Morgunblaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 34
A ð segja skilið við tóbakið er ekkert grín. Níkótínlyf geta hjálpað til við að hætta reykingum og þegar blaða- maður fór á stúfana komst hann að því að fjölmargar lausnir eru í boði. „Níkótínfíkn er gríðarlega sterk fíkn og oft talað um að hún sé ein af erfiðustu fíknum að kljást við. Á David Bowie til að mynda að hafa sagt að honum hafi tekist að hætta öllum sínum ósiðum nema að hætta að reykja. Líkaminn verður svo háður níkótíninu,“ segir Bára Ein- arsdóttir, sölu og markaðsstjóri hjá Vistor sem er umboðsaðili Nico- rette hér á landi. Brynjúlfur Guðmundsson hjá Ar- tasan tekur í sama streng, en Ar- tasan dreifir vörum Nicotinell. „Landlæknisembættið hefur skil- greint reykingar sem eina af alvar- legustu ógnunum sem steðja að heilsufari landsmanna. Á nýlegri ráðstefnu um tóbaksvarnir var um- fangi vandans lýst í tölum á þá leið að kostnaður samfélagsins af nei- kvæðum áhrifum reykinga næmi yfir 22 milljörðum króna árlega, og til að standa á jöfnu þyrfti hver pakki að kosta yfir 3.000 kr.“ Vanlíðanin er erfið Níkótínlyf eru engin töfralausn, því mikinn vilja þarf til að hætta að reykja, en lyfin geta hjálpað mörg- um að halda í skefjum reyk- ingaþörfinni. „Níkótín hverfur hratt úr líkamanum og því kallar hann stöðugt á meira. Uppbótarmeðferð með níkótínlyfjum slær á mestu fráhvarseinkennin og þar með reykingaþörfina,“ segir Bára sem hefur persónulega reynslu af að hætta að reykja. „Það var árið 1986 þegar Nicorette kom fyrst á mark- að hér á landi, og satt best að segja á ég erfitt með að skilja hvernig nokkur maður getur hætt án þess að fá aðstoð. Nikótínþörfin er svo sterk og því getur munað miklu að fá níkótín í lyfjaformi – oftast er það vanlíðanin sem fylgir fráhvarfs- einkennunum sem stuðla að falli.“ Brynjúlfur segir jafnframt að bestu líkurnar á að takist að kveðja tóbakið séu þegar fari saman ráð- gjöf og níkótínlyf. „Rannsóknir benda til þess að líkurnar á að geta hætt eru tvöfalt betri hjá þeim sem nota níkótínlyfin,“ segir hann en minnir jafnframt á að nota þurfi lyfin rétt. Tyggja og hvíla „Flestir flaska á því að nikótín- tyggjó þarf að nota með ákveðnum hætti, og virkar ekki sem skyldi ef einfaldlega er tuggið og tuggið. Því hraðar sem tuggið er því meira losnar af níkótíni úr tyggjóinu og getur of mikið magn orðið til þess að megnið af níkótíninu fer niður í maga. Þar er upptaka efnisins mun minni en í munnholinu, og getur að auki valdið sviða í hálsi eða hiksta,“ segir hann. „Rétt notkun er að tyggja nokkrum sinnum þar til ní- kótínbragðið kemur fram og bíða þá um stund t.d. með því að leggja tyggjóið til hliðar eða geyma í munninum. Þegar bragðið er horfið er tuggið aftur, og þannig koll af kolli.“ Bára tekur undir þetta. „Algengt er að fólk geri þessi mistök og missi þá jafnvel trúna á nikótíntyggigúmmíinu þar sem áhrif lyfsins verða ekki sem skyldi.“ Að finna réttu blönduna Bára segir líka gefast vel, í mörg- um tilvikum, að nota samsetta með- ferð Nicorette, en þá eru fleiri en eitt lyfjaform notað samhliða. „Er þá Nicorette-nikótínplástur notaður í grunninn sem veitir líkamanum jafnan nikótínskammt yfir daginn og svo má nota 2 mg Nicorette- nikótíntyggjó eða Nicorette- innsogslyfið með þegar mesta löng- unin til að reykja kemur yfir,“ Mis- munandi er einnig hvaða lyfjaform hentar hverjum og einum. „Sumum þykir ekki gott að tyggja og þeim getur hentað betur að nota munn- sogstöflur, tungurótartöflur, inn- sogslyf eða nefúða. Nefúðinn er t.d. skjótvirkasta lyfjaformið, á meðan tungurótartöflur geta verið leið til að láta lítið á þessu bera.“ Þá er líka hægt að velja um mis- munandi styrkleika á sumum lyfja- formum. „Nicorette býður t.d. upp á 25 mg plástur sem er sá sterkasti á markaðinum, og styðja rann- sóknir betri árangur þegar meðferð hefst með 25 mg plástri en með 15 mg.