Morgunblaðið - 04.01.2011, Side 17

Morgunblaðið - 04.01.2011, Side 17
17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2011 Golf Öll hreyfing skiptir miklu máli og fátt er betra en að ganga úti í náttúrunni nema ef vera skyldi að spila golf í leiðinni eins og þessi kylfingur gerði á Nesvellinum í gær. Ómar Á gamlársdag birt- ist grein eftir Jón Bjarnason, ráðherra sjávarútvegs og land- búnaðar, í Morgun- blaðinu þar sem hann færði fram veigamikil rök fyrir því að fækk- un niður í eitt atvinnu- vegaráðuneyti á Ís- landi væri fásinna við núverandi aðstæður. Nú er það þannig að ég hef yfirleitt verið ósammála Jóni um flest. Eink- um og sér í lagi eftir að hann komst til valda sem ráðherra og lét til sín taka með hætti sem hefur ekki verið hagsmunum landsmanna til fram- dráttar að því er varðar inngrip og truflanir á útfærslu þeirrar sjávar- útvegsstefnu sem hefur fært þjóðinni farsæld og hagvöxt á undanförnum árum. Um þessa stefnu verðum við Jón Bjarnason ekki sammála og heldur ekki hvernig flokkur hans hef- ur haldið á öðrum málum er varða uppbyggingu samfélagsins eftir þau áföll sem Ísland og önnur vestræn ríki urðu fyrir á sínum tíma. Hjá Samtökum iðn- aðarins höfum við bar- ist fyrir verðmætasköp- unarstefnu en aðrir hafa þvælst fyrir vegna þess að það er ekki ein- ing um það að hag- vöxtur sé til góðs. En ég tek undir með Jóni Bjarnasyni um það að rangt sé að leggja nú niður farsæl atvinnu- vegaráðuneyti og steypa þeim saman í eitt ráðuneyti. Það yrði ekki til farsældar. Skipt um skoðun Fyrst vil ég þó viðurkenna að Sam- tök iðnaðarins höfðu þá stefnu lengi vel að sameina bæri atvinnuvega- ráðuneytin í eitt. Það var á tímum þegar allt „lék í lyndi“ eins og sagt var. Nú eru breyttir tímar og ef við getum ekki skipt um skoðun og að- lagað okkur breyttum tímum – þá er- um við ekki nógu skynsöm. Í fimm ár hef ég átt þess kost að eiga samstarf við fjóra iðnaðarráð- herra á ferli mínum sem formaður Samtaka iðnaðarins. Þau hafa öll staðið sig vel og unnið að hags- munum þeirra atvinnuvega sem þeim var treyst fyrir. Ég fæ ekki betur séð en að þau hafi lagt hart að sér og unn- ið vel í samstarfi við atvinnulífið og aðra um að ná árangri. Þau hafa kom- ið mikilvægum málum í framkvæmd og þau hafa stutt það sem atvinnulífið hefur þurft á að halda til að efla þjóð- félagið og auka hagvöxt. Ég er að tala um iðnaðarráðherrana Valgerði Sverrisdóttur, Jón Sigurðsson, Össur Skarphéðinsson og Katrínu Júlíus- dóttur. Við í iðnaðinum hefðum ekki viljað missa af góðu samstarfi við þetta fólk. Viðfangsefni iðnaðarráðuneytisins eru viðamikil. Auk almenns iðnaðar og stóriðju er þar fjallað um ferða- þjónustuna, orkunýtingu, sprota, iðn- hönnun og fleira sem að auki tengist menningu og menntun. Mikið er allt- af talað um stóriðjuna vegna þess að það eru jafnan átök milli þeirra sem vilja uppbyggingu og verðmæta- sköpun í stórum verkum og hinna sem eru því mótfallnir. Samtök iðn- aðarins styðja stóriðjufyrirtækin í þeirra góðu verkum – alveg eins og hina smærri. Fækkum ekki atvinnuvegaráðuneytunum Eftir athugun á þessum málum er niðurstaða mín sú að við eigum ekki að fækka ráðuneytum þeirra atvinnu- greina sem afla tekna. Hverjir afla einkum tekna á Íslandi: Sjávar- útvegur, landbúnaður, iðnaður, ferða- þjónusta, verslun og þjónusta. Eigum við að steypa tekjuöfluninni í eitt ráðuneyti en hafa eyðsluráðuneytin því öflugri? Við segjum nei við því. Ég legg það til að áfram verði unnið þannig í stjórnkerfinu að atvinnu- vegaráðuneytin hafi þrjá fulltrúa við ríkisstjórnarborðið: Iðnaðarráðherra sem fer með mál almenns iðnaðar, stóriðju, nýsköpunar, sprota og síðast en ekki síst ferðaiðnaðarins. Sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra sem fer með þau mál sem nafnið bendir til. Og jafnframt með auðlindamál sem að þessum atvinnugreinum snúa. Það ætti einnig að gilda um iðnaðarráðu- neytið sem best væri að héldi áfram að stýra auðlindamálum á sínu sviði. Ástæða væri til að skoða hvort unnt væri að fella starfsemi umhverfisráðuneytisins undir annars vegar sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneytið og hins vegar iðn- aðarráðuneytið í stað þess að færa meiri verkefni til umhverfisráðuneyt- isins eins og hugmyndir eru nú um. Enn hefur ekki verið minnst á hið mikilvæga ráðuneyti efnahagsstjórn- unar, viðskipta, banka og almennrar verslunar. Atvinnuvegaráðuneyti hlýtur að sinna málefnum verslunar og þjón- ustu. Annað væri ekki boðlegt. Því standa stjórnvöld frammi fyrir því að halda óbreyttu fyrirkomulagi, þriggja atvinnuvegaráðuneyta eða þá að færa það niður í eitt slíkt sem ég tel óráð. Verði það hins vegar nið- urstaðan að fækka atvinnuvegaráðu- neytunum munum við komast seint upp úr kreppunni, þ.e. efnahags- kreppu ársins 2008 og stjórn- málakreppu síðustu tveggja ára. Við þurfum að efla atvinnulífið með öllum tiltækum ráðum, m.a. með góðu samstarfi við sérhæfð ráðuneyti atvinnumála. Árið 2010 endaði þó ekki þannig að ég yrði ekki sammála Jóna Bjarnasyni um eitthvað. Eftir Helga Magnússon » Við þurfum að efla atvinnulífið með öll- um tiltækum ráðum... Helgi Magnússon Höfundur er formaður Samtaka iðnaðarins. Loksins sammála Jóni Bjarnasyni Stjórnvöld eru enn að gæla við að taka kvótann af útgerðinni með ein- hverjum hætti. Þegar þau gerðu kvótann fram- seljanlegan yfirsást þeim að einhverjir færu út úr greininni með and- virði hans. Þetta er orð- inn hlutur, en nauðsyn- legt þykir að refsa einhverjum. Þeir sem þraukuðu áfram í greininni og keyptu kvóta hafa orðið fyrir valinu. Stjórn- málamenn hafa lengi undirbúið málið og alið á neikvæðni meðal kjósenda, sem þeim þykir nú rétt að sækja sér atkvæði út á. Þetta er auðvitað galið. Það er auðveldara að koma sér í vandræði en úr þeim. Sannleikurinn er sá að á seinni árum kom hagræð- ingin af samþjöppun kvótans fram í sterku gengi krónunnar. Almenn- ingur naut afrakstursins árum saman í miklum kaupmætti. Það væri mann- dómsmerki ef stjórnmálamenn færu að kannast við þetta og snúa ofan af þeim öfgum og þeirri vitleysu sem þeir bjuggu til sjálfir. Fiskveiðistjórn hefur margar hlið- ar, kvótinn er aðeins ein þeirra. Út- gerðin aflar stórs hluta gjaldeyristekna landsins. Hún er styrkasta stoðin undir sjálfstæði þess sem hékk á bláþræði eftir hrunið. Fjalla ber af ábyrgð og skilningi um þennan mikilvæga atvinnuveg á erfiðum tímum. Fiskibyggð- irnar eru nú byrjaðar að skapa atvinnu, sem er dýrmætt á meðan höfuðborgarsvæðið jafnar sig á heimskupörum sínum. Fiskveiðistjórnun á m.a. að taka mið af hagsmunum fiskibyggðanna og fólksins þar, sem ekki tók þátt í vit- leysunni. Að eyðileggja þau fyrirtæki sem tryggja sjálfstæði landsins og gjaldeyristekjur er engin lausn, a.m.k. ekki fyrir þá sem eftir lifa. Aðstæður hafa breyst Fiskveiðar okkar eru fjármagns- og orkufrekar. Lán til endurnýjunar skipa fást ekki, fé er orðið takmark- andi þáttur. Veiðiskip þarf að end- urnýja ef lífskjör eiga ekki að skerð- ast. Olía er dýr og verður líklega enn dýrari. Miklum gjaldeyri er og verð- ur varið til hennar. Olíunotkun á hvert kíló fisks sem veiddur er á kyrrstæð veiðarfæri er innan við fjórðungur þess sem er á fisk sem veiddur er á dregin veiðarfæri. Olíu- notkun þýðir útblástur og útgerðin bindur því dýrmætan losunarkvóta, einkum með veiðum í botn- og flot- vörpu. Áhersla á sjálfbæra þróun og vistvæn matvæli fer vaxandi, auk þess sem aðgengi fólks að auðlindum sjáv- ar er félagslegt réttlætismál og í sam- ræmi við íslenskar hefðir. Þessi atriði öll skipta orðið máli við markaðs- setningu afurðanna. Við eigum frá- bæra smábátasmiði, erum leiðandi í veiðitækni og getum sjálf endurnýjað veiðitækin á hagkvæman hátt, a.m.k. að stórum hluta. Svonefndir smábátar eru sífellt að verða stærri, öflugri og öruggari og aflanum er skilað fersk- um á land, auk þess sem fjárbindingin er lítil m.v. frystitogara. Á móti kem- ur að þessi högun kallar á meira vinnuafl. Atvinnustigið er einmitt eitt helsta viðfangsefnið í hagstjórn og at- vinnan er mesta velferðarmálið. Vegna þessa alls set ég fram hug- mynd um breytingu á stjórn fisk- veiða. Tillagan snertir kvótann ekki neitt, en gengið er út frá að hún komi í staðinn fyrir öll áform um skerðingu hans. Færum strandhelgina út Lengi hefur verið í gildi regla um að gamla 12 mílna línan umhverfis landið loki strandsvæðum, flóum og fjörðum fyrir togveiðum. Þetta er „strandhelgi“ byggðanna. Frá þessari reglu eru ýmsar mikilvægar und- antekningar (snurvoð, minni togskip, o.fl.). Tillagan gerir ekki ráð fyrir neinni breytingu á þeim, enda hafa menn lengi getað gengið út frá þeim í sínum rekstri. Hugmyndin er sú að byggðir landsins fái smám saman aukna strandhelgi. Togveiðar þoki ut- ar í fyrirfram þekktum og varfærnum skrefum á nokkurra ára tímabili. Út- gerðin fái að vita stefnuna og skrefin, svo hún geti aðlagað sig. Hluti tog- araútgerða mundi sjá sér hag í að breyta starfsemi sinni, og hasla sér völl við ströndina. Flestar mundu þó áfram stunda útgerð stærri skipa, en þoka utar. Um leið og smábátum yrði tryggð aukin strandhelgi ætti að tak- marka sókn þeirra utan hennar í hlið- stæðum skrefum. Yrðu þá minni árekstrar milli veiða með mismun- andi veiðarfærum. Ísland væri um leið að skapa staðbundna reglu, helst lögbundna, um strandhelgi. Þá reglu yrði ESB að virða, ef við gerumst að- ilar. Þjóðerni hluthafa fyrirtækjanna við ströndina skiptir litlu máli, en at- vinna fólksins miklu. Horfum fram á við Kanna og ræða þarf hver strand- helgin á að vera til lengri tíma litið. Það þarf að útkljá og lögfesta í byrj- un, en ráðherra að fá og nota heimild til að ákveða undanþágur með árlegri reglugerð. Til greina kæmi að færa t.d. strax út í 16 eða 18 mílur, en yf- irlýst stefna verði að bæta við nokkr- um mílum á ári eftir það, uns lög- bundnu hámarki yrði náð, sem gæti hugsanlega verið um 25 sjómílur. Tækifærið sem stækkandi þorskstofn skapar er einstakt. Þetta er mik- ilvægt og brýnt mál, bæði með hlið- sjón af atvinnuleysinu og til að grund- valla reglu sem hald er í til lengri tíma litið gagnvart ESB. Hættum að horfa í sífellu í baksýnisspegilinn. Það tæki er ekki einu sinni til um borð í fiskiskipum. Eftir Ragnar Önundarson » Það væri manndóms- merki ef stjórn- málamenn færu að kannast við þetta og snúa ofan af þeim öfgum og vitleysu sem þeir bjuggu til sjálfir. Ragnar Önundarson Höfundur er viðskiptafræðingur og áhugamaður um hagstjórn. Betri leið finnst í málum sjávarútvegs

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.