Morgunblaðið - 04.01.2011, Síða 22

Morgunblaðið - 04.01.2011, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2011 ✝ Guðrún Ingi-björg Oddsdóttir fæddist á Siglufirði 8. ágúst 1928. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 7. desember 2010. Foreldrar hennar voru Oddur Oddsson smiður á Siglufirði, bóndi og vitavörður á Siglu- nesi, f. 22. júlí 1894 á Engidal í Úlfsdölum, d. 3. mars 1981 og Sigurlaug Kristjáns- dóttir húsfreyja frá Björgum í Ljósavatnshreppi í Suður- Þingeyjarsýslu, f. 18. febrúar 1899, d. 21. ágúst 1995. Systkini hennar: Oddur Jóhannsson f. 24. maí 1925, d. 23. apríl 1999, Hrafn- hildur Loreley f. 22. júlí 1936 og Sæunn Hafdís f. 16. desember 1940. Guðrún Ingibjörg kvæntist 29. september 1956 eftirlifandi eiginmanni sínum Ólafi Jónssyni verslunarmanni, f. 28. nóvember 1927, frá Fossi í Hrútafirði, yngst- ur ellefu systkina. Foreldrar hans: Jón Marteinsson bóndi, á Fossi í Hrútafirði, f. 26. september 1879 á Reykjum í Hrútafirði, d. 25. júní 1970 og Sigríður Björnsdóttir frá Óspaksstöðum í Hrútafirði, f. 29. október 1884, d. 10. júlí 1952. Börn Guðrúnar Ingibjargar og Ólafs eru: 1) Sigríður, f. 11. maí 1957, hún á eina dóttur, Sunnu Lind f. 8. maí 2001. 2) Bryn- dís, f. 22. júní 1967, maki Sigurður Björnsson f. 18. jan- úar 1965, þau eiga einn son, Ólaf Hákon f. 7. febrúar 1998. Guðrún Ingibjörg ólst upp á Siglufirði og Siglunesi, lauk þaðan gagnfræða- prófi og fór síðar á Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði, en fluttist svo til Reykjavíkur upp úr tvítugu og starfaði við afgreiðslu. Eftir að hún stofnaði heimili lagði hún mikla rækt við húsmóð- urstörfin og stjórnaði heimilinu af skörungsskap, en jafnframt sinnti hún ýmsum hlutastörfum svo sem afgreiðslustörfum, þrifum og sá um kaffiveitingar. Guðrún var mikil handverkskona og lék allt höndum hennar hvort sem um var að ræða saumaskap, hannyrðir eða matseld og var mikill fagurkeri. Guðrún Ingibjörg og Ólafur bjuggu á nokkrum stöðum í miðbæ Reykjavíkur, en lengst af bjuggu þau þó á Langholtsveginum. Síð- ustu árin bjó Guðrún á hjúkr- unarheimilinu Sóltúni. Útför Guðrúnar Ingibjargar fór fram í kyrrþey frá Fossvogskap- ellu 15. desember 2010. Margs er að minnast, mikið er að þakka. Við þökkum þér, Didda mín, fyrir áratuga vináttu, ekki bara fyrir að vera stóra systir og mág- kona, heldur alltaf góður vinur. Maður vissi alltaf hvar maður hafði þig og þinn mann. Það er margt sem kemur í hug- ann þegar litið er til baka á Sigló, þar sem við ólumst upp systkinin, ég var yngst og þá var gott að eiga stóra systur sem sat við rúmið mitt og las fyrir mig þegar ég var veik og prjónaði á mig peysu sem mér er svo minnisstæð, öll í bekkjum og skærum litum. Þegar ég fermdist var Didda farin til Reykjavíkur að vinna í verslun og komst ekki norð- ur, ég saknaði hennar mikið. Eftir að gagnfræðaskóla lauk vann hún við afgreiðslustörf hjá Kristni Halldórssyni í Neðstu b- deild í Siglufirði. Síðan fór hún í Húsmæðraskólann á Ísafirði 1951- 1952 og flutti stuttu síðar til Reykjavíkur og vann hjá Biering við afgreiðslustörf og borðaði á Laugavegi 28 þar sem Ólafur Jóns- son frá Fossi í Hrútafirði settist við hennar borð og sat við hennar hlið síðan í rúm fimmtíu ár. Þau giftu sig árið 1956 og eignuðust tvær efnilegar dætur, Sigríði fædda 1957 og á hún dótturina Sunnu Lind og Bryndísi sem gift er Sigurði Björnssyni barnalækni og eiga þau soninn Ólaf Hákon. Didda var bráðlagin í höndunum, saumaði og prjónaði fyrst á litlu systur, síðan á dæturnar, enda voru þær vel klæddar svo af bar meðan hún