Morgunblaðið - 11.12.2010, Side 30

Morgunblaðið - 11.12.2010, Side 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2010 Mesta bölið sem að þjóðinni steðjar er ekki lengur „hrunið“. Það olli að vísu krappri efnahagslægð, banka- og gjaldeyriskreppu. Eftir hrun tóku stjórn- völd málið heljar- tökum, sem aðrar þjóðir eru nú að átta sig á að voru einstök, óhefðbundin og fram- úrskarandi. Hér á ég sérstaklega við Neyðarlögin og það hvernig starfsmenn Seðlabanka og Fjár- málaeftirlits lögðu nótt við dag þeg- ar nýjum bönkum var komið á lagg- irnar á rústum þeirra föllnu. Þeim tókst að verja bæði greiðslu- og lánsfjármiðlunina, sem var með ólíkindum. Falli þessi miðlun niður fer efnahagslíf niður á allt annað og verra stig, sem erfitt er að hefja sig upp af. Nú er búið að verka bank- ana að mestu, þeir eru að verka stærstu fyrirtækin og framundan er verkun skulda smærri fyrirtækja og heimila. Stjórnvöld, bankar og líf- eyrissjóðir hafa gert samkomulag um niðurfellingu óinnheimtanlegra lána. Það flýtir uppgjöri mála og leiðir því til viðsnúnings fyrr en ella. Bloggað í hel Lífeyrissjóðirnir hafa staðið eins og klettur í hafrótinu. Vegna hins öfluga kerfisbundna sparnaðar hjá þeim og erlendra eigna er landið að koma standandi niður úr hildar- leiknum. Ísland setti neyðarlög sem skákuðu eitruðum lánum erlendra risabanka til hliðar, einmitt og ná- kvæmlega í ljósi neyð- arréttar fullvalda ríkis til að gæta hagsmuna sinna. Á Írlandi var tekið allt öðruvísi á málum, vegna aðildar landsins að ESB. Ráðamenn voru ekki sjálfráðir gerða sinna og segir það sitt um áhrif aðildar á fullveldi ríkja. Lífeyrissjóðirnir eru nú að endurreisa fyrirtæki og með því að tryggja sjóðfélögum sínum ávöxtun, sem útrásarpúkar, með vasana fulla af illa fengnu fé, höfðu ætlað sjálfum sér. Það er sér- kennilegt að hópur manna ætlar að blogga sig í hel yfir þessu og beinir neikvæðni sinni að fólki sem á hana síst skilið. Það er síðan skelfilegt að jafnvel þingmenn skuli ala á þessari neikvæðni til að slá sér upp í fjöl- miðlum. Þeir rífa jafnóðum niður það sem aðrir byggja upp. Spyrja verður hverjum þeir eru að þjóna? Nærtækt er að það séu einmitt út- rásarpúkar, sem keyptu sálir þess- arra þingmanna fyrir prófkjör. Það eru a.m.k. þessir sömu púkar, sem þessa dagana komast ekki að kjöt- kötlunum fyrir sjóðum almennings. Mesta bölið Mesta bölið sem við búum við núna er upplausnin á Alþingi. Í síð- ustu tveimur kosningum hefur orðið hátt í 50% endurnýjun þingmanna. Helmingur þeirra er m.ö.o. byrj- endur. Minnisstæð er eldhúsdags- umræðan sl. vor. Forystumenn flokka tala við slík tækifæri, en leyfa síðan nýliðum að spreyta sig. Viðvaningar úr öllum flokkum vitn- uðu hálfklökkir um að þeir hefðu orðið fyrir vonbrigðum. Virðing Al- þingis var það sem þeim kom saman um að vantaði. Hún var það sem þau þráðu öll, hvar í flokki sem þau stóðu. Engu þeirra datt í hug að þau sjálf væru vandamálið og ekkert þeirra vissi hvernig virðing verður til. Áður var fólk kosið til þingsetu af því að við þurftum á því að halda þar. Nú er fólk kosið til þingsetu af því að það þarf á því að halda að vera þar. Pétur Stefánsson skrifaði frá- bæra grein nýlega í Mbl. og leiddi líkur að því að prófkjörin séu afl eyðileggingar. Alls konar liðlétt- ingar og mútuþegar