Morgunblaðið - 04.01.2011, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2011
STUTTAR FRÉTTIR
● Viðskiptin á skuldabréfamarkaðnum
fóru af stað á nýju ári með litlum krafti.
Skuldabréfavísitala Gamma stóð í stað
í viðskiptum gærdagsins og nam heild-
arvelta viðskiptanna á markaðnum um
5,4 milljörðum króna. Meiri velta var
með óverðtryggð bréf í gær en viðskipti
með þau námu 3,15 milljörðum króna.
Veltan með verðtryggðu bréfin nam
2,24 milljörðum.
Rólegt í skuldabréfum
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
Birgðir af hefðbundnum glóperum
eru að renna út í Evrópu og árið 2012
verða þær með öllu bannaðar í Evr-
ópusambandinu. Framleiðendur
ljósapera, sem nota minna rafmagn,
losna því við samkeppnina frá frum-
stæðari lýsingu glóperanna. Er því
ekki að undra að framleiðendurnir
eru að hækka heildsöluverð á um-
hverfisvænni perum og í Bretlandi
er gert ráð fyrir því að smásöluverð
á perunum þrefaldist innan næstu
þriggja mánaða. Pera sem áður kost-
aði 33 pens mun með öðrum orðum
kosta meira en eitt pund innan
skamms og munu sumar sparneyt-
nari perur kosta meira en þrjú pund.
Evrópusambandið hefur nú þegar
bannað smásölum að kaupa inn 100
vatta perur og frá september næst-
komandi verður óheimilt að kaupa
inn sextíu vatta perur. Sem áður seg-
ir verður sala á glóperum alfarið
bönnuð árið 2012.
Framleiðendur umhverfisvænni
ljósapera hækkuðu heildsöluverð
fyrir tveimur árum þegar ákveðið
var að banna glóperur og eru að
leika sama leikinn aftur núna.
Fleira spilar inn í hækkunina í
Bretlandi en minnkandi samkeppni
meðal ljósaperuframleiðenda. Hing-
að til hafa raforkuframleiðendur ver-
ið neyddir til að niðurgreiða kaup al-
mennings á umhverfisvænum
perum, en í mars næstkomandi verð-
ur niðurgreiðslunum hins vegar ætl-
að að hjálpa fólki að bæta einangrun
húsa sinna. Niðurgreiðslurnar hafa
því falið raunverulegt verð á perun-
um undanfarin ár.
Þessar ástæður saman munu leiða
til þess að kostnaður almennings við
lýsingu húsa sinna mun hækka til
muna.
Morgunblaðið/Skapti
Perur Sparperur nota minna rafmagn en hefðbundnar glóperur en kosta
umtalsvert meira og útlit er fyrir að verðið komi til að hækka enn meira.
Ljósaperur
þrefaldast í verði
Hækka verð í skjóli minni samkeppni
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Skilanefnd Glitnis nýtti sér for-
kaupsrétt sinn að fullu í hlutafjár-
útboði flugfélagsins Icelandair, sem
fór fram milli jóla og nýars. Talsverð
umframeftirspurn var í útboðinu.
Icelandair tilkynnti að tæplega 1,1
milljarður nýrra hluta að nafnvirði
yrði boðinn út, en tilboð bárust í
meira en 2,8 milljarða nýrra hluta í
félaginu. Útboðsgengi var 2,5 krónur
á hvern hlut.
Vildu verja eignina
Árni Tómasson, formaður skila-
nefndarinnar, segir að Glitnir hafi
eignast forkaupsréttinn eftir fjár-
hagslega endurskipulagningu Ice-
landair. Glitnir á rúmlega 4,6% hlut í
flugfélaginu. „Okkur bárust engin
viðunandi tilboð í þennan forkaups-
rétt. Því mátum við stöðuna þannig
að við værum að verja eignir kröfu-
hafa Glitnis með því að taka þátt í
hlutafjárútboðinu, án þess þó að fara
út í nýjar fjárfestingar,“ segir Árni í
samtali við Morgunblaðið. Hann seg-
ir Glitni hafa keypt í útboðinu fyrir
um það bil 90 milljónir króna. Miðað
við að útboðsgengið var 2,5 krónur á
hlut, keypti skilanefndin því um 3,3%
af nýseldu hlutafé Icelandair. Árni
segir að skilanefndin hafi ekki keypt
neitt umfram þann forkaupsrétt sem
hún átti í útboðinu. Ekki hafi verið
áhugi á því innan skilanefndarinnar
á nokkru stigi málsins.
Inntur eftir því hvort það sé ekki
frekar hlutverk skilanefnda að selja
eignir og greiða kröfuhöfum út í
reiðufé, segir Árni að oft hafi borist
tilboð í hinar ýmsu eignir skilanefnd-
ar Glitnis: „Alveg frá hruni höfum
við fengið ítrekuð tilboð frá aðilum
sem segjast reiðubúnir til að aðstoða
skilanefndina við það að losna við
eignir. Það versta er að slík tilboð
hljóða yfirleitt upp á of lágt verð,“
segir Árni. „Menn ráðast ekki í það
að selja hluti í fyrirtækjum á verði
sem er ekki ásættanlegt. En við er-
um svo sem að selja eignir á hverjum
degi, þó það fari ekki hátt.“
Engin tímapressa
Skilanefnd Glitnis á forkaupsrétt
að tryggingafélaginu Sjóvá. En sem
kunnugt er mistókst Seðlabanka Ís-
lands að selja félagið fyrir skömmu,
þegar kaupendahópur undir forystu
Heiðars Guðjónssonar sagði sig frá
söluferlinu á lokasprettinum. Árni
segir ekki hafa komið til umræðu,
enn sem komið er, að nýta forkaups-
réttinn: „Það er þó aldrei að vita ef
við höfum kaupanda í hendi. En á
móti erum við ekki undir neinni
tímapressu, það eru skilaboðin frá
kröfuhöfum Glitnis,“ segir hann.
