Morgunblaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 6
6 | MORGUNBLAÐIÐ
urmaraþoninu og byrjaði æfingar
fljótlega eftir að heim kom,“ segir
Kjartan.
Þrjátíu kílómetrar
Við æfingar fylgdi Kjartan mark-
vissri áætlun með því að hlaupa allt
upp í 30 kílómetra þrjá daga vik-
unnar en stundaði þess á milli göng-
ur, sund, golf eða aðra hreyfingu.
„Ég fann að þetta gerði mér afar
gott og þolið jókst jafnt og þétt.
Jafnframt varð ég léttari á mér og
fór á tímabili vel niður fyrir kjör-
þyngdina,“ segir Kjartan sem hljóp
að jafnaði um 130 kílómetra í mán-
uði. Var því í góðum málum þegar
kom að Reykjavíkurmaraþoninu í
ágústlok í fyrra. Stefndi þar á að
hlaupa 42 km á undir fjórum klukku-
stundum sem tókst þó ekki. Í mark
náði Kjartan á 4:40 klst.
Síðdegið var minn tími
„Umgangspest sem ég náði gerði
líklega útslagið með að ég náði ekki
þeim tímamörkum sem ég setti mér.
Samt munaði ekki miklu,“ segir
Kjartan. „Ég var kominn í form eftir
stífar æfingar. Fyrst prófaði ég að
fara út að hlaupa snemma morguns
og á kvöldin sem hvorugt virkaði en
síðdegið eftir vinnu reyndist minn
tími, tíminn milli klukkan fimm og
sjö á daginn. Fór gjarnan Sandgerð-
ishringinn sem svo er kallaður hér í
Keflavík; út í Garð og í Sandgerði og
þaðan um Miðnesheiði hingað heim.
Þetta eru 25 kílómetrar sem var al-
veg passleg lengd. Stundum út í
Hafnir eða suður á Reykjanes en
hina leiðina miklu oftar. Að vísu setti
það mig stundum út af laginu að
vera á hlaupum á þeim tíma dags
þegar margir stóðu heima á svölum
við útigrillið. Sá ilmur vakti stundum
með mér einhverjar freistingar sem
mér tókst þó að standast. Að sjálf-
sögðu,“ segir Kjartan Már sem á
þessu ári ætlar að hlaupa hálft
maraþon og miða æfingar sínar við
það – en taka svo heilt maraþon aft-
ur eftir fimm ár eða svo.
sbs@mbl.is
S
jálfsagi og sterkur vilji
skipta öllu vilji þeir sem
stunda hlaup ná árangri.
Sampil líkama og sálar er
sterkt og sjálfur reyndi ég, þegar
leið að keppnisdegi, að líkaminn
taldi þetta ómögulegt. Sendi mér
skilaboð um að hlaupið væri ókleifur
múr svo ég lagðist í rúmið í fjóra
daga með umgangspest. Ég komst
þó fljótt á strik aftur og náði að
hlaupa heilt maraþon eins og að var
stefnt,“ segir Kjartan Már Kjart-
ansson í Keflavík.
Sprunginn eftir mánuð
Kjartan er tæplega fimmtugur að
aldri og hafði í tímans rás stundað
almenningsíþróttir af ýmsum toga.
Synti, gekk, fór á skíði og fleira slíkt
en stundaði aldrei keppni.
„Ég var líka einn af þessum sem
keyptu sér stundum árskort í
líkamsræktarstöð en var sprunginn
á limminu eftir mánuð,“ segir Kjart-
an sem árið 2008 fann að nú væri
breytinga þörf. Byrjaði þá að hlaupa
og hafði aðeins stundað æfingar um
skemmri tíma þegar Bryndís Kjart-
ansdóttir, jógakennari og þjálfari í
Keflavík, stoppaði hann á förnum
vegi. Kvaðst allt vilja fyrir hann
gera – og útbjó áætlun sem gerði æf-
ingar mun markvissari en ella hefði
orðið.
„Guðjón, sonur minn, sem býr í
Reykjavík er á fullu í hlaupum og við
höfum svolítið fylgst að í þessu.
Hann tók í fyrra þátt í New York-
maraþoninu sem jafnan er haldið
fyrsta laugardaginn í nóvember. Ég
fór með honum vestur til Bandaríkj-
anna í fyrra og fannst gaman að upp-
lifa umgjörð og einstaka stemningu
þessa fjölmenna almenningshlaups.
Ákvað því að taka þátt í Reykjavík-
Úr einkasafni.
Líkaminn
taldi þetta
ómögulegt
Keflvíkingurinn Kjartan Már Kjartansson æfir hlaup af kappi. Maraþonmaður
og hleypur eftir áætlun. Sandgerðishringurinn virkaði vel.
Kynslóðir Kjartan Már og afastrákurinn Kristófer Orri Grétarsson að
loknu maraþoninu síðastliðið sumar.
Feðgar Hlaupagikkirnir Kjartan Már og Guðjón sonur hans.
Árbæjarþrek • Fylkishöll • Fylkisvegur 6 • Selásbraut 98
Sími: 567-6471 • Visa- og MasterCard léttgreiðslur
www.threk.is / threk@threk.is