dilla sér á róf- unni í gegnum þau og virðist fólk sem komið hefur fram í sjónvarpi eiga greiðari leið en aðrir. Sá sem hefur spurt spurninga í sjónvarpi freistast til að halda að hann hafi líka svörin. Þegar á þing er komið kemur í ljós að tunnan er tóm og það bylur hátt í henni. Það er grafið undan virðingu þingsins í ræðustól þess. Hugsjónahrun Allra verst eru þeir staddir sem tekið höfðu tröllatrú á svonefnda „nýfrjálshyggju“. Hvað eiga þeir að tala um og við hvað eiga þeir að tengja sig núna eftir að hugsjónir þeirra hrundu? Það hefur verið neyðarástand í tvö ár, en þessir við- vaningar stunda samt málþóf og nudda sér utan í hvert uppspuna- málið á fætur öðru, vegna málefna- skorts. Lífeyrissjóðir almennings og þeir sem þeim stjórna eru í þeirra huga ímynd hins illa. Fram- takssjóðurinn í eigu lífeyrissjóða er skammaður fyrir það sem Lands- bankinn átti að gera betur. Þeir sem stýra sjóðnum eru taldir „hægt og bítandi að leggja undir sig íslenskt viðskiptalíf í krafti annarra manna peninga“ sagði einn nýliðinn. Hann nefndi að „margir þeirra lífeyr- issjóða sem standa að Framtaks- sjóðnum hafa þurft að skerða lífeyr- isréttindi sjóðsfélaga sinna. Stjórnendur sjóðanna ætla þrátt fyrir það að ávaxta fé í áhættusöm- um rekstri“. Það er til einn íslenskur lífeyr- issjóður sem eingöngu kaupir skuldabréf og eru þau yfirgnæfandi með ábyrgð ríkisins. Hvernig færi um endurreisn atvinnulífsins ef allir lífeyrissjóðir landsins fylgdu þeirri stefnu? Ætli þingmaðurinn sem hélt hinum tilvitnuðu orðum fram telji ríkisábyrgðir vænlegastar til vaxtar í viðskiptalífinu? Er það stefna flokks hans? Útrásarpúkarnir eru með vasana fulla af illa fengnu fé. Er það ekki líka „annarra manna fé“? Er rétt að færa þeim fyrir- tækin á silfurfati ? Margoft hefur komið fram að hrunið olli lífeyrissjóðum áföllum, um 340 milljörðum en ekki 800 eins og fullyrt hefur verið gegn betri vit- und. Tapið var aðeins brotabrot af því sem tapaðist í bönkum og verð- bréfasjóðum þeirra, e.t.v. 5% af heildartapinu. Stjórnun lífeyr- issjóða var ekki fullkomin, það skal fúslega viðurkennt. Fullyrða má þó að sú stjórnun var heiðarleg og bar höfuð og herðar yfir það sem gerð- ist, þegar fjárglæframenn tóku banka og sparifé almennings til eig- in nota. Mútuþegar á þingi hafa ekki enn játað af hverju þeir horfðu aðgerðalausir á og óskýrt er af hverju forystumenn flokka lögðust í ferðalög til að sannfæra lánveit- endur um að allt væri í himnalagi. Ábyrgð og framfarir ASÍ, SA og aðildarfélög þeirra tryggja jafnvægi, ábyrgð og fram- farir í atvinnulífinu með aðild að stjórnum lífeyrissjóða. Þetta er orð- in kjölfesta þjóðfélagsins, á meðan þingheimur dinglar sér. Viðvaning- urinn mun hafa sagt hættuna af fjárfestingum í atvinnulífinu þá „að ávöxtun lífeyrissjóðanna verður lakari og það kemur niður á lífeyris- réttindum í framtíðinni. Ég hef líkt þessu við að pissa í skóinn sinn – manni verður hlýtt stutta stund en síðan kemur ofkælingin,“ sagði þingstaulinn. Þetta er galið. Ávöxt- unin verður þvert á móti mun betri, með dreifingu áhættunnar og skráningu hlutabréfa á markaði. Ég á von á að árangurinn skili sér fjótt og munu þá svartagallsrausarar vitaskuld finna sér önnur rök. Þetta allra síðasta, með ofkælinguna og orsakir hennar, þekkir ungliðinn af eigin