Morgunblaðið - 11.12.2010, Page 32
Hinn 1. desember
2010 voru stofnuð ný
landssamtök um al-
mannarétt, útivist og
verndun náttúru Ís-
lands undir nafninu
Ferðafrelsi. Þessi dag-
setning var valin sér-
staklega vegna þess að
hún tengist frelsisbar-
áttu þjóðarinnar fyrir
sjálfstæði og er því
táknræn um þá baráttu
fyrir ferðafrelsi á Íslandi sem stofn-
aðilar samtakanna standa í þessa
dagana. Stofnun þessara nýju lands-
samtaka byggist í grunninn á sam-
starfi margra útivistaraðila, ferða-
þjónustufyrirtækja og ferðatengdra
aðila um baráttu fyrir almannarétti
til ferðafrelsis í Vatnajökulsþjóðgarði
sem staðið hefur yfir síðustu mánuði.
Stofnaðilar samtakanna töldu
mikla þörf á að setja samstarf þeirra
sem ferðast á vélknúnum far-
artækjum, fara um á hestum og aðila
sem reka ferðaþjónustutengd fyr-
irtæki í hálendisferðum í formlegan
farveg.
Þeir sem standa að nýju samtök-
unum hafa þegar hrundið af stað
nokkrum verkefnum og má þar nefna
útgáfu á kynningarblaðinu Ferða-
frelsi með Fréttablaðinu í júní á
þessu ári þar sem kynntar voru
ferðaleiðir sem stjórn Vatnajök-
ulsþjóðgarðs leggur til að loka í sín-
um tillögum í stjórnunar- og vernd-
aráætlun um Vatnajökulsþjóðgarð. Í
september var síðan sett af stað
kynningarherferð í
dagblöðum sem endaði
með miklum viðburði á
Kistuöldu á Sprengi-
sandi þar sem hátt í
þúsund manns reistu
risakross til minningar
um Vonarskarðsleið
sem á að loka sam-
kvæmt tillögum stjórn-
ar Vatnajökuls-
þjóðgarðs.
Á svipuðum tíma var
safnað á fimmta þúsund
undirskrifta frá al-
menningi þar sem lok-
unum í Vatnajökulsþjóðgarði var
mótmælt og þær undirskriftir af-
hentar umhverfisráðherra. Síðan er í
gangi stórt verkefni þar sem verið að
vinna sjónvarpsmynd um skyn-
samlega náttúruvernd sem sýnd
verður í Ríkissjónvarpinu eftir ára-
mót.
Tilgangur þessara nýju lands-
samtaka er að vera málsvari almenn-
ings, fyrirtækja, félagasamtaka,
stofnana, félaga, samtaka og hópa
gagnvart stjórnvöldum og öðrum í
sameiginlegum hagsmunamálum um
rétt til útivistar í náttúru Íslands.
Hlutverk samtakanna er að standa
vörð um og berjast fyrir rétti al-
mennings á Íslandi til að umgangast
náttúru landsins á ábyrgan hátt.
Samtökin munu standa vörð um al-
mannarétt, ferðarétt, útivistarrétt,
veiðirétt og verndun á náttúru Ís-
lands og í starfi sínu leitast við að
koma náttúru Íslands sem mest
óbreyttri til komandi kynslóða og
leggja grunn að ábyrgri framtíð-
arumgengni um náttúruna.
Stofnun og starfsemi hinna nýju
landssamataka má líklega að stærst-
um hluta rekja til stofnunar Vatna-
jökulsþjóðgarðs, en það er mjög áríð-
andi að stofnun hans verði í góðri sátt
við almenning og hagsmunaaðila í
landinu. Í tillögum stjórnar Vatna-
jökulsþjóðgarðs að stjórnunar- og
verndaráætlun þjóðgarðsins, sem
liggja fyrir hjá umhverfisráðherra, er
gert ráð fyrir lokunum á mörgum fal-
legum ferðaleiðum og fólki mismunað
um rétt til að gista í tjöldum innan
garðsins. Einnig er harkalega gengið
á rétt skotveiðimanna, en um 23% af
veiðanlegu landi innan Vatnajök-
ulsþjóðgarðs eru lokuð fyrir þeim.
Ekki má gleyma því að einkaaðilar
eru í auknum mæli að loka vegum um
sín svæði og jafnvel vegum og slóðum
þar sem almenningur hefur fullan
rétt til að ferðast.
