Morgunblaðið - 11.12.2010, Page 29
29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2010
Jólahár Nú er nóg að gera hjá hárgreiðslufólki því flestir láta snyrta sinn haus fyrir hátíðirnar og vilja skarta jólaklippingu.
Golli
Hrun hlutabréfa-
markaðarins í Banda-
ríkjunum árið 1929
var einn af afdrífarík-
ustu atburðum síðustu
aldar, og bar þó
margt við á þeirri
öfgafullu öld. Kreppan
sem sigldi í kjölfarið
lagði afkomu milljóna
manna á Vest-
urlöndum í rúst og
greiddi götu öfgaafla í þróuðum
menningarríkjum. Fjármálakrepp-
an sem riðið hefur yfir okkar
heimshluta undanfarin misseri er í
eðli sínu lítið frábrugðin því sem
gerðist 1929; ofgnótt ódýrra pen-
inga þrýsti öllu eignaverði upp og
ýtti undir gríðarlega skuldsetningu
sem aftur var réttlætt með bólgnu
eignaverðinu. Þetta var hefðbundin
bóla og hún hlaut sömu örlög og
aðrar bólur: Hún sprakk.
Fjölmörg dæmi, gömul og ný má
nefna um slíka atburðarás. Fyrsta
bankahrunið í Bandaríkjunum varð
1819 í kjölfar mikillar verðhækk-
unar á baðmull sem leiddi til
hækkunar og skuldsetningar á
ræktarlandi ásamt því að pen-
ingamagn í umferð jókst gríð-
arlega. Þegar sú bóla sprakk hafði
skuldsetning með veði í land-
areignum sjöfaldast á einungis
fjórum árum. Svo alvarleg urðu
áhrifin á almenn lífskjör að haft
var á orði að aldrei myndi renna
upp glaður dagur í Bandaríkjunum
á ný. Tveimur árum síðar var hag-
kerfið komið aftur í lag.
Kreppa varð að
kreppunni miklu
Kreppan sem fylgdi hruni hluta-
bréfamarkaðarins 1929 stóð í ára-
tug. Mikið hefur verið rætt og rit-
að um orsakir
hrunsins, en ekki síð-
ur og jafnvel enn
frekar, hafa augu
manna beinst að við-
brögðum stjórnvalda
við hruninu. Er þá
bæði horft til Seðla-
banka Bandaríkjanna
og ríkisstjórnarinnar.
Færð hafa verið fyrir
því veigamikil rök að
sú stefna, sem í upp-
hafi var mörkuð af
Herbert Hoover og
síðar Franklin D. Roosevelt, hafi í
raun gert illt verra. Hugmyndir
hagfræðingsins Keynes um hlut-
verk ríkisins hafi í höndum þess-
ara forseta komið í veg fyrir að
hagkerfinu tækist að aðlaga sig
jafnhratt og gerst hafði áður þegar
hrun hafði orðið. Gríðarleg aukn-
ing ríkisútgjalda skilaði ekki ár-
angri og ummæli sem fjár-
málaráðherra Bandaríkjanna,
Henry Morgenthau yngri, lét falla
í maí 1939 segja mikla sögu: „Við
höfum reynt að eyða peningum.
Við eyðum meiri peningum en
nokkru sinni fyrr og það dugar
ekki … Þessi ríkisstjórn hefur set-
ið í bráðum átta ár og atvinnuleys-
ið er nærri það sama og þegar við
tókum við … og skuldirnar eru
orðnar gríðarlegar“ Í ofanálag hef-
ur verið rökstutt að stefna Roose-
velts, einkum á árunum 1935 til
1940, hafi grafið undan trausti
fjárfesta og því hafi fjárfesting
einkaaðila orðið miklu minni en
annars og þar með hægt á öllum
bata.
