Morgunblaðið - 11.12.2010, Qupperneq 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2010
✝ Þórdís IngibjörgJónsdóttir, alltaf
kölluð Lóa, fæddist í
Reykjavík 5. desem-
ber 1926. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Eir 26. nóvember sl.
Foreldrar hennar
voru Júlíana Péturs-
dóttir frá Malarrifi á
Snæfellsnesi, f. 16.
október 1896, og
Kjartan Ólason, ætt-
aður frá Kasthvammi í
Laxárdal, S-Þing.
Eiginmaður Þórdís-
ar var Benedikt Björnsson frá Þor-
bersstöðum í Dalasýslu, f. 20. febr-
úar 1918, d. 26. júlí 2006, þau skildu
árið 1981. Börn Þórdísar eru: 1)
Sveinbjörg I. Jónsdóttir, f. 31. júlí
1944, maki Þorvaldur Stefánsson, f.
15.7. 1932, þeirra börn eru: Stefán,
Júlíana, Hrund, Sigurborg og Þór-
dís, barnabörnin eru fjórtán. 2)
Vignir Benediktsson, f. 1. september
nær samfleytt til sextán ára aldurs,
uns hún kom aftur til Reykjavíkur.
Lóa eignaðist ung elstu dóttur sína,
Sveinbjörgu en hún ólst upp hjá Júl-
íönu ömmu sinni. Hún kynntist litlu
síðar mannsefni sínu honum Benna
og bjuggu þau saman á fjórða ára-
tug og eignuðust Vigni og Birnu.
Vegna veikinda Lóu af völdum
berkla urðu samvistir hennar við
börnin í uppvexti þeirra stopulli en
hún hefði kosið, þar sem hún var oft
veik og dvaldi langdvölum á Vífils-
staðaspítala. Eftir að Lóa hafði náð
nokkrum bata af veikindum sínum
fluttust þau Benni að Sogavegi 162,
og þangað flutti Birna Dís til þeirra,
en Vignir átti áfram athvarf hjá
fóstru sinni, Vigdísi Blöndal, í
heimavist Laugarnesskólans og ólst
upp hjá henni. Þau Benni fluttust
síðar að Grýtubakka 12 og þar bjó
Lóa áfram eftir skilnað þeirra, allt
þar til að hún fluttist í þjónustuíbúð
á Dalbraut 27 fyrir hálfu öðru ári og
síðasta hálfa mánuðinn fyrir andlát-
ið dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu
Eir.
Jarðsett var í kyrrþey 6. desem-
ber 2010.
1947, d. 11. apríl 2002,
hans kona var Guðrún
Magnúsdóttir, f. 11.
nóvember 1947, d. 19.
apríl 2008, þeirra börn
eru Vigdís Elín, Davíð
Örn og Andri Reyr,
barnabörnin eru níu.
3) Birna Dís Bene-
diktsdóttir, f. 5. janúar
1949, f.m. Viktor Jóns-
son, f. 20. ágúst 1945,
þeirra börn: Benedikt
Orri (látinn) og Helga
Rún, s.m. Birgir Ingi-
marsson, f. 25. júní
1956, og er þeirra sonur Brynjar
Ýmir, barnabörnin eru fjögur.
Lóa ólst upp í Reykjavík hjá Júl-
íönu móður sinni og gekk í Austur-
bæjarskóla, á sumrin dvöldu þær
mæðgur oft vestur á Malarrifi. Um
tíu ára aldur fór Lóa austur á Fá-
skrúðsfjörð til vinafólks móður sinn-
ar, hjónanna Rósu og Marteins
kaupmanns og hjá þeim dvaldi hún
Við systkinin eigum hvert sínar
minningar um ömmu Lóu, enda 17
ár á milli bræðra minna, Benna og
Brynjars og svo er ég í miðjunni.
Benni var auðvitað mest hjá ömmu
og afa, enda bjó hann hjá þeim
fyrsta árið með mömmu og pabba.
Þá myndaðist strengur á milli
ömmu og Benna sem aldrei slitnaði
og áttu þau mjög skemmtilegt og
stundum sérstakt samband alla tíð.
Hann komst upp með hluti sem
enginn annar gerði og hann gerði
allt sem hún bað um en ekki endi-
lega alveg um leið. Fáir stóðu jafn-
þétt við hlið hans og voru tilbúnir
að verja hann eins og amma þegar
honum skrikaði fótur.
