Morgunblaðið - 04.01.2011, Page 19
UMRÆÐAN 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2011
Undanfarin ár, og
einkenni þeirra með
tilheyrandi hruni, var
fráhvarf frá mjúkum
mannlegum gildum,
friðhelgi einkalífsins,
almennum tryggingar-
réttindum og jöfnuði
milli landsmanna.
Tímabilið var tímabil
hinna hörðu gilda og
lögmál markaðs- og
peningahyggju voru og
eru enn alls ráðandi og allt hitt líka.
En þetta var líka tímabil ógnar
sjálfhverfu þar sem við vorum
stórasta þjóð í heimi að sögn þeirra
sem við treystum til forystu. Lands-
mönnum er brugðið og líður illa og
leita náttúrulegs jafnvægis með öll-
um tiltækum aðferðum og hug-
myndum, bæði skynsamlegum og
arfavitlausum eins og gengur. Því
þótt allt fari fyrir ekkert og ekkert
sjálfbært finnist fyrir ekkert, heyr-
um við að mat fólks á lífsgæðum er
að taka breytingum og mjúku gild-
anna er leitað á ný. Það að hafa land-
rými og óspilta náttúru eru hámark
lífsgæða. Þar með er brátt forrétt-
indi að fá að búa á landsbyggðinni
við öfluga iðju af sjálfbærum hráefn-
um og orku. Og búa þar í nánd við og
í sátt við náttúruna og með aðgengi
að hreinu, tæru og heilnæmu and-
rúmslofti ásamt hreinu berjalyngi að
áliðnum júlímánuði. Það verður og er
svo sannarlega seljanleg menningar-
afurð. Þetta er auðvitað „þetta ann-
að“ sem afneitarar hafa verið að
benda á, blessaðir.
Við hljótum þó að krefjast þess að
ekki sé tekið mark á málflutningi aft-
urhaldsafla sem virðast hafa það
meginmarkmið að þjóðin búi við sult
og seyru svo hún verði leiðitöm og
„nytsamir sakleysingjar“ í anda
Stalíns og félaga. En eins og sagan
sýnir jókst afneitun á framleiðsluiðn-
aði hrikalega á hávaxtartímanum, ál
til álna var og er enn landráð í huga
menningar elítunnar og þar fremst-
ur í flokki í „pólitískum síðhvörfum“
Austfirðingurinn og höfundur stór-
iðju á Reyðarfirði, Hjörleifur Gutt-
ormsson f.v. iðnaðarráðherra.
En menningarelítan segist ekki
nein hjáleiga frá stórbýlum sjávar og
landbúnaðar. Hún veltir miklu meiri
fjármunum en stórbýlin samanlögð
fanga, segir í niðurstöðu rannsóknar
á framlegð greinanna til daglegra
brauðþarfa okkar Íslendinga, ásamt
að sjálfsögðu framlegð í trygging-
arsjóði til „Framtíðarlandsins“ og
byggingar sjálfbærra atvinnutækja.
Vísindaþekking jarðvísinda okkar
mikilhæfu stofnana og skóla er hins
vegar enn það fáa sem eftirsótt er og
dýrmætt útflutningsverðmæti og til
álna í framleiðni og í askana í að láta.
Annað virðist hingað til dægradvöl,
þótt virðingarverð sé. Velferð okkar
einkennist auðvitað af fram-
færslugetu auðlinda landsins og nýt-
ingu þekkingar, sem viðheldur auði
auðlindanna ásamt með tilheyrandi
atvinnuuppsprettu, viðhorfum, lífs-
stíl og pólitískri jarðbindingu.
Þrátt fyrir allt vona ég að þeir pilt-
ar og þær stúlkur sem áttu sæti í
meirihluta við afgreiðslu deiliskipu-
lags í Straumsvík séu ekki sátt við
eigin afrek. Því ég er fráleitt sáttur
með vingulsháttinn
þeirra í Alcan-málinu
varðandi breytingu
skipulagsins og ásamt
með virðingarleysi
bæjarstjórnar við kjöl-
festufyrirtæki Hafn-
firðinga til áratuga, að
skoðanakönnunin sem
fram fór fékk ekki
formlega afgreiðslu í
bæjarstjórn og bæj-
arráði, því þá hefðu
meirihlutafulltrúarnir
mínir þurft að gera
grein fyrir afstöðu sinni til málsins
samkvæmt lýðræðisreglum. En það
vildu fulltrúar okkar síst af öllu
vegna hræðslu við eigið bakland.