sá um þá hluti. Það hagaði þannig til að stutt var á milli okkar heimila, lengst af í göngufæri, en styst var á milli okk- ar eftir að þið fluttuð á Langholts- veg 170 og við í Nökkvavoginn, enda liggja lóðirnar saman horn í horn. Þá var nú stundum stikað stórt og stokkið á milli húsa. Didda hafði þýða söngrödd, söng milli- rödd mjög vel. Það var oft tekið lagið þegar hist var á góðum stund- um, ég tala nú ekki um á systra- kvöldum, þá sungu þær systur fram á nótt, en við Óli sáum um hitt. Það var verst hvað heilsa þín bilaði snemma, en alltaf gast þú sungið öll gömlu lögin. Didda þurfti að dvelja á hjúkrunarheimilinu Sól- túni í allmörg ár vegna blæðingar á heila. Það var einstaklega vel að Diddu búið í Sóltúni, ágætisher- bergi sem fjölskyldan útbjó mjög smekklega þægilegum húsgögnum, myndir á veggjum, blóm í pottum og oft blóm í vasa. Ég held það sé leitun að betri stað fyrir heilsubilað fólk. Didda var einstaklega góður sjúklingur, alltaf jákvæð og þægi- leg í umgengni. Það kom stundum fyrir að stúlkan sem var á kvöld- vakt skildi Diddu eftir frammi á meðan hún kom hinum sjúkling- unum í ró, þá setti hún disk í spil- arann og þær sungu saman gömlu lögin, það fannst Diddu gaman. Það féllu mörg tár hjá starfsfólki Sól- túns þegar Didda dó, það sýndi manni best hvað hún var vel liðin. Við vonum að vel hafi verið tekið á móti þér af ættingjum og vinum sem hafa flutt á undan þér. Elsku Didda, megir þú una hag þínum vel í nýjum heimkynnum. Þegar við könnum ókunn lönd ósköp yrðum fegin, ef þú geymdir hörpu í hönd er hittumst hinum megin. Óla, dætrum og öðrum aðstand- endum vottum við innilega samúð. Sæunn (Gógó systir) og Kjartan. Guðrún Ingibjörg Oddsdóttir Nú, þegar faðir minn er borinn til grafar á hátíð sólrisu með fyr- irheiti um komandi sól- ríkt vor, minnist ég sannrar og ein- lægrar vináttu þeirra systkina frá Bólstað í Landeyjum og ekki síst Filippusar og föður míns sem margt brölluðu um tíðina. Til eru af þeim félögum ófáar góðar sögur sem hér verða ekki raktar. Þegar þeir bræð- ur voru ungir, sprækir drengir áttu þeir sér bú austur á Bólstað þar sem kindakjálkar voru reiðhestarnir eins og þá var títt. Baldvin Aðils Björgvinsson ✝ Baldvin AðilsBjörgvinsson múrari fæddist á Ból- stað í Austur- Landeyjum í Rang- árvallasýslu 18. apríl 1930. Hann lést á Landspítalanum 15. desember 2010. Útför Baldvins fór fram í kyrrþey. Filippusi fannst hestar föður míns öllu viljugri en þeir sem hann átti og bað hann því að lána sér einn hesta sinna. Hann var góðfúslega lánaður og þeysti bróðir hans á láns- gæðingnum allt það sumar. Þetta var fyr- ir seinna stríð, árið var 1935. Vorið 2008 var klárnum svo skilað til föður míns en á kjálkann viljuga voru orð þessi rit- uð: Ég þakka þér lánið á hestinum þínum forðum Þakklæti mínu ég kann ekki lýsa í orðum En ætla að kjálkinn þinn leikandi léttur í spori Launi þér greiðann á sólríku komandi vori Þeir sem faðir minn hafði í mest- um metum og stóðu honum hjarta næst voru höfðingjar andans – lista- menn – skáld og málarar. Strangheiðarlegur var hann sann- lega, jarðbundinn en háfleygur fag- urkeri sem skildi flesta sérvisku, réttsýnn, góðhjartaður og sannur vinur allra dýra, hann var læs á það smæsta í náttúru og það sem við- kvæmast var. Forkur til vinnu og með eindæmum ósérhlífinn. Hrein- skilni og umhyggjusemi eru mér efst í huga – samviskusemi og vinnusemi voru hans einkunnarorð. Hann var höfðinginn sem sótti í sveitina, hrossin blessuð og náttúr- una – maður sannrar geðprýði. Faðir minn með tvo til reiðar og afi Björgvin gamli, í