Morgunblaðið - 04.01.2011, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2011
✝ Elín Jónsdóttir fráGemlufalli, hús-
freyja á Neðra-Hálsi í
Kjós, til heimilis í Fells-
múla 8, Reykjavík,
fæddist 29. júní 1921.
Hún lést 26. desember
2010.
Elín fæddist á
Gemlufalli í Dýrafirði.
Foreldrar hennar voru
Jón Ólafsson, f. 29.3.
1891, d. 26.2. 1963,
bóndi og k.h. Ágústa
Guðmundsdóttir, f. 3.8.
1890, d. 20.3. 1973.
Systkini Elínar: Sigríður Kristín, f.
1917, d. 1999, gift Eiríki J. Eiríks-
syni, presti og þjóðgarðsverði á
Þingvöllum; Nanna Valborg, f.
1919, d. 1919; Jónína, f. 1920, d
2010, gift Pétri Sigurjónssyni húsa-
smíðameistara, Reykjavík; Ingi-
björg, f. 1922, d 2006, gift Gísla
Andréssyni, hreppstjóra, Neðra-
Hálsi; Guðmundur, f. 1924, d. 1983,
húsasmíðameistari, Flateyri. Ekkja
hans Steinunn Jónsdóttir. Fóst-
ursystkini Elínar: Ragnheiður Stef-
ánsdóttir, f. 1911, d. 1985, gift
Steinþóri Árnasyni, bónda, Brekku;
Skúli Sigurðsson, f. 1932, d. 2009,
bóndi, Gemlufalli. Ekkja hans
Ragnhildur Jónsdóttir.
sinni. Ólafur kvæntist Þórunni Sig-
urðardóttur. Dóttir þeirra; b) Elva
Guðrún, í sambúð með Öyvind
Nordhagen. Synir þeirra; Óli og
Aron. Ólafur og Þórunn skildu.
Ólafur var í sambúð með Bergljótu
Þorsteinsdóttur, dóttir þeirra; c)
Hrund. Dóttir Bergljótar; Steinunn
Gunnlaugsdóttir. 5) Kristján, f.
1954, kvæntur Dóru Ruf, bændur
Neðra-Hálsi. 6) Lilja, f. 1960, gift
Jóhanni Kristjánssyni. Börn þeirra;
a) Elín Björk, b) Snæfríður, c) Odd-
ur Goði.
Elín ólst upp á Gemlufalli og
gekk þar snemma til ýmissa verka.
Veturinn 1943-1944 var Elín á Hús-
mæðraskólanum Laugum í Þingeyj-
arsýslu. Hún var sumarið eftir
vinnukona hjá Kristjönu Péturs-
dóttur skólastýru og fór þá á jurta-
litunarnámskeið hjá Matthildi Hall-
dórsdóttur í Garði. Veturinn
1945-1946 var Elín ráðskona í eld-
húsi Héraðsskólans á Núpi. Þar
kynntist hún tilvonandi eiginmanni
sínum sem kenndi söng hluta úr
vetri. Elín og Oddur hófu búskap á
Neðra-Hálsi 1947. Elín var hand-
verkskona. Hún óf jafnan og litaði
sjálf garnið í púðum sínum og
veggteppum. Hún rak síðar heimili
með börnum sínum og barnabörn-
um í Fellsmúla 8, en ræktaði garð-
inn sinn á Neðra-Hálsi á sumrum.
Útför Elínar fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 4. janúar 2011,
og hefst athöfnin kl. 13.
Elín giftist 1.11.
1947 Oddi Andr-
éssyni, bónda og al-
þingismanni, f.
24.11. 1912, d. 21.6.
1982, frá Neðra-
Hálsi. Hann var
organisti og kór-
stjórnandi í sveit
sinni. Börn Elínar
og Odds: 1) Ágústa,
f. 1947, gift Sæbirni
Kristjánssyni. Synir
þeirra: a) Egill, í
sambúð með Marciu
Moraes, b) Kristján
Oddur, kvæntur Áslaugu Eiríks-
dóttur. Dætur þeirra; Sesselja
Fanney og Birna. 2) Ólöf, f. 1948.
Sonur hennar og Páls Árnasonar;
Arnar, kvæntur Solveigu S. Hall-
dórsdóttur. Börn þeirra: Þorgeir,
Áshildur og Teitur. 3) Valborg, f.
