Morgunblaðið - 04.01.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.01.2011, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2011 Æfinganámskeiðið „Toppaðu með 66°Norður og Íslenskum fjallaleið- sögumönnum“ verður nú haldið fjórða árið í röð. Námskeiðið býr fólk undir göngu á Hvannadals- hnjúk, hæsta fjall Íslands. Þjálfunin hefst núna í janúar. Í verkefninu er boðið upp á fyr- irlestra og námskeið þar sem þátt- takendur eru fræddir um næringu, klæðnað, búnað, öryggi og um- hverfislega ábyrgð. Þá er boðið upp á fjórtán göngur sem ætlað er að efla kunnáttu, öryggi, líkamlegt form og reynslu áður en haldið er á Hvannadalshnjúk. Sérstakt kynn- ingarkvöld verður haldið í dag, þriðjudag, kl. 20:00 í verslun 66°Norður í Faxafeni 12. Morgunblaðið/RAX Á toppnum Gönguferðir á Hvannadals- hjúk verða vinsælli með hverju árinu. Æft fyrir Hnjúkinn Í dag, þriðjudag, efnir Lífeðlis- fræðistofnun Há- skóla Íslands til málþings. Á þinginu munu 10 íslenskir fræði- menn halda er- indi um rann- sóknir í lífeðlisfræði. Málþingið fer fram í Öskju, stofu 132, og stendur frá kl. 10-18. Málþingið er haldið til heiðurs Jóhanni Axelssyni, prófessor em- eritus. Jóhann lauk doktorsprófi í lífeðlisfræði árið 1962 frá Háskól- anum í Lundi og doktorsprófi í lyfjafræði frá Oxfordháskóla 1964 og hefur frá árinu 1957 birt fjölda greina um mörg rannsóknarefni. Málþing um rann- sóknir í lífeðlisfræði Jóhann Axelsson ur og fjallar um fullvinnslu á afurð- um úr dýraríkinu.    Ungur Siglfirðingur, nemandi í 10. bekk, Sigurjón Sigtryggsson, mun keppa í frjálsum íþróttum á Special Olympics, sem haldnir verða í Aþenu í Grikklandi 25. júni til 4. júlí 2011.    Vegagerðin hefur nýlega sett upp veðurstöð undir Herkonugili, vestan Strákaganga. Myndavélar komust í gagnið þar í haust. Ekki þarf að hafa um það mörg orð hvílíka þýðingu þetta hefur fyrir þá öku- menn sem þurfa að fara Siglufjarð- arveg um vetur, ekki síst í tvísýnu. Samskonar tæki voru einnig sett upp í Ólafsfjarðarmúla, við Rí- pil. Og myndavélar eru nú jafnframt við alla munna Héðinsfjarðarganga.    Treflinum hennar Fríðu Bjarkar Gylfadóttur, sem ríflega 1.400 manns tóku þátt í að prjóna og lagð- ur var á milli austur- og vesturhluta sveitarfélagsins í tilefni opnunar Héðinsfjarðarganga 2. október, var komið fyrir í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri eftir það, í tilefni al- þjóðlegu athafnavikunnar. Hann verður svo í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 10. janúar, í tvær vikur.    Áramótin voru heiðskír og stillt, en þó köld. Púðursprengingar Fjallabyggðunga sáust víst úti í Grímsey.    Frá miðjum nóvember til 28. jan- úar búa Siglfirðingar við sólarleysi. En þegar sú gula birtist aftur er fagnað með viðeigandi hætti, kaffi og pönnukökum.    Veturinn er annars snjóléttur og mannlíf gott. