Morgunblaðið - 04.01.2011, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2011
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Hreggviður Harðarson, 21 árs Ak-
ureyringur sem slapp úr húsi við
Eiðsvallagötu á sunnudagsmorgun
eftir að eldur kom upp í kjallara, seg-
ist ekki hafa gert sér almennilega
grein fyrir því hve naumlega hann og
vinir hans sluppu fyrr en eftir að hafa
séð fréttir um málið.
Fjögur ungmenni voru sofandi í
húsinu þegar eldur kviknaði í kjall-
ara. Reykur var gríðarlegur og lagði
um húsið. Einn íbúanna, sem svaf á
efri hæðinni, vaknaði þegar húsið var
barið utan. Hann gat ekki vakið par
sem líka svaf á efri hæðinni en náði að
vekja Hreggvið, sem svaf á jarðhæð.
Parið á efri hæðinni vaknaði ekki fyrr
en reykkafarar brutust inn til þess og
komu því út. Sá sem vaknaði fyrstur
reyndi síðan að komast niður í kjall-
ara þar sem hann taldi að minnsta
kosti einn vin sinn sofandi, jafnvel
tvo. En svo mikill reykur gaus upp
þegar hann opnaði dyr niður í kjall-
arann að hann varð frá að hverfa.
„Annar strákanna sem býr niðri er
ekki mikið heima – er mest hjá kær-
ustunni, en hinn þurfti að vinna dag-
inn eftir. Við vorum með gaml-
árspartí, hann hélt að við yrðum
jafnvel aftur með partí og hann gæti
ekki sofið vegna hávaða og ákvað því
að fara heim til mömmu sinnar um
nóttina og sofa þar,“ sagði Hreggviður
í gær, spurður um félaga sína sem búa í
kjallaranum. „Við héldum að að
minnsta kosti annar væri niðri og vor-
um í algjöri sjokki.“
Hreggviður var að skemmta sér í
miðbænum fram eftir nóttu en hélt
heim á leið eftir að hann hitti vinkonu
eins samleigjenda sinna. „Við fórum
heim, ég fór svo að sofa einhvern tíma
á milli 5 og 6 og var svo vakinn stuttu
seinna. Ég hafði verið að drekka og
áttaði mig ekki strax á því hvað hafði
gerst.“
Ungmennin fóru öll fjögur á Sjúkra-
húsið á Akureyri og höfðu verið þar í
um hálfa klukkustund þegar þau fengu
að vita að enginn hefði verið í kjall-
aranum. Og var þá heldur betur létt, að
sögn Hreggviðs.
Héldu tvo sofandi í kjallaranum
„Vorum í algjöru sjokki“ Fengu að vita eftir hálftíma á sjúkrahúsi að
engum hefði orðið meint af Reykkafarar brutu upp hurð og vöktu sofandi par
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Áttaði sig ekki strax Hreggviður Harðarson ræðir við vin sinn í síma í gær.
Undir lok síðasta árs átti Seðlabank-
inn stór gjaldeyrisviðskipti sem
stuðla eiga að því markmiði að draga
úr gjaldeyrismisvægi í bókum fjár-
málastofnana, einkum stóru við-
skiptabankanna þriggja. Við stofnun
þeirra myndaðist misvægi milli
eigna og skulda í erlendum gjald-
miðlum, en stór hluti eigna föllnu
bankanna var í formi útlána í erlend-
um gjaldmiðlum. Samsvarandi
skuldir urðu hins vegar eftir í
þrotabúunum. Gjaldeyrismisvægið
hefur verið umfram reglur Seðla-
bankans, en töluvert hefur þó dregið
úr því á árinu.
Seðlabankinn keypti nú annars
vegar gjaldeyri fyrir 24,6 milljarða
króna, og gerði hins vegar samning
um framvirk viðskipti fyrir alls 47,9
milljarða króna við Íslandsbanka.
Síðarnefndi samningurinn felur það í
sér að á næstu fimm árum mun Ís-
landsbanki greiða Seðlabankanum
jafnvirði þessara tæpu 48 milljarða í
erlendri mynt. Seðlabankinn greiðir
Íslandsbanka sömu upphæð í ís-
lenskum krónum.
