Morgunblaðið - 11.12.2010, Side 56
56 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2010
SPARBÍÓ 3D 950 krkr á allar sýningar merktar með grænu
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRSÝND Í ÁLFABAKKA
FRÁ TODD PHILIPS, LEIKSTJÓRA
THE HANGOVER
HHHH
- HOLLYWOOD REPORTER
HHHH
- MOVIELINE
HHHH
- NEW YORK POST
BRUCE WILLIS, MORGAN
FREEMAN, JOHN MALKOV-
ICH OG HELEN MIRREN ERU
STÓRKOSTLEG Í ÞESSARI
ÓTRÚLEGA SKEMMTILEGU
GRÍN HASARMYND
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
SÝ D Í KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL
SÝND Í EGILSHÖLL OG KEFLAVÍK
BESTA SKEMMTUNIN
MEGAMIND-3D kl.43D ísl. tal -83D m/ ensku tali L DUEDATE kl.5:50-8-10:10 10
THELASTEXORCISM kl.6 -8-10:10 16 ÆVINTÝRISAMMA-3D ísl. tal kl.1:303D L
LIFEASWEKNOWIT kl.5:30-8-10:30 10 KONUNGSRÍKIUGLANNA ísl. tal kl.1:30-5:40 7
HARRYPOTTER kl.2 -4-5:30-8:30-10 VIP KONUNGSRÍKIUGLANNA-3D ísl. tal kl.3:303D 7
HARRYPOTTER kl.5:30-8:30 10 FURRYVENGEANCE kl.2 L
/ ÁLFABAKKA
NARNIA3D kl. 23D - 53D - 83D - 10:303D L DUEDATE kl.8 10
LIFEASWEKNOWIT kl. 5 - 8 - 10:30 L ÆVINTÝRISAMMA-3D kl.23D ísl. tal L
HARRYPOTTER kl. 2 - 5 - 8 - 10:10 10 KONUNGSRÍKIUGLANNA-3D kl.23D ísl. tal 7
MEGAMIND-3D kl. 53D ísl. tal L
/ EGILSHÖLL
Frá Íslandsvininum Eli Roth sem færði okkur
Hostel ásamt framleiðendum Dawn of the Dead
Óhugnaleg spennumynd sem fór beint
á toppinn í USA og Bretlandi!
Komdu í ferðalag og upplifðu ævintýri
Narnia eins og þú hefur aldrei séð áður
„ÓGNVÆNLEGA
SKEMMTILEG.“
SARA MARIA VIZCARRONDO
BOXOFFICE MAGAZINE
HHHHH
„SKÖRP OG
ÓGNVEKJANDI MYND.“
KIM NEWMAN EMPIRE
HHHH
AF TÓNLIST
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Ég er víst í hópi hinna 12 þús-und léttgeggjuðu Íslend-inga sem létu himinhátt
miðaverð ekki aftra sér frá að fara í
Laugardalshöllina að sjá Björgvin
Halldórsson og jólagesti hans. Þetta
var á laugardagskvöldinu, á öðrum
tónleikum af fernum þá helgi í
borginni en þeir fimmtu verða á Ak-
ureyri í kvöld.
Stemningin var góð í þéttsett-
inni Höllinni og dagskráin byrjaði
með því að krakkarnir úr Barnakór
Kársnesskóla komu inn syngjandi
og svífandi með jólaandann. Vín-
andi sveif einnig í loftinu en engar
hömlur voru á því hvað tónleika-
gestir gátu borið með sér af bjór og
léttvíni inn í salinn. Þegar á tón-
leikana leið var þetta orðið hvim-
leitt, ekki síst er bjórdósirnar byrj-
uðu að rúlla niður tröppurnar í
stúkunni með tilheyrandi hávaða.
Björgvin tjaldaði öllu til að
þessu sinni og hefur líklega aldrei
tekist betur upp en nú. Var ekki að-
eins með magnaða söngvara, kóra
og hljóðfæraleikara með sér heldur
einnig leikstjóra og handritshöf-
und, þá Gunnar Helgason og Björn
G. Björnsson, að ógleymdum Þóri
Baldurssyni hljómsveitarstjóra.
Handrit og leikstjórn skemmdu
eflaust ekki fyrir en tónleikar sem
þessir mega ekki verða of stífir og
hátíðlegir, listamenn verða að hafa
ákveðið svigrúm til að segja og gera
það sem þeir vilja. Ef einhverju var
ofaukið í þessum stjörnufansi þá
var það annars hinn skemmtilegi
leikari, Örn Árnason, því Björgvin
hefði vel getað séð um kynninguna
sjálfur. Fyrir utan það að sum lögin
voru ekkert kynnt og söngvarar
kynntu hver annan í einhverjum til-
vikum.
Ánægjulegast var að sjá að hin-
ir íslensku söngvarar stóðu þeim er-
lendu ekkert að baki. Paul Potts var
þó hápunktur kvöldsins; þvílík rödd
sem þessi maður hefur! Og erfitt að
ímynda sér að sögurnar sem hann
sagði milli laga hafi verið eftir
handriti. Ég set Potts efst á listann
minn og þar á eftir úr röðum karl-
söngvara koma Högni í Hjaltalín,
sem flutti Cohen-lagið „Hallelúja“
með ógleymanlegum hætti, Gissur
Páll Gissurarson (ótrúlegir tónar
frá þeim netta manni), Haukur
Heiðar í Diktu og norska hetjan Ry-
bak.
Helgi Björns var líka góður
með ítalska jólasmellinn „Ef ég
nenni“. Held hann hafi þó gleymt
sér um stund og fundist hann vera
kominn á eigin rokktónleika en ekki
jólatónleika.
Mér fannst hins vegar Summer
Watson lítið eiga í þær íslensku dív-
ur sem stigu á svið; Röggu Gísla,
Valgerði Guðna, Sigríði Thorlacius
í Hjaltalín og Jóhönnu Guðrúnu.
Watson var ágæt en hinar voru bara
betri. Jóhanna var þó að mínu mati
helst til of hátt uppi, en það gæti
hafa verið hljóðkerfið sem truflaði.
En hljóðkerfið mun hafa farið verst
með stórtenórinn Kristján Jóhanns-
son. Í öllu falli fékk maður þá skýr-
ingu eftir á, í viðtali við Kristján á
Bylgjunni, að eitthvað hefði farið
úrskeiðis, en þaðan sem ég sat uppi
í stúkunni miðri kom þetta út eins
og Kristján hefði eitthvað farið út af
sporinu í Ave María. Það getur tæp-
ast hafa verið þannig og vonandi
virka tólin fyrir hann á heimavelli
fyrir norðan í kvöld. Þar verða eng-
ar erlendar stórstjörnur en í hópinn
bætist annar heimamaður, Óskar
Pétursson frá Álftagerði. Því segi
ég að lokum við Björgvin: Takk fyr-
ir mig, en næst þarftu ekki að sækja
söngvatnið yfir lækinn. Landinn er
bestur – og líka ódýrari!
Söngvatnið sótt yfir lækinn
» Takk fyrir mig,Björgvin, en næst
þarftu ekki að sækja
söngvatnið yfir lækinn.
Landinn er bestur – og
líka ódýrari!
Ljósmynd/Guðmundur Lúðvíksson
Jólagestir Björgvin Halldórsson var flottur í Laugardalshöllinni.