Landssamtökin Ferðafrelsi gagn-
rýna mjög vinnuferlið við stofnun
Vatnajökulsþjóðgarðs, en lítið sam-
ráð var haft við hasgmunaaðila og al-
menning í undirbúningsvinnu vegna
garðsins. Það er líka alvarlegt að
stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs tók nán-
ast ekkert tillit til athugasemda sem
gerðar voru við stjórnar- og vernd-
aráætlun um starfsemi garðsins og
braut líklega stjórnsýslulög með því
að svara ekki formlega þeim aðilum
sem gerðu athugasemdir, en eitt
staðlað bréf var sent á alla sem gerðu
athugasemdir.
Fyrstu skrefin í starfi hinna nýju
landssamtaka verða að senda þeim
aðilum hér á landi sem koma að há-
lendismálum beiðni um formlegt
samstarf og samvinnu í þeim verk-
efnum sem eru í gangi, s.s. endur-
skoðun á reglugerð um Vatnajök-
ulsþjóðgarð, stækkun friðlandsins í
Þjórsárverum og mörgum fleiri. Við í
Ferðafrelsi vonum að í framtíðinni
verði hægt að breyta starfsháttum
stjórnvalda og vinna að málefnum
hálendisins með samstarfi og sam-
vinnu. Með slíku samstarfi stjórn-
valda, hagsmunaaðila og almennings
varðandi málefni hálendisins væri
lagður grunnur að því að skapa sátt
um framtíðarstefnumótun í þessu
umhverfi.
Ferðafrelsi – ný landssamtök
um almannarétt til ferðalaga
Eftir Guðmund G.
Kristinsson » Við í Ferðafrelsi von-
um að í framtíðinni
verði hægt að breyta
starfsháttum stjórn-
valda og vinna að mál-
efnum hálendisins með
samstarfi og samvinnu.
Guðmundur G.
Kristinsson
Höfundur er sölu- og markaðsstjóri,
formaður landssamtakanna Ferða-
frelsis, er í Ferðaklúbbnum 4x4 og í
nefnd Samtaka útivistarfélaga um
Vatnajökulsþjóðgarð.
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2010
Tímabundin opnun
séreignarsparnaðar
vegna greiðsluerf-
iðleika einstaklinga
og heimila er vel
heppnuð efnahags-
aðgerð. Með henni
hefur tekist að hjálpa
mörgum ein-
staklingum í greiðslu-
erfiðleikum án þess
að það hafi komið
niður á fyrirkomulagi séreign-
arsparnaðar. Það er einnig mjög
jákvætt að langflestir halda áfram
að leggja fyrir til eftirlaunaáranna
með þessum hætti.
Einstaklingar í greiðsluerf-
iðleikum fengu með opnuninni að-
gang að sparnaði sem annars hefði
verið bundinn til 60 ára aldurs og
hefur það komið sér vel fyrir
marga. Hver og einn hefur val um
að nýta sér þessa heimild og hafa
rúmlega 50.000 manns gert það.
Fjöldinn var mestur fyrst en á síð-
ustu mánuðum hefur fækkað í
hópnum. Það er afar jákvætt að
flestir sem hafa nýtt sér þessa
heimild hafa haldið áfram að
spara.
Séreignarsjóðirnir, sem höfðu
bundið eignir til langs tíma, gátu
staðið undir útborgunum af því að
sett var þak á úttektarfjárhæð auk
þess að dreifa útborgunum yfir
tíma. Opnunin hefur því ekki haft
áhrif á eignasamsetningu og fjár-
hagslegan styrk sjóðanna.
Punkturinn yfir i-ið er að ríki og
sveitarfélög hafa fengið auknar
skatttekjur vegna opnunarinnar
sem hefur komið sér vel á erfiðum
tímum. Það hefði ekki gerst hefð-
um við ekki borið gæfu til að
byggja upp lífeyriskerfi þar sem
iðgjöld eru lögð fyrir óskattlögð og
skattur greiddur af lífeyr-
isgreiðslum.
