Morgunblaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 8
8 | MORGUNBLAÐIÐ Eins og gefur að skilja kallar meðferð við matarfíkn á mjög sér- stakar lausir. Á meðan mannslíkaminn kemst af án áfengis eða eiturlyfja þurfum við að matast til að lifa, og matur er samofinn menningu okkar og siðum. „Áhugavert er að velta upp þeirri spurn- ingu hvort sykur, ef hann yrði settur á markað í dag í fyrsta skipti, fengist yfir höfuð leyfður. Sykri og sterkju er í dag bætt í fjölda- mörg matvæli ekki síst til þess að skapa ávanabindandi áhrif,“ seg- ir Esther Helga. Meðferðin felst að hluta í því styðja skjólstæðinga við að fjar- lægja úr mataræðinu þær matartegundir sem helst ýta undir matarfíknina. „Vörur með sykri og sterkju þarf matarfíkillinn að varast. Hins vegar má borða flesta fæðu, hvort sem um er að ræða kjöt, fisk, ávexti og grænmeti eða mjólkurvörur,“ útskýrir hún enn frekar. „Einnig er oft leitast við að setja ákveðinn „ramma“ utan um mataræðið, þ.e. að borða í ákveðnu magni, á ákveðnum tímum dags.“ Tólf-spora kerfi eða aðrar svipaðar stuðningsleiðir segir Esther Helga að komi sér einnig vel fyrir marga matarfíkla. „Veita þarf hverjum og einum fræðslu og stuðning við hæfi til að koma þeim af stað og hjálpa að viðhalda nýjum lífsstíl. Þar koma til sögunnar samtök eins og OA og GSA .“ Matarfíkn, eða hömlulaust ofát, er nátengt þeim átröskunum sem lesendur eflaust þekkja betur, s.s. anorexíu og búlemíu, og er á sama hátt iðulega tengt tilfinningalegum þáttum. „Oft liggja að baki vandanum einhvers konar sálræn áföll. Meðferðin hjá MFM leitast við að ná fyrst tökum á matarfíkninni en í framhaldinu þarf að vinna með og leysa úr tilfinningavandanum sem oft er undir- liggjandi.“ Því fyrr sem gripið er inn í, því betra, enda geta afleiðingar matarfíknar verið skelfilegar og hreinlega lífshættulegar. „Yfirleitt fylgir fíkninni að líkamsþyngdin eykst smám saman, og heilsan versnar. Líkurnar á kvillum eins og sykursýki, gigt, krabbameini, meltingarsjúkdómum og hjartasjúkdómum aukast og matarfíknin hefur ósjaldan þau áhrif á ungar konur að þær verða ófrjóar,“ út- skýrir Esther Helga. „Um leið á sér stað stöðugt andlegt niðurbrot og sjálfsmyndin verður æ veikari, og oft eru matarfíklar að taka þunglyndis- og kvíðalyf að staðaldri.“ Esther Helga talar af reynslu þegar hún lýsir því að losna undan viðjum matarfíknarinnar. „Einstaklingurinn öðlast í raun nýtt líf. Það er mikið frelsi að vinna bug á fíkninni og maður öðlast um leið nýja vellíðan og sjálfsvirðingu.“ E flaust eigum við það flest til að borða endrum og sinnum meira en við ætluðum okkur eða eigum erfitt með að standast freistandi matarbita í eld- húsinu. „Slíkt kemur fyrir okkur öll og er út af fyrir sig ekki áhyggjuefni ef það hendir bara einstöku sinnum. En svo er hópur fólks sem lendir í því að borða með áráttukenndum hætti oftar og meira en það í raun vill eða ætlar sér, og er jafnvel farið að skammast sín fyrir hversu mikið það borðar og fela hegðunina fyrir öðrum,“ segir Esther Helga Guð- mundsdóttir, ráðgjafi hjá MFM, Matarfíknarmiðstöðinni, um ein- kenni matarfíknar. Slævir tilfinningarnar Esther Helga segir að skipta megi matarfíkn í nokkur stig. „Fyrsta stigið er þegar fólk notar matinn til að sefja sig. Við þekkjum þessa mynd vel úr sápuóperum og rómantískum gamanmyndum þar sem söguhetjan leitar í mat til að deyfa slæmar tilfinningar. Matur getur að því leyti virkað eins og lyf á taugakerfið, og rétt eins og með önnur sefjandi lyf getur líkaminn orðið háður efninu,“ segir hún. „Lokastig matarfíknar er síðan þeg- ar fólk heldur áfram að borða og borða en er hætt að finna fyrir þess- ari svölun sem maturinn getur veitt, og er einfaldlega háð því að inn- byrða mat.