Morgunblaðið - 11.12.2010, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 11.12.2010, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2010 Fjölskylduhjálp Íslands opnaði sína þriðju starfsstöð á Hafnargötu 29 í Reykjanesbæ á miðvikudag undir stjórn Önnu Jónsdóttur verkefna- stjóra. Tuttugu sjálfboðaliðar hafa tekið til starfa. Þörfin á aðstoð kom ekki á óvart þar sem atvinnuástand hefur verið bágborið sl. ár, segir í tilkynningu. 162 fjölskyldur fengu aðstoð. „Teljum við þetta vera topp- inn á ísjakanum sem hafi komið í ljós í gær og áætlum við að mun fleiri sæki sér aðstoð á næstu vik- um,“ segir í tilkynningu. „Við mun- um endurskoða starfið í Reykja- nesbæ eftir sex mánuði, en gerum samt ráð fyrir að starfa áfram líkt og í Reykjavík.“ Gjafmildi Fulltrúar Fjölskylduhjálpar taka við gjöfum í Reykjanesbæ. Tuttugu sjálfboða- liðar bætast við VIÐTAL Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Bókin Sovét Ísland óskalandið. Að- dragandi byltingar sem aldrei varð 1921-1946 eftir Þór Whitehead sagn- fræðing kom út í gær hjá Bókafélag- inu Uglu. „Kommúnistaflokkur Ís- lands var beinlínis stofnaður um það markmið að gera byltingu í landinu,“ segir Þór við Morgunblaðið um efni bókarinnar. „Flokkurinn gerðist strax deild í heimsbyltingarsam- bandinu Komintern samkvæmt firnaströngum skilyrðum um vinnu- brögð og skipulag. Hann hét því meðal annars hátíðlega að lúta í einu og öllu stjórn Moskvu. Bókin lýsir því hvernig kommúnistar und- irbjuggu valdatöku sína á Íslandi undir þessari einræðisstjórn og hvik- uðu aldrei frá markmiði sínu. Þeir breyttu hins vegar um bar- áttuaðferðir 1930-1946 eftir því sem yfirstjórnin í Moskvu sagði þeim fyr- ir verkum og aðstæður breyttust.“ Í stað byltingar í einni svipan 1930-1934 stefndu kommúnistar t.d. að byltingu í áföngum á tímum „sam- fylkingar“ 1935-1939 og „þjóðfylk- ingar“ 1941-1946. „Kommúnistar trúðu því 1930 að kapítalisminn væri að hrynja og heimsbylting yfirvof- andi,“ segir Þór. „Komintern fylgdi á þessum árum ofsafenginni bylting- arstefnu, hvatti til ofbeldis bæði hér og annars staðar og fyrirskipaði öll- um deildum sínum að flýta fyrir bylt- ingunni með hvers kyns mótmælaað- gerðum, verkföllum og upphlaupum. Skipulagt ofbeldi og slys Í bókinni leiði ég rök að því, að ýmis hörðustu átök kreppuáranna á Íslandi hafi verið bein afleiðing af þessari ofsavinstrilínu Kominterns. Menn hafa lýst ofbeldinu sem ein- hvers konar sjálfkrafa viðbrögðum verkamanna við kreppuástandi. Þeg- ar kafað er niður í heimildir frá Kom- intern og Kommúnistaflokknum kemur allt annað í ljós. Ofbeldið var iðulega skipulagt og miðaði að því að flýta fyrir byltingunni.“ Þór tekur sem dæmi Gúttó- slaginn 1932. Þar hafi alls ekki verið um einstakan at- burð að ræða, því Gúttóslag- irnir hafi í raun verið fjórir frá 1930. Þór segir að um sextíu lögregluþjónar og hjálpar- menn þeirra hafi meiðst í átökum við kommúnista í Reykjavík og á Norðurlandi. Tvisvar hafi kommúnistum tekist að yfirbuga alla lögregluna í Reykjavík, í „drengsmálinu“ 1921 og í „Gúttó- slagnum mikla“ 1932. Þá hafi þrír fjórðu hlutar lögregluþjónanna í Reykjavík legið eftir í sárum sínum, sumir stórslasaðir af bardagaliði, sem kommúnistar beittu þá í fyrsta sinn. Þrír lögregluþjónar hafi orðið að hætta störfum á þessum erfiðu tímum vegna örorku, en ýmsir fleiri aldrei talið sig ná aftur fullri heilsu eftir barsmíðar og grjótkast. „Þetta kom ekki aðeins hart niður á mönn- unum sjálfum, heldur einnig eigin- konum þeirra og börnum, eins og lýst er í bókinni í fyrsta sinn,“ segir Þór. Hann nefnir einnig dæmi um að ráðist hafi verið á allmarga þing- menn og bæjarfulltrúa og þeir áreitt- ir eða beittir ofbeldi. „Að lokum þurfti að kveðja til á þriðja hundrað manns í varalið fyrir lögregluna í Reykjavík og á Akureyri til þess að bæjarstjórnirnar þar gætu starfað með eðlilegum hætti. Þessi saga hefur að mestu leyti verið gleymd og grafin, en það er helber misskilningur að stjórnmálabarátta á Íslandi hafi alltaf verið friðsöm.