pokabuxum, einhesta, hann af Hjallvegi á Brún gamla, faðir minn úr Mosfellssveit- inni sem þá bar það nafn. Sammót við Kaffistofuna og ferðinni heitið austur í Landeyjarnar, til æsku- stöðva föður míns og góðu reiðland- anna – þessi minning finnst mér fög- ur og óska ég þess að þið endurtakið ferðina nú feðgarnir við ykkar end- urfund. Það er svo að sumir menn deyja ekki því minning þeirra er sterk og lifir björt, fögur og sönn. Mér hefur alltaf þótt vænt um myndina af Höll Sumarlandsins – endastöð okkar allra, Ríki himins, sem sólríkum stað þar sem setið er undir laufþykkni um hádegisbil. Slegið í spil, spjallað og hlegið – og úr tíbránni birtist áætlunarbíllinn í rykmekki með gamla félaga til sam- fundar. Og horfnir vinir fara kátir og nú loks heilir allra sinna meina, niður að brúsapalli þar sem vagninn stansar og fagna ferðalangnum, dá- lítið ráðvilltum og fylgja honum heimreiðina. Að lokum vil ég fyrir hönd fjöl- skyldu minnar og eftirlifandi eigin- konu hans og móður okkar, Þyri Huldar Sigurðardóttur sem sárt saknar besta vinar síns til 50 ára, þakka af öllu hjarta ættfólki okkar og vinum og starfsfólki nýrnadeildar Landspítalans, Sólborgu og öðrum er veittu stuðning, umönnun og vin- áttu föður mínum og móður þegar skugga hans tók að lengja og sól hans loks settist. Pabbi minn – skilaðu nú kveðju til hans Roða gamla. Þinn sonur og vinur, Pétur Baldvinsson. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, SIGURÐUR ELLI GUÐNASON fv. flugstjóri, Víghólastíg 22, Kópavogi, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi fimmtu- daginn 30. desember. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 14. janúar kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Barnaspítala Hringsins njóta þess. Guðmunda Kristinsdóttir, Erla Unnur Sigurðardóttir, Guðmundur U.D. Hjálmarsson, Anna Jóhanna Sigurðardóttir, Karl Trausti Barkarson, Nana Daðey Haraldsdóttir, Uni Dalmann Guðmundsson, Sólrún Silfá Guðmundsdóttir, Arndís Guðnadóttir, Sigurður G. Sigurðarson, Ólafur Guðnason, Guðmunda Jónsdóttir. ✝ Okkar ástkæra GUÐNÝ GÍSLADÓTTIR frá Hnappavöllum í Öræfum, síðar Sogni í Kjós, sem andaðist miðvikudaginn 15. desember, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 5. janúar kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðni K. Elíasson. ✝ Eiginmaður minn elskulegur, okkar góði faðir, bróðir og mágur, BRJÁNN ÁRNI ÓLASON fyrrv. sjómaður, Lindasmára 7, Kópavogi, andaðist á krabbameinsdeild Landspítalans á gamlársdag. Útförin fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn 6. janúar kl. 15.00. Valdís (Dísa) Þórðardóttir, Jón Hjörtur Brjánsson, Gunnar Óli Dagmararson, Árni Ólason, Margrét Valgerðardóttir, Leifur Aðalsteinsson, Ragnheiður Helga Óladóttir, Elías Sveinsson, Hermann Ólason, Guðrún Kr. Óladóttir, Björn Valdimar Gunnarsson, Hrólfur Ólason. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN K. HELGADÓTTIR, Ölduslóð 9, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ miðvikudaginn 29. desember. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 6. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Þóra Guðrún Sveinsdóttir, Arnór Egilsson, Þórdís Helga Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur frændi okkar, bróðir og mágur, ÁRNI BJÖRN JÓNSSON frá Þorvaldsstöðum í Breiðdal, Fellsmúla 18, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtu- daginn 30. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 10. janúar kl. 13.00. Guðný Elín Jónsdóttir, systkini hans og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.