“ ai@mbl.is Auðveldar fólki að segja bless við sígarettuna Níkótínlyf geta hjálpað til við að halda fráhvarfs- einkennum í skefjum. Nota þarf lausnirnar rétt og t.d. er ekki sama hvernig níkótintyggjó er tuggið. Morgunblaðið/Golli Reykingar Eru skaðlegar. Brynjúlfur Guðmundsson Bára Einarsdóttir 34 | MORGUNBLAÐIÐ HEIMSREISA Í HÁDEGINU FYRTÆKJAÞJÓNUSTA – SENDUM Í FYRIRTÆKI SPENNANDI HEILSURÉTTIR Suðurlandsbraut 12 108 Reykjavík S: 557-5880 kruska@kruska.is kruska.is OPIÐ ALLA VIRKA DAGA FRÁ 11:00-20:00 Þ að verður að segjast eins og er að konur á miðjum aldri eiga oft í mestu vandræðum með að finna líkamsrækt við sitt hæfi. Nóg er framboðið af tækjasölum, hröðum eróbikktímum og alls kyns námskeiðum, en sjaldan er hægt að mæta fyllilega þörf- um kvenna sem komnar eru á rólega skeiðið. Fimleikafjólurnar kallast hópur sem æfir í Fossvogs- skóla, og kann að vera með uppskriftina að réttu líkams- ræktinni fyrir þroskaðar konur. Það segir sína sögu að sumir meðlimir hópsins hafa stundað leikfimina í upp- undir 20 ár. Ásdís Halldórsdóttir líkamsræktarþjálfari hefur leitt starfið í um fjögur ár. „Þarna koma saman konur á besta aldri, og ætli meðal- aldurinn sé ekki á bilinu 50 til 60. Flestar hafa stundað þessa leikfimi í mörg ár en einnig á sér stað stöðug end- urýjun enda spyrst þetta út í hverfinu,“ segir Ásdís. Minnir á skólaíþróttir Hugmyndin að Fimleikafjólunum kviknaði hjá for- eldrum barna við Fossvogsskóla og er notast við íþrótta- hús skólans. Segja má að æfingarnar minni á dæmigerð- an íþróttatíma í skóla. „Salurinn er lítill og sætur og við höfum allt það helsta sem þarf til að stunda góða hreyf- ingu, s.s. lóð, palla, dýnur og bolta. Tímarnir eru fjöl- breyttir og við gerum allt milli himins og jarðar,“ út- skýrir Ásdís. „Það ræðst nánast af tilviljun hvort við gerum styrtktaræfingar, jóga og pílates, förum í blak eða körfubolta, höldum danstíma eða pallaleikfimi. Til að auka fjölbreytnina skiptist ég svo á við annan þjálfara um að leiða tímana, en hópurinn hittist tvisvar í viku.“ Félagsskapurinn hefur líka örugglega sitt að segja um hvað þátttakendur endast lengi. „Oft þarf ég að byrja tímana á að stoppa kjaftaganginn, og um leið og æfing- arnar byrja hefst talið aftur,“ bætir Ásdís við glettin. „Konurnar skiptast á bókum og hittast utan æfinga, og árlega förum við út að borða og gerum okkur glaðan dag með miklu húllumhæi. Sjálf hef ég starfað við líkams- ræktarþjálfun í um fimmtán ár og aldrei séð svona góða stemningu í nokkrum hóp.“ Ásdís spáir að það hjálpi líka til að starfið er á for- sendum kvennanna sjálfra. „Sem dæmi þá þykir eldri konum oft tónlistin hátt stillt í dæmigerðum hóptíma hjá líkamsræktarstöð. Við notum tónlist í sumum æfing- unum hér en stillum ekki á hæsta styrk,“ segir hún. „Svo tökum við okkur gott jólafrí í desember, og hvílumst í þrjár eða fjórar vikur, og svo aftur yfir sumarið. Kon- urnar eru síðan duglegar að hittast eftir eigin getu og óskum og hreyfa sig utan æfinga.“ Þó svo allt sé fimmtugum konum fært þá er líka gætt að því að æfingarnar gangi ekki fram af þátttakendum. „Sumar í hópnum geta kannski ekki gert allar æfing- arnar af einhverjum sökum, og þá sýni ég þeim einfald- lega aðrar útfærslur á æfingunni eða þær geta gert ann- ars konar æfingar á meðan og haldið dampi,“ segir Ásdís. „Við leggjum svo mikla áherslu á vandaða upphitun og teygjur, og tökum jafnvel góðar slökunaræfingar og hug- leiðslu í lok tíma.“ Vonir standa til að reyna Fimleikafjólu-kerfið á fleiri stöðum og geta áhugasamir náð í Ásdísi með tölvupósti á asdis@bardusa.is. ai@mbl.is Morgunblaðið/Ernir Í stuði „Sjálf hef ég starfað við líkamsræktarþjálfun í um fimmtán ár og aldrei séð svona góða stemningu í nokkrum hóp“ segir Ásdís Halldórsdóttir Hvað fær konur til að mæta í leikfimi í tvo áratugi? Fimleikafjólurnar í Fossvogsskóla virðast hafa dottið niður á hálfgerða töfraform- úlu. Konurnar skemmta sér konunglega í fjölbreyttri leikfimi og ílengjast svo árum og áratugum skiptir. Getur tekið nokkra mánuði Nikótínlyf kosta sitt, en bæði Bára og Brynjúlfur segja nikótínlyfin alltaf ódýrari en tóbak, sama hvernig dæm- ið er reiknað. „Lyfin geta virst dýr þeg- ar keyptir eru minnstu skammtarnir, en betri kaup fást með því að fjárfesta í stærstu pakkningunum,“ segir Brynjúlfur og bendir á að Fruit- afbrigðið sé hagkvæmasta tyggi- gúmmíið í línu Nicotinell. Auk apóteka má kaupa lyfin í flestum mat- vöruverslunum og á bensínstöðvum án lyfseðils. Að hætta að reykja er ferli sem tek- ur tíma og þarf því að nota níkótínlyfin um nokkurt skeið. „Oftast er mælt með að eftir um 2-4 mánaða skeið byrji notandinn að trappa niður nikó- tínnotkunina og er þá búið að venja líkamann af þeim vana að reykja,“ segir Brynjúlfur Bára bætir við að flestir þurfi ekki að nota nikótínlyfin nema til skemmri tíma. „Oftast er talað um að nota þurfi nikótínlyfin í þrjá til sex mánuði, og ekki lengur en eitt ár.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.