Það átti bara að koma „eitthvað ann-
að“ til atvinnuauka án stækkunar
versins í Straumsvík, sögðu grænir,
Hvar er atvinnuaukinn nú í atvinnu-
leysinu? spyrjum við gaflarar.
Sem jafnaðarmaður frá barnæsku
hef ég orðið fyrir miklum von-
brigðum með íslenska umræðu um
atvinnu og auðlindamál sem fjöl-
miðlar af dugnaði hafa miklað og við-
haldið með mikilli þrætubókarlist
við blóðrauða þrá eftir að naívistar
og anarkistar, ásamt og með núver-
andi og uppgjafa pólitískum piltum
og stúlkum, færu af standinum og
gleymdir menningarvitar færu á
flug og gleymdu að taka pillurnar
sínar. En viðhorf sérfræðinga til
mála, nei takk, ekki samræður, bara
átakamál, þau eru söluvænni.
Þannig var með málstað okkar
Hafnfirðinga farið sem vorum með-
mælt nýju deiliskipulagi í Straums-
vík sem um var kosið fyrir hrun.
Listatónsmiður okkar Gaflara,
Magnús Kjartansson, sagði okkur
sennilega vera haldna elliglöpum, og
sjálfur höfuðkratinn og félagi minn
til margra ára, Jón Baldvin, dáðist
að heilbrigðri dómgreind andstæð-
inga tillögunnar af listrænni fágun
en fordæmdi dómgreindarleysi okk-
ar hinna. Áttatíu atkvæða munurinn
var upphaf nýs tíma Íslandssög-
unnar að mati f.v. ráðherrans.
Þetta var vel blágrátt í hillingum
þeirra vonlausu eins og samtalsform
þeirra tveggja greinir. En við öll
sem byggjum „Framtíðarlandið“
verðum að skilja, að Ísland verður
aldrei grænt né grátt, það er af öll-
um regnbogans litum, fjölbreytt sem
mannlífið. Til að gera betri grein
fyrir mínu máli var ég 1971 einn af
stofnendum fyrsta náttúruvernd-
arfélags landsmanna og var í fyrstu
stjórn þess, en hætti þegar ég sá að
pólitískar öfgar helguðu tilganginn.
Stéttabaráttan framleiddi ekki leng-
ur atkvæði. Þess vegna grænar öfg-
ar, því með öfgum nær maður at-
hygli og atkvæðum.
En eins og áður eru við öll elsk að
íslenskri náttúru og hreinu and-
rúmslofti.
Það verður að
koma „eitthvað
annað“ Ísland
Eftir Erling Garðar
Jónasson
»En eins og sagan
sýnir jókst afneitun
á framleiðsluiðnaði
hrikalega, ál til álna var
og er landráð í huga
menningarelítunnar.
Erling Garðar
Jónasson
Höfundur er fv. rafveitustjóri.
Það er furðulegt að
fylgjast með um-
ræðunni um sjávar-
útveg á Íslandi. Hún er
meira og minna í æsi-
fréttastíl þar sem
skiptast á sérkenni-
legar andstæður. Þeg-
ar vel gengur er rætt
um „ofurhagnað“ og
þegar blæs á móti er
vísað til „ofurskulda“.
Hvorugu hugtakinu fylgir nokkur
frekari skilgreining. Flestir þeir sem
tala niður til sjávarútvegsins virðast
fastir í hugtökum á borð við þessi.
Það kemur e.t.v. ekki á óvart en mér
þótti samt dapurt að sjá að Sigurjóni
Þórðarsyni voru „ofurskuldir“ sjávar-
útvegs hugleiknar í grein hans í
Morgunblaðinu þann 21. desember sl.