raun, hann hefur reynsluna, standandi í pontu hins háa Alþingis. Stjórnmálaskólinn við Austurvöll Eftir Ragnar Önundarson » Áður var fólk kosið til þingsetu af því að við þurftum á því að halda þar. Nú er fólk kosið til þingsetu af því að það þarf á því að halda að vera þar. Ragnar Önundarson Höfundur er varaformaður stjórna Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og Framtakssjóðs Íslands slhf. Ein stærsta rétt- arbót Íslandssög- unnar og heims- byggðarinnar allrar hefur verið slegin af á grænu ljósi af Jafn- réttisstofu með að- gerðaleysi – þrátt fyrir skýr ákvæði um að henni beri að framfylgja 22. gr. jafnréttislaga. Ráða- menn „marsera“ ár eftir ár í 16 daga samfleytt, blindir á báðum, gegn kynbundnu ofbeldi undir dyggilegri forystu Jafnréttisstofu, sem er kirfilega stopp á grænu ljósi. – Fjölþjóðlegar og alþjóð- legar ráðstefnur eru haldnar hér- lendis sem erlendis með veglegum kaffisamsætum. – Til hvers? Er kaffið ekki nógu sterkt? Kynbundið ofbeldi og áreitni Samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 er eitt af hlut- verkum Jafnréttisstofu að vinna gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni. Atvinnurekendur og yf- irmenn stofnana og félagasamtaka skulu samkvæmt sömu lögum gera sérstakar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar og skjólstæð- ingar verði fyrir kyn- bundinni eða kynferð- islegri áreitni á vinnustað, stofnun, í félagsstarfi og í skól- um. (Tilvitnun úr 22.gr. jafnréttislag- anna). Hér er slóð á allan lagabálkinn: www.jafnretti.is/ jafnretti/ ?D10cID=ReadDocu- ment&ID=91&DocCa- tID=32. Það er smánarblettur að Jafn- réttisstofa framfylgi ekki 22. gr. jafnréttislaga 2000 og 2008, þar sem framkvæmdavald hennar er skýrt. – Þar er orð gegn orði þol- andanum í hag. Jafnréttisstofa er undirstofnun félags- og trygginga- málaráðuneytisins. Þar hafa ráð- herrar blundað í gegnum árin og greinilega ekki skilið valdsvið sitt. – Sem er að þeir hafa skýra eft- irlitsskyldu með öllum undirstofn- unum ráðuneytisins. Þess utan má nefna Vinnueftirlit ríkisins, Svæð- isráð um málefni fatlaðra, Trygg- ingastofnun ríkisins og Vinnu- málastofnun (sjá Ráðherraábyrgð 6́3). Jafnræðisstofa Er tímabært að leggja niður Jafnréttisstofu í núverandi mynd og koma á fót Jafnræðisstofu? Til- gangur hennar væri að berjast gegn félagslegu óréttlæti og mis- munun, með tilvísun til 65. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 3. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995 sem hljómar svo: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mann- réttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðern- isuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna. – En til verndar einstaklingum en ekki stjórnvöldum og fyrir alla Íslend- inga! Lagaákvæði er takmarka mann- réttindi verða að vera ótvíræð. Sé svo ekki ber að túlka þau ein- staklingi í hag, því að mannrétt- inda-ákvæði eru sett til verndar einstaklingum en ekki stjórnvöld- um. / H 1988, 1532. Í dag þarf fólk að vera týnt og tröllum gefið til að fá gjafsókn á Íslandi. Það er einungis fjársterkt fólk sem getur leitað réttar síns fyrir dómstólum í dag. „Með lög- um skal land byggja en ólögum eyða.