Morgunblaðið - 04.01.2011, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 04.01.2011, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2011 ÞÚ ERT ÞAÐ SEM ÞÚ BORÐAR holar@holabok.is LOKSINS FÁANLEG AFTUR Á ÍSLANDI Bók sem hefur hjálpað mörgum til betra lífs. Um áramót er ákveðið hvaðstandi upp úr á liðnu ári. Þetta var m.a. mat eins vefmiðils- ins:    Stjórnmála-skólastjóri árs- ins: Bryndís Hlöð- versdóttir, fyrrverandi þing- maður Samfylking- arinnar, var ráðin skólastjóri stjórn- málaskóla Samfylk- ingarinnar. Hún tók við af Magnúsi Árna Magnússyni, fyrr- verandi þingmanni jafnaðarmanna. Hann tók við af Ágústi Einarssyni, fyrrverandi þingmanni Þjóðvaka. Hann tók við af Runólfi Ágústssyni, fyrrverandi efsta manni á framboðslista Þjóð- vaka á Vesturlandi.    Heimur ársins: Már Guðmunds-son skýrði Jóhönnu Sigurð- ardóttur frá því að „í hinum al- þjóðlega seðlabankaheimi“ væri grannt fylgst með því hvort hann fengi 400.000 króna launahækk- unina sem honum hefði verið lofað í forsætisráðuneytinu, þrátt fyrir úr- skurð kjararáðs. Það myndi hafa slæm áhrif á orðspor Íslands ef launin yrðu ekki hækkuð.    Niðurstaða ársins: Skúli Helga-son greiddi því atkvæði að Geir Haarde yrði ákærður. Kvaðst hann hafa rannsakað málið mjög vel áður en hann hefði tekið ákvörðun. „Mín niðurstaða er sú að Geir H. Haarde, sem er fjár- málaráðherra frá árinu 1995, hafi haft allar upplýsingar sem hann þurfti til þess að grípa til mark- vissra viðbúnaðaráætlana og tryggja það að þeim væri fylgt kröftuglega eftir,“ sagði Skúli í við- tali eftir atkvæðagreiðsluna. Geir varð ekki fjármálaráðherra fyrr en 1998. Hvernig ætli flóknari atriði séu í huga þingmannsins? Skúli Helgason Árans ári STAKSTEINAR Már Guðmundsson Veður víða um heim 3.1., kl. 18.00 Reykjavík 2 skýjað Bolungarvík -1 skýjað Akureyri -1 snjókoma Egilsstaðir -1 snjókoma Kirkjubæjarkl. 4 skýjað Nuuk 0 heiðskírt Þórshöfn 5 þoka Ósló -7 heiðskírt Kaupmannahöfn -3 heiðskírt Stokkhólmur -12 heiðskírt Helsinki -13 skýjað Lúxemborg -1 skýjað Brussel 2 léttskýjað Dublin 2 léttskýjað Glasgow 2 súld London 2 alskýjað París 2 skýjað Amsterdam 2 léttskýjað Hamborg 0 þoka Berlín -2 skýjað Vín 1 snjókoma Moskva -10 heiðskírt Algarve 15 heiðskírt Madríd 7 léttskýjað Barcelona 10 léttskýjað Mallorca 10 léttskýjað Róm 8 skýjað Aþena 11 skúrir Winnipeg -25 léttskýjað Montreal -2 skýjað New York 0 heiðskírt Chicago -1 léttskýjað Orlando 16 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 4. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:16 15:50 ÍSAFJÖRÐUR 11:57 15:19 SIGLUFJÖRÐUR 11:41 15:01 DJÚPIVOGUR 10:54 15:11 Lögreglustjórinn á höfuðborg- arsvæðinu krafðist í gær – og fékk samþykkt – gæsluvarðhalds yfir karl- manni sem handtekinn var vegna lík- amsárásar í miðborg Reykjavíkur á nýársnótt. Maðurinn verður í haldi lögreglu til föstudagsins næstkom- andi. Fórnarlamb mannsins var flutt á gjörgæsludeild Landspítala eftir árásina en hefur verið útskrifað af deildinni. Athygli vekur að öðrum karlmanni sem játaði á sunnudagskvöld að hafa veist að manni í miðborginni aðfara- nótt sunnudags, að tilefnislausu, var sleppt úr haldi í kjölfarið. Fórn- arlamb hans er enn í lífshættu á gjör- gæsludeild Landspítala. Ómari Smári Ármannsson aðstoð- aryfirlögregluþjónn sagði í samtali við fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, í gær að farið hefði verið fram á gæsluvarðhald á grundvelli rann- sóknarhagsmuna. Árásin hefði verið það alvarleg að grundvöllur var fyrir kröfunni. Hins vegar gat Ómar Smári ekki svarað