En hvað er á bak við þetta gild-
ishlaðna orð? Þegar betur er að gáð
er rökstuðningurinn enginn. Árs-
reikningar fyrirtækja á sjálfu hrun-
árinu 2008 leiða ýmislegt athyglisvert
í ljós. Þannig voru nettóskuldir 14
stærstu sjávarútvegsfyrirtækja
landsins 168 milljarðar króna í árslok
2008. Það er vissulega umtalsverð
upphæð en samt 42 milljörðum lægri
en skuldir Orkuveitu Reykjavíkur,
sem námu 210 milljörðum króna á
sama tíma. Hlutfall skulda af veltu
var 2,47 hjá stærstu sjávarútvegsfyr-
irtækjunum en 10,73 hjá Orkuveit-
unni. Þá var hlutfall EBITDA og
nettóskulda 5,90 hjá stærstu sjáv-
arútvegsfyrirtækjunum en 18 hjá
Orkuveitu Reykjavíkur.
Hinar raunverulegu „of-
urskuldir“ liggja ekki
hjá sjávarútvegsfyr-
irtækjunum.
Auðlindir aðeins
í sjónum?
Orkuveitan er hins
vegar í þeirri öfunds-
verðu stöðu að hún situr
ein að sínum við-
skiptavinum og getur
því gripið til gjald-
skrárhækkana til þess að auka tekjur
sínar eins og hún hefur þegar gert.
Sjávarútvegsfyrirtækin eru ekki í
þeirri aðstöðu enda í grimmri sam-
keppni á alþjóðlegum mörkuðum. Og
einhverra hluta vegna þurfa OR og
önnur orkufyrirtæki ekki að greiða
auðlindagjald eins og sjávarútvegur-
inn. Ég stóð í þeirri trú að fallvötn og
jarðhiti væru auðlindir. Ef gæta ætti
jafnræðis á milli orkugeirans og sjáv-
arútvegsins þyrfti Orkuveita Reykja-
víkur að hækka gjaldskrá sína um 5-
10% og öll sú hækkun að renna til rík-
isins sem auðlindagjald. Eins og
málum er nú komið er auðlindagjald í
sjávarútvegi hreinn landsbyggð-
arskattur.
Sigurjóni eru meintar tugmilljarða
afskriftir til sjávarútvegsfyrirtækja
hugleiknar. Samkvæmt upplýsingum
sem Ólína Þorvarðardóttir alþing-
ismaður lét taka saman nemur heild-
arupphæð afskrifta til sjávarútvegs-
fyrirtækja sex milljörðum króna.
Vissulega há upphæð en fær á sig
annan blæ þegar haft er í huga að af-
skriftir vegna bílalána nema 27 millj-
örðum króna.
Frjálslyndi flokkurinn
nafnið eitt
Sigurjón gefur í skyn að staða sjáv-
arútvegsins hafi nú ekki verið svo
slæm þegar kvótakerfinu var komið
á. Lengi skal manninn reyna. Ég man
nefnilega þá tíð sem starfsmaður í
sjávarútvegi að hafa sjálfur þurft að
bíða eftir laununum mínum í allt að
þrjá mánuði á sama tíma og við
bjuggum við óðaverðbólgu, geng-
isfellingar og kaupmáttarrýrnun sem
taldist í tugum prósenta. Það er hroki
að halda því fram að þetta hafi ekki
haft alvarleg áhrif á stöðu heimila í
landinu en ég skil nú betur af hverju
Frjálslyndi flokkurinn er orðinn
nafnið eitt. Ég hef haldið því fram að
þjóðin sé illa upplýst um stöðu sjáv-
arútvegsins og tilurð kvótakerfisins.
Væri raunin önnur hlyti þá málflutn-
ingur Frjálslynda flokksins ekki að
hafa náð betur til almennings?
