Morgunblaðið - 11.12.2010, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 11.12.2010, Qupperneq 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2010 Barnagaman er yfirskrift sýn- ingar á verkum Óla G. Jó- hannssonar listmálara sem opnuð verður í Stúdíó Stafni, Ingólfsstræti 6, í dag kl. 15. Á sýningunni eru olíumálverk, tússteikningar og akrýlmyndir á pappír en eins og nafnið gef- ur til kynna er hún sérstaklega ætluð börnum. „Ég er gamall refur, sýndi fyrst 1973, og hef orðið var við hnignun í aðsókn að sýningum hér á landi. Mín skýring er sú að nýir árgangar koma ekki inn vegna þess að íslenska þjóðin hefur gleymt myndlistarfræðslu til barna í svo langan tíma,“ segir Óli sem vill stemma stigu við þeirri þróun. Sýningunni lýkur á þriðjudag. Myndlist Myndlist á líka erindi við börn Eitt af verkum Óla á sýningunni. Íslandsdeild Amnesty Inter- national býður öllum að koma á skrifstofu deildarinnar í Reykjavík í dag, laugardag, frá 13 til 18 að Þingholtsstræti 27 og taka þátt í alþjóðlegu bré- famaraþoni Amnesty Inter- national sem fram fer í meira en 60 löndum víða um heim. Íslandsdeildin tekur nú í sjö- unda sinn þátt. Hljómsveitin Varsjár- bandalagið kemur fram. Fólki gefst kostur á leggja þolendum mannrétt- indabrota lið. Í ár er sjónum beint að sex ein- staklingum í jafn mörgum löndum sem þurfa allir á stuðningi að halda. Mannréttindi Bréfamaraþon Am- nesty International Varsjárbandalagið. Á morgun, sunnudag klukkan 15, verður Kristín Dagmar Jó- hannesdóttir listfræðingur með leiðsögn um sýningu hins nafntogaða norska listamanns Gardars Eide Einarsson, sem stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, og hefur verið mjög vel sótt. Mun Kristín Dagmar varpa ljósi á hina pólitísku skírskotun sem felst í verkum listamanns- ins. Vald og uppreisn er útgangspunktur í verkum Gardars Eide en þau lúta einnig sínum sjónrænu lögmálum. Þau eru unnin í ólíka miðla; skúlptúra, myndbönd, ljósmyndir, fána, málverk og dreifi- miða. Myndlist Leiðsögn um sýn- ingu Gardars Eide Kristín Dagmar Jóhannesdóttir Fjöldi tónleika af öllu tagi er hald- inn á aðventunni. Nú um helgina nær tónlistarframboðið hámarki, þegar kórar, einsöngvarar, hljóm- sveitir og ýmiskonar tónlistarhópar fylla kirkjur og samkomuhús af fögrum tónum. Laugardagur  Á aðventutónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands hljómar jóla- tónlist frá ýmsum tímum í flutningi tveggja breskra stórsöngvara, James Gilhrist tenórs og Katherine Watson sópran, þar sem tónlist eftir Bach, Handel, Corelli, Mozart og fleiri verður flutt. Háskólabíó kl.17.00.  „Hátíð fer að höndum ein“ – aðventustemning með tónlist og heitu súkkulaði í Hallgrímskirkju. Listavinafélag Hallgrímskrikju býður til tónlistarveislu í kirkjunni. Í boði verður samfelld aðventu- og jóladagskrá með kórsöng og org- elleik Fram koma: Schola Cantor- um, Björn Steinar Sólbergsson org- anisti, Drengjakór Reykjavíkur, Hörður Áskelsson organisti og Mó- dettukór Hallgrímskirkju. Hallgrímskirkja, kl. 14-17.  Á jólatónleikum Grafarvogs- kirkju koma fram kór kirkjunnar og Vox Populi og flytja jóla- og að- ventulög. Jón Rafnsson leikur á bassa, Vignir Stefánsson á píanó, organistar og kórstjórar eru Hákon Leifsson og Guðlaugur Viktorsson. Grafarvogskirkja kl. 17.00.  