Morgunblaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 10
S igrún Grendal hefur dansað nánast síðan hún man fyrst eftir sér. „Ég dansaði m.a. bæði klassískan ballett og djassballett en vaknaði svo upp við það er ég kom úr námi erlendis að fátt var í boði fyrir mig. Ég var allt í einu orðin of gömul fyrir það sem var í boði,“ segir hún en bætir við að við- horf dansheimsins hafi heldur betur breyst síðan og nú geti allir fundið eitthvað við sitt hæfi. „Nokkru eftir heimkomuna kom fyrsti gestakennar- inn frá Afríku til að kenna afrískan dans hér á landi. Fyrir mér var þetta mikil uppgötvun og ég varð algjörlega hugfangin.“ Um var að ræða vendi- punkt í lífi Sigrúnar sem hefur síðan lifað og hrærst í afrískri danshefð. Hún hefur í tíu ár starfrækt Afróskola Sigrúnar Grendal en kennsla fer fram í Baðhúsinu og í Klifinu, Garðabæ. Með annan fótinn í Gíneu „Sennilega er ég sú sem hef dansað afró lengst allra Íslendinga,“ segir Sigrún hlæjandi. „Síðustu tólf ár hef ég farið árlega til Gíneu og dvalið þar í a.m.k tvo mánuði í senn ásamt Agnesi dóttur minni. Þar leggjum við áherslu á að dansa í nokkra tíma á dag með bestu danskennurum sem við finnum. Um leið reynum við að drekka í okkur eins mikið og við getum af afrískri menningu því hún er svo samofin dansinum að ekki er hægt að greina þar á milli.“ Dansinn sem stiginn er í tímum Sigrúnar og félaga er sennilega rétt eins og lesendur ímynda sér, djúpir og seiðandi frumskógartaktar laða fram í líkamanum hreyfingu sem á rætur sínar að rekja allt til upphafs mann- kyns. „Afrískur dans er mjög fjöl- breytilegur en við sérhæfum okkur í dönsum frá Gíneu þar sem ríkir órú- lega rík dans- og tónlistarhefð,“ út- skýrir Sigrún. Sigrún segir svo magnað við afró- dans að hann geta allir dansað. „Í afródansi felst mikil tjáning og hver dansari túlkar dansinn á sinn hátt. Þess vegna er auðvelt að blanda sam- an dönsurum með litla og mikla dans- reynslu,“ útskýrir hún og segir sporin í sjálfu sér nokkuð einföld og eitthvað sem allir geta lært. „Túlkunin kemur með reynslunni. Dansinn getur verið í senn seiðandi og kynngimagnaður. Hann túlkar gleði, sorg, kraft og orku og er ýmist kvenlegur eða karlmann- legur. Í Afríku sér maður háaldrað fólk dansa og gefa unga fólkinu ekk- ert eftir enda skín þá persónuleikinn og reynslan í gegn í hverju spori. Með dansinum leysist svo eitthvað úr læð- ingi, sama hver á í hlut.“ Sem líkamsrækt er afródansinn góður valkostur, að sögn Sigrúnar. „Það er ekki bara gaman að dansa afró heldur á sér líka stað rosaleg brennsla og útrás. Ég hef aldrei stundað líkamsrækt þar sem ég brenni eins miklu,“ segir hún. „Dans- inn byggist á stórum og miklum hreyfingum svo nota þarf hvern ein- asta vöðva líkamans. Smám saman eykst úthaldið, dansarinn nær betra valdi á tækninni, hreyfingarnar verða hraðari en um leið mýkri og líkaminn mótast.“ Sigrún kveðst sjá breytingar á nemendum sínum með dansinum: „Eitt af því stórkostlega sem ég sé þróast í fari nemenda minna er hvernig fas og líkamsburður þeirra virðist breytast og maður skynjar aukið öryggi og útgeislun,“ segir hún og bætir við að afró sé dansað bæði með sál og líkama. „Afródansinn hef- ur undarlega góð áhrif á sálartetrið og veitir eflaust ekki af núna þegar kreppan er að verða búin að gera út af við þjóðina. Oftast er árangurinn af líkamsrækt eingöngu mældur í því hversu mörg kíló fjúka af og á þeim skala myndi afródansinn lenda mjög ofarlega. En ef til væri einhvers kon- ar gleðivog er ég sannfærð um að af- ródansinn myndi mælast þar efst á lista.