Morgunblaðið - 04.01.2011, Page 10

Morgunblaðið - 04.01.2011, Page 10
10 DAGLEGT LÍFHreyfing og útivist MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2011 Ylfa Kristín K. Árnadóttir ylfa@mbl.is ÍTRX notar hver og einn sér-stakt band til að gera fjöl-breyttar æfingar sem reyna áallan líkamann. TRX stendur fyrir „total body resistance exerc- ise“ en æfingarnar ganga einmitt út á að nota líkamsþyngdina sem mót- stöðu. „TRX snýst um að hvar sem þú ert þá geturðu alltaf notað band- ið. Þú getur hengt það í ljósastaur, í tré eða á hurð. Það er líka létt og meðfærilegt,“ segir Sveinbjörn sem rekur TRX á Íslandi. Hann segir alla sem skrá sig í herinn í Bandaríkjunum fá TRX band og eru hermönnunum kenndar æfingar en að auki fylgja geisla- diskur og lítil kennslubók með band- inu. „Þetta er opinbert æfingatæki fyrir herinn,“ segir Sveinbjörn en TRX bandið var valið eitt besta tæk- ið til að þjálfa allan líkamann árið 2009 í tímaritinu Men’s Health. Skemmtilegt en erfitt Sveinbjörn segir hvern og einn stjórna mótstöðunni og álaginu á æfingum. „Með því að nota böndin geturðu stjórnað því hve mikinn hluta af þinni líkamsþyngd þú notar. Þannig hentar þetta fyrir hvern sem er og fólk í tímum hjá okkur sem er í dúndurformi er jafnbúið á því eftir æfingu og fólk sem er í nær engu formi og er að stíga fyrstu skrefin. Um leið og þú ert byrjaður að nota þína eigin líkamsþyngd en ekki lóð og annað þá verður líka minna álag Hægt að æfa TRX hvar sem er Þegar Randy Hetrick var í bandaríska hernum á 10. áratug síðustu aldar var hann stöðugt að leita leiða til að halda sér í góðu formi. Hann prufaði sig áfram með fallhlífabönd ásamt félögum sínum og árið 2005 hóf hann að markaðssetja þetta nýja æfingakerfi sem hann nefndi TRX. Sveinbjörn Sveinbjörnsson heldur TRX námskeið hér á landi og segir hann æfingarnar henta öllum, atvinnu- íþróttafólki sem og þeim sem hafa lítið æft. Morgunblaðið/Ernir Þjálfarinn Sveinbjörn Sveinbjörnsson heldur TRX námskeið hér á landi. Bar Method nefnist líkamsrækt- araðferð sem mótar líkamann og liðk- ar hann. Haldið er úti bloggsíðu fyrir Bar Method á slóðinni Blog.barmet- hod.com þar sem margt gagnlegt má lesa um líkamsrækt. Auðvitað koma bloggfærslur sem eru auglýsingar á bókum, mynddiskum og öðru sem viðkemur Bar Method en flestar færslurnar eru líkamsræktatengdar. Til dæmis er nýleg færsla sem fjallar um tíu áramótaheit sem inni- halda ekki æfingar. Heitin eru hugsuð fyrir fólk sem er í þjálfun því fólk sem æfir veit að breyting er möguleg, það hefur gert það áður og getur því gert það aftur á öðrum sviðum. Áramóta- heitunum er skipt í þrjú fyrir líkam- ann, þrjú fyrir hugann, þrjú fyrir hjartað og svo er eitt sem hvetur til þess að það sé a.m.k farið eftir einu af hinum heitunum níu. Þarna er t.d farið í líkamsstöðu og hvernig má bæta hana og eitt heitið fjallar um hversu gott það er fyrir hjartað að leyfa einhverjum nánum að vinna rök- ræður. Fleira er á síðunni, þarna er fjallað um æfingar fyrir námsmenn og annað kyrrsetufólk sem er stíft í öxlum, baki eða hnjám. Þetta eru léttar æfingar sem hægt er að gera hvar sem er. Vefsíðan www.blog.barmethod.com Reuters Hlauparar Það hafa eflaust margir strengt þess heit að fara út að hlaupa. Margt gagnlegt um líkamsrækt Það þýðir ekkert að tala dig- urbarkalega á gamlárskvöld, vera með stórar yfirlýsingar um að nú eigi að skafa af sér kílóin, borða hollar, stunda meiri útivist og vera betri manneskja og gleyma svo öllum þessum stóru orðum í þynnkunni á nýársdag. Áramótaheit eru til þess að standa við þau og best er að nálgast þau skipulega. Ekki rjúka