Hinir árlegu jólatónleikar Gra- duale Nobili í Langholtskirkju eru á laugardagskvöldið. Að venju verða flutt verkin Dancing Day, eft- ir John Rutter, og Ceremony of Ca- rols, eftir Benjamin Britten. Einnig verða flutt íslensk jólalög. Stjórn- andi er Jón Stefánsson. Langholtskirkja kl. 22.00. Sunnudagur  Tónleikar verða haldnir í Listasafni Íslands, til minningar um Karl Kvaran listmálara í tengslum við yfirlitssýningu á verkum hans. Á efnisskrá eru m.a. verk eftir Schuloff, Hafliða Hallgrímsson og Kodály. Flytjendur: Gteta Salóme Stefánsdóttir, Hildigunnur Hall- dórsdóttir, Jón Gunnar B. Magn- ússon og Sigurður Halldórsson. Listasafn Íslands kl. 14.00.  Árlegir aðventutónleikar kórs Dómkirkju Krists konungs í Landa- koti verða á morgun, sunnudag; tvennir tónleikar. Á efnisskrá eru innlend og erlend lög og tónverk tengd aðventu og jólum. Einsöngv- arar eru Björg Þórhallsdóttir og Hlöðver Sigurðsson, Hilmar Örn Agnarsson stjórnar. Kristskirkja kl. 16.00 og 20.00.  Drengjakór Reykjavíkur held- ur árlega jólatónleika sína í Hall- grímskirkju. Dagskráin verður fjöl- breytt, íslensk og erlend jólalög og sálmar. Félagar úr Karlakór Reykjavíkur, sem er verndari drengjakórsins, koma einnig fram. Friðrik S. Kristinsson stjórnar, Lenka Matéóvá leikur á orgel og pí- anó, Hallfríður Ólafsdóttir á flautu. Hallgrímskirkja kl. 17.00.  Haukur Guðlaugsson organisti og fyrrum söngmálastjóri heldur orgeltónleika í Dómkirkjunni. Haukur leikur orgelverk tengd að- ventunni og eigin umritanir. Tónleikarnir eru hluti af 25 ára afmæli orgels Dómkirkjunnar. Dómkirkjan kl. 17.00  Á jólatónleikum Kammerkórs Mosfellsbæjar verður frumflutt „Ave Maria“ eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Á tónleikunum verður fjölbreytt efnisskrá, m.a. verk eftir Caccini, Handel, Elgar og Cohen, auk þekktra jólalaga. Stjórnandi er Símon H. Ívarsson og meðleikari Arnhildur Valgarðsdóttir. Guðríðarkirkja kl. 20.00.  Söngsveitin Fílharmónía held- ur tvenna tónleika í vikunni, á sunnudags- og miðvikudagskvöld. Einsöngvari er Valgerður Guðna- dóttir. Á dagskrá er fjölbreytileg blanda af kunnum jólalögum og annarri áhugaverðri tónlist. Stjórn- andi er Magnús Ragnarsson. Seltjarnarneskirkja kl. 20.00. Fjöldi allrahanda tónleika um helgina  Breskir einsöngvarar með Sinfóníuhljómsveit Íslands  Viðamikil dagskrá í Hallgrímskirkju  „Ave Maria“ eftir Gunnar Reyni frumflutt  Karls Kvarans minnst  Jóla- og aðventutónlist í forgrunni Katherine Watson Björg Þórhallsdóttir Haukur Guðlaugsson Valgerður Guðnadóttir Sýning Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, Líkamshlutar í trúarbrögðum, verður opnuð á morgun, sunnu- dag, kl. 12.10 í Hallgrímskirkju. Sýningin er sú þriðja í sýn- ingaröð sem List- vinafélag kirkjunnar stendur að og kallast „Kristin minni“. „Ég sýni ný verk; myndbandsverk sem er hálfgerð altaristafla á þremur skjáum, svo er ljósmyndaverk í 63 hlutum, og einn stór skúlptúr,“ segir Hannes. „Svo er þetta líka performans- tengt,“ segir hann. Hannes verður með performans við opnunina, í bún- ingi og í gervi Hallgríms Péturs- sonar. „Ég er að vinna út frá líkamspört- unum sem birtast alltaf í trúar- brögðum, tek þá fyrir og nota þá – augu, tunga, brjóst, typpi, og ég hef líka rassinn, með spurningarmerki,“ segir hann. „Íkonagrafían í líkams- pörtunum er þarna.