Þraukaðu ef þú getur
Nú hefur verið lagt til að opn-
unin verði framlengd, fjárhæð laus
til útborgunar verði hækkuð í 5
milljónir króna og útborgunartími
verði styttur í 12 mánuði. Hækk-
unin kemur sér eflaust vel fyrir
marga en eingöngu þeir sem nauð-
synlega þurfa á sparnaðinum að
halda ættu að nýta sér
heimildina. Þeir sem
eru í verulegum fjár-
hagsvandræðum verða
þó að gæta sín og
ættu alls ekki að taka
út séreignarsparn-
aðinn ef gjaldþroti
verður ekki forðað.
Séreignarsparnaður er
nefnilega lögvarinn en
það þýðir að ekki er
hægt að ganga að hon-
um við gjaldþrot.
Þeir sem eru í vinnu
og taka sparnaðinn út lenda hugs-
anlega í að greiða tekjuskatt í
hæsta skattþrepi af útborgunum.
Fæstir lífeyrisþegar greiða svo
háa skatta og þeir sem eiga sér-
eignarsparnað geta dreift útborg-
unum þannig að skattar verði sem
lægstir. Þannig nýtist sparnaður-
inn best.
Tilgangurinn með viðbótarlífeyr-
issparnaði er að byggja upp sjóð
til að bæta við eftirlaunin í starfs-
lok. Það skiptir máli því flestir
verða fyrir a.m.k. 40%-50% tekju-
lækkun þegar þeir hætta að vinna.
Sá sem leggur fyrir 2% af launum
í 30 ár í séreignarsparnað og fær
önnur 2% í mótframlag eignast
sjóð sem eykur lífeyri um sem
nemur 25% af launum í 10 ár. Sér-
eignarsparnaður er einnig vara-
sjóður við starfsorkumissi vegna
örorku eða veikinda og einnig við
gjaldþrot.
Það munar um séreignarsparn-
aðinn eftir að vinnu lýkur. Það er
staðreynd að við hættum öll að
vinna fyrr eða síðar og þurfum að
lifa á eftirlaunum. Ef heilsan er
góð er sorglegt að geta ekki haldið
óbreyttu lífsmynstri eftir að vinnu
lýkur vegna lágra eftirlauna.
Vel heppnuð
efnahagsaðgerð
Eftir Gunnar
Baldvinsson
Gunnar Baldvinsson
» Opnun séreignar-
sparnaðar er vel
heppnuð aðgerð og hef-
ur hjálpað einstakling-
um, ríki og sveitarfélög-
um án þess að draga úr
fjölda þeirra sem spara.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Almenna lífeyrissjóðsins.
Lítil grein í Morg-
unblaðinu miðvikudag-
inn 8. desember gefur
tilefni til leiðréttingar
og til að koma á fram-
færi réttum upplýs-
ingum. Grein Ægis
Arnar Sveinssonar
fjallar um skilyrði það
sem sett er í vilja-
yfirlýsingu lífeyr-
issjóða, fjármálastofn-
ana og ríkisstjórnarinnar um
niðurfellingu skulda að 110% af
verðmæti fasteignar.
Barnabætur og vaxtabætur
Í greininni kemur réttilega fram
að til þess að eiga kost á niðurfell-
ingu skulda skv. vilja-
yfirlýsingunni er skilyrt
að skuldari beri kostn-
að af greiðslum af lán-
um sem svara til a.m.k.
20% af tekjum. Grein-
arhöfundur tekur dæmi
af hjónum sem skulda
25 m. kr og eiga 3 börn.
Bendir höfundur á að
greiðslur af láninu geti
verið 108 þúsund krón-
ur á mánuði og finnur
að 20% af þeirri tölu
séu 540 þús. kr. Þá eru
raunir fjölskyldunnar raktar, reikn-
uð framfærsla fjölskyldunnar og
birtur útreikningur sem sýna á að
„rekstrarniðurstaða“ heimilisins sé
neikvæð um 19,9 þús. kr. og ályktar:
„Fjölskyldan sem um er að ræða
lepur dauðann úr skel.“ En hér
gleymist tvennt. Hið fyrra heitir
barnabætur og hið síðara vaxtabæt-
ur. Fjölskyldan fær 374,6 þús. kr. í
barnabætur og 408,4 kr. í vaxtabæt-
ur eða samtals 782,9 þúsund skatt-
frjálsar krónur á ári. Miðað við að
heimilið hafi 540 þús. kr. í tekjur af
atvinnu á mánuði svara þessar bæt-
ur til tæplega 2 mánaða ráðstöf-
unartekna. Ráðstöfunartekjur fjöl-
skyldunnar, að barna- og
vaxtabótum meðtöldum, eru 482,8
þús. kr. en ekki 414 þús. kr. eins og
haldið er fram í greininni. Rekstr-
arniðurstaðan verður jákvæð um ríf-
lega 45.000 kr. Fjölskyldan greiðir
108 þús. á mánuði vegna íbúða-
lánsins en fær rúmlega 34 þús. í
vaxtabætur og nettógreiðslan er 74
þús. kr.