“ – En ekki með gróðavon í hjarta, heldur með von um réttlátt samfélag. Stillum siðferðiskomp- ásinn. – Lyftum mennskunni í æðra veldi. Jafnréttisstofa stopp á grænu ljósi Eftir Helgu Björk Magnúsd. Grétudóttur » Þar er orð gegn orði þolandanum í hag. Það er smánarblettur að Jafnréttisstofa fram- fylgi ekki 22. gr. jafn- réttislaga 2000 og 2008. Helga Björk Magnúsd. Grétudóttir Höf. er öryrki og tónlistarkennari. Varaformaður í BÓT, aðgerðahóp um bætt samfélag. Frelsi einstaklings- ins er hornsteinn lýð- ræðis og því eitt það dýrmætasta sem við eigum. Á und- anförnum árum hafa ýmsir stjórn- málamenn og flokkar þeirra reynt að stýra samfélaginu frá hug- sjónum einstaklings- frelsis og inn á braut „heildarinnar“ sem enginn veit hver er. Stöðugt er sótt í vasa ein- staklinga til að þjóna „heildinni“ og hagsmunum hennar. Hinn póli- tíski rétttrúnaður heildarhyggj- unnar hunsar rétt einstaklinganna sem þó hljóta að standa að baki heildinni. Í nafni heildarhyggju er ráðist gegn einstaklingum og stöð- ugt lagður á þá þyngri baggi til að létta undir með „heildinni“ í efna- hagslegum þrengingum. Þannig hafa hinir rétttrúuðu komist að þeirri niðurstöðu að byrði „heild- arinnar“ verði þeim mun léttari sem klyfjar einstaklinganna eru þyngri. Einhver hefði kallað þetta hagfræði skrattans. Nýjasta dæmið um pólitískan rétttrúnað sem náð hefur að festa rætur hér á Íslandi er aðför meiri- hluta bæjarstjórnar að skattgreið- endum á Seltjarnarnesi. Fyr- irhuguð hækkun útsvars er ótrúleg í ljósi þess að útgjöld bæj- arins hafa hækkað 14% á ári að meðaltali síðustu ár. Meirihluti bæjarstjórnar, undir forystu Ás- gerðar Halldórsdóttir bæjarstjóra, telur að 6% niðurskurður sé ár- angur eftir óráðsíu í fjármálum bæjarins undanfarin ár. Í grein sem birtist í Morg- unblaðinu 10. desember vitnar bæjarstóri í ímyndaða stefnu Sjálfstæðisflokksins um ráðdeild í opinberum rekstri og samfélags- lega ábyrgð, til að færa rök fyrir gríðarlegum hækk- unum skatta. Það eru ný sannindi fyrir mér og mörgum öðrum sem stutt hafa Sjálf- stæðisflokkinn að kjörnir fulltrúar hans stæðu fyrir auknum álögum og allra síst til að leyna vangetu bæjaryfirvalda til að gæta aðhalds, hóf- semdar í fjármálum þegar mest á reynir. Allt er þetta klætt í búning inn- antómra orðaleppa – tískuorða hinna rétttrúuðu um samfélags- lega ábyrgð, sjálfbært bæjarfélag og ímyndaða skjaldborg fyrir bæj- arbúa. Íbúar Seltjarnarness eru ágæt- lega í stakk búnir til að mæta áföllum ef þeir fá að ráðstafa sínu sjálfaflafé sjálfir. Þeir gera þá sjálfsögðu kröfu að áður en köld hönd bæjarstjórnar seilist dýpra í vasana sé búið að taka til í rekstri bæjarfélagsins. Þeir ætlast til þess að byrjað sé á réttum enda og útgjöld taki mið af tekjum en ekki öfugt. Fórnum ekki hugsjónum okkar fyrir skammtímalausnir sósíalism- ans, höfum trú á einstaklingnum. Við skulum standa vörð um Sel- tjarnarnes sem fyrirmyndarsveit- arfélag sem tekur ekki þátt í hrunadansi hinna rétttrúuðu. Sósíalismi á Seltjarnarnesi Eftir Rúnar Nielsen Rúnar Nielsen » Svar við grein Ás- gerðar Halldórs- dóttur „Lífsgæði eru meira en lágir skattar“ sem birtist 10. desem- ber í Morgunblaðinu Höfundur er nemi og er formaður Baldurs, félags ungra sjálfstæð- ismanna á Seltjarnarnesi. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is ...þú leitar og finnur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.