Morgunblaðið - 11.12.2010, Side 10

Morgunblaðið - 11.12.2010, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2010 Morgunblaðið/Árni Sæberg Vanda sig Kúnstin er að lykta vel með opinn munn áður en dreypt er á. PRUFUTÍMINN Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Jú, það var heilmikið fjósþarna, tjara eins og á gam-alli bryggju, reykur ogjafnvel myrkur. Hvar þá? Nú í viskíinu sem ég smakkaði hjá honum Elvari Ástráðssyni, en hann leyfði mér, leikmanninum, að koma til sín og prófa viskísmökkun og fræðast um viskí. Ég mætti til smökkunar með eins opnum huga og mér var unnt, en í ljósi þess að mér hefur aldrei þótt viskí gott, þá var það heilmikil áskorun. Elvar var fljótur að draga úr mér allan ótta, sagði að sennilega þætti mér viskí vont af því ég hefði aldrei fengið að smakka gott maltviskí. „Við sem erum áhugafólk um viskí drekkum aldrei annað en maltviskí og ég ætla að leyfa þér að smakka sjö ólíkar tegundir svo þú áttir þig á breiddinni.“ Úff, þetta hljómaði eins og ég væri að fara fyrir aftökusveit. Gæti ég komið þessu niður án þess að gera mig að fíflí? Sem betur fer þurfti ég ekki að gangast undir þessa þolraun strax, því Elvar byrjaði auðvitað á því að fræða mig um hinn gullna drykk, áður en til smökkunar kom. Handgert á gamla mátann „Einmöltungur eða „single malt“ viskí, er hugtak sem Skotar ráða yfir og gerir viskíið að því sem það er. Single malt stendur fyrir viskí sem er framleitt úr einni malttegund. Og af því Skot- arnir ráða þessu þá er það viskí sem er framleitt úr byggmalti ein- göngu. En það er í raun ósann- gjarnt, því aðrar þjóðir framleiða mjög gott viskí úr öðru en byggi. Ameríkanar framleiða til dæmis mikið af góðum einmöltungi úr rúgi, einnig þekkist að nota hveiti. Það er gríðarleg kúnst að eima viskí þannig að það verði gott og sérstakt. Eimarar Skot- anna eru litlir og flottir, úr kopar, og því er af- skaplega sjónræn upp- lifun að heimsækja viskíverksmiðjur,“ segir Elvar sem hefur heimsótt nokkrar slíkar í Skot- landi. „Þar er allt handgert og gert á gamla mátann enda skilar það mikl- um gæðum. Orðstírinn bygg- ist á því að þeir geri þetta eins og það var gert í lok nítjándu ald- ar. Í minnstu verksmiðjunum eru þrír til fjórir karlar sem sjá um alla þessa handavinnu. Masterblender er sá sem metur gæðin, ákveður hvenær viskíið er orðið passlega gamalt, og blandar saman ólíkum tunnum svo þetta 12 ára sé eins og það var í fyrra. Hann smakkar viskíið nær aldrei, heldur gerir þetta einvörðungu með nefinu.“ Eldra er ekki sjálf- krafa betra En hvað er svona frábært við viskí? „Það er þessi skyn- upplifun, að finna hvernig allt rennur saman. Og svo er það fjölbreytileikinn. Margir finna sér eitt viskí og vilja ekkert annað, en það er synd að missa af fjölbreytninni,“ segir Elv- ar en honum finnst gam- an að smakka nýtt viskí, meira að segja þó hann viti að það sé vont. Hann skráir það niður, enda heldur hann skipulagða smakkskrá sem á eru nokkur hundruð ólíkar viskítegundir. „Sumir segja að vont maltviskí sé ekki til, en ég hef því miður einu sinni eða tvisvar smakkað vont viskí. Viskí er til dæmis alls ekki sjálfkrafa betra eftir því sem það er eldra, af því að það fúlnar. Elsta viskí sem ég hef heyrt um er 60 ára en sjálfur hef ég smakkað 40 ára viskí og það voru gríðarleg vonbrigði, það var alls ekki gott. Aftur á móti smakk- aði ég eitt sinn feikilega gott 30 ára viskí. Mín tilfinning er að viskí ætti almennt ekki að verða eldra en 20 ára. Og dýr viskí eru alls ekki alltaf ávísun á gæði. Það hækkar í verði með aldrinum. Ef viskí er sjaldgæft hækkar það í verði mjög fljótt, gæði hjálpa reyndar uppá.