Morgunblaðið - 04.01.2011, Síða 15

Morgunblaðið - 04.01.2011, Síða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2011 Slökkvilið höfuborgasvæðisins Munið að slökkva á kertunum Treystið aldrei alfarið á kertaslökkvara Læknir kannar líkamshita Kínverjans Chen Kecai sem keppti við annan kaldan Kínverja, Jin Songhao, í kulda- þolkeppni á Tianmen-fjalli nálægt kínversku borginni Zhangjiajie í Hubei-héraði. Tvímenningarnir voru á kafi í ís, í nærbuxum einum fata. Jin hafði betur og þraukaði í hvorki meira né minna en 120 mínútur sam- fleytt, um tveimur mínútum lengur en Chen, að sögn kínverskra fjölmiðla í gær. Jin mun þar með hafa slegið heimsmet sem Chen setti í þessari hrollvekjandi íþrótt 14. mars á árinu sem var að líða. Samkvæmt Heims- metabók Guinness var Chen þá á kafi í ís í eina klukku- stund, 48 mínútur og 21 sekúndu. Reuters Kínverjar öttu kappi í kuldaþoli Á kafi í ís í tvær kaldar klukkustundir Nær þúsund manns komu saman í þorpi í Kambódíu í gær til að sitja brúð- kaup tveggja kyrkislangna sem þorpsbú- arnir telja að færi þeim gæfu. Öldungar þorps- ins ákváðu að gifta kyrkislöngurnar eftir að pilt- ur nokkur, sem talið var að væri haldinn öndum, sagði að þær hefðu hótað þorpinu farsóttum og ógæfu ef þær yrðu ekki gefnar saman. Nokkrir spámenn í þorpinu höfðu einnig hvatt til brúðkaupsins til að færa þorpinu frið og gæfu. Kyrkislöngur gefn- ar saman til heilla Gæfusamar slöngur gefnar saman. KAMBÓDÍA Flórídabúinn James Jablon ætlar að dvelja í einn mánuð á af- girtu svæði með tveimur ljónum í fjáröflunarskyni í þágu athvarfs fyrir dýr sem þurfa læknis- aðhlynningu. Jablon hefur ver- ið í ljónagryfjunni frá því á nýárs- dag. Hann ætlar að sofa í heyi ná- lægt ljónunum og fá sér í svanginn á sama tíma og þau. Hann hyggst einnig smíða skýli á tré til að geta falið sig ef þau byrja að berjast. Hyggst dvelja í ljónagryfju James Jablon með ljónunum. BANDARÍKIN Spánn hefur verið eitt af síðustu vígjum reykingamanna í Evrópu en það hefur nú breyst vegna tóbaks- varnalaga sem eru á meðal þeirra ströngustu í álfunni. Samkvæmt nýjum lögum, sem tóku gildi á sunnudag, er bannað að reykja inni í veitingahúsum og krám, í sjón- varpsútsendingum, nálægt sjúkra- húsum og á lóðum skóla. Lögin koma í stað tóbaks- varnalaga sem tóku gildi í janúar 2006 og höfðu lítil áhrif. Bannað var þá að reykja á vinnustöðum, í almenningsfarartækjum og versl- unum en veitingamönnum var í sjálfsvald sett hvort þeir bönnuðu reykingar. Flestir þeirra gerðu það ekki. Veitingamenn mótmæla Samtök spænskra veitingamanna hafa mótmælt nýju lögunum, segja að þau geti orðið til þess að mörg veitingahús verði gjaldþrota og allt að 150.000 manns verði atvinnu- laus. Jose Luis Guerra, varafor- maður samtakanna, segir að velta veitingahúsa og kráa á Spáni hafi minnkað verulega á síðustu 30 mánuðum vegna efnahagsþreng- inga Spánverja. Hann áætlar að reykingabannið verði til þess að velta veitingahúsa minnki um 5% til viðbótar, kráa um 10% og nætur- klúbba um 15%. Heilbrigðisráðuneyti Spánar dregur þessar tölur í efa og segir að svipað bann í veitingahúsum í Bretlandi, Frakklandi og á Ítalíu hafi haft lítil áhrif á veltu þeirra. Leire Pajin, heilbrigðisherra Spán- ar, segir að veitingahúsin kunni að hagnast á lögunum þegar fram líði stundir þar sem bannið geti orðið til þess að fólk, sem ekki reykir, fari oftar út að borða og geti nú tekið börnin með sér. Hún bendir á að um 70% Spánverja reykja ekki. Áætlað er að á ári hverju megi rekja um 50.000 dauðsföll á Spáni til reykinga. Allt að 1.000 þjónar deyja úr lungnakrabba, flestir þeirra vegna óbeinna reykinga, að sögn spænskra samtaka sem berj- ast gegn reykingum. bogi@mbl.is Eitt af síðustu vígjum reykingamanna fallið  Ströng tóbaksvarnalög í gildi á Spáni Reuters Tóbaksbann Þjónar sjúga líkkistunagla fyrir utan veitingahús í Madríd. Um 295.000 manns biðu bana í náttúruhamför- um í heiminum á árinu sem var að líða og er það mesta manntjón af völdum nátt- úruhamfara frá árinu 1983, að sögn endurtrygg- ingafyrirtækisins Münchener Rück (e. Munich Re). Tryggingafyrirtækið segir að margar náttúruhamfaranna megi rekja til veðuröfga sem renni stoðum undir kenningar um yfirvofandi lofts- lagsbreytingar. Manntjónið hefur ekki verið jafnmikið frá 1983 þegar 300.000 manns létu lífið, flestir í hungursneyð vegna þurrka í Eþíópíu. Alls voru 950 náttúruhamfarir skráðar á liðnu ári. Jarðskjálftinn á Haítí var langmannskæðastur, kost- aði minnst 222.570 manns lífið. Um 56.000 manns biðu bana í hitabylgju og skógareldum í Rússlandi. Heildartjónið af náttúruhamför- unum nam 130 milljörðum dollara, sem svarar 15.000 milljörðum króna. Þar af nam kostnaður trygginga- félaga um 37 milljörðum dollara, eða 4.300 milljörðum króna, og er það sjötti mesti kostnaður þeirra á einu ári frá 1980. bogi@mbl.is 295.000 manns fórust  Óvenjumikið mann- tjón vegna hamfara Björgun á Haítí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.