Áhrif aðgerða á
þessa fjölskyldu
Gefum okkur að verðmæti fast-
eignar þessarar fjölskyldu sé meira
en 25 milljónir kr. Af þeim sökum á
fjölskyldan ekki rétt á niðurfellingu
skulda, en nýtur hinnar nýju vaxta-
niðurgreiðslu, sem gæti numið ½%
af skuldum, þ.e. 125 þús. kr. á ári eða
10,4 þús. kr. á mánuði. Þessi skatt-
frjálsa greiðsla svarar til þess að
tekjur fjölskyldunnar fyrir skatta
hafi hækkað um 3,2%. Greiðslubyrði
fjölskyldunnar af íbúðarláninu lækk-
ar úr 74 þús. kr. í 63,6 þús. kr. næstu
tvö árin. Gefum okkur síðan að verð-
mæti fasteignar fjölskyldunnar sé
t.d. 20 milljónir kr. Fjölskyldan á þá
rétt á niðurfellingu skulda sem nem-
ur 3 milljónum króna. Það myndi
lækka greiðslur fjölskyldunnar af
láninu úr 74 þús. kr. á mánuði í 61
þús. kr. Til viðbótar myndi fjöl-
skyldan síðan fá 110 þús. kr. í vaxta-
niðurgreiðslu og nettógreiðslan
verður þá komin niður í 52 þús. kr.
Aðgerðapakkinn sem kynntur var 3.
desember sl. tekur á vanda fjöl-
skyldna sem eru með yfirveðsettar
eignir og þunga greiðslubyrði.
Vaxtabætur bæta hag tekjulágra
fjölskyldna. Hin nýja vaxtaniður-
greiðsla er almenn aðgerð sem mun
koma 50-60 þúsund heimilum til
góða.
Aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna
Eftir Sigurð
Snævarr
Sigurður Snævarr
»En hér gleymist
tvennt. Hið fyrra
heitir barnabætur og
hið síðara vaxtabætur.
Höfundur er efnahags- og atvinnu-
ráðgjafi forsætisráðherra.
RÚMGÓÐ OG NÝLEG 115 fm 3JA HERBERGJA
ÍBÚÐ Á 3. HÆÐ Í LYFTUHÚSI MEÐ STÆÐI Í
BÍLSKÝLI OG TVEIMUR GEYMSLUM.
Íbúðin skiptist í flísalagða forstofu með skáp.
Gott eldhús með borðkrók. Rúmgóða stofu
með parketi og gólfsíðum gluggum, útgengt út
á suðursvalir. Rúmgóð parketlögð herbergi
með skápum. Flísalagt baðherb. með
innréttingu, sturtuklefa og baðkari. Innaf baðinu
er flísalagt þvottahús með innréttingu.
OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 13-14
SKÓGARSEL 41 - 43, REYKJAVÍK
Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040
kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is
Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013
Dan V. S. Wiium Ólafur Guðmundsson
hdl., lögg. fasteignasali. s. 896 4013 sölustjóri s. 896 4090
jöreign ehf
Sölumaður tekur vel á móti áhugasömum.
VÖNDUÐ OG VEL MEÐ FARIN ÍBÚÐ Á FRÁBÆRUM STAÐ MEÐ GÓÐU ÚTSÝNI. INNGANGUR
FRÁ ÚTISVÖLUM. ÍBÚIÐN ER LAUS VIÐ KAUPSAMNING. EKKERT ÁHVÍLANDI. FRÁBÆR
STAÐSETGNING. GÓÐ STÆÐI OG LÓÐ VEL FRÁGENGIN. VERÐ KR. 33,9 MILLJÓNIR Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá les-
endum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði
við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðs-
ins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst
og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða sam-
taka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur.