Morgunblaðið - 11.12.2010, Síða 20
þrautaganga ríkis-
stjórnarinnar vegna
aðgerða í þágu
skuldugra heimila og
fyrirtækja hefur ekki
verið tengd lausn
Icesave-deilunnar.
Þröskuldurinn
Í stefnuræðu for-
sætisráðherra nú í
október, réttu ári
eftir hina fyrri, var Icesave-málið
enn ekki komið út af borðinu. Jó-
hanna endurómar að miklu leyti
framsetningu Steingríms í greina-
flokki hans. Hún gerir fjármál rík-
isins og fjármögnunarmöguleika
þess að umtalsefni. Góður árangur
hafi náðst á því sviði, en „Icesave-
málið er því miður þröskuldur í þeim
efnum. Það er og verður sameig-
inlegt verkefni okkar allra að ljúka
því máli.“ Við sama tækifæri ræddi
Steingrímur um skuldavanda heim-
ila og fyrirtækja. Hann tengdi það
hins vegar ekki Icesave að þessu
sinni, en sagði það þó eitt af því sem
helst stæði í vegi fyrir bata í hag-
kerfinu. Af ummælum að dæma
virðist afstaða þeirra Steingríms og
Jóhönnu til eðlis Icesave-málsins
hafa breyst nokkuð með tímanum,
og dregið úr vægi þess, þó að enn sé
það vissulega mikilvægt. Þau hafa
þó aldrei hvikað frá þeirri sannfær-
ingu sinni að réttast sé að ljúka mál-
inu með samningum, frekar en að
láta til dæmis dómstólum eftir að
skera úr um ábyrgð í málinu.
Önnur „Icesave-aðventa“
Nú þegar nýjum samningum hef-
ur verið landað má gera ráð fyrir því
að kapp verði lagt á að mæla fyrir
frumvarpi um samþykkt þeirra á Al-
þingi. Að því gefnu að þingið sam-
þykki frumvarpið munu böndin á ný
berast að forsetanum. Erfitt er að
meta mögulegar afleiðingar þess að
hann synji lögunum staðfestingar,
en ljóst er að það yrði ríkisstjórninni
afar þungt. Sé mið tekið af rök-
stuðningi forsetans fyrir synjuninni
í ársbyrjun er þó óhætt að gera ráð
fyrir því að hann horfi til þjóðarinn-
ar. Líklegt má telja að ófá jólaboðin
litist af því – annað árið í röð.
FRÉTTASKÝRING
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
„Ég lofa þér því að það er í sjónmáli
að hann, og hans fólk, landi glæsi-
legri niðurstöðu fyrir okkur,“ sagði
Steingrímur J. Sigfússon, um samn-
ingaviðræður Svavars Gestssonar
við Breta og Hollendinga um lausn
Icesave-deilunnar, í viðtali við kosn-
ingasjónvarp mbl.is. Síðan hann lét
ummælin falla, hinn 23. mars 2009,
hafa tvennir samningar verið kynnt-
ir og Alþingi samþykkt annan. Þeim
samningi var hafnað með fádæma
afgerandi hætti í þjóðaratkvæða-
greiðslu fyrr á þessu ári.
Áhersla á að ljúka málinu
Steingrímur sagðist í áðurnefndu
viðtali bera ábyrgð á störfum „Svav-
arsnefndarinnar,“ hverrar niður-
stöðu var hafnað af þjóðinni. Hann
hefur verið ötull talsmaður þess að
málinu sé lokið með samningum, og
mikilvægt að það sé gert sem fyrst,
þar sem það standi efnahagsbata Ís-
lands fyrir þrifum. Svavar Gestsson
sagði í samtali við Morgunblaðið, í
kjölfar þess að samningar náðust, að
mikil áhersla hafi verið lögð á að
klára málið, þar sem hann hafi verið
orðinn „leiður á því að hafa þetta
hangandi yfir [sér].“ Í umræðum um
þann samning sagði Steingrímur
þau lánskjör sem samningurinn fæli
í sér þau hagstæðustu sem Ísland
gæti fengið. Ef þingmenn felldu
hann myndu öll aðgerðaplön
stranda, „og þá [kæmi] október aft-
ur“. Um svipað leyti lét hann hafa
það eftir sér að málið væri of flókið
til þess að því yrði vísað í þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Málið kom hins veg-
ar á endanum til kasta þjóðarinnar,
sem hafnaði samningunum.
Hætta á einangrun Íslands
Í stefnuræðu sinni við setningu
Alþingis í október 2009 sagði Jó-
hanna Sigurðardóttir forsætisráð-
herra: „Ef við viljum ekki einangr-
ast sem þjóð og loka öllum
samskiptaleiðum við alþjóðasam-
félagið er okkur nauðugur einn kost-
ur að leiða Icesave-málið til lykta.“
Endurreisn atvinnulífsins yrði teflt í
tvísýni og atvinnuleysi ykist stórum
ef það yrði ekki gert. Tæpum þrem-
ur mánuðum síðar synjaði Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti Íslands,
Icesave-lögunum staðfestingar.
