Morgunblaðið - 11.12.2010, Side 36

Morgunblaðið - 11.12.2010, Side 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2010 ✝ Kristín Rögn-valdsdóttir fædd- ist á Torfhóli í Hofs- hreppi í Skagafirði 24. ágúst 1922. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Fjalla- byggðar 29. nóv- ember 2010. Foreldrar hennar voru Jóhanna Björg Aðalsteinsdóttir, f. 29. mars 1892 á Húns- stöðum í Holtshreppi í Skagafirði, d. 18. nóvember 1989, og Rögnvaldur Jónsson, f. 25. mars 1890 á Torfhóli í Óslandshlíð í Skagafirði, d.13. desember 1938. Kristín var tekin í fóstur af Guð- björgu Stefánsdóttur frá Hólakoti í Hofssókn og hjónunum Margréti Erlendsdóttur og Sigmundi Sig- 1947. Börn Kristínar og Baldurs eru: Guðbjörg, f. 1943, gift Svein- birni Vigfússyni og eiga þau þrjú börn. Bryndís, f. 1945, gift Gunnari Steinþórssyni og eiga þau þrjú börn, Guðrún Margrét, f. 1947, gift Viktori Ægissyni og eiga þau þrjú börn, Ólafur, f. 1952, hann á tvo syni, móðir þeirra er Margrét Jón- asdóttir, Brynhildur, f. 1961, gift Jóhanni Ottesen og á hún einn son, faðir hans er Björn Hannesson. Barnabörnin eru 12 og barna- barnabörnin eru 12. Kristín vann við síldarsöltun eins og flestar ungar stúlkur gerðu á Siglufirði á þessum tímum, dvaldi síðan einn vetur í Reykjavík þar sem hún var í vist hjá Soffíu Guð- laugsdóttur leikkonu. Eftir lát Baldurs vann hún við versl- unarstörf, fyrst í Bókaverslun Hannesar Jónassonar og síðar í verslun Kaupfélags Eyfirðinga á Siglufirði. Kristín var til margra ára virkur félagi í Kvenfélaginu Von á Siglufirði. Útför Kristínar fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag, 11. desem- ber 2010, og hefst athöfnin kl. 14. tryggssyni. Þau flutt- ust til Siglufjarðar ár- ið 1933. Systkini hennar voru Ragna Rögnvaldsdóttir, lát- in, Axel Rögnvalds- son, látinn, Pálmi Rögnvaldsson og Ing- valdur Rögnvaldsson. Fóstursystkini henn- ar voru Erlendur Sig- mundsson, Hulda Sig- mundsdóttir og Sigríður Sigurð- ardóttir sem öll eru látin. Kristín kvæntist Baldri Ólafssyni múrarameistara frá Siglufirði, f. 13. mars 1925, d. 6. desember 1967. Foreldrar Baldurs voru Þorfinna Sigfúsdóttir, f. 3. maí 1903, d. 4. febrúar 1990, og Ólafur Vilhjálms- son, f. 25. mars 1898, d. 30. janúar Elsku amma mín, mig langar að minnast þín með nokkrum orðum. Hugurinn reikar til baka til allra góðu stundanna sem við höfum átt saman frá því ég var lítil stelpa. Ég man eftir sumrunum, ég vildi alltaf fara til ömmu á Sigló í öllum fríun- um. Oftast kom ég ein fljúgandi frá Akureyri en líka með foreldrum mínum. Það var alltaf svo gaman og gott að koma til þín, ég fékk að sofa uppi í hjá þér og ekkert jafnaðist á við að fá „ömmugraut“ og lumm- urnar þínar, sem enginn gerði eins og þú. Það var alltaf svo notalegt að vakna hjá þér á sunnudagsmorgn- um við messu í útvarpinu og finna lyktina af lambalæri í ofninum, en þetta er liðin tíð í dag. Á föstudags- kvöldum gerðum við okkur daga- mun, ég man alltaf eftir því að ég rölti niður í Nönnubúð þar sem ég átti alltaf að kaupa það sama, kók, nammi og dömuvindla (annars reyktir þú ekki). Ég man líka alltaf eftir þér í glugganum á Hvanneyr- arbrautinni að kíkja eftir því hvort við værum að koma til Sigló eða veifa til okkar þegar við vorum að fara heim til Akureyrar. Það var al- veg fastur punktur þegar við keyrð- um inn á Siglufjörð; skyldi amma vera í glugganum? Amma mín, þú kenndir mér margt, þú vildir hafa allt í röð og reglu og það var ekki sama hvernig gengið var frá hlutunum. Það varð allt að vera alveg akkúrat. Þú vildir alltaf vera fín og vel tilhöfð og fylgdist svo vel með öllu. Þú fylgdist vel með knattspyrnu hvort sem það var hér heima, enski boltinn eða ítalski og varst með alla leikmenn á hreinu. Einnig kappakstri og form- úlunni. Þetta fannst mér alltaf svo- lítið skemmtilegt. Það var góður tími sem við áttum saman sumarið eftir að ég lauk menntaskóla og kom og vann á sjúkrahúsinu á Sigló. Ég fékk að búa hjá þér. Þá spjölluðum við mik- ið saman um gamla daga þegar þú vannst í síldinni, um afa og svo margt, margt fleira. Við vorum mjög nánar og góðar vinkonur þeg- ar heilsa þín leyfði og við gátum rætt allt. Eftir stúdentspróf var ég að velta því fyrir mér að fara út til náms en þér leist ekkert á það, vildir frekar að ég færi beint í HÍ. Þú varst ekki róleg ef barnabörnin þín voru á miklum ferðalögum erlendis. Lengst af fylgdist þú vel með Baldri bróður og öllum hans ferðum um heiminn og hvar hann var staddur í heiminum hverju sinni í gegnum póstkortin sem hann sendi þér. Við spjölluðum alltaf reglulega saman í síma meðan heilsa þín leyfði og