Morgunblaðið - 04.01.2011, Síða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2011
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Fimm veiðiskip munu aðstoða skip
Hafrannsóknastofnunar við leit að
loðnu næstu daga. Fyrsta skipið hélt
til leitar í fyrrinótt og í dag er ráð-
gert að fleiri bætist við. Skipin leita
á svæði norðaustur frá Eyjafirði,
austur og suður með landinu til
Hornafjarðar.
Vilhelm Þorsteinsson hélt frá Ak-
ureyri í fyrrinótt og ef veður leyfir
er ráðgert að í dag haldi Faxi frá
Vopnafirði, Beitir og Börkur frá
Neskaupstað og Jón Kjartansson
frá Eskifirði. Hafrannsóknaskipið
Árni Friðriksson heldur síðan til
leitar í dag og eftir yfirferð veiði-
skipanna er vonast til að mjög fljót-
lega verði komin mynd af því hvar
loðnan heldur sig. Leiðangur rann-
sóknaskipsins geti því verið mark-
vissari og tekið skemmri tíma.
Sjávarútvegsráðherra gaf í des-
ember út 200 þúsund tonn aflamark
á loðnu í samræmi við tillögur Haf-
rannsóknastofnunarinnar. Þær til-
lögur verða endurskoðaðar gefi nið-
urstöður þeirra mælinga sem nú eru
í gangi tilefni til þess. Samkvæmt
mælingum í haust er stærð hrygn-
ingarstofns loðnu rúm 630 þús. tonn.
Þrjú skip héldu til loðnuveiða í
desember, Ingunn, Faxi og Börkur.
Um miðjan mánuðinn þegar gert
var hlé á veiðunum var loðnan eink-
um norður af Melrakkasléttu. Síðan
hafa litlar fréttir borist af loðnu, en
skipstjóri sem var að veiðum á
Hampiðjutorgi djúpt út af Vest-
fjörðum greindi Hafrannsóknastofn-
un frá því að þar hefði orðið vart við
loðnu.
Sex skip til loðnuleitar
Tillögur um afla-
mark endurskoð-
aðar gefi mælingar
tilefni til þess
Morgunblaðið/Ómar
Loðna Loðnuleit stendur yfir og veiðar gætu hafist fljótlega.
Umhverfisráðuneytið hefur aug-
lýst laust til umsóknar embætti
forstjóra Mannvirkjastofnunar.
Um er að ræða nýja stofnun sem
tók til starfa þann 1. janúar s.l.
Mannvirkjastofnun tekur við
hlutverki Brunamálastofnunar
auk verkefna er varða bygging-
armál. Markmið nýrra laga um
mannvirki er að auka öryggi og
gæði mannvirkja, efla neyt-
endavernd, bæta skilvirkni í
stjórnsýslu mannvirkjamála og
tryggja faglega yfirsýn í mála-
flokknum og samræma bygging-
areftirlit um land allt, segir í aug-
lýsingu um starf forstjóra.
Mannvirkjastofnunin hefur einnig
það hlutverk að hafa eftirlit með
og vinna að samræmingu bruna-
varna í landinu, stuðla að sam-
vinnu þeirra sem starfa að bruna-
vörnum og reka Brunamálaskóla.
Hinn nýi forstjóri skal hafa há-
skólamenntun á sviði mannvirkja-
mála, þekkingu á verksviði stofn-
unarinnar og stjórnunarreynslu.
Umsóknarfrestur er til 21. janúar
næstkomandi.
sisi@mbl.is
Forstjóra-
starf auglýst
Enn hefur ekkert
spurst til Elísu
Auðar Aðal-
mundardóttur
sem fór af heimili
sínu um miðnætti
26.12. 2010.
Elísa Auður er
um 165 cm á hæð
með ljóst axlasítt
hár, blá augu og
lokk í vinstri
augabrún. Þeir sem hafa orðið var-
ir við ferðir Elísu eru vinsamlegast
beðnir um að hafa samband við lög-
regluna í síma 444 1000.
Lögreglan lýsir enn
eftir Elísu Auði
Elísa Auður
Aðalmundardóttir
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
handtók Ástþór Magnússon í gær
fyrir utan verslun Byko í Kópavogi.
Hann hafði ekki sinnt boðum um að
mæta í skýrslutöku.
Ástþór greinir sjálfur frá því á
bloggsíðu sinni að hann hafi verið
boðaður í skýrslutöku hjá lögregl-
unni þann 30. desember, en að hann
hafi ekki mætt þar sem hann geti
ekki tekið alvarlega „lögreglu sem
gengur erinda glæpamanna“.
Málið snýst um kæru Hreins
Loftssonar, eiganda útgáfufélagsins
Birtíngs, á hendur Ástþóri, sem er
sagður halda úti síðunni sorprit.com.
Er hann sakaður um ærumeiðingar.
Ástþóri var sleppt eftir skýrslutöku.
Handtekinn vegna vefsíðu
Lögreglan á
höfuðborgar-
svæðinu lýsir
eftir Birgittu
Ýri Ingólfs-
dóttur, 15 ára.
Talið er að hún
sé klædd í
svarta hettu-
peysu, þröngar
gallabuxur, sé
með svartan
klút og í svörtum körfuboltaskóm,
að því er segir í tilkynningu lög-
reglu.
Birgitta er frekar grönn, um
172 cm á hæð, bláeygð með dökka
augnaumgjörð og stutt dökkt hár
með ljósa rót. Síðast er vitað um
ferðir hennar eftir miðnætti þann
30. desember sl. á Kjalarnesi.
Þeir sem geta gefið upplýsingar
um ferðir Birgittu hafi samband
við lögregluna í síma 444-1000.
Lögregla lýsir eftir
Birgittu Ýri
Birgitta Ýr
Ingólfsdóttir
Á tónleikunum hljómar sígild Vínartónlist úr
ýmsum áttum – m.a. Kampavínspolkinn, Dónár-
valsinn sívinsæli og atriði úr Leðurblökunni.
Hanna Dóra Sturludóttir syngur með hljóm-
sveitinni og er viðbúið að hún gleðji tónleikagesti
með hrífandi framkomu. Vínartónleikarnir hafa
um árabil verið vinsælustu tónleikar S.Í. enda
vart hægt að hugsa sér ljúfari upptakt að nýju ári.
Tryggðu þér miða á www.sinfonia.is eða
í síma 545 2500. Miðaverð: 4.700/4.400 kr.
„Vals og vínglas eru prýðileg
forskrift að uppklappi.“
Johann Strauss
miðvikudag 5. janúar
og fimmtudag 6. janúar
islandsstofa.is
Borgartún 35 | 105 Reykjavík
Kristín A. Árnadóttir og Elín Flygenring,
sendiherrar Íslands í Peking og Helsinki, verða til
viðtals miðvikudaginn 5. janúar og fimmtudaginn
6. janúar.
Fundirnir eru kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja ræða
viðskiptamöguleika, menningartengd verkefni og
önnur hagsmunamál í umdæmi sendiráðanna.
Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands í Peking,
verður til viðtals miðvikudaginn 5. janúar. Auk Kína
eru umdæmislönd sendiráðsins: Ástralía, Kambódía,
Laos, Mongólía, Norður-Kórea, Nýja-Sjáland,
Suður-Kórea, Taíland og Víetnam.
Elín Flygenring, sendiherra Íslands í Helsinki, verður
til viðtals fimmtudaginn 6. janúar. Auk Finnlands
eru umdæmislönd sendiráðsins: Eistland, Lettland,
Litháen og Úkraína.
Fundirnir verða haldnir á skrifstofu Íslandsstofu,
Borgartúni 35, og má bóka þá í síma 511 4000
eða með tölvupósti, islandsstofa@islandsstofa.is.
Nánari upplýsingar veita Andri Marteinsson,
andri@islandsstofa.is og Hermann Ottósson,
hermann@islandsstofa.is.
Heimsókn
að austan
Viðtalstímar
sendiherra
Íslands í Peking
og Helsinki