út í næstu lík- amsræktarstöð og kaupa þér árskort, veltu fyrst fyrir þér hvernig þú ætlar að nýta kortið, hvar þú kemur rækt- inni fyrir í daglegri rútínu og hvernig þú nærð sem mestu út úr þessari fjárfestingu. Endilega … … standið við áramótaheitið Morgunblaðið/Ómar Áramót Standið við stóru orðin. aræðinu. Það ku hafa góð áhrif á mat- arlystina, og draga úr henni ef eitt- hvað er, að fá sér eldheitan morgunmat. Nánar tiltekið að chilí að morgni dags dragi úr svengd það sem eftir lifir dags. Mörgum finnst jú kannski ekkert sérstaklega spenn- andi að fá sér chilí í morgunmat en það er enginn sem segir að þú þurfir að sitja og narta í ein- tómt chilí við morgunverð- arborðið. Settu það frekar út í eggjakökuna eða hrærðu eggin sem þú setur ofan á gróft brauð. Fennel-te Fennel er stútfullt af kalsíum, magnesíum og B- og C-vítamíni. Fennel á bæði að draga úr mat- arlyst og hraða brennslu líkamans sem er jú ekki slæmt ef þú ert að reyna að missa nokkur kíló. Fennel-te er tilvalið til þess að innbyrða dálítið af þessu öllu saman og tilvalið að drekka það á milli mála eða byrja daginn með því. maria@mbl.is Þegar tekið er til við að færa mat- aræðið til betri vegar er gott að hafa ýmislegt við hendina sem tal- ið er bæta heilsuna. Ýmist meltingu, brennslu eða al- menna heilsu. Við vitum flest hvað er hollara en annað en hér er þrennt sem sagt er gott að eiga í og með. Kanill Kanill ku vera of- urkrydd þar sem það gerir margt gott fyrir heilsuna. Það er gott að nota kanil til að halda blóðsykrinum í jafnvægi. Rannsóknir hafa sýnt að aðeins um fjórðungur af te- skeið af kanil á dag geti lækkað bæði blóðsykurinn og kólestról. Kanill er tilvalinn til að setja út á hafragraut- inn eða jafnvel út í morgunkaffið eða teið. Chillí Það er ekkert nema gott um það að segja að kynda dálítið undir mat- Heilsa Chilí í morgunmat Eldheitt Chillí er gott að fá sér í morgunmat t.d. í eggjaköku. Það er ekki sérstaklega ánægjulegt að vera með kvef en gamanið kárnar verulega þegar kvefið leiðir af sér kinnholubólgu. Ár hvert fá fjölmargir kinnholubólgu sem lýsir sér þannig að frárennslisgöng frá kinnholum til nefsins bólgna og stíflast. Helstu ein- kenni eru verkir í enni, kinnbeinum, gagnauga, hnakka eða bak við augu. Vísindamenn hafa fundið óvenju- lega lausn við vandanum: að humma. Þannig flæðir loft greiðlega milli kinnholanna og nefholsins sem getur komið í veg fyrir að frárennslisgöngin stíflist. Í nýlegri könnun, sem fram- kvæmd var í Bandaríkjunum, var loft- streymi kannað hjá fólki annars veg- ar þegar það hummaði og hins vegar við venjulega útöndun. Mælingar leiddu í ljós að þegar fólk hummar andar það frá sér allt að fimmtán sinnum meira nituroxíði en í venju- legri útöndun. Nituroxíð myndast í kinnholunum og með því að humma losnar nituroxíðið frekar og þar með dregur úr líkum á að frárennsl- isgöngin stíflist. Vísindamennirnir segja þó frekari rannsókna vera þörf. Heilsa Reuters Jóga Í jóga er hummað og því er það líklega gott við kinnholubólgu. Hummað á fyrirbyggjandi hátt Gamlárshlaupi ÍR fór fram í miðborg Reykjavíkur á gamlársdag. 1167 manns tóku þátt í hlaupinu. Kári Steinn Karlsson úr Breiðablik sigraði í hlaupinu á 30:46 mínútum sem er nýtt brautarmet. Stefán Guð- mundsson. Breiðabliki varð í 2. sæti á 32:39 mín og Ragnar Guðmundsson úr Ægi varð í 3. sæti á 34:05 mín. Í kvennaflokki varð Arndís Ýr Hafþórs- dóttir Fjölni í 1. sæti á 37:20 mín. Íris Anna Skúladóttir úr Fjölni varð 2. á 38:08 mín og Birna Varðardóttir 3. á 39:45 mín. Hlaup Gaman í Gaml- árshlaupi ÍR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.