Morgunblaðið - 11.12.2010, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 11.12.2010, Qupperneq 48
48 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HERRA BORGARSTJÓRI, GEISLAVIRKU RISASNÍGLARNIR ERU AÐ NÁLGAST BORGINA! HERSHÖFÐINGI, HVAÐ HÖFUM VIÐ LANGANN TÍMA? ALLAVEGANA SEX TIL SJÖ MÁNUÐI ÉG ÆTTI AÐ HAFA TÍMA TIL AÐ FÁ MÉR AÐ BORÐA HVAÐ ERTU AÐ GERA? ÞETTA Á AÐ VERNDA MIG FYRIR SÓL- MYRKVANUM ÞAÐ ER ENGIN LEIÐ AÐ HORFA BEINT Á SÓLMYRKVA ÁN ÞESS AÐ HLJÓTA AF ÞVÍ SKAÐA ÞESS VEGNA STAKK ÉG GAT Á ÞETTA SPJALD SVO ÉG GETI SNÚIÐ ÞVÍ AÐ SÓLMYRKVANUM OG SPEGLAÐ HONUM Á HITT SPJALDIÐ ÉG EFAST UM AÐ BEETHOVEN HEFÐI DOTTIÐ ÞETTA Í HUG HVERSU MARGA STRÍÐSMENN ERTU MEÐ OG HVERSU VEL ÞJÁLFAÐIR ERU ÞEIR? HVER ER ÞETTA HRÓLFUR? ÞETTA ER VEÐMANGARI, HANN ÞARF AÐ REIKNA ÚT STUÐULINN FYRIR BARDAGANN ÉG FÍLA JÓHÖNNU SIGURÐAR- DÓTTUR MÉR FINNST GAMAN ÞEGAR JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR MÆTIR Í VIÐTÖL EÐA ÞEGAR ÞAÐ ERU GREINAR UM JÓHÖNNU SIGURÐARDÓTTUR Í MOGGANUM ÞANNIG AÐ ÞÚ FYLGIST MEÐ STJÓRNMÁLUM? NEI, MÉR FINNST BARA GAMAN AÐ SEGJA JÓHANNA SIGURÐAR- DÓTTIR ÞAÐ VIRÐIST VINSÆLT AÐ VERA MEÐ SINN EIGIN MATJURTARGARÐ VIÐ ÆTTUM LÍKA AÐ RÆKTA GRÆNMETI, ÞAÐ SPARAR PENING OG ER UMHVERFISVÆNT! FÁUM VIÐ SKATTAAFSLÁTT? NEI, EN ÞAÐ ER MJÖG GEFANDI AÐ RÆKTA SITT EIGIÐ GRÆNMETI ÞAÐ ER FERÐALANGUR KOMINN TIL NEW YORK... EF TIL VILL HEFÐI ÉG EKKI ÁTT AÐ KOMA TIL BAKA ÉG KANN BETUR VIÐ MIG Í VÍÐÁTTUNNI ÞAÐ ER EINS GOTT AÐ ÞÚ SÉRT MEÐ NÓG AF SEÐLUM! EN Á HINN BOGINN GETUR BORGIN LÍKA VERIÐ SKEMMTILEG FYRIR WOLVERINE! Velferðar- eða betlisamfélag? Sumir úr ríkisstjórn- inni segja að hér eigi að vera norrænt vel- ferðarsamfélag. Hvernig má það vera þegar fólk á ekki fyrir mat og bíður í löngum biðröðum fyrir utan hjálpar- stofnanir? Þarna bíð- ur sjúkt fólk, gamalt og konur með börn sem standa úti í hvaða veðri sem er, frosti og kulda í þeirri von að fá smá matarbita í poka. Ég heyrði í fréttum útvarps að það væri ekki hægt að hjálpa öllum sem leituðu til hjálparstofnana. Þess vegna vil ég spyrja ríkisstjórn Ís- lands: Hvað ætla þeir að gera til að hjálpa þessu fólki? Hvernig væri að fara að standa við kosninga- loforð þar sem öllu fögru var lofað um að hlúa að þeim sem minnst mættu sín? Það er til skammar fyrir stjórnvöld hvernig ástandið er orðið hérna. Sigrún Reynisdóttir. Ást er… … þegar orð geta sært. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Hótel Borg var opnuð árið 1930.Þetta var þá veglegasta gisti- hús borgarinnar og veitingasalinn sóttu margir góðborgarar. En þetta ár var nokkrum Indverjum, sem áttu leið um Ísland og vildu gistingu á staðnum, úthýst vegna litarháttar síns. Tómas Guðmundsson skáld hafði forgöngu um að mótmæla þessu ásamt tveimur kunningjum sínum, þeim Hendrik Ottóssyni og Vil- hjálmi S. Vilhjálmssyni. Gestgjaf- inn á Hótel Borg, Jóhannes Jós- efsson glímukappi, samþykkti að bera afgreiðslubannið undir at- kvæði fastagesta. Reyndust um 200 þeirra vera