1950. Sonur hennar og Everts Ing-
ólfssonar; Emil Örn, í sambúð með
Þórhildi Knútsdóttur. Synir þeirra:
Kári og Sindri. Valborg var í sam-
búð með Lárusi Má Björnssyni. 4)
Ólafur, f. 1951. Dóttir hans og
Önnu Björnsdóttur; a) Kristín
Linda, gift Stuart A. Rae. Sonur
þeirra; Alexander Emil. Kristín
Linda var hjá móður sinni fyrsta
árið. Ólst svo upp hjá Elínu, ömmu
Móðir okkar ástkær og blíð,
borin ert burtu héðan.
Langri ævi lýkur um hríð,
leikum í þögninni á meðan.
Mögnuð sú þraut sem lífið lét
leika um þínar lendur.
Hugur róaðist þegar ég grét
þétt við faðmsins mjúku hendur.
Í pottaskápnum og skotum lék,
skarkala mikinn framdi.
Fótum þínum framhjá vék,
fann þar lokin og lamdi.
Signa mátti eftir bað
og engla til mín kalla.
Kaldur mátti þola það
þar til krossinn lést falla.
Lítill drengur í stelpubuxum,
skárra en ekki neitt.
Úr fátækt við öll svo uxum,
samt í huganum leitt.
Í leiknum fann mín lausnarorð,
lagaðist þá spennu-þrotinn.
Út að hjóla, moka, leggja á borð,
svo litla sálin yrði ekki brotin.
Þó ástæða ærin væri,
engar skammir fékk.
Man ekki að undan særi,
sátum saman á bekk.
Hænsnahurðin klemmdi fingur,
komst grátandi í læknis hendur.
Júlli á rútunni vega slingur,
viðgerður heim síðan sendur.
Á afmælum alltaf fékk
regnbogatertu fína.
Í barnsins draumasmekk
enn sé tertuna þína.
Skapandi elju og starfið fína,
sé yndi mikillar móður.
Ofnar mottur og teppi sýna,
digur er þinn sögu sjóður.
Ferðalag um geðsins garða
gerði þig stóra og sterka.
Rósemi og grið tókst að varða
í Fellanum mikla og merka.
Fellans fjölskrúðuga sál
fangaði fjölskylduböndin.
Allra barnanna móðurmál
markaði kærleikslöndin.
Þín þöglu spor,
þegar andaði vanda,
voru okkar vor,
tókst okkur að landa.
Fyrir þetta og allt annað
þakka ég, móðir kær.
Kærleika og ást fann, að
alltaf ég væri þér nær.
Enn fer út að moka
traktornum á.
Einmanaleikann úti loka,
ég er þér hjá, mamma.
Ólafur Oddsson.
Ég ætla að skrifa til þín nokkrar
línur, mamma, til að kvitta fyrir sam-
leið okkar á móður jörð. Ég þykist
vita að þú sért ekki farin langt, enn
sem komið er, og ég vænti þess að
innihald þessa bréfs komist til skila,
þótt það fari ekki með hinum hefð-
bundna pósti.
Ég á einhvern spotta eftir hérna
megin, en fyrir þig var þetta orðinn
ansi langur tími eða 89 ár og líkami
þinn orðinn illa nothæfur í lokin. Það
var því ekki um annan kost að velja
en að yfirgefa flakið og láta sig svífa
inn í nýjar víddir. Ég vona að sú um-
breyting hafi verið þér þægileg og til
óvæntrar ánægju og óska ég þér alls
hins besta á nýrri vegferð.
Ég ætla ekki að rifja hér upp okk-
ar sameiginlegu lífstíð, nema að ör-
litlu leyti, þar sem annað er ógjörn-
ingur. Ég veit að í þínu lífi og mínu
hafa skipst á skin og skúrir, meðvind-
ur og mótvindur. Í lífinu þroskast
fólk í ýmsar áttir. Sumum finnst gott
að vera í sviðsljósinu, aðrir hafa til-
hneigingu til að skerma sig frá
skarkalanum. Aðalatriðið var að
standa alltaf með sjálfum sér og
halda út hvað sem á dynur, og það án
lyfja. Það gerðir þú og munt upp-
skera samkvæmt því. En við munum
kryfja lífið í fyllingu tímans, hvort í
sínu lagi, svo af því megi læra. Það
verður ekki gert hér.