Mínar minningar um ömmu snú-
ast meira um varaliti, naglalökk og
búðarferðir. Amma var ótrúlega
vandvirk, nákvæm og listræn, vissi
hvað hún vildi og ekki síður hvað
hún vildi ekki. Þegar farið var út í
búð tóku leiðbeiningar og fyrir-
mæli lengri tíma en búðarferðin
sjálf. Þá var iðulega farið út í
Breiðholtskjör og þá þurfti athygl-
isgáfan að vera í góðu lagi, kaupa
Robin-appelsínur, bláberjaskyr,
Jacob’s gráfíkjukex og svo bara
fallega ávexti og gott grænmeti.
Svo fékk maður eitthvað gott að
launum, en alltaf hollt fyrst og hef-
ur sú regla erfst í beinan kvenlegg,
ef ekki víðar. Hún var með ein-
dæmum forvitin og mátti ekki
missa af neinu, hlustaði á alla
fréttatíma og oft var kveikt á út-
varpi og sjónvarpi. Enda var hún
ótrúlega fróð um hina ólíklegustu
hluti og einu sinni heyrði ég hana
ræða um nýjustu efni í múrvið-
gerðum við gest í afmælisveislu.
Það lenti meira á bræðrunum,
Benna og Brynjari að skutlast með
ömmu hitt og þetta, til læknis, í
Nettó og víðar, enda báðir mun
þolinmóðari en systirin. Hún kall-
aði Brynjar alltaf Benna en leið-
rétti sig, baðst afsökunar og það
endaði með því að hann bað hana
hreinlega að hætta að leiðrétta sig,
hann skyldi bara svara Benna
nafninu. Þá voru frændurnir
Brynjar og Arnar (Benediktsson)
stundum hjá Lóu ömmu og hafa í
seinni tíð rifjað upp hvað amma
var alltaf áfjáð í að bjóða þeim eitt-
hvað að borða og þeir kunnu aldrei
við að segja nei þótt þeir væru
pakksaddir. Þá áttu þeir til að
stríða hvor öðrum og segja ömmu
að hinn væri alveg að drepast út
hungri og yrði að fá eitthvað að
borða og þá færði hún þeim kókó-
mjólk og kleinu, nú eða bláberja-
skyr.
Daginn áður en hún dó fór
Brynjar í heimsókn til hennar upp
á Eir með Björgu og Dúu litlu.
Hún var farin að gleyma hver var
hvað undanfarið en var alltaf klár á
hver Björg væri, enda stolt af
söngkonunni sem dóttursonurinn
kom með í fjölskylduna. Þennan
dag átti Björg afmæli og hafði
frumkvæði að því að heimsækja
ömmu á nýja heimilið. Þau stopp-
uðu stutt en Dúa fékk að sitja í
fanginu á langömmu sinni, spjallaði
við hana og heillaði upp úr skónum.
Amma leit vel út, var hress og kát
og spjallaði, þau sögðu henni frá að
Anný hefði verið að kenna mömmu
að steikja kleinur og nú væri
prjónakennslan næst. Daginn eftir
var hún látin.
Við þökkum Lóu ömmu fyrir
hlýjar og góðar minningar og vit-
um að hún er hvíldinni fegin.
Helga Rún, Brynjar Ýmir
Birnubörn.
Fegurð þeirri er gæfan gaf
við glötum ei né týnum
þó burðarásinn brysti af
burðarþunga sínum.
Þú ert kona kná og greind
sem kosti ýmsa dylur.
Yfir þér er einhver leynd
sem ekki margur skilur.
Ekki verið alltaf hraust,
átt samt sterkan vilja,
og þér virðist vandalaust
að vita margt og skilja.
Almættið sem enginn sér
ætíð hjá þér vaki.
Það er ljóst að ellin er
óralangt að baki.
(Benedikt Björnsson)
Þetta ljóð sendi Benni Lóu
ömmu þegar hún var 70 ára eða
fyrir 14 árum sem lýsir henni vel
og vil ég taka undir fallega ósk um
að almættið vaki yfir henni.
Með ljúfri kveðju frá
Þórdísi Þorvaldsdóttur.
Okkur langar til að minnast Lóu
sem var fyrri eiginkona Benna
móðurbróður míns og systurdóttir
Ólafs, fóstra hans Gunna. Hún var
alla tíð hluti af lífi okkar beggja og
þótti okkur svo undur vænt um
hana.
