Morgunblaðið - 11.12.2010, Síða 14
FRÉTTASKÝRING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Astmi og langvinn lungnateppa eru
meðal algengustu dánarorsaka í
heiminum en talið er að um fjórar
milljónir manna hafi látist úr þessum
sjúkdómum 2005. Heiðursvísinda-
maður Landspítalans 2010 Þórarinn
Gíslason, yfirlæknir á lungnadeild
Landspítalans, og teymi hans eru að
fara af með þriðju rannsóknina á
þessu sviði og nær hún sem fyrr til
margra landa.
Kortleggja mengun
Langtímarannsókn á ofnæmi,
astma og lungnasjúkdómum fór fyrst
fram árið 1990 og voru þátttakendur
á aldrinum 20-24 ára. Rannsóknin
var gerð í mörgum löndum Evrópu,
Portland í Bandaríkjunum og Melbo-
urne í Ástralíu eða alls á 36 stöðum í
16 löndum. Þá var talið að ofnæmi og
astmi væri vaxandi vandamál í hin-
um vestræna heimi en fyrirliggjandi
niðurstöður rannsókna voru mis-
munandi enda ósambærilegir hópar
skoðaðir og mismunandi rannsókn-
araðferðum beitt. Þá höfðu aðeins
þverskurðarrannsóknir verið gerðar,
en Þórarinn bendir á að mikilvægi
þess að geta dregið ályktanir af gildi
ýmissa áhættuþátta felist í því að
geta fylgt hópum eftir. „Til þess að
við vitum meira um astma, ofnæmi
og lungnasjúkdóma er gildi fram-
virkra rannsókna miklu meira heldur
en þverskurðarannsókna,“ segir
hann. Til áréttingar segir hann ekki
enn vitað hvort það skipti máli í sam-
bandi við öndunargetuna á efri árum
hvort viðkomandi hafi haft ofnæmi á
unglingsárum eða ekki. „Veldur of-
næmisastmi skaða í lungum sem síð-
an veldur langvinnri lungnateppu?“
spyr hann.
Rannsóknin var endurtekin árið
2000 og nú er verið að fara af stað
með þriðju rannsóknina. Henni er
ætlað að veita mikilvæga vitneskju
um þróun ofnæmis og hvað veldur
því að astmi og langvinn lungnateppa
koma fram hjá sumum einstakling-
um en ekki öðrum. Leyfi frá vísinda-
siðanefnd og persónuvernd liggja
fyrir en á allra næstu dögum verður
sendur út spurningalisti til allra
þeirra sem tóku þátt í rannsókninni
1990, tæplega 3.000 manns. Ýtarlega
verður spurt um áhættuþætti astma,
ofnæmis og langvinnrar lungnateppu,
leitað verður upplýsinga um svefn,
líkamshreyfingu, þætti sem snúa að
tíðahvörfum, astmaeinkenni, lífsgæði
og fæðuvenjur.
Fyrsti hluti rannsóknarinnar fer
fram á Norðurlöndunum og nær til
um 20.000 manns. Þórarinn rifjar
upp að þegar rannsóknin var gerð
2000 voru jafnframt gerðar mæl-
ingar á mengun við heimili á annað
hundrað þátttakenda. Niðurstaðan
hafi verið sú að heildarmengun á höf-
uðborgarsvæðinu hafi verið með því
minnsta sem þekktist í Evrópu, en
þeir sem bjuggu nálægt stofnbraut
hafi búið við svipaða mengun og væri
í stórborgum erlendis. Umhverfis-
mengun og það að vera nálægt
mengandi bifreiðaumferð tengdist
greinilega öndunarfærasjúkdómum.
Þessu verði fylgt eftir í núverandi
rannsókn í samstarfi við alþjóða-
samstarfið Escape um loftmengun
og heilsufar og hugmyndin sé að
hægt verði að kortleggja mengun á
hverju heimilisfangi á höfuðborgar-
svæðinu.
Umhverfisþættir og loftmengun
Að sögn Þórarins er víða erlendis
mikill áhugi á að skoða umhverf-
isþætti og loftmengun, umhverfi á
heimilum og mengun á vinnustöðum.
Niðurstöður fyrri rannsókna í Evr-
ópu bendi til þess að um 15% þeirra
sem fá astma á fullorðinsárum fái
hann vegna aðstæðna á vinnustað.
Þessi þáttur verði skoðaður sér-
staklega með áherslu á þá sem vinna
með hreinsiefni.
Þórarinn segir að vegna fyrri þátt-
töku hafi hópurinn aðgang að kostn-
aðarsömu vísindasamstarfi og auð-
veldi það alla framkvæmd enda væri
rannsóknin annars óframkvæmanleg
vegna kostnaðar. Stuðningur þátt-
takenda sé líka ómetanlegur og ekki
síst skipti máli að fá svör frá þeim
sem séu einkennalausir til þess að
geta borið þá sama sem eru sjúkir að
einhverju leyti. „Tilgangurinn með
svona rannsókn er að skoða samspil
fleiri hugsanlegra áhættuþátta sam-
tímis og nýta síðan niðurstöðurnar
meðal annars til forvarna út frá al-
mennum lýðheilsusjónarmiðum.
Engin rannsókn er eins þýðing-
armikil fyrir okkur og þessi Evrópu-
könnun,“ segir Þórarinn.
Mikilvægasta rannsóknin
Evrópurannsóknin Lungu og heilsa er langtímarannsókn á ofnæmi, astma og lungnasjúkdómum
Kannanir sýna að um 15% þeirra sem fá astma á fullorðinsárum fá hann vegna aðstæðna á vinnustað
Morgunblaðið/Eggert
Teymið Frá vinstri: Gunnar Guðmundsson, Michael Clausen, Hildur Ragnarsdóttir verkefnisstjóri, Davíð Gíslason,
Bryndís Benediktsdóttir, Erna Sif Arnardóttir og Þórarinn Gíslason. Auk þess er Lovísa Guðmundsdóttir í hópnum
en hún hefur séð um framkvæmd rannsóknarinnar frá 1990.
Heimsathygli
» Rannsóknirnar 1990 og
2000 hafa vakið mikla athygli
víða um heim. Á þriðja hundrað
vísindagreinar um Evrópurann-
sóknina 1990 og 2000 hafa
birst í virtum tímaritum og þar
af snerta um 150 þeirra ís-
lensku niðurstöðurnar.
» Fyrstu hvatningarstyrkirnir
úr Vísindasjóði Landspítalans
voru veittir í liðinni viku og fékk
verkefni Þórarins Gíslasonar og
teymis hans einn af þremur
þriggja milljóna kr. styrkjum, en
stefnt er að því að ljúka verk-
efninu 2013.
» Þórarinn, Davíð Gíslason og
Lovísa Guðmundsdóttir hafa
unnið við rannsóknina frá 1990.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2010
Þátttakendur í rannsókninni eru spurðir um einkenni
kæfisvefns, dagsyfju, svefnlengd og fleira varðandi
svefn og heilsu. „Góður svefn er lykilatriði fyrir and-
lega og líkamlega heilsu,“ segir Erna Sif Arnardóttir
líffræðingur, sem er með svefninn á sinni könnu í
rannsókninni.
Erna Sif segir að flestir þurfi 7-8 tíma svefn á nóttu,
en sumir sofi minna og aðrir meira með tilheyrandi af-
leiðingum. Of lítill svefn auki líkur á því að fólk þyng-
ist, skerðing verði á sykurþoli sem er byrjunarstig á
sykursýki 2 og líkur á háþrýstingi aukist. Of mikill
svefn auki líkur á þunglyndi. Erna Sif bendir á að bæði
astma og langvinnri lungnateppu fylgi oft truflun á
svefni sem aftur leiði til aukinnar dagsyfju og skerðingar lífsgæða. Þetta
samband þurfi að skoða betur. Nær 3.000 Íslendingar nota að staðaldri
svefnöndunartæki vegna kæfisvefns, svefnsjúkdóms sem lýsir sér með
tíðum öndunarstoppum í svefni.
