Morgunblaðið - 11.12.2010, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ífyrra notaðiSteingrímurJ. Sigfússon,
fjármálaráðherra
og formaður
Vinstri grænna,
orðin „glæsileg
niðurstaða“ til að
lýsa Icesave-samningunum.
Þessum fagnaðarlátum fylgdi
hann eftir á Alþingi með því að
hóta þingi og þjóð því að yrði
hin glæsilega niðurstaða ekki
samþykkt „þá kemur október
aftur“. Þjóðin mundi – og man
enn – vel eftir október 2008
svo að lengra gat Steingrímur
ekki gengið í efnahagslegum
hræðsluáróðri sínum.
Fylgispakir menn innan
þings og utan, ekki síst í at-
vinnulífi og fjölmiðlum, kyrj-
uðu sama sönginn. Fullyrt var
að samninganefndin hefði
unnið mikið þrekvirki að ná
þessari glæsilegu niðurstöðu
og að ef að þjóðin tæki ekki á
sig Icesave-klafann biði henn-
ar ekkert annað en langvar-
andi volæði.
Þjóðin sá í gegnum áróður-
inn og hafnaði hinni „glæsi-
legu niðurstöðu“ á eftirminni-
legan hátt. Þar með hefði
málið átt að vera úr sögunni,
en þá gerðist það að ríkis-
stjórnin með fjármálaráð-
herra í broddi fylkingar dró
Breta og Hollendinga aftur að
„samningaborðinu“ og tókst
að lokum að knýja fram nýja
samninga.
Aðdragandinn varð svo ná-
kvæmlega sá sami og í fyrra
skiptið. Steingrímur J. sagði á
Alþingi að ekkert væri verið
að undirrita og daginn eftir
var samninganefndin komin
heim með undirritaðan samn-
ing. Viðbrögð Steingríms J.
eru hin sömu nú og þá; samn-
ingurinn er glæsileg niður-
staða. Nú eins og þá heldur
Steingrímur J. því fram að
áhættan af samningnum sé
ekki mikil og nú eins og þá tel-
ur hann þjóðinni stafa mikil
hætta af því að
lyppast ekki niður
gagnvart ranglát-
um og ólögmætum
kröfum hinna er-
lendu ríkja.
Og engum þarf
að koma á óvart að
hinir fylgispöku söngvarar í
Icesave-kór Steingríms J.
skuli nú hefja upp raust sína á
nýjan leik og dásama samn-
ingana og mælast eindregið til
þess að samningarnir verði af-
greiddir með hraði. Og líkt og
fyrri daginn vilja hinir ís-
lensku stuðningsmenn kröfu-
gerða Breta og Hollendinga
að samningarnir verði af-
greiddir með hraði, með sem
minnstri umræðu og sem
minnstum upplýsingum til
þeirra sem klyfjarnar eiga að
bera.
Nú ganga þeir ósvífnustu úr
röðum þeirra sem ávallt hafa
stutt Icesave-kröfur Breta og
Hollendinga jafnvel svo langt
að halda því fram að þar sem
nýju samningarnir eru ill-
skárri en hinir fyrri þá eigi
þjóðin að taka þeim fegins
hendi. Þeir sem áður voru jafn
glámskyggnir og raun ber
vitni telja sig þess ekki aðeins
umkomna nú að veita ráðgjöf í
Icesave-málum heldur telja
þeir að samningurinn frá því í
fyrra sé einhver viðmiðun í
málinu.
Samanburðurinn við fyrri
samninga kann að segja þá
sögu að þeir sem börðust fyrir
samþykkt þeirra ættu nú að
sjá sóma sinn í að draga sig í
hlé. Að öðru leyti eru þeir frá-
leitu samningar engin við-
miðun. Og þó að þeir samn-
ingar hafi verið enn verri fyrir
íslensku þjóðina en þeir sem
nú liggja fyrir fer því vita-
skuld víðs fjarri að samning-
arnir sem nú liggja fyrir séu
ásættanlegir. Þvert á móti
blasir við að fyrir Íslendinga
eru þeir fullkomlega óásætt-
anlegir.
Sömu menn flytja
nú sömu ræður til
stuðnings ólögmæt-
um kröfum Breta og
Hollendinga}
„Glæsileg niðurstaða“
kynnt á nýjan leik
Ríkisstjórnin áerfitt með að
sætta sig við að
hærri skattar
breyta hegðun
fólks og draga
hlutfallslega úr skatttekjum.
Dæmi um þetta er að í fjár-
lagafrumvarpinu er gert ráð
fyrir aukinni sölu á eldsneyti
þrátt fyrir að reynslan sl. tvö
ár sýni að hækkandi eldsneyt-
isverð, meðal annars vegna
stöðugt hækkandi skatta,
dregur úr sölunni.