Ég vil þakka þér fyrir að hafa fætt
mig í þennan heim og gefið mér tæki-
færi til að þróast og eflast á þroska-
brautinni. Þú hafðir sérstakt lag á því
við okkur krakkana í uppeldinu að
gefa okkur svigrúm til að efla okkar
eigið ímyndunarafl. Það var lítið um
boð eða bönn, meira um óskráðar
reglur, enginn heilaþvottur, aðeins
ótakmörkuð þjónusta, umburðar-
lyndi og kærleikur. Meira er ekki
hægt að fara fram á þegar maður er
barn.
Þú kenndir mér kristin lífsgildi, og
snemma áttaði ég mig á tilveru æðri
máttar. Fyrir alla þessa umgjörð er
ég þakklátur. Ég þakka þér líka fyrir
stuðninginn við mitt lífsverkefni og
fyrir að kenna mér að bera virðingu
fyrir náttúrunni, hversu miklu það
skiptir að sýna alúð og vandvirkni í
verkum sínum. Ég mun seint gleyma
grænsápugerðinni í stóra þvottahús-
inu og lyktina finnur maður ennþá.
Ég þakka líka fyrir alla kaffiboll-
ana í Fellanum, sem alltaf voru born-
ir fram á undirskál, sem ég hlýt að
líta á sem sérstakan virðingarvott
gagnvart mér, því systurnar kvört-
uðu alltaf yfir því að fá ekki slíka
þjónustu eins og strákarnir. Og takk
fyrir allar sandkökurnar, loftkökurn-
ar og konfektmolana, svo ég tali nú
ekki um alla þá samræðu sem fram
fór yfir öllum þessum gjörningum.
En stopp í Fellsmúlanum taldist til
ánægjulegrar skyldu þegar skroppið
var í kaupstaðinn.
Ég þakka þér líka fyrir hópinn sem
þú skildir eftir í kringum mig, systk-
ini mín og afkomendur þeirra. Þetta
er góður hópur og hann mun vissu-
lega halda upp þínu merki í framtíð-
inni.
Ég og Dóra þökkum þér samfylgd-
ina, allar góðu kærleiksstundirnar
sem við áttum saman. Guð blessi þig
og þínar minningar á jörðu. Gakk þú
á Guðs vegum.
Kristján Oddsson.
Elsku amma mín. Nú er komið að
því að leiðir skiljast.
Þó þú hafir verið orðin 89 ára þá
átti ég samt ekki von á því að þú
myndir kveðja í bráð. Því þú varst
alltaf svo sterk. Margoft beygð en
aldrei buguð.
Elsku amma mín, ég þakka þér
fyrir samveru okkar í þessi næstum
því 40 ár. Sem foreldri og barn geng-
um við saman í gegnum þetta líf,
þetta líf sem var alltaf fullt af gagn-
kvæmri ást og þakklæti.
Síðustu árin gengum við 4 saman
og er ég svo þakklát fyrir að sonur
minn fékk að kynnast þér. Ógleym-
anlegar eru þær stundir þegar þú
bauðst honum að fá sér „eina bunu“
og ófá voru hlátrasköllin sem bárust
um alla íbúð þegar litli stubburinn
fann uppá einhverju til að bralla með
þér.
Bless, amma mín. Þú mátt fara
núna. Óskastjarnan þín bíður.
Þín,
Linda.
Elsku amma mín. Hvernig get ég
skrifað stuttan texta um þig? Það er
hægt að skrifa svo margt fallegt um
þig. Það var alltaf svo gaman að ræða
við þig, skemmtilegar sögur sem þú
kunnir og alltaf stutt í hláturinn hjá
okkur. Þú hlustaðir líka svo vel og
þess vegna var gaman að segja þér
fréttir. Þú varst sérstaklega upptek-
in af lífinu í Noregi og hvernig ég
hefði það. Oft byrjuðu bestu samtölin
yfir spilastokknum við eldhúsborðið
og með heimatilbúið meðlæti. Þú
varst svo upptekin af að gefa okkur
barnabörnunum eitthvað gott í gogg-
inn.
Takk fyrir að vera svona góð við
mig, systur mínar og fjólskylduna.
Þú munt lifa áfram í hjarta mínu
og Aron og Óli munu kynnast þér í
gegnum mig.
Hafðu það gott, elsku amma.
Elska þig. Knús frá Elvu.
