Morgunblaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 14
E kki er nóg með að hundar séu yndislegir félagar heldur er búið að sýna fram á með vísindalegum hætti hversu góð áhrif hundahald getur haft á okkur mannfólkið. Samkvæmt grein í tímaritiu Brit- ish Journal of Health Psychology er fólk sem heldur gæludýr almennt hraustara en gengur og gerist. Að eiga hund hefur síðan meiri jákvæð áhrif en að eiga kött. Þannig mælast eigendur hunda að jafnaði með lægri blóðþrýsting og kolesterólmagn og þeir virðst sjaldnar kenna bæði minniháttar og meiriháttar heilsukvilla. Hreyfing og gleði Ekki hefur tekist að benda á með fullri vissu nákvæmlega hvað hund- arnir gera til að stuðla að þessum áhrifum. Sennilegasta kenningin er þó sú að það að eiga hund leiði til aukinnar hreyfingar, enda þarf að fara reglulega í labbitúra með flest- um hundum. Hundahaldið getur líka aukið líkurnar á því að mynda félagsleg tengsl við annað fólk sem gerir andlegu heilsunni gott. Nær- vera hundsins og ástúð kann síðan að bægja frá streitu, sem einmitt hefur annars neikvæð heilsuáhrif.“ Fyrir marga er hundur oft hvat- inn sem þarf til að fara út að hreyfa sig. Sumir láta það stöðva sig að þeim leiðist t.d. að fara í göngutúra einir síns liðs, og er hundurinn þá ekki aðeins göngufélagi heldur get- ur hann beinlínis veitt jákvæðan þrýsting þegar hann lærir að biðja um að fara út að labba. Auðvitað á fólk ekki að fá sér hund eingöngu heilsunnar vegna. Að bjóða hundi inn á heimilið er stórt skref sem ekki á að taka nema að vandlega athuguðu máli og af réttum ástæðum. En ef rétt er að öllu staðið getur hundur breytt lífi eigandans mjög til hins betra. Fjölda hunda í heimilisleit má finna á vef Dýrahjálpar Íslands, dyra- hjalp.is ai@mbl.is Viltu bæta heilsuna? Fáðu þér þá hund Lægri blóðþrýstingur, bætt geðheilsa og minna um veikindi Morgunblaðið/Eggert Sprettur Hundum þykir gaman að hreyfa sig og tekst oft að smita eig- andann af áhugamálinu svo báðir njóta góðs af. S kvassið er spennandi íþrótt og reynir verulega á útsjón- arsemi og hugsun iðkenda. Það er því ekki að ástæðu- lausu að hún hafi stundum verið nefnd skák á hlaupum,“ segir Arnór Jón Þorvarðarson hjá Skvassfélagi Reykjavíkur. Skvass í sólarhring Föstudaginn 14. janúar næstkom- andi efnir Skvassfélag Reykjavíkur til sólarhringslangrar skvassveislu til styrktar góðu málefni, sem kynnt verður fljótlega. Keppnin hefst umræddan dag klukkan 16 í húsakynnum Vegg- sports á Stórhöfða 17 í Reykjavík og lýkur á sama tíma næsta dag. Altis, sem er með Íslandsumboð Polar púsl- og brennslumæla, hefur lánað Skvassfélaginu átta púlsmæla og verða tveir mælar fyrir hvern skvasssal. Allir þeir sem spila þurfa að bera púlsmæli og eftir átökin verð- ur brennsla hvers og eins skráð. Bak- hjarlar þessa viðburðar styrkja síðan málefnið sem valið veður um krónu- tölu jafna heildartölu brenndra hita- eininga yfir daginn. Stefnt er að því að brenna að minnsta kosti 100 þús- und kaloríum. Iðkendum fjölgar „Hundruð Íslendinga stunda skvass, fólk sem er mætir í æfingar þá tvisvar til þrisvar í viku. Iðk- endum fjölgar jafnt og þétt,“ segir Arnór sem hefur stundað skvass í um það bil tíu ár. Segist líka það vel, enda höfði einstaklingsíþróttir til sín – og þá sérstaklega skvassið sem krefjist útsjónarsemi og snerpu af iðkendum. sbs@mbl.is Maraþon í skák á hlaupum Morgunblaðið/Golli Sveifla Skvass er íþrótt sem krefst þess að iðkendur séu útsjónarsamir. Í hröðum leik er list halda vel að halda á boltanum og spöðunum Hundruð stunda skvass, íþrótt sem krefst útsjón- arsemi af iðkendum. Mara- þonmót í uppsiglingu. 14 | MORGUNBLAÐIÐ                            !"   #  $%&'       V innuvernd var stofnuð um mitt ár 2006, en stofnendur fyrirtækisins höfðu starfað á þessum vettvangi í fjölda- mörg ár,“ segir Guðbjörg Helga Birgisdóttir, hjúkrunar- og lýð- heilsufræðingur hjá Vinnuvernd. „Vinnuvernd sérhæfir sig á sviði vinnuverndar, heilsuverndar og heilsueflingar í fyrirtækjum, stofn- unum og sveitarfélögum. Starfsem- in beinist að stjórnendum, starfs- mönnum og vinnuumhverfinu.“ Hjá Vinnuvernd starfa sér- fræðilæknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfari, vinnuvistfræðingur, lýðheilsufræðingur og sálfræðingar. „Fjölmörg fyrirtæki njóta þjónust- unnar og hefur þeim fjölgað jafnt og þétt, sem er ánægjuleg þróun í því árferði sem nú ríkir. Við merkjum aukið álag á starfsfólk almennt og það getur haft slæmar afleiðingar á andlega- og líkamlega heilsu og því þurfa stjórnendur nú að vera sér- staklega vakandi fyrir sínu fólki,“ segir Guðbjörg. „Jákvætt er að stjórnendur í dag eru meðvitaðir um mikilvægi þess að efla mannauðinn því oftar en ekki skilar sú vinna sér í betri afkomu fyrirtækisins og ánægðara starfs- fólki.“ Fjölbreytt þjónusta „Þjónustan er margvísleg, í byrj- un er oftast gerður samningur við fyrirtækin um ákveðna þjónustu, sem getur falið í sér trúnaðarlæknisþjónustu eða fjar- vistarskráningu. Vinnuvernd rekur einnig Heilbrigðisþjónustuver þar sem hjúkrunarfræðingar veita starfsmönnum ráðgjöf um heilsufar og lífsstíl í gegnum síma, auk þess að bjóða upp á læknisfræðilega að- stoð ef þess er þörf. Mánaðarlega eru sendir út Heilsupóstar til fastra viðskiptavina með það fyrir augum að efla heilbrigði og auka vitund starfsmanna um heilsu almennt, en þeir innihalda fræðslu og umfjöllun um heilsutengd málefni og vinnu- umhverfi,“ segir Guðbjörg. „Fyrir utan þessa föstu þjónustu stendur stórum sem smáum fyr- irtækjum til boða að kaupa stök verkefni. Við bjóðum upp á úttektir á vinnuaðstæðum, gerð áhættumats, vinnuvistfræðilega ráðgjöf og bólu- setningar fyrir ferðamenn. Þá eru heilsufarsmælingar eða heilsufars- eftirlit vinsæl þjónusta, en auk þess aðstoðum við fyrirtæki við að skipu- leggja heilsueflingu til langs tíma. Algengt er að fyrirtæki kaupi skyndihjálpanámskeið og á haustin er farið í fyrirtæki og starfsfólki boðið upp á bólusetningu gegn ár- legri inflúensu og hefur sú þjónusta mælst vel fyrir. Hjá Vinnuvernd hefur fókusinn líka verið á andlega þætti en í samstarfi við sálfræðinga er boðið upp á álags- og streitu- stjórnun, viðtalsmeðferðir, áætlun gegn einelti á vinnustöðum og áfallahjálp.“ Aukin afköst „Tilgangurinn með þjónustunni er að auka starfsánægju og árang- ur, bæta öryggi og efla vellíðan og heilbrigði starfsmanna. Heilsuefling er góð fjárfesting sem skilar ávinn- ingi til starfsmanna, jafnt sem vinnustaðarins sjálfs,“ segir Guð- björg. „Við merkjum tvímælalaust ár- angur af okkar starfi, ávinningur er meðal annars fólginn í minni kostn- aði vegna veikinda, fjarvista og slysa, sem leiðir af sér minni starfs- mannaveltu og aukin afköst starfs- manna. Við greinum jákvæðara við- horf stjórnenda og starfsmanna, aukna ánægju og meiri vellíðan. Segja má að starfsfólkið verði virk- ari þátttakendur en áður og algengt er að sjá hugarfarsbreytingu hjá einstaklingum og jafnvel öllum vinnustaðnum. Starfsfólkið verður meðvitaðara um eigin heilsu og vinnuumhvefi sitt.“ birta@mbl.is Heilsuefling er góð fjárfesting Tilgangurinn með þjónustu Vinnuverndar er að auka starfsánægju og árangur, bæta öryggi og efla vellíð- an og heilbrigði starfs- manna á vinnustöðum, segir Guðbjörg Helga Birg- isdóttir, hjúkrunar- og lýð- heilsufræðingur. Morgunblaðið/Ernir Vinnuvernd Guðbjörg Helga Birgisdóttir og Hrefna Húgósdóttir starfa hjá Vinnuvernd þar sem boðið er uppá fjölbreytta þjónustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.