andvígir banninu, en aðeins um 20 hlynntir því. Orti Tómas eftir þetta hið fræga ljóð um stúlkuna frá Súdan, þar sem þessi vísuorð eru: Mér dvaldist við hennar dökku feg- urð. Samt dáðist ég enn meir að hinu, hve hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu. Röskum tveimur áratugum síðar gerðist það hins vegar, að fest var upp spjald í anddyri Hótel Borgar, laugardagskvöldið 10. maí 1952. Þar stóð: „We do not cater for colored people here.“ Hér fær þel- dökkt fólk ekki afgreiðslu. Daginn eftir gerði Sigurður Magnússon kennari, sem var um skeið blaða- fulltrúi Loftleiða, sér lítið fyrir og reif spjaldið niður. Var af- greiðslubannið eftir það úr sög- unni. Sennilega hefur Jóhannes á Borg ekki verið að fylgja eftir neinum eigin fordómum í þessi tvö skipti, heldur aðeins að þóknast einhverjum viðskiptavinum. Hið sama er eflaust að segja um Hermann Jónasson, sem var for- sætisráðherra árið 1941, þegar Ís- lendingar sömdu við Bandaríkja- menn um hervernd. Í skeyti frá Bertil E. Kuniholm, ræðismanni Bandaríkjanna á Íslandi, til Banda- ríkjastjórnar 23. júní 1941 segir: „The Prime Minister requests that no negroes be included in the unit assigned here.“ Forsætisráðherra óskar eftir því, að engir svertingjar verði í liðssveitinni, sem skipað verður niður hér. Þessi setning var af einhverjum ástæðum felld niður úr útgáfu Bandaríkjastjórnar á skjölum árið 1959, án úrfelling- armerkis, eins og dr. Þór White- head prófessor hefur bent á. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Í Súdan og Grímsnesinu Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Ég mætti karlinum á Laugaveg-inum léttum á fæti. Hann var með bók undir hendinni, Fiðrild- adans eftir Þorstein Valdimarsson. „Þær eru góðar hjá honum limr- urnar,“ sagði hann. „Sérstaklega þessi um kratana, þegar maður þekkir slektið,“ bætti hann við: Gamla Vilmundarvitið er vitanlega’ orðið slitið á stöku stað – og þeir stíga’ ekki’ í það nema stundum, eins og þið vitið. Og svo fór hann upp Frakkastíg- inn og sönglaði: Já, víst er það velkt og slitið svo verður ei framhjá því litið að til þess að þvarga þarf ekki marga þegar Þorvaldur leggur til vitið. Jakon Ó. Pétursson var lengi rit- stjóri Íslendings á Akureyri, einn þeirra skáldmæltu manna sem svo mjög settu svip sinn á Akureyri um miðbik síðustu aldar. Þeir sóttu gjarna yrkisefni sín í viðburði dags- ins eða pólitíkina ellegar ortu hver á annan. Vorið 1974 var risið lágt á krötum sem oftar: Æskan skipar öruggt lið, upp á við hún ratar, engir leita ofan á við aðrir en gamlir kratar. Þegar ég var í MA ljóðuðum við oft hver á annan fyrir vísnaþáttinn. Einhverju sinni sagði ég við Jón E. Einarsson, síðar prest í Saurbæ: Margan hefur manninn hent af menntavegi hrata. Og hann svaraði að bragði: Andskotans var öngli rennt upp í flesta krata. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn … þegar Þorvaldur leggur til vitið - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.