Elva Guðrún Ólafsdóttir.
Amma setti ákveðinn tón í líf mitt.
Þessi tónn var ljós og fallegur og hef-
ur fylgt mér æ síðan. Það fólst í upp-
eldi hennar.
Ég var í pössun hjá ömmu á hverj-
um degi eftir skóla þar sem ég lék
mér við frændsystkini mín, Arnar og
Lindu. Ef frændsystkini mín höfðu
fengið ís einn daginn beið mín ís í ís-
skápnum daginn eftir. Hún gerði
okkur alltaf jafnt undir höfði.
Hún lék sér við okkur eða lét okk-
ur leika okkur í friði, allt eftir því sem
við átti. Hún færði okkur mikinn og
góðan orðaforða sem kom sér vel.
Hluti af gæfu minni í mínum sam-
skiptum við jafnaldra mína í skólan-
um hlýtur að hafa orðið til fyrir til-
stilli ömmu. Hún var óþreytandi að
ræða um heima og geima við okkur
og seinna á unglingsárum og ung-
mannsárum virtist hún vera mjög
fær í að fylgja manni eftir í þeim pæl-
ingum, sem þá voru efst á baugi.
Amma setti ákveðinn grunntón í líf
mitt sem ég óska að ég muni ná að
færa áfram til þeirra sem umgangast
mig. Þessi grunntónn var réttlátur,
hvetjandi og hlýr.
Amma var listamaður. Hún bjó til
innkaupapoka úr gömlum böndum
utan af jólagjöfum. Allt var endur-
nýtt. Þessir pokar hafa hangið heima
hjá mér sem listaverk því enn á ný
hittir hún beint inn á púls nútímans,
líklegast óafvitað.
Endurnýting þótti ekki fín lengi
framan af en amma bar með sér þessi
gildi allt aftur úr sinni barnæsku.
Engu var hent ef möguleiki var að
nota það upp á nýtt á einhvern hátt.
Nú á tímum þegar endurnýtingar-
gildi eru orðin viðteknari en áður
passar hún amma alveg inn í nú-
tímann og stundum hugsa ég að sumt
sem hún býr til gæti passað inn á
sýningu í einhverju nútímagalleríinu.
Hún var naturalisti í notkun á lit-
um, djarfir litir og samsetningar
lentu alltaf á fótunum eins og köttur
sem fellur niður um fleiri hæðir en
lendir þó alltaf á fjórum fótum.
Áður fyrr óf hún í vefstól og litaði
garn með íslenskum jurtum, berki og
lyngi. Eru til margar myndir sem
hún saumaði út með þessu efni.
Hún gerði við allt, lagaði allt, end-
urnýtti allt, gaf okkur allt og gerði
allt fyrir mann. Hún var uppfinn-
ingasöm, bjargaði sér og sýndi alúð í
öllu sem hún tók sér fyrir hendur.
Með nærveru sinni og fordæmi
lagði hún semsagt ákveðinn grunn-
tón sem er jákvæður og góður.
Amma var gæfurík að mörgu leyti.
Hún átti sex börn og var í miklu sam-
bandi við þau öll. Einnig var hún í
góðu sambandi við barnabörn sín til
hverra ég telst og barnabarnabarna
sinna. Hún var skýr í kollinum, sinnti
sínum hússtörfum allt til loka og gat
búið heima hjá sér alla tíð eins og hún
óskaði sér. Það er mikil gæfa.
Með einlægri kveðju,
Egill Sæbjörnsson.
Elsku amma. Ást og þakkir er erf-
itt að binda í orð. Það var dásamlegt
að alast upp í Fellsmúlanum, umferð-
ar- og félagsmiðstöð fjölskyldunar.
Þú hafðir alltaf tíma fyrir okkur
krakkana. Þú leyfðir köstulum og
ævintýralöndum að standa dögum
eða vikum saman, uppi á borðstofu-
borði. Og það var hreint stórkostlegt
að sjá þig hálfníræða konuna, kasta
bolta til barnabarna og jöggla þeim
til skemmtunar.