Fyrstu minningar mínar tengjast
litla húsinu á Sogaveginum en
þangað var alltaf notalegt að koma,
allt smekklegt og í „sétteringu“
eins og hún sjálf, sem passaði að
vera alltaf vel „glöttuð“ (varalituð)
og hugguleg.
Kynslóðarbilið vafðist aldrei fyr-
ir Lóu þegar vinkonurnar og mág-
konurnar Ragna (f. 1916), Lóa (f.
1926) og Villa (f. 1935) komu sam-
an og seinna fengum við Birna Dís
að vera með, vorum við allar eins
og jafnöldrur. Skemmtum okkur
meðal annars við að spá í bolla og
það var alltaf hlegið hátt og mikið
og jafnvel fengið sér „smá í te-
skeið“ og tekinn snúningur.
Lóa var einstaklega minnug og
ættfróð sem kom sér vel á ferð
okkar um Snæfellsnesið í fyrra-
sumar þegar þær Birna og Anný
buðu mér með í dagsferð á æsku-
slóðir Lóu. Við vorum á tröllajepp-
anum hans Bigga sem við þurftum
tröppur til að komast upp í en hún
lét það ekki aftra sér í að fara alls
staðar út til að skoða og fræða
okkur um staðhætti og fólkið sem
þar hafði búið.
Það var ógleymanlegt að koma
með henni að Malarrifi þar sem
hún var komin „heim“ og þaðan
tók hún með sér fallega steina og
blóm til minningar um ferðina.
Það var líka gott að heimsækja
hana á Dalbrautina og finna hvað
hún naut sín vel síðasta árið, hafði
góða umönnun, félagsskap og nota-
legt umhverfi þar sem hún gat set-
ið úti í sólinni og spjallað við fólkið.
Við erum þakklát fyrir vináttuna
og sendum hlýjar kveðjur til af-
komenda hennar.
Hólmfríður Birna og Gunnar.
Þórdís Jónsdóttir
Alvöru blómabúð
Allar skreytingar unnar af fagfólki
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499
Heimasíða: www.blomabud.is
Netfang: blomabud@blomabud.is
! ""
!" #
✝
Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát eiginkonu, móður, tengda-
móður, ömmu, langömmu og langalangömmu,
GUÐRÚNAR KATRÍNAR JÓNÍNU
ÓLAFSDÓTTUR,
Faxabraut 13,
Keflavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hlévangs fyrir yndis-
lega umönnun og hlýju í hennar garð.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Ásgeir Einarsson,
Guðrún Ásgeirsdóttir,
Ólöf Birgitta Ásgeirsdóttir,
Ása Margrét Ásgeirsdóttir,
Auður Ásgeirsdóttir,
Hulda Ásgeirsdóttir,
Ólafur Sólimann Ásgeirsson,
Ásgeir Ásgeirsson,
Svafa H. Ásgeirsdóttir,
tengdabörn, barnabörn barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs
sambýlismanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
RAGNARS BJÖRNSSONAR
matsveins.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Hrafnistu í
Hafnarfirði fyrir góða umönnun síðustu mánuði.
Jóna Ásgeirsdóttir,
Gunnar Ingi Ragnarsson, Valdís Bjarnadóttir,
Ragnheiður Ragnarsdóttir, Egill Þórðarson,
Anna Birna Ragnarsdóttir, Snorri Sigurjónsson,
Ásgrímur Ragnarsson, Unni Larsen,
Einar Ragnarsson, Hafdís Erla Baldvinsdóttir,
Ingibjörg Ragnarsdóttir, Lúther Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS ASPAR,
Skálateigi 7,
Akureyri.
Sigríður Jónsdóttir, Skúli Magnússon,
Halldór Aspar,
Margrét Skúladóttir, Bragi Thoroddsen,
Magnús Skúlason
og langafabörn.
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs
föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langa-
langafa,
GUÐJÓNS GUÐMUNDSSONAR
frá Bakkagerði.
Sæunn Guðjónsdóttir,
Birgir Guðjónsson,
Björn Guðni Guðjónsson,
Halldóra Sigurðardóttir
og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
KJARTANS MAGNÚSSONAR,
Borgarbraut 65a,
Borgarnesi.
Jóna Sigurðardóttir,
Haukur A. Kjartansson, Svanhildur Ólafsdóttir,
Eyþór M. Kjartansson,
Hanna S. Kjartansdóttir, Anders Larsen,
Svandís E. Ragnarsdóttir,
afa- og langafabörn.