hringdum oft hvor í aðra en sl. þrjú ár hefur það ekki verið hægt þar sem bæði heyrn þinni hrakaði og heilsu. Ævi þín var ekki auðveld, þú varðst ekkja um fertugt með fimm börn, þó svo að þau tvö elstu hafi verið farin að heiman. Þá fórst þú út á vinnumarkaðinn og vannst mikið alla þína tíð, m.a. í bókaverslun Hannesar Jónassonar og síðar hjá KEA. Síðastliðin þrjú voru þér erfið þar sem þú dvaldist á Heilbrigðisstofn- un Fjallabyggðar en við góða umönnun. Ég var svo glöð í sumar þegar við mæðgurnar komum til Siglufjarðar og þú þekktir mig með nafni og líka hana litlu Guðbjörgu Lind mína. Elsku amma mín, ég geymi minn- inguna um þig alla tíð. Hvíl í friði. Huld. Við kveðjum hana elsku ömmu okkar með söknuði og það eru margar minningar sem koma upp í hugann þegar við hugsum til ömmu Stínu á Sigló. Minnisstæð eru kvöldin hjá ömmu í eldhúsinu á Hvanneyrar- brautinni þar sem amma var með útsýni út á fallega fjörðinn, þar sát- um við systurnar við gluggann og horfðum út, sáum bátana koma inn og hlustuðum á hana segja skemmtilegar sögur. Einnig þegar við keyrðum inn fjörðinn þegar við komum að heimsækja hana, þá bið- um við eftir að finna gluggann hennar því hún beið alltaf eftir okk- ur til þess að taka á móti okkur veif- andi. Amma Stína var dugnaðarforkur, góð, glæsileg og hjartahlý kona. Var vel þekkt meðal fólks í bænum og vildi öllum vel. Hún elskaði punt og skraut og gátum við eytt stundun- um saman í að skoða allt dótið hennar, hvort sem það var inni í stofu eða inni á baðherbergi, alls staðar var fallegt skraut. Hún hafði einnig gaman af því að hafa sig til, alltaf með nýlagt hár, bar bleikt naglalakk og bleikan varalit, því uppáhaldsliturinn hennar var bleik- ur. Elsku amma okkar, við þökkum þér fyrir samfylgdina og við munum geyma allar góðu minningarnar í hjarta okkar. Vertu blessuð, elsku amma, okkar hugsun með þér fer yfir hafið hinum megin horfnir vinir fagna þér. Þó við dóminn skapa ei skiljum, skýrist margt við kærleiks yl. Lítil barnssál líka getur leitað, saknað, fundið til. (Höf. óþ.) Hvíldu í friði, elsku amma okkar. Kristín (Stína) og Viktoría Unnur. Stína frænka var okkur afar kær allt frá bernsku. Hún var fóstur- systir mömmu og mikill samgangur var á milli heimila okkar þegar við vorum börn á Siglufirði. Góðvild hennar hefur fylgt okkur alla tíð og við átt athvarf hjá henni þegar leið- in hefur legið á heimaslóðir. Á þessari stundu leitar því hug- urinn til baka, allt til þess tíma er Kristín Rögnvaldsdóttir likkistur.is Íslenskar kistur og krossar. Hagstæð verð. Sími 892 4605 ✝ Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG INGVARSDÓTTIR, sem lést aðfaranótt sunnudagsins 5. desember á heimili sínu, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar- kirkju mánudaginn 13. desember kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Halldór Jóhannsson, börn, tengdabörn og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, SVANLAUG ESTER KLÁUSDÓTTIR, Fjarðargötu 17, Hafnarfirði, andaðist á heimili sínu aðfaranótt miðvikudagsins 8. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Fjölskyldur hinnar látnu. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, INGER M. ÞORMÓÐSSON, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 6. desember. Hörður Þormóðsson, Steindór Harðarson, Björn Stefán Harðarson, Nanna Elísabet Harðardóttir, Guðmundur B. Ólafsson, Margrét Nana, Birkir Smári, Hörður Egill. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma okkar, GÓGÓ GRÓA ENGILBERTSDÓTTIR, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 3. desember. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 13. desember kl. 13.00. Oddur Ármann Pálsson, Jóhanna Halldóra Oddsdóttir, Ketill A. Halldórsson, Guðrún Eydís Ketilsdóttir, Svandís María Ketilsdóttir. ✝ Okkar ástkæri, SNORRI HJARTARSON rafvirkjameistari, Heiðarbraut 38a, Akranesi, lést miðvikudaginn 1. desember. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 14. desember kl. 14.00. Ása Guðmundsdóttir, Ásthildur Bjarney Snorradóttir, Þorsteinn Sigurjónsson, Hjörtur Snorrason, Ingibjörg M. Jóhannsdóttir, Margrét Snorradóttir, Ármann Hauksson og afabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MATTHÍAS BJÖRNSSON loftskeytamaður og kennari, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ, lést á heimili sínu miðvikudaginn 8. desember. Útförin auglýst síðar. Fjóla Guðjónsdóttir, Steingrímur Matthíasson, Karl V. Matthíasson, Oddný Soffía Matthíasdóttir, Einar Pálmi Matthíasson, Inga Nína Matthíasdóttir, Stefán Heimir Matthíasson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.