Nú á enn að
hækka þessa
skatta og gera
samt ráð fyrir
meiri sölu.
Í þessu máli eins og öðrum
sést að ríkisstjórninni er um
megn að taka tillit til helstu
grundvallarlögmála efnahags-
lífsins. Við þessar aðstæður
þarf ekki að koma á óvart þótt
endurreisnin gangi hægt fyrir
sig.
Ríkisstjórnin hafnar
helstu lögmálum
efnahagslífsins}
Hafa hærri skattar engin áhrif?
Í
vikunni sá ég skyndilega allt í nýju ljósi
að mér fannst. Icesave, handtöku Ass-
ange og raunar Wikileaks-málið í heild,
jafnvel nýjustu svikamyllurnar sem
komið hefur verið upp um í bankakerf-
inu. Allt er þetta skýrara. Eða óskýrara eftir því
hvernig á málið er litið. Sýnin á hlutina er í það
minnsta önnur en hefur verið síðustu ár.
Tíðindi vikunnar, fyrir utan framantalin smá-
mál, eru sem sagt þau að ég eignaðist ný gler-
augu. Fæstir tóku eftir nýja skrautinu og kom
það nokkuð á óvart. Því verður nefnilega ekki á
móti mælt að breytingin er töluverð og ekki
veitti af. Ykkar einlægur enda kominn á þann
aldur að tímabært er að þykjast unglegri en
reyndin er og hafa ýmsa fylgihluti nógu áber-
andi til að draga athyglina frá gráu hárunum,
undirhökunum og öðru meðlæti þeirrar veislu
sem síðari hluti ævinnar hlýtur að vera.
Gleraugun eru annarrar gerðar en þeir sjónaukar sem
ég hef notað hingað til; þrískipt eru þau kölluð og tekur víst
tíma að venjast þeim. Vona að minnsta kosti að framhaldið
verði ekki eins og fyrstu dagarnir því sjónin hefur satt best
að segja verið einkennileg. Sjóveiki hef ég skynjað í fyrsta
skipti á ævinni og ýmis mistök er hægt að skrifa á reikning
gleraugnanna.
Nú skilja félagar mínir í körfuboltanum hvers vegna ég
var jafn lélegur á miðvikudaginn og raun ber vitni. Augun
eru svo vanstillt að þessi gæðaleikmaður, sem venjulega
er, gat bókstaflega ekki neitt …
– Þú ert alveg eins og afi Skapti, sagði ein
dóttirin þegar hún kom heim.
Ekki leiðum að líkjast en ég held reyndar að
á myndinni sem hún vísaði til hafi hann verið
töluvert eldri en ég er nú.
Sjálfum fannst mér ég býsna líkur Art heitn-
um Buchwald en líki okkur ekki saman að öðru
leyti.
Gleraugun eru hugsanlega afbragðs dular-
gervi fyrst um sinn en það er ekki endilega
heppilegt akkúrat núna. Ég þarf nefnilega að
skjótast út fyrir landsteinana og mér finnst
eins og maðurinn í vegabréfinu sé allt annar en
sá sem veifar því í tollinum. Mundi svo að þann-
ig hefur það verið síðustu ár því eftir að passa-
myndin var tekin fékk ég mér ný gleraugu,
sem nú eru orðin „gömlu gleraugun“ og var
ekkert líkur manninum í vegabréfinu. Þetta
hlýtur því að reddast.
Ef pistillinn að þessu sinni er morandi í stafdstgning-
arvillum er best að skella skuldinni á gleraugun því ég hef
ekki séð almennilega á skjáinn eða lyklaborðið, samt verið
sannfærður um að allt sé kórrétt og því sérstaklega skipað
prófarkalesurum blaðsins að breyta engu.
Næstu daga mun ég velta því alvarlega fyrir mér, með
hjálp góðra manna, hvort ég læt taka af mér nýja mynd
eða hvort ég nota áfram þá sömu með pistlunum. Miðað við
sýn mína á þau mál sem ég nefndi í upphafi er jafnvel alveg
eins gott að henda nýju gleraugunum og setja þau gömlu
upp aftur. Góða hegli. skapti@mbl.is
Önnur sýn á hlutina
Pistill
Skapti
Hallgrímsson
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Obama forseti þarf á
kraftaverki að halda
FRÉTTASKÝRING
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
I
nnan við tveimur árum frá
því að Barack Obama sór
embættiseið sem 44. forseti
Bandaríkjanna hefur staða
hans gjörbreyst. Gífurlegar
væntingar hafa snúist upp í von-
brigði og er nú svo komið að aðeins
46% Bandaríkjanna lýsa sig ánægð
með störf hans, einu prósentustigi
minna en segjast ánægðir með
George W. Bush, hinn umdeilda for-
vera hans, að því er fram kemur í
nýjum könnunum Gallups.