Þeir sem eru með kæfisvefn eru yfirleitt mjög syfjaðir og ómeðhöndl-
uðum kæfisvefni fylgir aukin hætta á ýmsum fylgikvillum eins og hjarta-
og æðasjúkdómum og sykursýki. Erna Sif segir áhugavert að sjá hvernig
einkennin hafa breyst frá 2000. Þyngdaraukning sé einn stærsti áhættu-
þáttur kæfisvefns, en dreifing fitunnar skipti líklega einnig miklu máli
og því séu þátttakendur beðnir að mæla mittismál. „Íslendingar eru að
þyngjast og kæfisvefn eykst,“ segir hún. Kæfisvefninn er algengari hjá
körlum en konum vegna þess að konur eru með öðruvísi fitudreifingu en
karlar auk þess sem talið er að hormón kvenna séu verndandi. Vonast er
til að rannsóknin núna muni varpa ljósi á það hverjum sé hættast við
astma og langvinnri lungnateppu.
Góður svefn lykilatriði
Erna Sif
Arnardóttir
Sumum þátttakendum í rannsókninni verður boðið að
láta börn sín einnig taka þátt í henni og segir Michael
Clausen, sérfræðingur í barna- og ofnæmislækningum,
að þátttaka þeirra sé mjög mikilvæg með samanburð
þriggja ættliða í huga, ekki síst til að varpa ljósi á of-
næmissjúkdóma sem liggja í fjölskyldum. Algengi astma
hjá 10-11 ára börnum á Íslandi sé um 9%, ofnæmiskvef sé
um 17%, allt að fjórða hvert barn sé með exem og fjórða
hvert barn með næmi fyrir einhverjum ofnæmisvaka.
Michael segir að algengi hjá börnum sé mjög svipað
því sem gerist í nágrannalöndunum. Það sé ekki hægt að
túlka öðruvísi en að ofnæmi muni aukast hjá fullorðnum.
Erfðir og umhverfisþættir leiki stærsta hlutverkið. Hreinlæti hafi aukist
mjög mikið, en börn þurfi að komast í tæri við sýkla til þess að örva ónæm-
iskerfið í rétta átt og mynda þol gagnvart umhverfisþáttum. Mataræði hafi
breyst – fiskneysla og lýsisneysla hafi minnkað mikið, en talið sé að fitusýr-
urnar hafi góð áhrif á ónæmiskerfið og dragi úr astma.
Fæðuofnæmi getur verið lífshættulegt. Michael bendir á að því fylgi
ákveðinn kvíði og það geti haft veruleg áhrif á lífsgæði barna og fjöl-
skyldna þeirra. Rannsóknin auki skilning á ofnæmissjúkdómum og leiði
vonandi til þess að hægt verði að ráðleggja foreldrum með markvissari
hætti en hingað til og jafnvel koma í veg fyrir sjúkdómana.
Michael
Clausen
Auka lífsgæði fólks með ofnæmi
Bryndís Benediktsdóttir, sérfræðingur í heimilis- og
svefnlækningum, segir að komið hafi í ljós að bæði
holdafar og framleiðsla kvenhormóna hafi áhrif á
lungnastarfsemi. Konur sem byrja snemma á tíðum eða
hafa óreglulegar blæðingar séu í meiri hættu á að fá
astma en aðrar konur. Lungnastarfsemi versni eftir tíða-
hvörf og þeim sem séu í uppbótarmeðferð með kven-
hormónum sé líka hættara við astmaeinkennum, einkum
ef þær eru grannar. Ofþyngd tengist þó greinilega auk-
inni hættu á skertri lungnastarfsemi. Konur sem eigi
ekki börn hætti fyrr á tíðum en þær sem eigi mörg börn
og séu því í meiri hættu. Þá sé þekkt að svefntruflanir
tengist bæði hormónaframleiðslu og holdafari. Að sögn Bryndísar er
margt óljóst í þessum málum og mikilvægt að kanna kynjamun í sjúkdóm-
unum. Þá sé ljóst að konur noti snyrtivörur meira en karlar, ekki síst í úða-
formi, sem hugsanlega geti stuðlað að breytingum á lungnastarfsemi og of-
næmi. Því verði sendur út annar spurningalisti til kvenna í rannsókninni í
vor þar sem einblínt verður á þennan þátt. Sambærileg könnun verði gerð
alls staðar á Norðurlöndum, en svona könnun hafi ekki verið gerð hér áður.