því hvers vegna ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum manninum, þá á grundvelli almanna- hagsmuna þar sem hann hefur þegar játað. Vísaði Ómar Smári á Jón H.B. Snorrason, yfirmann ákærusviðs lög- reglu höfuðborgarsvæðisins. Ekki náðist í Jón H.B. þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gærdag. Litið til ýmissa þátta Samkvæmt þeim upplýsingum sem fengust þó frá lögreglunni er all- ur gangur á því hvort farið sé fram á gæsluvarðhald í árásarmálum þar sem játning liggur fyrir. Líta þurfi til sakarferils árásarmannsins, tildraga árásarinnar og hvort það stríði gegn réttarvitund manna að árásarmað- urinn gangi laus á meðan mál hans er til meðferðar. andri@mbl.is Annar árásarmanna verður áfram í haldi  Fórnarlömbin bæði enn á sjúkrahúsi Jón Laxdal Arnalds, fyrrverandi dómari og ráðuneytisstjóri, and- aðist á heimili sínu s.l. sunnudag. Hann var fæddur í Reykjavík 28. janúar 1935, sonur hjónanna, Guðrúnar Jónsdóttur Laxdal, kaupkonu í Reykjavík, og Sigurðar Arnalds, útgefanda og stór- kaupmanns. Hann læt- ur eftir sig eiginkonu, Ellen Júlíusdóttur. Hann var áður kvænt- ur Sigríði Eyþórs- dóttur og eru börn þeirra Eyþór og Bergljót. Að loknu lögfræðiprófi frá Há- skóla Íslands árið 1961 stundaði Jón framhaldsnám í hugverka- og auðkennarétti í London og kynnti sér einnig þetta sérsvið lögfræð- innar í Þýskalandi og Danmörku. Jón starfaði sem héraðsdóms- lögmaður fyrst eftir framhalds- námið og varð síðar hæstarétt- arlögmaður en réðst til starfa í stjórnarráðinu 1964, fyrst sem fulltrúi og deildarstjóri en gegndi síðan starfi ráðuneytisstjóra í sjáv- arútvegsráðuneytinu frá stofnun þess árið 1970 til 1985. Jón átti sæti í fjölmörgum op- inberum nefndum og stjórnum en einnig var hann fulltrúi Íslands í ýmsum alþjóðlegum nefndum um fiskveiðimál á þeim árum þegar Íslend- ingar færðu út land- helgina úr 12 mílum í 200 mílur og má sem dæmi nefna að hann var fulltrúi Íslands í íslensk-norskri fisk- veiðinefnd um fram- kvæmd á stjórnun fiskveiða á Jan Ma- yen svæðinu 1980 til 1985 og form. sendi- nefndar Íslands á að- alfundum Norðaustur-- Atlantshafsfiskveiði- nefndarinnar 1972 til 1985 og for- seti nefndarinnar í nokkur ár. Hann átti einnig sæti í sendinefnd Íslands á hafréttarráðstefnum SÞ 1974 til 1982. Eftir að Jón lauk störfum í sjáv- arútvegsráðuneytinu varð hann borgardómari. Hann var einnig dósent, stundakennari og prófdóm- ari við lagadeild Háskóla Íslands um langt skeið og eftir hann liggja ýmis fræðirit og greinar um einka- leyfarétt og helstu meginreglur vörumerkjaréttar. Hann átti og rak einkaleyfaskrifstofuna Faktor frá 1969-2006. Jón sat um skeið í stjórn Verð- bréfaþings Íslands hf. og Kaup- hallarinnar hf. Hann var alllengi forseti Guðspekifélags Íslands, svo og aðalræðismaður Indlands. Jón Laxdal Arnalds Andlát Samband íslenskra kristniboðs- félaga safnar notuðum frímerkjum í samstarfi við Póstinn fram til loka janúar, en ágóðanum af söfnuninni, sem hefur yfirskriftina „Hendum ekki verðmætum!“ verður varið í þróunarstarf á sviði menntunar barna, unglinga og fullorðinna í Eþí- ópíu og Keníu. Tekið er á móti frí- merkjum, bæði afklipptum og á um- slögum, á póstafgreiðslum Póstsins um land allt til 31. janúar. Einnig er tekið á móti frímerkjum allan ársins hring á Basarnum og skrifsotfu Kristniboðssambandsins í Austur- veri við Háleitisbraut, og í Litla hús- inu við Glerárgötu á Akureyri. Styrkja menntun í Afríku Morgunblaðið/Árni Sæberg Söfnun Notuð frímerki eru verðmæt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.