Morgunblaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 32
32 | MORGUNBLAÐIÐ RÓLEGIR OG KRÖFTUGIR HÓPAR Í HÁDEGINU OG EFTIRMIÐDAGA Í NÝLEGRI OG BJARTRI SUNDLAUG VIÐ LAUGARÁS UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 897-2896 OG Á www.bakleikfimi.is BAKLEIKFIMI Í VATNI BETRI LÍÐAN Í HÁLSI HERÐUM OG BAKI UNDIR LEIÐSÖGN SJÚKRAÞJÁLFARA F ólk heldur stundum að það þurfi að kunna eitthvað í dansi til að mæta á nám- skeið. Þvert á móti ætlumst við hálfpartinn til þess að byrj- endur kunni ekki neitt og séu ekk- ert góðir, en erum líka reiðubúin að kenna þeim frá upphafi til enda,“ segir Edgar Konráð Gap- unay, danskennari hjá Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar. „Annars er dans hvorki flókin né erfiður. Sumir eru samt tvístígandi því til- þrifin í danskeppnum og sjónvarpsþáttum eru svo mikil á köflum.“ Finna sinn eigin takt Edgar segir að allir geti lært að dansa. „Já, það þarf enga sérstaka hæfileika. Jafnvel þó að sumum finnist þeir ekki getað fangað takt- inn í laginu þá geta allir fundið sinn eigin takt. Úti á dansgólfinu skiptir heldur ekki alltaf öllu máli að vera í takt við tónlistina heldur frekar að vera í takt hvort við ann- að. Tónlistin kemur svo bara síðar meir.“ Það á heldur ekki að fæla fólk frá dansinum þó að það hafi reynt sig á dansgólfinu áður til þess eins að uppgötva að alla hreyfingu vantar í mjaðmirnar og tilburðirnir hafi þótt helst til hallærislegir. Allt er þetta eitthvað sem batnar með æfingunni. „Það skiptir heldur ekki máli þó að maginn sé kannski orð- inn svolítið stór og leggirnir ekki eins langir og maður vildi. Það eina sem þarf til að geta dansað sómasamlega þessa sígildu undir- stöðudansa er að geta hreyft á sér fæturna.“ Allur líkaminn notaður Raunar bendir Edgar á að dans- inn sé sérstaklega áhugaverður kostur fyrir þá sem eru ekki miklir íþróttamenn eða eru ekki með líkamann í toppformi. „Dans er holl hreyfing og er t.d. sérstaklega mælt með þessari tegund æfinga fyrir hjartveika. Dansinn getur jú verið eins tilþrifa- og íburðarmikill og hver og einn ræður við en sama þó að dansað sé á rólegu nótunum fær allur líkaminn hreyfingu.“ Dansinn lifir ágætu lífi að sögn Edgars, og til marks um hve breið- ur hópur stundar dansinn hér á landi reiknast honum til að elsti nemandi dansskólans sé kominn yfir áttrætt á meðan þeir yngstu eru á leikskólaaldri. „Straumurinn hefur verið nokkuð stöðugur og ekki liðið fyrir kreppuástandið. Raunar grunar mig að margir hafi komið auga á að þetta er ekki dýrt sport fyrir pör að stunda saman, og hefur þann eiginleika að þjappa pörunum betur saman. Þú getur svo sem alltaf farið einn í keilu eða líkamsrækt en það þarf alltaf tvo til að dansa tangó,“ bætir hann við. „Ekki er ég frá því að danstímar hafi bjargað mörgum hjónabönd- unum í gegnum tíðina að ótöldum þeim hjónaböndum sem lögð hafa verið drög að á dansgólfinu.“ ai@mbl.is Taktleysi og stífar mjaðmir eru engin fyrirstaða Edgar Konráð Gapunay segir alla geta lært að dansa og aldur, holdafar eða skort á hæfileikum frá náttúr- unnar hendi ekki þurfa að vera vandamál. Morgunblaðið/Ernir Aðgengilegt Edgar segir að dans sé á allra færi. „Það skiptir ekki máli þó maginn sé kannski orðinn svolítið stór og leggirnir ekki eins langir og maður vildi.“ Margir foreldrar eiga sér þann draum heitastan að börnin þeirra læri dans. Oftast er auðveldara að fá stelpurnar til að dansa en strákarnir þráast oft við. „Ég hef sjálfur gengið í gegnum þetta með minn strák,“ segir Edgar. „Ráðin sem ég get gefið foreldrum sem lenda í þessari stöðu er að vera mikið með barninu fyrstu skiptin. Vitaskuld á ekki að neyða börn til að dansa en stundum þarf mað- ur að vera svolítið ákveðinn og ýtinn og hjálpa þeim af stað. Fyrr en varir fer þá jafn- vel börnunum með mesta mótþróann að þykja bráð- skemmtilegt að sækja dans- tímana.“ Yngstu nemendur við dans- skólann eru þriggja ára. „Með þeim förum við í svokallaða dansleiki, syngjum og dönsum og æfum hægt og rólega takt og undirstöðuatriði dansins.“ Dansskólinn fagnar í ár 30 ára afmæli og býður af því til- efni 30% afslátt af byrjenda- námskeiðum fyrir sex ára og yngri. Börnunum beint í rétta átt Gaman er að sjá hversu áberandi dans er orðinn í afþreyingarflóru sjón- varpsstöðva og kvikmyndahúsa. Danskeppnir af ýmsum toga eru með vin- sælustu þáttum, dansarar láta að sér kveða í hæfileikakeppnum og margar barna- og unglingakvikmyndirnar ganga hreint og beint út á hver er flink- astur á dansgólfinu. Edgar slær því föstu að þessi sýnileiki hafi sitt að segja með að viðhalda vinsældum dansíþróttarinnar. „Öllum finnst gaman að horfa á dans, og þetta er góð kynning,“ segir hann. Á sama tíma saknar Edgar þeirrar umfjöllunar sem var um dans í ís- lensku sjónvarpi hér áður fyrr. Þar hefur orðið greinileg afturför. „Ég man hvernig í gamla daga var sýnt nánast frá hverri einustu keppni hér á landi og rætt hér um bil við hvert einasta par. Það sást líka varla sá þáttur af Stundinni okkar þar sem ekki mættu dansarar til að stíga nokkur spor,“ segir hann. „Sennilega hefur þetta efni þótt of dýrt, en hins vegar er ég á því að dans sé með skemmtilegustu íþróttum að horfa á í sjóvarpi og eigi hæglega heima í flokki með fótboltanum í því tilliti. Maður heyrir það líka af vinsældum dansþáttanna í dag að fólki, bæði innan dansheimsins og ut- an, þykir þetta mjög áhugavert sjónvarpsefni.“ Allir hafa gaman af dansi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.