Morgunblaðið - 11.12.2010, Síða 18
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2010
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Harpa María Gunnlaugsdóttir
skartgripahönnuður varð fyrir þeirri
óvæntu ánægju á afmælisdaginn
sinn í fyrra að nýja tónlistar- og ráð-
stefnuhúsinu við Reykjavíkurhöfn
var gefið nafnið Harpa. Hún segir að
nafn tónlistarhússins hafi komið sér
á skemmtilega á óvart og þótti henni
vænt um þessa tilviljun. Harpa
María fæddist 11. desember 1961 á
Ólafsfirði. Þegar foreldrar hennar
tilkynntu prestinum hvað litla dótt-
irin ætti að heita mótmælti hann
nafngiftinni harðlega.
„Það hét enginn þessu nafni á
Ólafsfirði, en ég var ekki sú fyrsta
sem bar nafnið á landinu. Presturinn
samþykkti þetta ekki og sagði að
þetta væri ekki nafn! En þetta gekk
nú samt,“ sagði Harpa. Nokkru síð-
ar kom nýr prestur til Ólafsfjarðar
og sá nefndi dóttur sína Hörpu svo
honum hefur líkað nafnið betur en
forvera hans.
Þótti nafnið sitt skrítið
Harpa veit ekki með vissu hvers
vegna henni var gefið nafnið enda
enginn í hennar ætt sem bar það.
Nafnið Harpa er frekar talið vera
dregið af mánaðarheitinu harpa,
sem er fyrsti sumarmánuðurinn, en
af hljóðfærinu, að því er segir í bók-
inni Nöfn Íslendinga. Ef til vill var
nafnið vísan í nöfn móðurafa hennar
og -ömmu sem hétu Hartmann og
María. „Mér hefur alltaf þótt vænt
um Hörpu-nafnið mitt, þó mér hafi
stundum þótt það hálfskrítið þegar
ég var lítil. Nú kann ég mjög vel að
meta nafnið mitt og þykir það
skemmtilegt og fallegt.“
Harpa veit af einni stúlku sem
nefnd var eftir henni, beint eða
óbeint. „Það var maður á Ólafsfirði
sem eignaðist sína þriðju dóttur.
Þær sem á undan voru komnar hétu
báðar nöfnum sem byrjuðu á H.
Maðurinn vildi fá þriðja stelpunafnið
sem byrjaði á H og spurði Sig-
ursvein, föðurafa minn, hvort hann
vissi um nafn. Þá sagði afi að sér
hefði alltaf þótt nafnið Harpa svo
fallegt. Stúlkan fékk nafnið. Það er
gaman að því,“ sagði Harpa.
Hún rekur Listaselið á Skóla-
vörðustíg 17 ásamt fjórum öðrum
listakonum. Þær stofnuðu Listaselið
fyrir meira en áratug. „Við vinnum
hver í sínu efninu. Ég smíða úr silfri,
hrauni, náttúrusteinum, perlum og
öðru. Hinar eru með eitthvað annað.
Við skiptumst á um að vinna einn
dag í viku hver í Listaselinu,“ sagði
Harpa. Hún segir að margt hand-
verksfólk og listhneigt sé í ætt henn-
ar. Sonur Hörpu nemur arkitektúr í
Listaháskólanum og hún segir að
dóttir sín stefni einnig í listnám.
„Frá því ég man eftir mér hef
ég verið að búa eitthvað til. Það gef-
ur lífinu lit að skapa og vinna við
listina,“ sagði Harpa. Hún hefur þó
ekki lagt sig eftir tónlistariðkun, en
hlustar mikið á tónlist.
Fékk stóra nöfnu
á afmælisdaginn
Morgunblaðið/Eggert
Hörpur Harpa María Gunnlaugsdóttir við Tónlistarhúsið Hörpu sem var gefið nafn á afmælisdegi Hörpu Maríu.
Tónlistarhúsið var nefnt Harpa 11. desember en þá á
Harpa María Gunnlaugsdóttir skartgripahönnuður afmæli
Nafnið Harpa
» Nafnið Harpa er ungt sem
mannsnafn, að því er segir í
bókinni Nöfn Íslendinga. Engin
kona bar nafnið 1910 en á 3.
áratug síðustu aldar var tveim-
ur stúlkum gefið þetta nafn.
» Í þjóðskrá 1989 báru 455
konur nafnið sem einnefni eða
fyrra nafn af tveimur en 145 að
síðara nafni.
» Í þjóðskrá 1. janúar 2010
báru 674 konur nafnið Harpa
sem fyrsta eiginnafn og 250
sem annað eiginnafn.
Karlmaður sem réðst á fyrrverandi
sambýliskonu sína í Hveragerði í
september var í Héraðsdómi Suður-
lands í gær dæmdur í tveggja ára
fangelsi fyrir sérstaklega hættulega
líkamsárás, brot gegn umferðar-
lögum, fíkniefnalöggjöf og vopnalög-
um. Var hann dæmdur til að greiða
konunni 700 þúsund krónur í miska-
bætur og allan sakarkostnað vegna
málsins. Þá er hann sviptur ökurétt-
indum ævilangt.
Valur Sigurðsson, sem er 29 ára
gamall, var ákærður fyrir að hafa
slegið fyrrverandi sambýliskonu
sína hnefahöggi með hnúajárni í höf-
uðið og ýtt við henni svo hún féll nið-
ur á gólf og þá er hún lá niðri ítrekað
slegið hana höggum með handar-
jaðrinum með hnefann krepptan um
hnúajárn sem lentu á höfði hennar,
efri hluta líkama, á baki, öxlum og á
neðri hluta háls.
Stuttu síðar greip hann með báð-
um höndum um háls hennar og lyfti
henni í hálstaki upp frá gólfi og hélt
henni upp við vegg svo þrengdi að
öndunarvegi og henni sortnaði fyrir
augum. Þá sleppti hann takinu og
ýtti við henni svo hún féll niður og
lenti ofan í baðkari með þeim afleið-
ingum að hún hlaut fjölmarga
áverka um allan líkamann.
Valur var einnig ákærður fyrir
umferðarlagabrot með því að hafa
ekið undir áhrifum ávana- og fíkni-
efna þennan dag milli Reykjavíkur
og Hveragerðis en hann var stöðv-
aður af lögreglu við Rauðavatn.
Jafnframt var hann ákærður fyrir
vörslu fíkniefna en 2,79 grömm af
amfetamíni fundust við leit í bifreið-
inni. Einnig fannst kannabis við hús-
leit á heimili hans.
Tveggja ára fangelsi fyrir að
ráðast á konu með hnúajárni
Hrotti Árásin var stórhættuleg.
Einnig dæmdur fyrir fíkniefnaakstur og vörslu fíkniefna