Viðbrögðin skipta máli
Við Íslendingar glímum nú við
afleiðingarnar af hruni fjár-
málamarkaðarins. Vandinn er enn
erfiðari viðureignar en ella sökum
þess að útgjöld hins opinbera
höfðu vaxið mjög mikið árin fyrir
hrun jafnvel þótt afgangur hefði
orðið. Þrátt fyrir nokkurn nið-
urskurð hjá hinu opinbera hefur
ekki verið undið ofan af þessari
miklu útgjaldaaukningu. Rík-
issjóður stendur nú mjög illa og
ríkið hrúgar upp skuldum og erfitt
verkefni að ná þar jafnvægi. Ef við
leysum ekki vanda ríkissjóðs og
komum í veg fyrir enn frekari lam-
andi skuldsetningu hans, mun hag-
kerfið festast í varanlegum hæga-
gangi. Verði hagkerfið á hinn
bóginn fast í hægagangi verður
enginn tekjuauki hjá ríkissjóði og
sífellt erfiðara verður að ná jafn-
vægi í rekstri ríkisins. Hagkerfið
lendir í vítahring skulda, sam-
dráttar og atvinnuleysis. Ekki
verður annað séð en sá vítahringur
sé þegar hafinn. Á Íslandi, rétt
eins og í Bandaríkjunum forðum,
skiptir höfuðmáli hvernig brugðist
er við hruninu.
Fyrir ári birtist rannsókn, sem
hagfræðingurinn (og ný-Keynesist-
inn) Gregory Mankiw við Harvard-
háskóla, vann ásamt fleirum. Þar
var athugað hvernig aðgerðir í rík-
isfjármálum hefðu reynst til að
vinna bug á alvarlegum samdrætti.
Rannsóknin tók til 91 tilfellis í 21
ríki frá árinu 1970 til þessa dags.
Borin voru saman þau tilfelli þar
sem árangur náðist og þau þar
sem árangur náðist ekki. Þar sem
tókst að snúa vörn í sókn mátti
nær ævinlega rekja árangurinn til
þess að skattar voru lækkaðir.
Þeir, sem mistókst að örva hag-
kerfið, höfðu oftast reynt að halda
í eða auka ríkisútgjöldin. Þessar
niðurstöður koma ekki á óvart.
Varhugaverð efnahagsstefna
Efnahagsstefna núverandi rík-
isstjórnar byggist m.a. á því að
draga nokkuð saman í útgjöldum
ríkisins og hækka skatta stórlega
bæði á fyrirtæki og einstaklinga.
Þetta getur ekki talist líklegt til
þess að endurvekja efnahagslífið.
Fyrir ári var við því varað á Al-
þingi að ríkissjóður myndi ekki fá
tekjur í eins ríkum mæli og fjár-
málaráðuneytið taldi vegna skatta-
hækkana. Jafnframt var á það
bent að efnahagsstefna sem byggð-
ist á skattahækkunum væri var-
hugaverð, einkum þar sem heimilin
í landinu væru mjög skuldsett og
því væri mjög mikil hætta á að
auknir skattar og álögur – samfara
minni atvinnu og miklum afborg-
unum – drægju úr möguleikum
hagkerfisins til að rétta úr kútnum
Ótraustvekjandi hagvaxtarspá
Seðlabanki Íslands birti hagspá
sína fyrir skömmu. Þar kom fram
það mat bankans að samdráttur í
landsframleiðslu á þessu ári yrði
meiri en talið var fyrir ári og að
hagvöxturinn á næsta ári yrði
minni en talið var. Jafnframt að
hagvöxtur á næstunni yrði einkum
drifinn áfram af aukinni einka-
neyslu, en fjárfestingar atvinnulífs-
ins yrðu í lágmarki. Þessar fréttir
eru alvarlegt áfall. Eins verður að
segjast eins og er að það er ekki
traustvekjandi að ætla að hag-
vöxtur hér á næstu árum verði
einkum knúinn af aukinni einka-
neyslu. Æskilegra hefði verið að
fjárfestingar og verðmætasköpun
atvinnulífsins stæðu undir ætl-
uðum hagvexti.
Hrunið réttlætir
ekki ranga stefnu
Röng efnahagsstefna í kjölfar
hruns bankakerfisins verður ekki
endalaust réttlætt með því að það
hafi orðið hrun. Hættan er sú að
það sama gerist hér og gerðist í
Bandaríkjunum á fjórða áratugn-
um, að afleiðingar hrunsins verði
miklu verri þegar upp verður stað-
ið vegna rangra viðbragða. Þar
ræðir bæði um rangar aðgerðir og
aðgerðaleysi. Ekki bæta svo úr
skák stefnumið, sem miða að því
að auka óvissu í efnahags- og at-
vinnulífi, líkt og hún sé ekki næg
fyrir. Sú óvissa sem ríkisstjórnin
hefur skapað í sjávarútvegi dregur
mjög úr fjárfestingum í þeirri
grein, óvissa um framtíð orkufreks
iðnaðar skapar vanda og ótti við
frekari skattahækkanir dregur úr
vilja til atvinnuuppbyggingar.