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Ljósadýrð Siglufjörður upp úr miðnætti 1. janúar 2011. Veðurfar og mann- líf gott í Siglufirði ÚR BÆJARLÍFINU Sigurður Ægisson Siglufjörður Grunnskóli Fjallabyggðar tók til starfa 1. ágúst 2010 og leysti af hólmi Grunnskóla Ólafsfjarðar og Grunnskóla Siglufjarðar. Við skólann eru þrjár starfs- stöðvar: Yngri deild í Ólafsfirði, þar sem eru u.þ.b. 65 nemendur, yngri deild á Siglufirði, með u.þ.b. 75 nem- endur, og eldri deild á Siglufirði, með um 135 nemendur. Tónskóli Fjallabyggðar leit einnig dagsins ljós á haustdögum, í stað Tónskóla Ólafsfjarðar og Tónlistarskóla Siglu- fjarðar. Nemendur þar eru 152 tals- ins.    Í byrjun desember voru átta Englendingar og tveir íslenskir að- stoðarmenn í Siglufirði við efnis- öflun og myndatökur hjá Ramma og Primex fyrir sjónvarpsþátt sem sýndur verður hjá BBC seinna í vet- Gámaþjónustan í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur mun sjá um söfnun jólatrjáa á höfuð- borgarsvæðinu. Verðið á þjónust- unni er 800 kr. og er gróður- setning á einu tré í Jólaskóginum innifalin. Fyrir hvert jólatré sem Gáma- þjónustan safnar gróðursetur Skógræktarfélagið tré í Jólaskóg- inum í Heiðmörkinni. Best er að panta þjónustuna á netinu á slóð- inni www.gamar.is fyrir 10. janúar. Einnig má hringja í söludeild Gámaþjónustunnar í síma 535 2510. Safna jólatrjám á höfuðborgarsvæði Á jóladag bauð Síminn við- skiptavinum sínum að hringja án endurgjalds úr heimasíma í vini og vandamenn sem búa eða dvelja er- lendis. Símtölum til útlanda í kerf- um Símans fjölgaði úr rúmlega 5000 á jóladag 2009 í tæplega 12.000 núna. Fólk talaði einnig miklu lengur en venjulega á jóla- dag en heildarlengd símtala rúm- lega þrefaldaðist á milli ára og var vel yfir 140.000 mínútur. Hringdu oftar út og lengur í senn Guðni Einarsson og Sigurður Bogi Sævarsson Verð á flestum gerðum bíla breyttist um áramótin, ýmist til lækkunar eða hækkunar. Frumvarp um breytingu á vörugjöldum sem lögð eru á bíla breyttist talsvert í meðförum Alþing- is. Við lokaafgreiðslu málsins skömmu fyrir jól var ákveðið að fara hægar í sakirnar við aukna gjaldtöku en upphaflega hafði verið ráðgert. Innheimta vörugjalda af eyðslufrek- ari bílum, t.d. stærri jeppum, mun ekki hefjast af fullum þunga strax, heldur verður gefinn afsláttur af vörugjöldum bíla í efstu fjóru flokk- unum (G-J) af tíu vörugjaldsflokkum næstu árin. Fyrra árið verður afslátt- urinn 20% af vörugjaldi en 10% á síð- ara aðlögunarárinu. Vörugjöldin leggjast svo á stóru bílana af fullum þunga árið 2013. Binda vonir við þróun véla „Þetta er mun skaplegra en það leit út í upphafi,“ sagði Özur Lárus- son, framkvæmdastjóri Bílgreina- sambandsins (BGS), um breyting- arnar sem Alþingi gerði á vörugjaldi af ökutækjum. Hann sagði BGS vera sátt við að tekið sé mið af losun út- blásturs við ákvörðun vörugjaldanna. Hins vegar hafi þeim þótt allt of bratt farið í gjaldtöku. Özur telur að Íslendingar geti ekki borið sig saman við aðrar þjóðir þeg- ar kemur að losun gróðurhúsalofts frá umferðinni. Ástæðan er sú að kerfi almenningssamgangna er ekki jafn þróað hjá okkur og viðmiðunar- þjóðunum. „Við höfum þurft að reiða okkur miklu meira á einkabílinn en þær,“ sagði Özur. Hann vonar að ör þróun verði í smíði bílvéla áður en af- slátturinn af vörugjaldi stærri bíla fellur niður árið 2013. „Að það verði þá komnar nýjar vélar í þessa bíla sem við þurfum sannarlega á að halda hér á landi þannig að bílar sem lenda í 65% flokki í dag fari eitthvað neðar.