“ Fjölmargar bækur hafa verið gefnar út um viskí en Biblían í þeim fræðum er uppflettiritið The Whisky Distilleries of the United Kingdom, útgefin 1887, en höfund- ur hennar Alfred Barnard heim- sótti allar eimingarstöðvar á Bret- landseyjum 1886 en þær voru þá liðlega 160. Taka nógu lítinn sopa Þá var komið að smökkun. Nokkrar grunnreglur þarf að hafa í heiðri, til dæmis að smakka veikt á undan sterku og bragðminna á undan bragðmiklu. Glasið þarf líka að vera þannig í laginu að sem mest lykt berist upp úr því enda er sú athöfn að lykta af viskíinu ekki síður mikilvæg en að smakka. Þeg- ar lyktað er af veigunum skal hafa munninn opinn. Og lykta vel og lengi. Taka síðan nógu lítinn sopa og velta honum aðeins í munninum áður en kyngt er. Fyrst fékk ég einfalt og létt 12 ára hálandaviskí kennt við Dal- Þetta er allt í nefinu Til að viskí geti talist „alvöru“ verður það að vera einmöltungur eða „single malt“, en þá er það framleitt úr byggmalti einvörðungu. Blaðamaður prófaði viskísmökkun eftir kúnstarinnar reglum. Það kannast orðið flest jólabörn við hann Júlla á Dalvík sem heldur úti Jólavef Júlla á slóðinni Julli.is/ jolavefur.htm. Vefurinn er til skemmtunar og fróðleiks og á honum má finna nánast allt sem tengist jól- unum. Þarna má lesa allskonar fróðleik um jólin sem Júlli hefur sankað að sér, t.d. að: „Orðið jól kemur þegar fyrir í heiðnum sið og var þá notað um miðsvetrarblót, sólhvarfahátíð. Síðar þegar kristni barst til Norður- landa og fæðingar Krists var minnst á svipuðum tíma færðist heitið á heiðnu hátíðinni yfir á þá kristnu.“ Þarna má líka lesa um Grýlu og jólasveinana, Jólaguðspjallið, jóla- kort, jólasögur og fá jólalegar upp- skriftir svo eitthvað sé nefnt. Einnig er jóladagatal sem er stór- skemmtilegt. Þegar smellt er á dag- ana kemur upp fallegur fróðleikur sem nefnist Bros dagsins, jólalegar myndir og oft er fróðleikur um dag- inn sem valinn er eða jólasaga sem Júlli hefur fengið senda. Það er ekki hægt að kíkja fram í tímann á þessu jóladagatali, þá fær maður smá skammir. Jólavefurinn er frábært framtak hjá honum Júlla. Vefsíðan www.julli.is/ jolavefur.htm Morgunblaðið/Kristinn Jólakort Söguna má lesa á síðunni. Má lesa allt um jólin hjá Júlla „Ég vakna vanalega um sexleytið og fer í leikfimi en núna ætla ég að leyfa mér að sofa til níu og fara síðan í sundlaugina hér á Akranesi. Eftir heita pottinn þarf ég að kanna vínföngin fyrir opnunina á sýningunni minni sem er klukkan fjögur. Sýningin er komin upp, svo fram að opnun fer ég að vinna en ég og Finnur Þórðarson erum sam- an með gallerí á Akranesi sem verður opið á morgun, svo ég verð þar í millitíðinni. Klukkan fjögur opnar svo sýn- ingin Fiskur og fínheit í Safnahús- inu á Görðum. Sýningin er til heið- urs fiskvinnslufólki í landinu en á henni sýni ég ljósmyndir sem Guð- mundur Bjarki tók af starfs- mönnum HB Granda á Akranesi við dagleg störf og svo af sama fólk- inu uppstilltu og prúðbúnu. Síðan valdi ég tíu manns úr þessum hópi og sérsmíðaði skart á það, inn- blásið af mynd- unum. Er það allt úr silfri og fisk- roði. Verður það til sýnis í köss- um fyrir neðan myndirnar. Ég vona að ég fái sem flesta á opnunina en hún er til klukkan sjö. Þá fer ég heim í rólegheitin og fæ mér snarl. Svo á ég von á gestum og eyði kvöldinu með þeim, bónd- anum og fjölskyldunni. Ég fer af og til út á laugardagskvöldum enda voðalega mikið alltaf um að vera hérna, tónleikar og aðrir menning- arviðburðir, og ég reyni að sækja sem flest.“ Dýrfinna Torfadóttir gullsmiður Hvað ætlar þú að gera í dag? Fiskur og fínheit Hálsmen eftir Dýrfinnu úr fiskroði og silfri. Heiðrar fiskvinnslufólk Dýrfinna ÍS L E N S K A /S IA .I S HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS Árangur 2.990kr. 5.990kr. Verð frá Buxur Verð frá Bolir 5.990kr. 8.990kr. Verð frá Peysur Verð frá Toppar JÓLAGJÖFIN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.