Bryndís
Benediktsdóttir
Lungnastarfsemi og kvenhormónar
Rannsóknir benda til þess að síðan
1990 hafi orðið tvö- til þreföldun á
astma og langvinnum bólgum í nefi
vegna viðkvæmni í öndunarfærum.
Davíð Gíslason, yfirlæknir í of-
næmissjúkdómum, segir að í öllum
tilvikum hafi ofnæmi vegna loftbor-
inna ofnæmisvalda (frjókorna, dýra,
rykmaura og myglu) verið minnst á
Íslandi í Evrópurannsókninni 1990,
21,5%, en það hafi verið fyrsta ná-
kvæma faraldsfræðilega rannsóknin
af þessu tagi hérlendis.
Þar sem ríkir
fjárhagsleg vel-
megun hefur orð-
ið gríðarleg aukn-
ing á ofnæmi frá
lokum seinni
heimsstyrjaldar.
Davíð segir lík-
legt að þróunin
hafi byrjað
seinna hérlendis
en munurinn
virðist hafa þurrkast út. Saman-
burður á mótefnum fyrir fæðuteg-
undum í rannsókninni 2000 hafi leitt
í ljós að Íslendingar hafi verið með
minna af fæðuefnamótefnum en aðr-
ir hópar. Í rannsókn 2007 hafi komið
í ljós að þrisvar sinnum fleiri höfðu
fengið astmakast en 1990, þrisvar
sinnum fleiri notuðu astmalyf og
tvisvar sinnum fleiri voru með lang-
vinnar bólgur í nefi. „Kostnaður hef-
ur aukist vegna þessa og ekki síst
vegna vinnutaps og sjúkrahúss-
dvalar,“ segir Davíð.
Ofnæmi og kostnaður
Davíð
Gíslason
Langvinn lungnateppa er samnefni fyrir lungnaþembu
og langvinna berkjubólgu og sést yfirleitt ekki fyrr en
fólk er komið yfir fertugt. Gunnar Guðmundsson, að-
stoðaryfirlæknir á lungnadeild, segir að venjulega hafi
sjúkdómurinn verið tengdur reykingafólki en á liðnum
árum hafi hann líka komið í ljós hjá öðrum. Það bendi til
þess að erfðaþættir og umhverfisþættir hafi einnig
áhrif. Þessir þættir verði skoðaðir og ýmislegt annað,
eins og til dæmis hvort bakflæði frá vélinda skiptir máli.
Gunnar segir að þrátt fyrir að dánartíðni af völdum
kransæðasjúkdóma og annarra sjúkdóma sem tengjast
reykingum hafi minnkað mikið sé hún á mikilli uppleið í
tengslum við langvinna lungnateppu, en 9% Íslendinga 40 ára og eldri séu
með sjúkdóminn. Tíðni sjúkdómsins sé svipuð hér og í nágrannalöndunum
og meðal kvenna tengist hann sérstaklega reykingum, en kannanir hafi
sýnt að íslenskar konur reyki svipað eða meira en konur í öðrum Evrópu-
löndum. Gunnar áréttar að rannsóknin beinist ekki síst að öðrum þáttum
en reykingum sem hafa áhrif á langvinna lungnateppu og rannsóknin geti
því bætt úr skilningi á þessum ört vaxandi sjúkdómi.
Langvinn lungnateppa vaxandi vandi
Gunnar
Guðmundsson