Fregnir hafa borist af því að und-
anförnu að sjávarútvegsráðherra sé
með hugmyndir um að ríkið leigi við-
bótaraflaheimildir til þess að fjár-
magna rekstur heilbrigðisstofnana
úti á landi. Það var og. Ef við hefðum
t.d. sleppt því að ljúka byggingu til-
tekins húss við Reykjavíkurhöfn
þyrftum við ekki að horfa upp á nið-
urskurð í grunnþjónustu á borð við
heilsugæslu, menntun eða löggæslu.
Því miður virðist hugur núverandi
stjórnvalda ekki vera hjá atvinnulíf-
inu eða heimilunum í landinu en ég er
samt engu nær um hvar hann er.
Eftir Pál Stein-
grímsson
Páll Steingrímsson
»Hinar raunverulegu
„ofurskuldir“ liggja
ekki hjá sjávarútvegs-
fyrirtækjunum.
Höfundur er sjómaður.
Af „ofurskuldum“
og öðrum skuldum
Annað árið frá hruni
er liðið. Og hvað hefur
svo sem gerst? Gomma
af ritgerðum hefur birst
og risastór rannsókn-
arskýrsla. Og allar
óeigindir manna hafa,
að því er virðist, verið
tíundaðar eða hvað?
Græðgi, tillitsleysi, eig-
ingirni, heift o.s.frv.
Verður því sem gerðist
nokkuð lýst betur? Og eigum við land-
ar að leggja hendur í skaut þar sem
ljóst er hvað gerðist og af hverju?
Kannski gerðu menn ekki vettvangs-
könnun. Svona eins og löggan gerir í
krimmum. Sérstakur saksóknari
rannsakar bækur og skjöl, en hann
veit ekki hvernig ástatt var í brenni-
depli hrunsins, bankahverfinu, þegar
brallað var með fjöregg þjóðarinnar
og því stolið fyrir framan augun á
margmenni. Síðan þá hafa margir
fengið letigarðsdóma eða ígildi þeirra
vegna atvinnuskorts. Og æskan sér
fram á aukinn menntunarkostnað og
almenningur á varla fyrir mat. Þjóðin
hefur þurft að skipta um gír.
Í Reykjavík er gatan Borgartún.
Þar risu glæsileg hús með neonljósum
og undarlegum nöfnum, group þetta
eða hitt, og skammstöfunum, sem
sumar sögðu ekkert. Margir höfðu á
orði að gatan væri sem Wall Street,
slíkur var glæsibragurinn. Og Höfð-
ahverfið var fyllt með bönkum út á
Kleppsveg og augljóslega átti að
byggja meira. Já, miklir menn erum
við landarnir. Höfuðstöðvar Kaup-
þings eru glæsilegar og með svo hárri
hringhurð, að hún hefði sómt sér vel
við Persaflóa. Til hvers eru hringgler-
hurðir, sem eru þrisvar sinnum of há-
ar? Og fyrir innan er svo stórt atrium,
eða forskáli, að hið hálfa væri nóg.
Þetta var til að imponera pen-
ingamenn. Var það ekki málið?
Og inni fyrir mátti sjá unga menn á
skyrtunum skjótast úr einni vist-
arverunni í aðrar. Svipurinn ákveðinn
og flestir laglegir menn, en gump-
urinn á sumum í stærra lagi. Augn-
svipurinn gaf til kynna
að menn vissu hvað þeir
væru að gera. Þeir voru
sem tæknivæddustu
tannlæknar sem voru
ekki að sóa tímanum.
Og ef gægst var inn í
herbergin mátti víðast
hvar sjá hvar menn
rýndu í tölvuflatskjái og
ekki bara einn heldur
allt upp í fjóra hver. Já,
tölvutæknin er eins og
guðsgjöf. Og talnarun-
urnar, upp og niður, til
hægri og vinstri. Sennilega excel-
forrit, sem allir tala um. Og þau eru
svo fullkomin að þau reikna stöðugt
summur einstakra dálka eða marg-
feldi úr tveimur dálkum. Þetta var
ekki eins og á gömlu kontórunum þar
sem menn dunduðu við að leggja sam-
an tölur í huganum. Excel var komið í
staðinn fyrir yfirbókarann. Öryggi
var tryggt og unnt að keyra endur-
yfirferðir með ógnarhraða. Tölvur
verða ekki plataðar og yfirmenn
þurfa aðeins að rýna rétt snöggvast á
skjáina. Þvílík tækni. Hún var ekki
dónaleg Laugarnesvíkin séð frá sjón-
um. Hún gat sómt sér vel í Dubai. Og
áhugamenn um stjórnmál ræddu um
að gera Ísland að fjármálamiðstöð.