Með þessum viðskiptum slær
Seðlabankinn tvær flugur í einu
höggi, því auk þess að draga úr
gjaldeyrismisvægi bankanna stækk-
ar gjaldeyrisforði hans án þess að til
lántöku komi. Í tilkynningu frá
Seðlabankanum segir að hann hafi
keypt gjaldeyri á millibankamarkaði
fyrir um 30 milljarða króna á síðasta
ári, að meðtöldum vikulegum kaup-
um sem hófust undir lok ágúst.
einarorn@mbl.is
Kaupir gjaldeyri fyrir
72,5 milljarða króna
Morgunblaðið/Ernir
Dregur úr
gjaldeyrismisvægi
og eykur við forða
Margfaldur ræðukóngur Alþingis,
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra, talaði mest allra á
haustþinginu sem hófst 1. október
síðastliðinn.
Steingrímur hefur talað alls 180
sinnum í ræðum og andsvörum það
sem af er 139. löggjafarþinginu og
samtals í 591 mínútu. Næstur hon-
um kemur annar ræðukóngur, Pétur
H. Blöndal, sem tekið hefur til máls
205 sinnum og talað í samtals 547
mínútur. Í þriðja sæti er Ásbjörn
Óttarsson sem talað hefur 135 sinn-
um, samtals í 479 mínútur. Guð-
laugur Þór Þórðarson hefur tekið til
máls 130 sinnum og talað í 430 mín-
útur samtals.
Steingrímur er sem kunnugt er
þingmaður VG en hinir þrír eru í
Sjálfstæðisflokknum.
Sá sem styst
hefur talað er Atli
Gíslason, þing-
maður VG. Hann
hefur talað þrisv-
ar, samtals í 5
mínútur.
Þegar Stein-
grímur var í
stjórnarandstöðu
var hann ræðu-
kóngur Alþingis á
nokkrum þingum og sömu sögu má
segja af félögum hans Jóni Bjarna-
syni og Ögmundi Jónassyni. Hins
vegar dró úr ræðuhöldunum þegar
þeir félagar settust í ráðherrastóla.
Hlé var gert á störfum Alþingis
18. desember síðastliðinn og það
mun koma saman á ný 17. janúar
næstkomandi. sisi@mbl.is
Steingrímur með for-
ystu eftir fyrstu lotu
Steingrímur J.
Sigfússon
Fuglalífið er fjörugt við Bakkatjörn á Seltjarn-
arnesi og þar á margur fuglinn sér öruggt grið-
land. Þegar kalt er í veðri eiga aðrir gestir og
gangandi það líka til að koma færandi hendi og
það kunna íbúarnir vel að meta enda er þá gjarn-
an kallað til ættar- og vinamóts.
Morgunblaðið/Ómar
Fuglafjör við Bakkatjörn
Ekki er vitað hvernig eldur
kviknaði í þvottaherbergi í kjall-
ara hússins við Eiðsvallagötu.
Lögreglan útilokar ekki að
kviknað hafi í af mannavöldum
en segir reyndar ekkert benda
sérstaklega til þess. Vert er þó
að nefna að mestur eldur var
ekki við rafmagnstækin heldur í
hillu næst opnum glugga.
Eldsupptök
eru enn óljós
EIÐSVALLAGATA
Opinn Kjallaraglugginn á húsinu.
Vinnueftirlitinu
bárust 15.686 til-
kynningar um
vinnuslys frá 1.
janúar 2001 til
31. desember
2010, segir í
pistli Kristins
Tómassonar yf-
irlæknis á
heimasíðu eft-
irlitsins. Þar af
voru 32 banaslys, 203 slys sem
leiddu til þess að starfsmenn urðu
óvinnufærir og 768 sem urðu til
þess að starfsmenn voru frá vinnu í
14 daga eða meira eftir slys. „Öll
þessi 15.686 slys sem tilkynnt voru
á tíu ára tímabili eru í eðli sínu
óþörf og hefði með einum hætti
eða öðrum mátt fyrirbyggja,“ segir
Kristinn. Þessi slys séu einungis
þau alvarlegustu, og þar af leið-
andi tilkynningarskyld til Vinnu-
eftirlitsins. Reynir segir það
grundvallarmannréttindi að búa
við öryggi í vinnu og að líkamlegri
eða andlegri heilsu sé ekki stefnt í
voða. Á tímum sparnaðar sé árang-
ursríkt „að bæta mannréttindi, og
er vinna án vinnuslysa mikilvægur
hluti af því“.
Yfir 1.500 alvar-
leg vinnuslys
á ári í áratug
Kristinn
Tómasson