Skilanefndin nýtti sér for-
kaupsrétt í hlutafjárútboði
Hefur ekki rætt að nýta forkaupsrétt að Sjóvá, sem kemur þó til greina síðar
Skilanefnd Árni Tómasson segir að skilanefnd Glitnis sé ekki undir tíma-
pressu í störfum sínum. Eignir verði ekki seldar á óviðunandi verði.
Morgunblaðið/Heiddi
Eignastýring Glitnis
» Skilanefnd bankans nýtti
sér forkaupsrétt í hlutafjár-
útboði Icelandair. Keypti 3,3%
af nýju hlutafé fyrirtækisins
fyrir 90 milljónir króna.
» Árni Tómasson, formaður
skilanefndarinnar, segir að
kaupin hafi verið gerð til að
verja eignir kröfuhafa bank-
ans.
» Árni segir að ekki hafi kom-
ið til tals að nýta kauprétt á
tryggingafélagið Sjóvá, þó að
það komi vissulega til greina
ef kaupandi finnst að félaginu.
Þann 20. desem-
ber síðastliðinn
ákvað Fjármála-
eftirlitið að
sekta Exista fyr-
ir brot á lögum
um verðbréfa-
viðskipti og
nemur sektin 15
milljónum króna. Er Exista talið
hafa brotið gegn upplýsingaskyldu
um innherjaupplýsingar þegar fé-
lagið sendi ekki tilkynningu til
Kauphallar Íslands um 8,4 millj-
arða króna lán, sem Exista veitti
félaginu ELL 182 í tengslum við
sölu á 39,6 prósenta hlut í Bakka-
vör Group árið 2008.
ELL 182 er félag í eigu bræðr-
anna Lýðs og Ágústs Guðmunds-
sona, sem á þessum tíma voru
stærstu eigendur Exista. Telur
FME að upplýsingar um lánið telj-
ist til innherjaupplýsinga, sem fé-
laginu hafi borið að birta.
Fleira er tilgreint í ákvörðun eft-
irlitsins. Exista birti ekki opin-
berlega upplýsingar um gjaldfell-
ingar og stefnu á hendur félaginu
er vörðuðu verulegar fjárhæðir, en
FME telur þessar upplýsingar
einnig vera innherjaupplýsingar
sem borið hafi að birta. Tilkynn-
ingar Exista um yfirvofandi van-
efndir hafi haft að geyma ófull-
nægjandi upplýsingar fyrir
fjárfesta og ekki hafi verið tilkynnt
um framhald mála vegna þessara
vanefnda.
Tekið er fram að brotin hafi átt
sér stað í tíð fyrrverandi eigenda
og stjórnenda Exista hf., en nýir
eigendur hafa nú tekið félagið yfir.
bjarni@mbl.is
Milljóna
sekt Exista
Sektað fyrir
brot fyrri eigenda
!"# $% " &'( )* '$*
++,-.
+/0-.,
++,-1/
.2-,03
+1-/2+
+/-+3
+.3-2/
+-4+4
+//-/4
+,3-4+
++,-4/
+/0-50
++5-3+
.2-543
+1-/,1
+/-+0
+.3-4+
+-4+0+
+/0-./
+,3-04
.20-350
++,-/4
+/1-++
++5-5,
.2-/23
+1-0+/
+/-.3
+.3-/,
+-4...
+/0-0
+,4-./
● Jón Helgi Einarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri HugarAx frá og með
áramótum. Jón Helgi hefur gegnt starfi forstöðumanns sérlausnasviðs hjá félag-
inu undanfarin ár. Jón Helgi tekur við af Gunnari Ingimundarsyni, sem verið hef-
ur framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá miðju ári 2007. Gunnar var einn stofn-
enda Hugar, forvera HugarAx og lengi framkvæmdastjóri þess félags. Um
áramótin tók Gunnar við starfi framkvæmdastjóra markaðsmála og viðskipta-
þróunar hjá Skýrr. Þá tekur Gunnar við sem stjórnarformaður HugarAx.
Jón Helgi framkvæmdastjóri HugarAx
● Kínversk stjórnvöld hyggjast kaupa
spænsk skuldabréf, að því er fram
kom í aðsendri grein Li Keqiang, að-
stoðarforsætisráðherra Kína, í
spænska dagblaðinu El Pais. Yfirlýs-
ingin er enn ein staðfestingin á vaxandi
efnahagsmætti þessa fjölmennasta rík-
is heims. Kínverjar hafa keypt skulda-
bréf ríkja á evrusvæðinu að und-
anförnu og eru nú orðnir einn stærsti
kaupandi spænskra ríkisskuldabréfa,
með um 10% hlutdeild. „Við höfum trú
á evrópskum fjármálamarkaði, einkum
og sér í lagi spænska fjármálamark-
aðnum,“ skrifaði Li í El Pais.
Kínverjar kaupa spænsk
skuldabréf í stórum stíl