Þegar við lágum í pest, settist þú
við rúmstokkinn og skófst epli ofan í
lítinn munn. Það var sem handtak
þitt eitt dygði til að kippa barninu yf-
ir erfiðasta hjallann. Við Linda fórum
oft með þér gangandi í Vörumark-
aðinn. Einn vetrardag tókum við
snjóþotu með. Minningin er óljós, en
ég vona að þú hafir bara dregið okk-
ur niður brekkuna, ekki upp hana
ásamt fullum sleða af vistum. Sögur
þínar voru okkur einnig mikill inn-
blástur, um lífið á Gemlufalli, ferju-
manninn föður þinn og líf ykkar
systkina. Þú fræddir okkur einnig
um réttlæti og ranglæti veraldar. 10
ára byssubófum í kúreka og indjána-
leik var hollt að fræðast um hörm-
ungar seinna stríðs og að indjánarnir
voru fórnarlömb en ekki vondu kall-
arnir. Það var einnig einstakt að upp-
lifa elskuna í rödd þinni þegar þú tal-
aðir um sveitina og gleði þína þegar
þú fluttir þangað aftur að sumarlagi.
Það var að sama skapi átakanlegt
þegar þú sagðir að þú hefðir líklega
séð sveitina í síðasta sinn. En fólkið
þitt fylgdi þér alla leið, og hefði ef-
laust fylgt þér lengra væri sú leið
fær.
Með þökk.
Arnar og fjölskylda.
Elín Jónsdóttir
Það er óhætt að
segja að það sé stutt á
milli hláturs og gráts í
lífinu. Á þriðjudeginum fyrir andlát
afa míns kíktum við bræðurnir á afa
gamla á Grund, en þetta var síðasti
dagurinn sem ég sá hann á lífi. Það
fór ekki á milli mála að hann nálg-
aðist endapunkt lífs síns með hverj-
um deginum sem leið. Hann átti erf-
itt með tal, enda mjög máttlaus
orðinn, en samt barðist hann í gegn-
um orðin. Þrátt fyrir erfiðleikana
Guðmundur Jónatan
Kristjánsson
✝ Guðmundur Jón-atan Kristjánsson
fæddist í Nýjabæ á
Eyrarbakka 2. ágúst
1929. Hann lést á
Dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu Grund
17. desember 2010.
Útför Guðmundar
fór fram frá Grens-
áskirkju 29. desem-
ber 2010.
sem hann barðist við
fengum við hann til að
hlæja gamla góða
hlátrinum sem við
könnuðumst svo vel
við. Gamli hló að því að
Manchester United
væru komnir á topp-
inn í ensku úrvals-
deildinni. Lýsandi
dæmi fyrir húmorinn
sem fylgdi honum afa
mínum, bæði hélt
hann takmarkað með
Man Utd í ensku
deildinni og ekki
fannst honum leiðinlegt að skjóta á
Venna bróður þegar illa gekk hjá liði
hans Man Utd.
Í gamla daga var alltaf gaman að
koma í heimsókn til ömmu og afa í
Heiðargerðið. Það er ekki hver sem
er sem getur borðað súkkulaðikex
með sultu og dass af svínakjöti í ein-
um bita en það gerði afi með bestu
lyst. Mér verður oft hugsað til
Gumma afa þegar ég blanda ólíkleg-
asta mat saman og hugsa þá um leið
að þetta þætti afa mínum vafalaust
gott. En úr eldhúsinu yfir í málar-
ann: afi var frábær málari og vand-
virkni hans gríðarleg. Þegar ég var
lítill man ég að hann var oft að vinna
við að mála Grensáskirkju þaðan
sem við kveðjum hann nú í dag. Í
seinni tíð þegar ég hef verið að mála
sjálfur með pabba mínum þá kemur
pabbi reglulega með einhver heilla-
ráð um hvernig best sé að mála en
Gummi afi hafði kennt honum ýmis
trix. „Þetta kenndi hann afi þinn
mér“ heyrist oft þegar við málum, og
núna síðast voru það herbergin mín í
Heiðargerðinu hans afa. Það eru
vissulega ákveðin forréttindi að fá að
búa í húsinu hans í dag, Heiðargerði
27, sem hann byggði sjálfur fyrir
langalöngu.
Afi var gríðarlega kaldhæðinn og
fyndinn karl. Hann lét gjörsamlega
allt flakka og var ekkert að skafa af
hlutunum þegar hann var að lýsa
þeim. Honum fannst ekki leiðinlegt
að stríða manni aðeins og fá mann til
að brosa. Með þessum orðum kveð
ég afa minn og er þakklátur fyrir
samveruna með honum gegnum tíð-
ina.
Guðjón Ólafsson.