Morgunblaðið - 11.12.2010, Page 60
LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 345. DAGUR ÁRSINS 2010
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Logi Geirs búinn að missa það
2. Pabbi á bar - barn beið í bíl
3. Hún hélt ég væri hommi
4. Íslendingar ráða ekki við skuldir
Fyrsti jólasveinninn, Stekkjarstaur,
kemur til byggða á morgun og mun
hann koma við í Þjóðminjasafninu kl.
11, þegar morgunverkinu lýkur, þ.e.
að gefa góðum börnum í skóinn.
Morgunblaðið/Golli
Stekkjarstaur í
Þjóðminjasafninu
Hljómsveitin Brother Grass fór
með sigur af hólmi í Jólalaga-
samkeppni Rásar 2 með lagið „Jól“.
Lagið samdi Örn Eldjárn gítarleikari
en auk hans skipa fjórar stúlkur
hljómsveitina: Sandra
Dögg Þorsteins-
dóttir, Soffía
Björg, Ösp Eldjárn
og Hildur Halldórs-
dóttir. Í 2. sæti varð
lag Valgeirs Skag-
fjörð, „Ástfangin á
aðfangadags-
kvöld“.
Brother Grass átti
besta jólalagið
Á morgun kl. 14
verður frumgerð
jóla- og bílnúm-
erarevíu Jóns
Múla og Jónasar
Árnasona, Del-
eríum Búbónis,
frá árinu 1954,
flutt í Útvarps-
leikhúsi Rásar 1.
Í verkinu segir af Ægi Ó. Ægis, for-
stjóra Gleðilegra jóla hf., sem hyggst
flytja inn jólatré og ávexti fyrir jólin.
Óvænt atvik setur strik í reikninginn
og vart annað hægt að gera en að
fresta jólum fram í mars.
Deleríum Búbónis í
Útvarpsleikhúsinu
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða bjartviðri, en dálítil væta við vesturströndina síðdegis. Hiti 1
til 8 stig, en vægt frost í innsveitum norðaustan til á morgun.
Á sunnudag Fremur hæg suðlæg átt. Skýjað en úrkomulítið vestanlands, annars bjart-
viðri. Hiti 1 til 7 stig, en vægt frost í innsveitum norðaustan- og austanlands.
Á mánudag Suðaustan 5-10 við suðvesturströndina, annars hægari. Víða léttskýjað og
hiti 0 til 7 stig, en vægt frost til landsins.
„Maður hafði virkilega gaman af
þessu eftir að hafa verið orðinn mjög
þreyttur og virkilega farinn að spá í
að hætta í fótboltanum,“ segir Gunn-
ar Heiðar Þorvaldsson, knatt-
spyrnumaður frá Vestmannaeyjum, í
viðtali við Morgunblaðið í dag. Hann
skoðar nú næsta skref sitt á ferlinum
og segir að þar komi ýmislegt til
greina. »1
Var virkilega farinn að
spá í að hætta þessu
„Er það bara ég, eða finnst
fleirum kjánalegt að sjá
áletranir eins og „Gud-
mundsdottir“ og „Sig-
urdsson“ aftan á keppnis-
treyjum íslenska
íþróttafólksins okkar á
stórmótunum? Einhverra
hluta vegna hef ég aldrei
verið sáttur við að sjá
föðurnöfnin á íslensku
landsliðsbúningunum.“ Sjá
pistil í íþróttablaðinu. »2
Eiginnöfnin aftan
á búningana?
„Má ég þá biðja um kraftaverk og á
ég þá ekki við hljómsveitina Krafta-
verk frá Bolungarvík. Nú er alla vega
þörf á góðu kraftaverki svo að ís-
lensku handboltakonurnar geti skellt
heimsmeisturunum með átta marka
mun á sínu fyrsta
stórmóti,“ skrif-
ar Kristján
Jónsson frá
Árósum um
kvennalands-
liðið í handbolta.
»4
Nú er þörf á góðu
kraftaverki í Árósum
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
„Við höfum alltaf sungið rosalega
mikið og mikil sönghefð inni á heim-
ilunum þegar allir voru að alast upp,“
segir Anna Sigga Ellerup, lögfræð-
ingur og kórsöngkona.