Gat það verið? Þá yrði landið eins og
Liechtenstein, sem lifir á því að
ávaxta peninga fyrir ríkt fólk. Jafnvel
háskólakennarar töldu þetta og það
hlaut að boða gott. Kýlum bara á það!
Umsvif stóru bankanna voru geysi-
leg. Peningarnir flóðu og lúxusbílar
voru svo margir að þeir höfðu varla
pláss á götunum. Og einkaþotur söfn-
uðust á flugvellinum. Þessa sögu
þekkja allir. – En núna eftir hrun
velta menn fyrir sér hvað fór úrskeið-
is? Okkur er sagt að stærð bankanna
hafi orðið tíföld þjóðarframleiðslan og
það var mjög hættulegt. Í hvaða ex-
cel-dálki mátti lesa það? Útlendingar
voru gáttaðir, en við stolt. Og Danir
voru bara afbrýðisamir. En nú vitum
við að þriðjungur bankanna var bara
loft, uppskáldaðar tölur. Fyrirtæki og
bankar skráðu í bækur væntingar eða
viðskiptavild. Mátti sjá það í excel-
dálkum? Og nú eftir hrun heyrum við
að endurskoðendur, með virðulegum
útlendum nöfnum, skrifuðu at-
hugasemdalaust upp á reikninga. Það
endurspeglaði öryggi og kórrétt mat
á eignum. Hverjum datt í hug, að
endurskoðendur sæju ekki loftdálk-
inn? Eða sáu þeir hann? Loftdálkur-
inn hlýtur að hafa sést á þeirra
skjám. Auðvitað. Flatskjárguttar við
Skógarhlíð eða Smáratorg eru gletti-
lega klárir. Skárra væri það nú.
Summan? hefur verið álitleg. Svo
senda þeir nótur upp á efstu hæð, en
þær eru leyndarmál. Eins og störf
endurskoðenda séu opin almenningi?
Og bossarnir hafa bankaleynd, eins
og bankastjórar. Já, leyndarhjúpinn
eftirsótta. Og þeir verðlögðu vinnuna
og létu flatskjárrýni skrifa reikninga.
Og hér sannast hið fornkveðna. Sá
á hund sem elur. Nýjasta undur
tölvuheimsins og forn spakmæli
kvíslast saman í vafninga og stóra
reikninga því enginn tekur mark á
litlum. Flatskjárrýnar lifa í tveimur
víddum, en þriðja víddin vísar til sið-
ferðis. Verkaskipting ræður því að
siðferði er á efstu hæð. Fullyrt er að
endurskoðendur hafi átt að sjá loftið.
Og svo ætla menn í mál. En loftið
gagnaðist í bönkunum til að sækja
bara meiri peninga og setja loft í
staðinn. Og loftið var líka gagnlegt
fyrir PriceToilette þegar greiða skal
stóra reikninga. Það er bara smjörk-
lípuaðferð. Eins og verðlagsbætur á
laun. Og ekkert tilefni er til mála-
ferla. Þjóð í klípu verður að þekkja
sinn vitjunartíma og elta ekki villu-
ljós. Flatskjái með loftdálki vantaði
bara á efstu hæð. Þetta er bara
spurning um fjölda af flatskjám.
Eftir Jónas
Bjarnason » Þriðjungur stóru
bankanna var bara
loft. Siðferði var metið á
efstu hæð hjá þeim og
endurskoðendum. Þetta
var bara spurning um
fjölda af flatskjám.
Jónas Bjarnason
Höfundur er efnaverkfræðingur.
Sá á hund sem elur
ÁSKRIFTASÍMI
569 1100