“ Özur benti á að Alþingi hefði breytt efri mörkum svonefnds H- flokks úr 220 g/km CO2 í 225 g/km CO2. Þess vegna muni t.d. nokkrar gerði jepplinga bera 55% vörugjald í stað 60%. Einnig sagði hann muna mikið um afsláttinn sem gefinn var af innheimtu vörugjalda bíla í fjórum efstu vörugjaldsflokkunum á þessu ári og því næsta. Þá var hámarks- afsláttur af vörugjaldi bíla sem nota metan sem aðalorkugjafa hækkaður í 1.250.000 kr. en í fyrstu var lagt til að afslátturinn yrði 750.000 kr. Özur segir að gjaldabreytingin valdi því að einkum smærri gerðir bíla muni lækka þó nokkuð í verði. „Það kemur sér vel fyrir þann flokk bíla,“ sagði Özur. „Á móti kemur að bílar sem hafa kannski þjónað okkur best heilt yfir, þeir hækka allir, en það er búið að milda áhrifin.“ Hann sagði að hækkun yrði á vörugjöldum allra stærri jeppa og flestra gerða jepplinga. Þó geti munað því hvort t.d. jepplingar eru beinskiptir eða sjálfskiptir hvort þeir hækka eða lækka í verði. Bílaumboðin reikna nýtt verð „Við fögnum því að ekki var farið í eins ákveðnar hækkanir á vörugjöld- um og til stóð,“ sagði Páll Þorsteins- son, upplýsingafulltrúi Toyota á Ís- landi. „Það að vinsælustu bílarnir hækki ekki nú um áramótin er auðvit- að ánægju- efni. Síðan sjáum við allt að 15% lækkun á fólksbílum sem mun von- andi hafa jákvæð áhrif á sölu okkar bíla. Best væri hins vegar ef skatta- umhverfið yrði einfaldað, að einn skattur leysti marga skatta á bíla af hólmi. Einfaldast er að skattleggja einu sinni og það við eldsneytisdæl- una.“ Sigurður Kr. Björnsson, markaðs- stjóri Heklu, sagði að margir af vin- sælustu bílunum sem þeir selja hafi lækkað í verði um áramótin. Hann nefndi t.d. tilteknar gerðir af Skoda Octavia, VW Golf og VW Polo. Fleira ræður þó verðinu en vörugjaldið og er nokkuð um verðbreytingar frá framleiðendum. „Viðmiðið er losunin og nýjar vélar frá Volkswagen og Skoda með minna slagrými og lægri útblástur en eldri vélar gerir verð bílanna sérlega hag- stætt,“ sagði Sigurður. Hann segir að metanbílar hafi verið vörugjaldslaus- ir og verði það áfram. Þeir hafi verið og verði áfram mjög hagstæðir í verði í samanburði við bensín og dísilbíla. Sigurður sagði að almennt muni stærri bensínjeppar hækka í verði við vörugjaldsbreytinguna, en Hekla reikni með að viðskiptavinir muni færa sig yfir í dísiljeppa því þeir muni lækka eilítið í verði. Loftur Ágústsson, markaðsstjóri Ingvars Helgasonar ehf., sagði að þeir hefðu ákveðið að láta verð jepp- linga vera sem mest óbreytt, að minnsta kosti fyrst um sinn. Hann sagði að verð margra BMW-bíla muni lækka vegna háþróaðra