“ Við reynumst vera misjafnlega útsett fyrir því að þróa með okkur matarfíkn. „Flestir hafa í sér nokk- urs konar stoppara sem gefur skila- boð um hvenær komið er nóg, og geta þá hætt að borða. Síðan eru hinir sem vantar þennan rofa, og geta ekki látið duga að borða bara nokkra bita úr ísboxinu í frystinum, og fara jafnvel út í búð að kaupa meira þegar boxið klárast.“ Missa stjórn á neyslunni Ekki má setja samasemmerki á milli matarfíknar og offitu. „Fólk getur verið of þungt og átt við lífs- stílsvandamál að stríða án þess að teljast matarfíklar. Þetta er þá fólk sem hefur getuna til að taka sig á, breyta sínum háttum og breyta mat- arvenjunum með viljastyrkinn að vopni,“ útskýrir Esther Helga. „Það getur hins vegar verið til marks um matarfíkn ef einstaklingurinn hefur margoft reynt að taka sig á en ekki getað viðhaldið eðlilegri þyngd og alltaf leitað aftur í át. Að því leyti er matarfíkn ekki ósvipuð alkóhólisma: matarfíkillinn missir stjórn á neysl- unni, þarf alltaf að klára það sem hann kemst yfir og leitar í meira.“ Esther Helga segir að venjulegt fólk geti oft átt í vandræðum með að skilja hversu erfið glíman við matar- fíkn getur verið. „Ein rannsóknin mældi viðbrögð í heila þegar krakk- kókaínfíkli annars vegar og matar- fíkli hins vegar voru sýndar myndir af viðfangsefni fíknar sinnar. Ná- kvæmlega sömu stöðvar lýstust upp á mælitækjunum, og af sama krafti, sem segir sína sögu um hversu sterk tök matarfíkn getur haft á fólki.“ Útbreiðslan óþekkt Tíðni matarfíknar er ekki þekkt hér á landi og raunar hefur MFM ekki starfað nema í fimm ár. „Það getur gefið einhverja hugmynd um mögulega tíðni matarfíknar að um helmingur þjóðarinnar mælist of þungur. Í dag benda tölur til að á bilinu 10 til 12% þjóðarinnar eigi við áfengisvanda að stríða en fyrir þremur áratugum vissi fólk varla hvað alkóhólismi var. Ég held að matarfíkn sé á svipuðum stað nú og alkóhólismi var þá, og að við munum með tíð og tíma bæði skilja sjúk- dóminn betur og útbreiðslu hans, og um leið að þetta er sjúkdómur sem hægt er að takast á við,“ segir Est- her Helga sem sjálf hefur verið átta ár í bata. ai@mbl.is Þegar átið verður að fíkn Matarfíkn er alvarlegur sjúkdómur sem farið getur illa með heilsuna. Sálræn áföll geta legið að baki og leitar sjúklingurinn í sefj- andi áhrif matarins. Morgunblaðið/Kristinn Hömlulaust „Flestir hafa í sér nokkurs konar stoppara sem gefur skilaboð um hvenær komið er nóg. Síðan eru hinir sem vantar þennan rofa, og geta ekki látið duga að borða bara nokkra bita,“ segir Esther Helga Guðmundsdóttir. ’Við þekkjum þessamynd vel úr sápuóper-um og rómantískum gam-anmyndum þar sem sögu-hetjan leitar í mat til að deyfa slæmar tilfinningar. Fræðsla og stuðningur í átt að bata Illa farin á sál og líkama

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.