Morgunblaðið - 11.12.2010, Síða 24

Morgunblaðið - 11.12.2010, Síða 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2010 Tekið er á móti framlögum á reikningi Fjölskylduhjálpar: Bnr. 101-26-66090 – Kt. 660903-2590. Tökum á móti matvælum og fatnaði að Eskihlíð. Upplýsingar í síma 551-3360 og 892-9603. Jólaúthlutun verður dagana 14, 15, 21. og 22. desember í Eskihlíð 2-4. Skráning í síma 892 9603. Jólasöfnun Fjölskylduhjálpar Íslands er hafin fyrir starfsstöðvar okkar í Reykjavík, á Akureyri og í Reykjanesbæ. Þúsundir einstaklinga eru nú án atvinnu, auk þeirra fjölmörgu sem minna mega sín í þjóð- félaginu og eiga um sárt að binda. Leggjum okkar af mörkum til að allir geti haldið gleðileg jól. Fjölskylduhjálp Íslands | Eskihlíð 2-4 | Sími 551 3360 og 892 9603 fjolskylduhjalpin.net | fjolskylduhjalp@simnet.is Athugið að við erum einu óháðu og sjálfstætt starfandi hjálparsamtökin, áttunda árið í röð. FRÉTTASKÝRING Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Seðlabanki Íslands hefur átt í veð- lánaviðskiptum við fjármálafyrir- tæki fyrir ríflega 100 milljarða króna frá því í nóvemberbyrjun. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er stærstur hlutur þessara viðskipta tilkominn vegna ábyrgða sem íslenska ríkið veitti fyrir skuldabréf þrotabúa Straums og Spron í fyrra. Útlán þessara banka voru flutt í Íslandsbanka annars vegar og Arion hins vegar. Með þeim fylgdi skuldabréf í þrotabúun- um tveim. Ríkið tryggði hins vegar bankana fyrir allri áhættu í tengslum við yfirtökuna á innlán- unum, en hún endurspeglast meðal annars í því ef undirliggjandi veð skuldabréfanna eru ekki traust og lausafjáráhættu. Heimildin nýtt en lausafjárstaðan ágæt Samkvæmt samkomulagi sem rík- ið gerði við Arion vegna yfirtöku innlána Spron fékk bankinn skulda- bréf með veði í öllum eignum þrota- búsins. Ríkið tryggði að sama skapi Arion fyrir allri áhættu í tengslum við viðskiptin og skuldbatt sig til þess að bera alla fjárhagslega ábyrgð ef til greiðslufalls kæmi af skuldabréfinu. Að sama skapi fékk Íslandsbanki skuldabréf í veðum Straums. Eins og kemur fram í end- urskoðun Ríkisendurskoðunar á rík- isreikningi síðasta árs þá skuldbatt fjármálaráðuneytið sig til að taka við skuldabréfinu og afhenda Íslands- banka þess í stað ríkisskuldabréf sem eru veðhæf í endurhverfum verðbréfaviðskiptum við Seðlabank- ann. Rétt er að taka það fram að þó svo að bankarnir hafi átt í umtals- verðum endurhverfum viðskiptum við Seðlabankann þarf það ekki að benda til lausafjárþurrðar. Eins og fram kemur í níu mánaða uppgjöri beggja banka er lausafjárstaða þeirra ágæt. Þeir hafa eingöngu ver- ið að nýta sér heimild í samkomulag- inu við fjármálaráðuneytið. Hér er um að ræða verulegar upphæðir sem ríkið ber ábyrgð á. Fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar að verðmæti skuldabréfsins sem gefið var út í tengslum við færslu innlána Straums til Íslandsbanka nemi tæp- um 44 milljörðum króna. Fjárhæð skuldabréfsins sem var gefið út í tengslum við yfirtökuna á innlánum Spron nemur tæpum 97 milljörðum króna. Samtals nemur því ábyrgð ríkisins um 141 milljarði vegna færslu innlánanna. Það sem vekur athygli við þetta er ekki síst sú staðreynd að ekki er gert ráð fyrir þessari ábyrgð í bók- um ríkisins. Ríkisendurskoðun gagnrýnir þetta í endurskoðun sinni á síðasta ríkisreikningi. Bent er á að skuld skuli færa til bókar í rík- isreikningi ef hægt er að meta fjár- hæð hennar og líkur eru á að til greiðslu hennar komi. Ef óvissa ríkir um greiðsluna skal geta um skuldina í skýringum. Ríkisendurskoðun tel- ur að það hefði átt að geta hennar í ríkisreikningnum. Ljóst er að þessi ábyrgð ríkisins er orðin virk, ef um það hefur ein- hvern tíma verið vafi. Vissulega ber að geta þess að þó svo að ríki láti bréfin af hendi – í þessu tilfelli er um að ræða samkvæmt heimildum blaðsins skuldabréf