“ Hannes segir að það hafi ekki breytt nálgun sinni neitt að vera boð- ið að sýna í kirkju. „Það eina sem er öðruvísi er að Hallgrímur Pétursson verður hluti af sýningunni. Það kem- ur til af því að þessi mynd af Hall- grími er eina íkonið sem er til á Ís- landi. Í öllum íkonum er gull og ég hef hann með gullskalla.“ Við opnun sýningarinnar munu Hannes og Ólafur Gíslason listfræð- ingur segja nokkur orð um sýn- inguna. Í sýningaröðinni er listamönnum boðið að vinna verk sérstaklega fyrir kirkjuna og fá guðfræðing og list- fræðing til samráðs og samræðu. Sýningastjóri er Guðrún Kristjáns- dóttir. Áður hafa þær Ólöf Nordal og Hulda Stefánsdóttir sýnt í röðinni. Hannes sýnir lík- amshluta  Sýnir sálmaskáld- ið með gullskalla Hannes Lárusson Held hann hafi þó gleymt sér um stund og fundist hann vera kominn á eigin rokktónleika...56 » Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Í gær kom út hjá Crymogeu vegleg bók um Guðjón Ketilsson myndlist- armann og er þetta þriðja bókin í flokki Listasjóðs Dungal um ís- lenska samtímamyndlistarmenn. „Ég er mjög sáttur við útkomuna, vissulega. Það er skrýtin tilfining að vera kominn með bókina í hendur og að sjá þetta allt saman. En það er góð tilfinning,“ sagði Guðjón í gær. Hann bætti við að hann væri mjög þakklátur Listasjóði Dungal og út- gefanda fyrir framtakið. Guðjón segir að það sé forvitnilegt fyrir sig að fletta bókinni og þannig skoða feril síðustu áratuga. „Ætli ég viti ekki betur núna á hvað leið ég hef verið,“ segir hann hugsi. Bætir svo við: „Og þó, ég veit það í raun ekki neitt!“ Samtímis opnaði Guðjón sýningu í höfuðstöðvum Crymogeu við Bar- ónsstíg. „Þar er ég bæði með splunkuný verk, teikingar sem ég hef ekki sýnt áður, og elsta verkið í bókinni, sjálfs- mynd í tré sem ég sýndi í Nýlista- safninu fyrir 20 árum. Mér fannst áhugavert að hafa það verk með, það markaði ákveðið upphaf. Nýju verkin eru teikningar með einskonar „óskiljanlegri“ skrift, hugsanaflæði. Það er tilraun sem ég vann að í sumar. Tilraun er kannski of hátíðlegt orð – ég byrja verkin nefnilega oft á hálfgerðu bulli,“ segir hann síðan. „Oft er ég í vafa um það hvert verkin stefna en ég teikna alltaf mikið og stund- um færast teikning- arnar út í þrívíða út- færslu.“ Fyrstu 100 eintök- um bókarinnar um Guðjón fylgir tölusett grafíkverk, kopar- æting, sem hann vann upp úr einræðuverk- unum frá í sumar. „Ég byrja verkin nefnilega oft á hálfgerðu bulli“  Guðjón Ketils- son fagnar útgáfu bókar með sýn- ingu Morgunblaðið/Einar Falur Listamaðurinn „Ég teikna alltaf mikið og stundum færast teikningarnar út í þrívíða útfærslu,“ segir Guðjón. Í gær kom út bók um Guðjón Ketilsson myndlistarmann (f. 1956) og feril hans. Ólafur Gíslason er höfundur textans. Um leið var opnuð sýning á nýj- um verkum hans í höfuð- stöðvum útgefandans, Crymo- geu, á Barónsstíg 27. Bókin um Guðjón er sú þriðja í ritröð um samtímalistamenn sem Crymo- gea gefur út í samstarfi við List- sjóð Dungal. Tilgangur bókanna er að beina sjónum að ein- stökum, íslensku samtíma- listamönnum sem hafa skapað sér sérstakt og sterkt tjáningarform. Í bókinni um Guðjón sést hvernig lista- maðurinn vekur spurningar með verkum sínum, spurningar um til- gang hlutanna og notkunargildi. Í ritröð um samtímalist BÓKIN UM GUÐJÓN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.