Ákvörðun sinni til stuðnings vísaði
hann meðal annars til þess að ljóst
væri að mikill meirihluti
landsmanna væri andsnú-
inn lögunum. Ekki væri
hægt að líta fram hjá vilja
þjóðarinnar. Ráðamenn
lýstu miklum vonbrigðum
með framferði forsetans,
og sagði Steingrím-
ur meðal annars
að skammtíma-
verkefnið væri nú
að „draga úr
þeim skaða sem
orðspor Íslands hefur beðið og
byggja trúverðugleikann upp að
nýju,“ en hann hefði tapast með
synjun forseta. Paul Myners, þáver-
andi bankamálaráðherra Bretlands,
gaf Íslendingum ekki ástæðu til
bjartsýni, og var ómyrkur í máli.
Hann sagði að ef Íslendingar myndu
falla frá samkomulaginu jafngilti
það því að Ísland væri „í raun að
segja að það vildi ekki vera hluti af
alþjóðakerfinu í stjórnmálum.“
Umskipti þrátt fyrir töf
Gylfi Magnússon, þáverandi efna-
hags- og viðskiptaráðherra, sagði
ákvörðun forsetans koma til með að
hafa slæm áhrif, einkum á atvinnu-
ástand og hugsanlega kaupmátt.
Þrátt fyrir þetta bakslag í baráttu
stjórnvalda fyrir því að samningar
næðust, tóku aðstæður í efnahagslíf-
inu að skána eftir því sem á árið hef-
ur liðið. Í greinaflokki sínum,
„Landið tekur að rísa!“ færir Stein-
grímur í löngu máli rök fyrir því að
umskipti hafi orðið í efnahagsmál-
um, og staðan smám saman að
batna. Icesave-málið skipti fyrst og
fremst máli hvað varði samskipti Ís-
lands og annarra þjóða. Lausn máls-
ins sé liður í að „koma á eðlilegu
ástandi í samskiptum okkar við um-
heiminn, opna aðgang að erlendum
fjármálamörkuðum og endurreisa
orðspor okkar.“ Í þessu samhengi
má til að mynda benda á það að
Landið tekið að rísa
þrátt fyrir Icesave
Afstaðan til mikilvægis samninga breyst á tveimur árum
Jóhanna
Sigurðardóttir
Steingrímur J.
Sigfússon
Gylfi
Magnússon
„Ég var nú eigin-
lega bara orðinn
leiður á því að hafa
þetta hangandi yf-
ir mér,“ sagði
Svavar Gestsson
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2010
Stjórnvöld leggja mikla áherslu á
lausn Icesave-málsins nú eins og
áður. Óvíst er hvernig samskiptum
ráðherra og Ólafs Ragnars Gríms-
sonar, forseta Íslands, verður hátt-
að þegar lögin, verði frumvarpið
samþykkt, berast honum til stað-
festingar. Jóhanna Sigurð-
ardóttir, forsætisráðherra,
sagði í kjölfar synjunar
forseta í ársbyrjun: „Við
áttum auðvitað samtöl
við hann og fórum yfir stöðuna og
lýstum yfir áhyggjum okkar af því
að hann myndi láta þetta mál fara í
þjóðaratkvæðagreiðslu.“
Samskiptin voru þó ekki nánari
en svo að Jóhanna frétti ekki af nið-
urstöðu forseta fyrr en hann kynnti
hana þjóðinni í fjölmiðlum. Forset-
inn sagði hins vegar á blaðamanna-
fundinum að hann hefði þegar
kynnt forsvarsmönnum ríkisstjórn-
arinnar niðurstöðu sína.
Vissu ekki af ákvörðuninni
SAMSKIPTAÖRÐUGLEIKAR
Icesave-málið hefur frá upphafi vakið mikla athygli er-
lendra fjölmiðla. Í mörgum tilfellum hefur samúð með
málstað Íslendinga verið lýst í ritstjórnargreinum, þó
það sé að sjálfsögðu ekki einhlítt.
„Íslendingar eru sannarlega óskammfeilnir. Þegar
forseti þeirra stöðvaði samkomulag um að landið
greiddi Bretum og Hollendingum 3,9 milljarða evra
skuld sína skoruðu Íslendingar umheiminn á hólm. Sú
ákvörðun hefur reynst þeim vel,“ á þessum orðum hefst
ritstjórnarpistill í enska dagblaðinu Financial Times
þann 26. febrúar síðastliðinn.
Þegar pistillinn birtist hafði þjóðin enn ekki greitt
atkvæði um samninginn, en að mati pistlahöfundar
hafði þróun mála frá synjun forseta reynst Íslend-
ingum vel. Bretar og Hollendingar litu til dæmis út eins
og yfirgangsseggir vegna framgöngu sinnar í málinu.
Þrátt fyrir þetta sé hólmgangan ekki áhættulaus. Ís-
lendingar gætu átt það á hættu að einangrast á alþjóða-
vettvangi ef alls engin niðurstaða fengist í málið.
Wolfgang Hansson, pistlahöfundur hjá Aftonbladet,
einu mest lesna blaði Svíþjóðar, sagði í aðdraganda
þjóðaratkvæðagreiðslunnar að hann gæti „á vissan
hátt skilið [Íslendinga],“ sem hefðu þegar þjáðst vegna
hruns bankakerfisins. Innstæðueigendur hefðu fengið
greitt í kjölfar pólitískrar ákvörðunar yfirvalda Bret-
lands og Hollands, sem hafi óttast pólitískar afleiðingar
þess að gera það ekki. „Kannski ættu þeir að taka á sig
hluta kostnaðarins.“ einarorn@mbl.is
Samúð með málstað Íslendinga
Ólafur Ragnar Grímsson
forseti Íslands