“ Bardagalið Annað dæmi um byltingarundir- búning kommúnista, sem Þór lýsir, er bardagalið þeirra, Varnarlið verkalýðsins. „Yfirlýst markmið ís- lenska Varnarliðsins var að leiða verkalýðinn til byltingar,“ segir hann. Þór greinir einnig frá því, að harður kjarni flokksmanna í Reykja- vík hafi safnað að sér skotvopnum að hvatningu dansks kommúnista. Að- alþjálfari Varnarliðsins var hins veg- ar Hallgrímur Baldi Hallgrímsson, útskrifaður úr tveimur byltingar- skólum í Moskvu. Hann hélt síðar til Spánar á vegum Kommúnistaflokks- ins ásamt tveimur félögum sínum og fullnumaði sig í hernaði í borgara- stríðinu 1937-1938. Strangleynilegt nám Þór segir einnig svo frá, að Kommúnistaflokkurinn hafi sent á þriðja tug valinna flokksmanna, karla og kvenna, í strangleynilegt nám í byltingarskólum í Sovétríkj- unum. Þetta fólk er talið upp í við- auka í bókinni með dulnefnum, sem það var látið ganga undir í Moskvu. „Ég birti heimildir um það frá kollegum á Norðurlöndum að skot- æfingar, meðferð vopna, herstjórn- arlist og neðanjarðarstarfsemi hafi verið fastir liðir í byltingarnáminu. Norrænu nemarnir voru að læra hagnýt efni eins og hvernig ætti að heyja götubardaga og standa að vopnaðri uppreisn.“ Þór segir að norrænir sagn- fræðingar, sem hafi þaulkannað gögn í Moskvu, hafi ekki fundið neinar vís- bendingar um að íslenskir byltingar- nemar hafi verið undanþegnir þess- ari herþjálfun. Njósnir og neðanjarðarstarf Þór segir að athyglisvert hafi verið að uppgötva hvernig íslenskir kommúnistar tengdust á ýmsan hátt alþjóðlegu neðanjarðarstarfi. Sov- éskir leyniþjónustumenn, sem hing- að komu á stríðsárunum, hafi gengið hér að tengilið – erindreka – undir dulnefni. Hann telur allar líkur á að undir því nafni hafi leynst Eggert H. Þorbjarnarson, sem átti eftir að verða framkvæmdastjóri Sósíalista- flokksins, arftaka Kommúnista- flokksins, í fjölda ára. Undirbúningur byltingar með línu frá Moskvu  Bók eftir Þór Whitehead sagnfræðing varpar nýju ljósi á sögu stjórnmálanna Morgunblaðið/Eggert Þór ,,Í bókinni leiði ég rök að þvi, að ýmis hörðustu átök kreppuáranna á Ís- landi hafi verið bein afleiðing af þessari ofsavinstrilínu Kominterns.“ Handsmíðaðir og sérskreyttir veiðihnífar verða sýndir í Hand- verkshúsinu, Bolholti 4 í Reykjavík, laugardaginn 11. desember, milli klukkan 12.00 og 16.00. Jóhann Vilhjálmsson byssu- og hnífasmiður (www.icelandickni- ves.com) sýnir þar hnífa sem hann hefur smíðað frá grunni. Skeptin eru m.a. úr íslenskum hreindýrs- hornum. Stefán Erlingsson (www.123.is/stefan) hefur skreytt marga hnífanna. Jóhann er í hópi handverks- manna sem valdir voru til þátttöku í Vest-Norden Arts & Crafts og er hann þar ásamt handverksmönnum frá Íslandi, Færeyjum og Græn- landi. Listasmíð Handsmíðaður hnífur Handsmíðaðir hnífar STUTT Flugfélagið Ernir ábyrgist flug til Sauðárkróks út næsta ár og hefur samið við Vegagerðina um áfram- haldandi áætlunarflug á Gjögur og Bíldudal. Ákveðið hefur verið að fjárhags- legum stuðningi ríkisins við áætl- unarflug til Sauðárkróks skyldi ljúka nú um áramót vegna breyttra forsendna í kölfar opnunar Héðins- fjarðarganga. Áfram flogið vestur Stefán Pjetursson var einn af þremur helstu leiðtogum Komm- únistaflokksins ásamt Brynjólfi Bjarnasyni og Einari Olgeirssyni. Hann neitaði að beygja sig undir ofsavinstrilínu Kominterns, sem kvaddi hann til Moskvu, þar sem átti að knýja hann til hlýðni. Þór segir sögu Stefáns í fyrsta sinn eftir honum sjálfum. Þar er stað- fest að hann var í mikilli hættu staddur í Moskvu og komst að líkindum undan vist í þræla- búðum, gúlaginu, með því að leita hjálpar í danska sendi- ráðinu. Stefán segir einnig að ýmsir flokksbræður hans úr hópi stækustu ,,réttlínu- manna“, þ. á m. Brynjólfur Bjarnason flokksformaður, hafi gert allt sem þeir gátu til að egna Komintern upp gegn honum. Til- gangurinn hafi greinilega verið sá að koma í veg að hann gæti snúið aftur heim til Íslands. Honum hafi að líkindum verið fyrirhuguð svip- uð örlög og danska kommúnista- foringjanum Arne Munch- Petersen, sem handtekinn var í Moskvu og veslaðist upp í fanga- búðum Stalíns með vitund helsta leiðtoga Kommúnistaflokks Dan- merkur. Þá greinir Stefán frá því hvernig fyrrverandi flokkssystkini hans lögðu hann í einelti, eftir að hann sneri heim og gerðist blaða- maður og síðar ritstjóri Alþýðu- blaðsins. Stefán Pjetursson og gúlagið SAGAN FRÁ FYRSTU HENDI Í FYRSTA SINN S k e i f u n n i 3 j · S í m i 5 5 3 8 2 8 2 · w w w . h e i l s u d r e k i n n . i s • Vasar • Diskar • Lampar • Pottar • Myndir o.m.fl . Frábært verð, mik ið úrval gefðu Gjafabréf heilsumeðferð · heilsuvörur · dekur · leikfimi Jafnvægi fyrir líkama og sál veittu vellíðan gefðu gjafabréf Kínversk handgerð list Frábær jólagjöf á gamla genginu! Opið sunnudaga kl. 11-16

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.