“ ai@mbl.is Hörkubrennsla sem léttir sálina Sigrún féll svo kylliflöt fyrir afró-dansi að hún hefur verið árviss gestur í Gíneu síðan. Sporin geta allir lært og tjáningin batnar bara með aldrinum Morgunblaðið/Árni Sæberg 10 | MORGUNBLAÐIÐ Okkur er sönn ánægja að tilkynna að Hreyfiland, í samstarfi við fimleikadeild Stjörnunnar, er með starfsemi sína í íþróttamiðstöðinni Ásgarði, Garðabæ. Bumbufimi® er einstök leikfimi fyrir konur á meðgöngu. Mæðrafimi®: Hreyfiland er frumkvöðull í faglegri, öruggri þjálfun fyrir mæður og börn þeirra. Hreyfifimi® eru skemmtilegir tímar fyrir 1-3 ára börn, þar sem þau læra í gegnum leik að samhæfa og stjórna hreyfingum sínum. Snillingafimi® eru markvissar æfingar fyrir ungabörn 3-12 mánaða, sérsniðnar til að styrkja börnin og örva þroska þeirra. Mæðra og vinkvennahópar velkomnar. 6 vikna námskeið hefst í vikunni 10-14 janúar 2011. Skráning fer fram í síma 868-0863 og í gegnum netfangið: hreyfiland@stjarnan.is Hreyfiland er frumkvöðullinn í fjölskyldu- og barnvænni heilsurækt www.hreyfiland.is Lifandi tónlist í öllum tímum Í afrótímum Sigrúnar er ekki dansað við glyminn úr hljómflutningstækjum heldur er alvöru lifandi trommusláttur í hverjum tíma. „Tónlistin er jafn mikilvæg og dansinn og ekki er hægt að skilja þar á milli. Trommurnar gefa dansaranum orku og dug og dansarar og trommarar „tala saman“ á með- an á dansinum stendur,“ segir hún. Sigrún hefur sér til halds og trausts góðan hóp kennara. „Baba Ban- goura sem er meðal eftirsóttustu danskennara í Gíneu og Cheick Ban- goura er þaulreyndur trommari frá Gíneu. Síðan er Agnes dóttir mín sem er alin upp við afrískan dans og trommur og dansar eins og innfædd.“ Miðlar hefðum og sögu Afrískur dans er meira en bara dans. „Hann tengir mann menningunni á hverjum stað. Það er órjúfanlegur hluti af daglegu lífi í Gíneu að dansa við alls kyns tilefni s.s hátíðir, brúðkaup, heimsóknir eða manndómsvígslur. Til að verða góður afródansari þarf að skilja hvað felst í hverjum dansi og að verða afrókennari gerist ekki á einum degi,“ segir Sigrún. Dansinn og tónlistin varðveita og miðla sögu og hefðum Afríku. „Hér á Íslandi áttum við okkar sagnahefð og rituðum á skinn, en í Afríku eru sög- urnar og heilræðin borin á milli kynslóða í dansi og tónlist,“ segir Sigrún. „Unga kynslóðin viðheldur þessari hefð og þróar um leið sínar eigin leiðir. Til dæmis hefur verið góður árangur af sunginni áróðursherferð til að hvetja fólk að nota smokkinn og þannig að hefta útbreiðslu HIV. Þar sem stórt hlutfall þjóðarinnar glímir við ólæsi duga veggspjöld og ritaðar upp- lýsingar skammt en þegar þekkt og vinsælt listafólk setur upplýsingarnar í búning sem fólkið þekkir og treystir þá er hægt að ná árangri.“ Töfrar „Dansinn getur verið í senn seiðandi og kynngimagnaður. Hann túlkar gleði, sorg, kraft og orku“. Sigrún Grendal ásamt dóttur sinni Agnesi og tengdasyni Baba Bangoura. Í hópinn vantar Cheick Bangoura trommuleikara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.