflokkur í Hollandi í ára-
tugi.
Hún segir engan stjórnmálaflokk
á hollenska þingingu setja sig gegn
nýja samkomulaginu.
Hafa áhyggjur af
greiðslugetunni
Hollenskur þingmaður um Icesave
Elly Blanksma
Þrátt fyrir að Icesave-samningar
séu nú í höfn og bíði samþykkis
þings og staðfestingar forseta Ís-
lands, eru ýmis önnur mál sem
kunna að hafa áhrif á hugsanlegan
og endanlegan kostnað ríkissjóðs
Íslands. Ásamt hraða útgreiðslna
úr búi Landsbankans og uppsöfnun
vaxtakostnaðar, eru nokkur álita-
efni sem bíða úrlausnar dómstóla
sem haft geta veruleg áhrif á end-
anlega niðurstöðu Icesave-málsins.
Ef dómstólar á Íslandi dæma í þá
veru, eins og látið verður á reyna,
að TIF hafi fullan forgang á út-
greiðslur úr þrotabúi Landsbank-
ans, mun ekki verða mikið vanda-
mál að greiða Hollendingum 1,3
milljarða evra og Bretum
2,3 milljarða
punda. Enda
eignir Lands-
bankans um
fimm milljarðar
evra. Eins og
staðan er núna
fær TIF um 52%
sjóðstreymis af
eignum Landsbankans. Verði öll
upphæð innlána dæmd í forgang
mun TIF fá minna úr Landsbank-
anum, og almennir kröfuhafar
munu að sama skapi ekki fá neitt
fyrir sinn snúð.
Um þessar mundir er síðan deilt
um hvort svokölluð heildsöluinnlán
teljist forgangskröfur. Slitastjórn
Landsbankans hefur samþykkt
heildsöluinnlán sem forgangs-
kröfur, en slitastjórn Glitnis hefur
hins vegar hafnað slíkum kröfum
en samþykkt sem almennar kröfur.
Báðar slitastjórnir standa nú í
málarekstri vegna heildsöluinnlán-
anna, en úrskurði dómstólar að þau
teljist almennar kröfur munu for-
gangskröfur í þrotabú Landsbank-
ans lækka verulega, eða um 170-
180 milljarða króna.
Fari síðan svo að dómstólar á Ís-
landi dæmi neyðarlögin ólögmæt,
mun forgangur innistæðna falla úr
gildi. Kostnaður vegna slíks yrði
margfalt meiri en nú er rætt um, og
myndi hafa áhrif á allt fjármálakerfi
Íslands. thg@mbl.is
Áhætta vegna dómsmála
ÁLITAEFNI FYRIR DÓMSTÓLUM
TIF hefur ekki forgang á útgreiðslur úr þrotabúi Landsbankans Í nýju samkomulagi er þó að
finna skilyrði sem gera forgang á greiðslur mögulegan Látið verður á það reyna fyrir dómstólum
Aukið virði eigna Landsbankans
skili Íslendingum 10 milljörðum
Með því að kaupa
FRIÐARLJÓSIÐ
styrkir þú hjálparstarf
og um leið verndaðan
vinnustað.
P
IP
A
R
\T
B
W
A
-
10
29
75
LÁTUM
FRIÐARLJÓSIÐ
LÝSA UPP AÐVENTUNA