Um helgina halda Frostrósir inn-
reið sína í höfuðborgina með fernum
tónleikum og svo skemmtilega vill til
að á sviðinu í Laugardalshöll samein-
ast hvorki meira né minna en níu fjöl-
skyldumeðlimir af þremur ættliðum.
Fyrsta má nefna móðurbræður
hennar tvo, sem hafa um árabil sung-
ið með karlakórnum Fóstbræðrum.
Kona annars þeirra og tvær dætur
þeirra syngja með Önnu Siggu í
kvennakórnum Vox Feminae, sem
kemur fram á tónleikunum.
Syngja líka á gamlárskvöld
Þriðji Fóstbróðirinn úr fjölskyld-
unni sem syngur á tónleikunum er
eiginmaður Önnu Siggu, Geir Gunn-
laugsson. Þau hjónin deila sviðinu því
með frænkum og frændum, en einnig
börnum sínum.
Dóttir þeirra, Sigrún Helga, er að-
eins átta ára en er þó að syngja á sín-
um fimmtu jólatónleikum með
Stúlknakór Reykjavíkur. „Hún var
með í fyrra og fannst svo skemmti-
legt á Frostrósum að hún pantaði
að fá að vera með á öllum tón-
leikum héðan í frá,“ segir
Anna Sigga og bætir því
við að það sé mjög gef-
andi fyrir börnin að fá að
taka þátt í svo
metnaðarfullum æf-
ingum með þraut-
þjálfuðu tónlistar-
fólki.
Tvíburabróðir
Sigrúnar Helgu,
Gísli Gunnlaugur, tekur
einnig þátt í tónleikunum
sem eitt af vetrarbörnum
Frostrósa. Aðventan er
því hreinlega undirlögð af tónleika-
haldi og æfingum hjá fjölskyldunni.
Kannski má þó segja að það sé aðeins
löng upphitun fyrir áramótin, en þá er
einmitt vaninn að fjölskyldan hittist
öll og syngi saman langt fram á nótt.
Jólatónlistin færir gleði
„Það fer allur tíminn í þetta, því svo
erum við auðvitað öll með okkar tón-
leika að auki. Það hafa því nánast ver-
ið æfingar á hverjum degi.“
Anna Sigga þverneitar því þó að
fjölskyldan sé orðin leið á jólalög-
unum þótt þau hafi byrjað að syngja
þau í byrjun nóvember og jafnvel
fyrr. „Þegar maður syngur svona fal-
lega tónlist þá fær maður gleði í
hjartað og jólin koma. Þetta er alveg
dásamlegt.“
Öll aðventan undirlögð af söng
Níu fjölskyldu-
meðlimir á sviði
með Frostrósum
Morgunblaðið/Kristinn
Mörg Geir Gunnlaugsson, Anna Sigga Ellerup, Svana Kristín Elísdóttir, Gunnar Reynarsson, Ástrós Elísdóttir, Elís
Reynarsson, Steinunn Kristín Jónsdóttir. Fyrir framan eru systkinin Sigrún Helga og Gísli Gunnlaugur Geirsbörn.
Frostrósir halda alls 29 tónleika á aðventunni en stórfjölskyldan
kemur þó aðeins fram öll saman á þeim tónleikum sem fram fara
í Reykjavík. Mikill fjöldi tónlistarfólks tengist tónleikunum því
auk helstu flytjenda voru ýmsir kórar á landsbyggðinni
fengnir til þess að stíga á svið á hverjum stað fyrir sig þeg-
ar hópurinn ferðast um landið. Þar má nefna Stúlknakór
Ísafjarðar, barnakór Snæfellsbæjar, barnakór Egilsstaða-
kirkju, karlakórinn Geysi á Akureyri, kór Holtaskóla, ung-
lingakór Selfosskirkju, skólakór grunnskóla Reyðarfjarðar
o.fl.
Fernir tónleikar verða í Laugardalshöll um helgina
og er uppselt á þrenna þeirra en enn eru nokkrir
lausir miðar á aukatónleika á sunnudag klukkan 16.
Kórar um allt land eru með
TUGIR SÖNGFÓLKS SYNGJA MEÐ FROSTRÓSUM