úr RIKH 18 flokknum sem gefinn var út í tengslum við bankahrunið og bréf úr RIKS 15 – er ekki víst að það þurfi að bera af því fjárhagslegan skaða. Því er ekki að skipta þegar endur- hverfu verbéfaviðskiptin ganga til baka. Líkurnar á því að skuldin falli á ríkið aukast hins vegar ef und- irliggjandi veð – í þessu tilfelli skuldabréfin á Straum og Spron – er ekki traust. Eins og fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar felur sam- komulag fjármálaráðuneytisins við Íslandsbanka í sér að því er skylt að taka við Straumsbréfinu og láta af hendi veðhæf ríkisskuldabréf. Hins vegar er um almenna skaðleysisyf- irlýsingu að ræða í tilfelli Arion. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að Seðlabankinn hafi neitað að taka við skuldabréfinu í þrotabú Spron í endurhverfum viðskiptum við Arion og því hafi fjármálaráðu- neytið neyðst til þess að láta bank- ann fá veðhæf ríkisskuldabréf. 141 milljarðs ábyrgð utan efnahagsreiknings ríkisins  Fjármálaráðuneytið tryggði skuldabréf sem gefin voru út í tengslum við færslu á innlánum úr Straumi og Spron í Íslandsbanka og Arion  Bankarnir fá veðhæf ríkisskuldabréf til veðlánaviðskipta Morgunblaðið/Ómar Leikslok Gjaldþrot Spron leiddi til þess að Arion tók yfir innistæður bankans. Endurhverf viðskipti og ríkistrygging Arion og Íslandsbanki fengu skuldabréf með veði í eignum þrotabúa Straums og Spron þegar þeir tóku innlán bankanna yfir. Þar sem innlánin eru að mestu óbundin geta þau runnið úr bönkunum áður en greiðslur af skuldabréfunum berast. Ríkið tryggir bankana fyrir slíkri áhættu með því að reiða af hendi veðhæf ríkisskuldabréf. Bankarnir leggja þau bréf í Seðlabankann og fá í staðinn laust fé. Seðlabanki Ríkissjóður Banki Þrotabú Rík iss ku lda bré f La us afé Ríkisskuldabréf Try gg ing Innlán út In nl án Sk ul da br éfTímaáhætta (e. maturity mismatch) } Það stríddi gegn góðum viðskipta- venjum banka hve oft Glitnir veitti viðskiptavinum sínum kúlulán, þ.e. lán sem átti að greiða að fullu upp í einni greiðslu á gjalddaga. Kemur þetta fram í skýrslu sem franska ráðgjafarfyrirtækið Cofisys gerði fyrir sérstakan saksóknara. Segir í skýrslunni að kúlulán geti verið viðeigandi í ákveðnum, tak- mörkuðum tilvikum, til dæmis við kaup á eignum, en séu áhættusamari en lán sem greitt er af með reglu- legum afborgunum yfir lánstímann. Ein af ástæðunum er sú að erfitt get- ur verið að sjá í tæka tíð hvort lán- taki sé gjaldfær þegar hann þarf ekki að greiða neitt af láninu fyrr en á gjalddaga og þá getur verið erfitt fyrir hvaða fyrirtæki sem er að reiða af hendi háa fjárhæð í einu lagi á þeim tímapunkti. Baugur Group fékk 53,9 milljóna kúlulán í nóvember 2005, Gnúpur fékk 18 milljóna króna kúlulán í apríl 2007 og fjárfestingarfélagið Máttur fékk 2,3 milljarða kúlulán í nóvem- ber 2006. Þessir aðilar allir voru stórir hluthafar í bankanum á ein- hverjum tíma. bjarni@mbl.is Of mörg kúlulán hjá Glitni  Í skýrslu sérstaks saksóknara er lánaframkvæmd bankans gagnrýnd Morgunblaðið/Árni Sæberg Lán Mörg lána Glitnis voru kúlulán.                                            !"# $% " &'( )* '$* ++,-,. +/+-+0 ++1-1/ 23-1,0 +0-344 +.-.41 ++.-52 +-1.0 +5.-3, +4+-5, ++,-51 +/+-.1 ++1-5+ 23-,30 +0-+++ +.-532 ++5-34 +-151 +5.-4. +42-+. 234-4.3+ ++4 +/2-35 ++,-3, 23-,.0 +0-+.5 +.-54+ ++5-1/ +-155 +55-3/ +42-4/ ● Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,3% í gær, í 9,7 milljarða króna viðskiptum. Verðtryggða vísital- an, GAMMAi: Verðtryggt, lækkaði um 0,4% í þriggja milljarða króna veltu og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði lítillega í 3,6 ma. viðskiptum. Samtals hækkaði heildarvísitalan um 0,6% í vikunni, GAMMAi: Verðtryggt um 0,7% og GAM- MAxi: Óverðtryggt um 0,3%. Meðal dagsvelta í vikunni var 17,9 milljarðar. Lækkun í kauphöll

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.