Efnahagsmálin vega þyngst, að
mati Brians Darlings, sérfræðings
hjá hugveitunni Heritage Founda-
tion, sem telur aðspurður að forset-
inn eigi litla möguleika á endurkjöri
nema til komi mikill efnahagsbati.
Reagan og Clinton náðu sér á
strik eftir dýfu vegna kreppu
Talið berst að erfiðri stöðu Ron-
alds Reagans og Bills Clintons á
miðju fyrra kjörtímabili þeirra, þ.e.
á árunum 1982 og 1994, og tekur
Darling aðspurður undir að efna-
hagsmálin hafi reynst forsetunum,
sem síðar nutu vinsælda, erfið.
Munurinn sé hins vegar sá að
efnahagsmálin séu nú í erfiðari
stöðu, auk þess sem stuðningur við
Obama hafi mælst mun meiri í upp-
hafi en hjá forsetunum tveimur.
Darling telur að enn geti syrt í
álinn hjá Obama og rifjar upp að í
síðustu viku hafi forsetinn boðað að
senn myndi draga úr atvinnuleysi.
Gangi það ekki eftir verði for-
setinn í enn þrengri stöðu en áður.
Þá muni það svikna loforð bæt-
ast á listann þar sem fyrirheit um
lokun Guantanamo-búðanna á Kúbu,
brotthvarf hermanna frá Írak innan
18 mánaða og auknir skattar á þá
efnuðustu séu fyrir, ásamt fleiri lof-
orðum sem ekki var staðið við.
Á móti komi boðaðar umbætur
forsetans í heilbrigðismálum sem
óháðir kjósendur telji þó margir
hverjir að þingið hafi varið of mikl-
um tíma í, á kostnað efnahagsmála.
Ein mesta kreppa sögunnar
Bandaríkjamönnum fer fjölg-
andi sem þýðir að störfum þarf að
fjölga í takt við fólksfjölgunina og
gott betur, eigi á annað borð að tak-
ast að draga úr atvinnuleysi.
Deilt er um fjölda fólks sem er
án vinnu en opinbera talan, 9,8% at-
vinnuleysi, hefur ekki haldist svo há
jafn lengi síðan á dögum kreppunnar
miklu árið 1929. Þá er staðan á hús-
næðismarkaði enn mjög erfið og
töldu 58% aðspurðra í nýrri könnun
fasteignavefjanna Trulia og Realty-
Trac að markaðurinn tæki ekki við
sér fyrr en í fyrsta lagi árið 2013, eða
eftir að fyrra kjörtímabili Obama
lýkur. Við þetta bætist íþyngjandi
skuldavandi bandaríska ríkisins,
borga og sveitarfélaga sem vinnur
gegn fjölgun opinberra starfa.
Til að bæta gráu ofan á svart
hafa demókratar, flokksbræður for-
setans, glatað meirihluta sínum í
fulltrúadeild Bandaríkjaþings.
Palin á möguleika
Spurður hvort repúblikanar
muni leika þann leik að leggja stein í
götu forsetans til að auka enn á
fylgistapið segir Darling að Obama
eigi tveggja kosta völ: að einangra
sig frekar eða rétta repúblikönum
sáttahönd í þinginu.
Michael T. Corgan, fræðimaður
við Boston-háskóla, segir aðspurður
að Obama þurfi á „kraftaverki“ að
halda. Hann hafi ekki hitt einn ein-
asta vinstrimann sem hafi lýst sig
ánægðan með frammistöðu forset-
ans. Sjálfur sé hann farinn að horfa
til þess að Hillary Clinton bjóði sig
fram til forseta haustið 2012.
Reuters
Í erfiðri stöðu Obama lagði mikla áherslu á efnahagsmálin í kosninga-
baráttunni 2008. Nú gætu þau komið í veg fyrir endurkjör hans 2012.
Obama er enn vinsæll á Vestur-
löndum, að sögn Richards Wik-
es, sérfræðings hjá Pew-rann-
sóknarstofnuninni í Washing-
ton. Wikes segir stofnunina
hafa gert kannanir á vinsældum
Bandaríkjaforseta utan lands-
ins frá árinu 2002 en hann
kveðst aðspurður ekki vita til
annarra sambærilegra og sam-
felldra mælinga lengra aftur.
Fram kemur í könnun PEW í júní
að 64% Breta lýstu sig þá
ánægða með stefnu forsetans í
alþjóðamálum, miðað við 75%
árið áður. Í Frakklandi var hlut-
fallið 84% í ár en 93% í fyrra.
Enn vinsæll
víðast hvar
MÆLINGAR PEW
Í fyrra Forsetinn sver embættiseið.