Skilningur fer nú á því vaxandi –
bæði hér heima og ekki síður er-
lendis – að ríkisstjórn Geirs H.
Haarde og Seðlabanki Íslands und-
ir forystu Davíðs Oddssonar
brugðust rétt við hruni bankanna.
Ekki var reynt að bjarga þeim frá
falli með sama hætti eins og t.d.
Írar gerðu. Þar með skapaðist
grundvöllur fyrir því að skamman
tíma tæki að vinna þjóðina út úr
óumflýjanlegri kreppu í kjölfarið.
Sá grundvöllur er – þrátt fyrir
allt – enn til staðar: nátt-
úruauðlindir okkar eru nægar, við
erum vel menntuð, hugmyndarík
og vinnusöm þjóð og tækifærin
liggja víða. Við getum því bæði
treyst á landið og þjóðina. En til
þess að árangur náist verður að
skipta um kúrs í stað þess að kaf-
sigla þjóðarskútunni í kröppum
vítahring skattpíningar og sam-
dráttar.
Eftir Illuga
Gunnarsson » Til þess að árangur
náist verður að
skipta um kúrs í stað
þess að kafsigla þjóðar-
skútunni í kröppum
vítahring skattpíningar
og samdráttar.
Illugi Gunnarsson
Höfundur er alþingismaður.
Rjúfum vítahring skattpíningar og samdráttar
Alþingi
þarf nú að
taka afstöðu
til nýs Ice-
save-
samkomulags
sem samn-
inganefnd Ís-
lands kynnti
á fimmtudag-
inn.
Hér skal ósagt látið hver
örlög hins nýja samkomulags
verða á Alþingi, þó ekki væri
nema vegna þess að eftir sem
áður hvílir engin lagaskylda
á íslenskum skattgreiðendum
að borga fyrir syndir banka-
manna. Það hefur ekki
breyst.
En þegar þetta nýja sam-
komulag er borið saman við
Icesave-samning ríkisstjórn-
arinnar, sem hún mælti ein-
dregið með, barðist fyrir og
samþykktur var á Alþingi, en
felldur í þjóðaratkvæða-
greiðslu með 98% atkvæða,
kemur athyglisverð niður-
staða í ljós.
Hún er sú að nýja sam-
komulagið er allt að 432
milljörðum hagstæðara fyrir
íslenska ríkið en gamli Ice-
save-samningur ríkisstjórn-
arinnar.
Þegar þessi niðurstaða
liggur fyrir er mikilvægt að
rifja upp fullyrðingar ráð-
herra, stjórnmálamanna,
álitsgjafa og svokallaðra
hagsmunaaðila um að gamla
Icesave-samninginn yrði að
samþykkja. Þeir sögðu að
ekki væri mögulegt að ná
hagstæðari samningi en þeim
sem þá lá fyrir, líktu
Íslandi við Kúbu
norðursins yrði
hann ekki sam-
þykktur og fullyrtu
að hér myndi skella
á efnahagslegur
frostavetur sem
myndi vara um
langa hríð. Yfirlýs-
ingaglaðastir voru
einstakir ráðherrar
núverandi ríkis-
stjórnar.
Nú liggur fyrir að
þeir höfðu rangt
fyrir sér. Og það er staðfest
að ríkisstjórnin og einstaka
ráðherrar gerðu sig seka um
alvarleg embættisafglöp og
hræðileg mistök, sem öðrum
tókst sem betur fer að af-
stýra.
Nú nægir ekki að ráð-
herrar ríkisstjórnarinnar
skammist sín. Ríkisstjórnin á
að viðurkenna eigin mistök,
segja af sér nú þegar og
biðja þjóðina afsökunar á
framkomu sinni í hennar
garð.
432 milljarðar
Eftir Sig-
urð Kára
Krist-
jánsson
Sigurður Kári
Kristjánsson
» Og það er stað-
fest að ríkis-
stjórnin og einstaka
ráðherrar gerðu sig
seka um alvarleg
embættisafglöp og
hræðileg mistök,
sem öðrum tókst
sem betur fer að af-
stýra.
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins.