Morgunblaðið - 04.01.2011, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2011
–– Meira fyrir lesendur
MEÐAL EFNIS:
Viðtöl við leikmenn Íslenska
liðsins og þjálfara.
Kynning á liðunum.
Dagskrá mótsins.
Ásamt öðru spennandi efni
Þetta er blaðið sem allir íþrótta-
unnendur hafa við höndina þegar
keppnin verður sýnd í sjónvarpinu.
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, föstudaginn 7. janúar.
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Erling Adolf Ágústsson
erling@mbl.is
Sími: 569-1221
Katrín Theódórsdóttir
kata@mbl.is
Sími: 569-1105
Morgunblaðið gefur út glæsilegt
sérblað 13. janúar 2011 um
Heimsmeistaramót
karlalandssliða í handbolta
þar sem landslið Íslendinga er
meðal þátttakenda.
Keppnin er haldin í
Svíðþjóð og stendur yfir
frá 13. – 31. janúar.
HM KARLA
sé
rb
la
ð
Í HANDBOLTA
Einar Kristján Har-
aldsson skrifaði grein í
Morgunblaðið 3. des.
sl. þar sem hann óskaði
eftir víðsýni þegar
fjallað væri um veiðar
og víðerni í Vatnajök-
ulsþjóðgarði. Einar
kallar reyndar þá sem
unnið hafa að stjórn-
unar- og vernd-
aráætlun „kálhausa“
og því sér svæðisráð
Austursvæðis sig knúið
til svara.
Í upphafi er rétt að leiðrétta
nokkrar villur, bæði höfundi og les-
endum til fróðleiks. „Krækifætur“
eða rjúpnaveiðar eru hvergi nefnd í
Hrafnkelssögu. Frásögnin sem Ein-
ar vitnar til er í Fljótsdælasögu sem
samin er um 1500. Kirkjumáldaginn
sem vísað er til er Vilchinsmáldagi
frá 1397. Í honum segir að kirkjan á
Hallormsstað eigi „mannsfar í gás-
veiði í Þóriseyjum“, en ekki á Vest-
uröræfum. Hin 150 ára gamla veiði-
mynd er væntanlega sú sem Daniel
Bruun tók af Elíasi Jónssyni bónda á
Aðalbóli í Hrafnkelsdal 1901 þar
sem hann var að koma heim af veið-
um á Brúaröræfum með fullorðna
álft á baki. Eyjafjöll eru ekki til á há-
lendi Austurlands en væntanlega á
Einar við Eyvindarfjöll og leiðina í
Fjallaskarð.
Veiðar hafa vitaskuld verið stund-
aðar á Fljótsdalsheiði og allt inn að
jökli frá örófi alda (nema hrein-
dýraveiðar). Alla jafnan hafa Fljóts-
dælingar og Jökuldælingar þó ekki
þurft að fara langt til að draga björg
í bú og því má færa rök fyrir því að
ekki sé löng hefð fyrir rjúpnaveiði
kringum Snæfell. Ásókn rjúpna-
veiðimanna á þetta svæði var lítil
fram eftir 20. öld og það var ekki
fyrr en vélsleðar og jeppar komu til
sögunnar að veiðimenn komust
þangað að vetrarlagi með góðu móti.
Vegabætur vegna virkjanarann-
sókna á 8. áratugnum höfðu sitt að
segja og síðustu 30 árin hefur ásókn-
in vaxið með bættum vegum. Hið
sama á við um gæsaveiðar á Eyja-
bökkum og Vesturöræfum. Sér-
staklega breytti nýr vegur með
Hálslóni aðgengi að votlendi Vest-
uröræfa. Þar er „hefð“ fyrir gæsa-
veiðum því vart meira en fimm ára.
Umræða um hærra verndarstig
með takmörkun á veiðum á hluta af
Austursvæði er ekki ný af nálinni. Á
Héraði var árið 2006 rætt við marga
hagsmunaaðila og efnt til opinna
funda vegna við vinnu ráðgjaf-
arnefndar um stofnun þjóðgarðs. Þá
var m.a. rædd sú hugmynd að Eyja-
bakkasvæðið og hluti af fellunum
yrði með meiri friðun. Fékk sú hug-
mynd jákvæðar viðtökur enda geng-
ið út frá því að garðurinn skiptist í
mismunandi verndarflokka. Al-
mennt var gert ráð fyrir því að hefð-
bundnar nytjar, svo sem beit og
veiðar, yrðu með svipuðu sniði og
verið hefði en þó þyrftu að gilda
skýrari nýtingarreglur innan þjóð-
garðs en utan. Frekari útfærslu var
vísað til gerðar verndaráætlunar.
Svæðisráð er skipað 3 fulltrúum
sveitarfélaga og 3 frá hags-
munaaðilum, þ.e. frá ferðaþjónustu,
náttúruverndarsamtökum og úti-
vistarfélögum. Svæðisráð Aust-
ursvæðis fékk Náttúrustofu Austur-
lands til að vinna drög að
stjórnunar- og verndaráætlun fyrir
sitt svæði. Við gerð hennar voru
auglýstir opnir fundir, bæði í upp-
hafi og þegar tillögur voru farnar að
skýrast. Það stenst því ekki að allt
hafi verið unnið fyrir luktum tjöld-
um og almenningi og hags-
munaaðilum haldið frá. Svæðisráð
bókaði um veiðar á fundi sínum 1.
feb. 2010. Mánuði síðar var aug-
lýstur kynningarfundur um áætl-
unina og drög gerð aðgengileg á net-
inu. Í kjölfarið komu þarfar
athugasemdir eins og vonir stóðu til.
Svæðisráð boðaði skotveiðimenn og
hreindýraleiðsögumenn sérstaklega
á sinn fund 8. apríl og breytti síðan
kaflanum um veiðar heilmikið áður
en drög að verndaráætlun fóru til
stjórnar þjóðgarðsins. Í grunninn
eru þau atriði sem Einar og fleiri
hafa á hornum sér þessi:
1. Griðland verði kringum Snæfell
og á Eyjabakkasvæðinu. Þar verði
hreindýra- og fuglaveiðar ekki leyfð-
ar (sjá kort). Svæðið er um 117 km²
eða rúm 2% af heildarflatarmáli
þjóðgarðsins utan jökla. Griðlandið
er innan við 10% af veiðilendum milli
Fljótsdals og Jökuldals. Rökin fyrir
griðlandinu eru af tvennu toga. Ann-
ars vegar er gróður svæðisins við-
kvæmur, bæði hlíðar og votlendi.
Hins vegar hentar svæðið vel fyrir
ferðamennsku sem snýst um útivist,
fræðslu og rannsóknir, t.d. fyrir
skólahópa á haustin. Það samræmist
illa að kynna þetta svæði og byggja
upp sem slíka útivistarperlu en
stunda samhliða veiðar. Þá stendur
til að lýsa votlendið austan Snæfells
Ramsarsvæði sem eykur enn á vægi
þess til rannsókna á gróðurfari og
lífríki.
2. Utan þessa griðlands verði veið-
ar heimilar en þó lagt til að hrein-
dýraveiðar hefjist 15. ágúst í stað
fyrsta á Snæfellsöræfum, m.a. vegna
ferðamanna. Sú takmörkun er göm-
ul og gilti allt til 2006. Þá er lagt til
að gæsaveiðar hefjist 1. sept. í stað
20. ágúst enda margt sem bendir til
þess að heiðagæsin verpi seinna
vestan Snæfells (ekki á Eyjabökk-
um) eftir að varp hennar færðist úr
um 550 m hæð og upp í um 650 m
með tilkomu Hálslóns.
Við bjóðum Einar velkominn í
þjóðgarðinn en vonumst til að hann
sýni sjálfur þá víðsýni sem hann ósk-
ar eftir að aðrir sýni. Skotveiðar eru
hluti af útivist en veiðimenn líkt og
aðrir sem njóta íslenskrar náttúru
verða að þola það að náttúran njóti
stundum vafans og dýr og fuglar eigi
sér griðlönd. Veiðar eru og verða
leyfðar innan þjóðgarðsins en aðeins
bannaðar í litlum hluta hans. Þjóð-
garðurinn hefur því ekki úthýst
neinum.
Eftir Björn Ármann
Ólafsson, Ruth
Magnúsdóttur,
Magnhildi Björns-
dóttur, Skúla Björn
Gunnarsson,
Skarphéðin G.
Þórisson og Þórhall
Þorsteinsson
» Veiðar eru og
verða leyfðar innan
þjóðgarðsins en aðeins
bannaðar í litlum hluta
hans. Þjóðgarðurinn
hefur því ekki úthýst
neinum.
Höfundar eru í svæðisráði aust-
ursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.
„Kálhausar“
svara ávirðingum
Margir líta svo á, að
áramótaávörp valda-
manna séu bara til há-
tíðabrigða og hafi enga
merkingu umfram flug-
eldasýningar og annað
sem áramótum til-
heyrir. Þetta viðhorf er
alrangt og við höfum
fyrir augunum dæmi
sem sannar fullyrðingu
mína.
Nú hafa flutt ára-
mótaávörp sín Ólafur Ragnar Gríms-
son og Jóhanna Sigurðardóttir. Sam-
anburður á þessum tveimur ávörpum
endurspeglar gjörólík lífsviðhorf og
gjörólíka mannkosti. Ljóst má vera,
að forseti lýðveldisins lítur á sig sem
umboðsmann almennings, en for-
sætisráðherra er fulltrúi erlends
valds og framandi hugmyndafræði.
Almenningur fer með
fullveldi landsins
Forseti lýðveldisins lagði áherslu á
að almenningur fer með fullveldi
landsins og að þeim skoðunum, að
hér ríki annað stjórnarfar en lýð-
veldi, ber að hafna. Þjóðin verður að
snúast hart gegn þeirri framandi
hugmynd að hér ríki þingræði, svo
ekki sé nefnd sú atlaga sem felst í
hugmyndum um að leggja þjóðveldið
undir yfirráð Evrópuríkisins. Ólafur
Ragnar sagði:
»Á liðnu ári sýndi þjóðin að hún
getur tekið forystuna. Atkvæða-
greiðslan 6. mars var afdráttarlaus
vitnisburður um hve vel stjórnskipun
lýðveldisins virkar þegar mest á
reynir, að þjóðin er fullfær um að
fara með valdið sem henni ber. Allt
tókst það vel þótt ýmsir spáðu öðru.«
Forseti lýðveldisins
sagði einnig:
»Kjarni lýðræðisins
er vilji fólksins. Svo ein-
falt er það, hvað sem líð-
ur kenningum eða visku
spekinganna. Hinn ein-
dregni þjóðarvilji hefur
á örlagastundum reynst
Íslendingum býsna vel
og því er mikilvægt að
átök, harka eða óbilgirni
lami ekki afl okkar til
góðra verka.«
Til samanburðar er
hollt að líta til þess sem
forsætisráðherra hafði um þetta að
segja: – Ekkert! Forsætisráðherra
landsins heldur áramótaávarp á
greinilegum tímamótum í sögu þjóð-
arinnar og segir ekki aukatekið orð
um þjóðaratkvæðið 6. marz 2010, né
heldur eitt orð um þingsályktun Al-
þingis frá 16. júlí 2009, um innlimun
landsins í Evrópuríkið.
Biðraðir eftir matargjöfum
er smánarblettur
Forseti lýðveldisins fjallaði einnig
ýtarlega um biðraðir fólks eftir mat-
argjöfum, sem er smánarblettur á
ásýnd þjóðarinnar. Valdhafarnir
yppa bara öxlum og láta sér ekki
koma til hugar að úrbóta sé þörf. Um
þetta sagði Ólafur Ragnar eftirfar-
andi:
»Efnahagskreppan, hrunið sem við
nefnum svo, hefur þrengt svo að þús-
undum Íslendinga að í viku hverri
bíður fjöldi í röðum eftir mat-
argjöfum. Fátækt hefur að vísu fylgt
okkur lengi en nú hefur fjárhags-
vandi margra, biðraðirnar eftir mat,
orðið að smánarbletti.«
Einnig sagði forsetinn:
»Hafi fyrir átta árum, þegar vel-
megun ríkti hér á flestum sviðum,
verið ástæða til að ræða fátæktina er
nú brýnt að grípa til aðgerða. Hún er
til muna útbreiddari, örlög þúsunda
nístandi. Samfélag sem kennir sig við
norræna velferð getur ekki liðið að
vikulega standi þúsundir í biðröðum
eftir mat. Við skulum sameinast um
að afmá þennan smánarblett strax á
næstu mánuðum.«
Hvað ætli forsætisráðherra hafi
sagt um biðraðirnar eftir matar-
gjöfum: – Ekkert!
Jóhanna Sigurðardóttir lítur svo á,
að hungur þúsunda Íslendinga sé
ekki mál til að nefna í áramóta-
ávarpi. Hún hefur meiri áhyggjur af
áliti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS)
og nýlenduveldanna Bretlands og
Hollands (alþjóðasamfélagið). Um
þessa aðila sagði forsætirráðherrann:
»Látum þetta verða árið þegar far-
sælu samstarfi við Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn lauk og full sátt
náðist við alþjóðasamfélagið á ný.«
Ólafur Ragnar Grímsson og Jó-
hanna Sigurðardóttir hafa flutt ára-
mótaávörp sín. Öllum mega nú vera
ljós gjörólík lífsviðhorf og gjörólíkir
mannkostir þessara tveggja ein-
staklinga. Spurningin er bara, hvaða
lærdóm ætlar almenningur að draga
af þeim staðreyndum sem liggja aug-
ljósar fyrir?
Áramótaávörp forseta
og forsætisráðherra
Eftir Loft Altice
Þorsteinsson » Forseti lýðveldisins
lítur á sig sem um-
boðsmann almennings,
en forsætisráðherra
er fulltrúi erlends
valds og framandi
hugmyndafræði.
Loftur Altice Þor-
steinsson
Höfundur er verkfræðingurog vís-
indakennari.