véla sem mengi lítið. Af jeppum mun t.d. Land Rover Discovery hækka lítil- lega. Loftur taldi að breytingin á vörugjaldinu gæti orðið til þess að örva bílasölu. Loftur sagði þá hafa óttast að hækkunin yrði mikil á fjór- hjóladrifnum bílum í millistærð, en breytingin hefði ekki verið jafn slæm og þeir óttuðust. Afslátturinn af vörugjaldinu í hærri flokkum á þessu ári og því næsta skiptir þar máli. Loftur sagði að það væri ekki hægt að andmæla því að tengja saman los- un gróðurhúsalofttegunda og skatt- lagningu. „En það leit fyrst út fyrir að þetta myndi koma harðast við þá sem síst skyldi. Það geta ekki allir verið á litlum bílum,“ sagði Loftur. Hann sagði að t.d. í Austurríki væri innheimt ákveðið grunngjald og síð- an kosti hvert umframgramm í losun ákveðna upphæð. Verð minni bíla lækkar  Farið var hægar í hækkun vörugjalds af stærri bílum en fyrst var ráðgert  Vörugjald af eyðslufrekari bílum mun hækka í áföngum til ársins 2013 Meginhugsunin í nýgerðum breytingum á lögum um vöru- gjald af ökutækjum er að við ákvörðun vörugjalds er tekið til- lit til þess hvað hver tegund og gerð bíla losar mikið af gróður- húsalofti. Verð eyðslugrannra bíla með lítinn útblástur CO2 lækkaði því almennt en bílar sem losa meira hækkuðu. Gerð gír- skiptingar getur ráðið í hvaða vörugjaldsflokki tiltekin bílgerð lendir. Önnur veigamikil breyting varð sú að pallbílar eru ekki leng- ur skilgreindir sem sendibílar og fara nú í sama vörugjaldsflokk og aðrir bílar með sambæri- lega losun. Þetta veld- ur því að flestar gerðir algengra pall- bíla hækka talsvert. Gjaldið ræðst af losuninni BREYTT GJÖLD AF BÍLUM Breytt verð á bílum Bíll Vélarst. Skipting Eldsn. Verð áður Verð nú NissanMicra 1,2 bsk bensín 2.490.000 2.190.000 Nissan Qashqai 4WD 2,0 ssk bensín 4.990.000 4.990.000* Hyundai i20 1,4 bsk bensín 2.590.000 2.490.000 Isuzu D-Max 3,0 ssk dísil 4.690.000 5.990.000 BMWX5 30d 3,0 ssk dísil 11.780.000 11.070.000 BMW316 d 2,0 bsk dísil 5.810.000 5.180.000 ToyotaYaris Terra 1,0 bsk bensín 2.660.000 2.370.000 ToyotaAuris Sol 1,4 bsk dísil 4.380.000 3.820.000 Toyota Corolla Terra 1,33 bsk bensín 3.580.000 3.350.000 Toyota Corolla Sol 1,6 ssk bensín 4.290.000 4.460.000 Toyota Prius Sol CVT 1,8 ssk tvinnbíll 5.590.000 5.120.000 Toyota Rav4 4WD 2,0 ssk bensín 5.790.000 6.050.000 Toyota Rav4 4WD 2,2 bsk dísil 6.750.000 5.840.000 Toyota LandCruiser 150VX 3,0 ssk dísil 11.370.000 11.320.000 Toyota Hilux DC SR 3,0 ssk dísil 5.820.000 6.920.000 Vokswagen Golf Trendline 1,6 bsk dísil 3.890.000 3.190.000 Volkswagen Passat Comf. 2,0 ssk dísil 5.520.000 5.190.000 SkodaYeti Ambiente 2,0 bsk dísil 4.820.000 4.470.000 Skoda SuperbAmbition 2,0 ssk dísil 5.290.000 4.890.000 Mitsubishi ASX Intense 1,8 bsk dísil 4.990.000 4.690.000 Mitsubishi Pajero Instyle 3,2 ssk dísil 10.750.000 10.390.000 *Umboð tekur hækkun á sig um sinn. Samkvæmt upplýsingum frá Ingvar Helgasyni, Toyota á Íslandi og Heklu STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.